Vísir - 11.09.1956, Blaðsíða 5

Vísir - 11.09.1956, Blaðsíða 5
Þriðjudaginn 11. september 1956- ftBIB fv. préfastxnr, Við séra Ásgeir vorum sam- fcekkingar í skóla og höfum verið vinir alla tíð síðan. Hann þótti með prúðustu piltunum i bekknuni stilltur og gætinn, og var hvers manns hugljúfi og þannig var ævi hans öll. í skóla var séra Ásgeir ekki talinn sérstakur námsmaðuf, en með iðni og ástundun vann haim það upp og þvi má segja um hann það, sem söguritari Vopnfirðingasögu segir um Höfsverja: Allt sem þeir gerðu fór þeim vel úr hendi. Ástæðan var sú, að séra Ás- geir hafði til brunns að bera meira en venjulegt er af skvldu rækni og heilbrigðri skynsemi (cömmon sense). Reynslan sýnir, að oftar en skyldi fer svo, að afburða gáfumönnum nýtast ekki miklir hæfileikar en menn með heii- brigða skynsemí verða ávallt nýtir borgarar og eru hinir traustustu hornsteinar í þjóð- íélaginu. Þetta sannaðist á síra Ásgeiri. Alla tíð frá því að hann tók embætti hefir hann notið trausts og virðingar í sínu hér- aði og verið valinn þar til trún- aðarstarfa, er allt fór honum vel úr hendi. Mér hefir ávallt fundizt æskilegt, að prestar þjóðkirkj- unnar hefðu þann starfa á hendi í sambandi við prestþjónustu sína úti um byggðir landsins, að líta eftir barnafræðslunni i ■ Prestaskólann 29 sóknum sínum, syo sem áður tíðkaðist. Prestarnir voru vanir að koma á heimilin tvisvar á ári til þessara húsvitjana, sem var aðhald'fyrir foreldrana til að rækja skyldur sínar við börnin, en jafnframt fengu prestarnir á þennan hátt náið samband við sóknarbörn sín, er orsakaði betri kirkjusókn og örvaði trúarlífið í landinu. Sira Ásgeir var af þessum gamla skóla og rækti þessar ó- skrifuðu skyldur með þeixri kostgæfni er honum var með- fædd. Þetta kunnu sóknarbörn bans Iika að meta og unnu hon- um hugástum og sóttu vel kirkjur hans og því var síra Ásgeir gæfumaður í sínu starfi um ævina. Við erum nú fáir eftir af sambekkingum síra Ásgeirs. en við minnumst hans serrv hins góða félaga og sæmdarmanns og kvéðjum hann með söknuði. Eg flyt ekkju hans mínar innilegustu samúðarkveðjur. Það er huggun hennar, að hún grætur góðan mann. "JLáurs Fjeldstecl. ir í dag verður til moldar bor- inn frá Dómkirkjunni í Reykja- vik' síra Ásgeir Ásgeirsson, fyrrúm prestur og prófasíur að Hvammi í Dölum. Með honum er genginn einn af elztu og um margt merkustú mönnum íslenzkrar prestastéttar á þess- um tíma. Var hann löngu þjóð- kunnur maður fyrir störf sín innan kirkju og utan. Síra Ásgeir var fæddur 22. september 1878 að Arngerðar- ey ri á Langadalsströnd. For- hjón, Ásgéir Guðmundsson, hreppstjóri og dannebrogsmað- ur að Arngerðareyri, og fyrri 'kons hans, Margrét Jónsdóttir, hreppstjóra að Kaldá i Önund- aríirði. Voru þau hjón bæði af góðum og sterkum stofni runnin. Verður það eigi rakið hér nánar með því að annars- staðar munu því gjörð fyllri skil. Síra Ásgeir átti bernskuár sín öll og æskuár flest í föður- garði. En með því að hann var snemma námfús og efnahagur foreldranna góður á þeirrar tíðar mælikvarða, var hann ungur settur til mennta. Lauk hann stúdentsprófi við Mennta- skólann í Reykjavik, 30. júní 1900 og guðfræðiprófi við j.úní 1903. hesta eg ferðamaður hann var. Því alla þessa miklu þjónustu ínnti h.a.nn af hendi af þeirri alúð ög skyldurækni, sem hon- rnn var. svo' ríkulega í blóð borin. En gagnvart síra Ásgeiri lét lífið ekki hér við sitja. Það gjörði til hans miklu meiri kröfur. Vegna óvenjulegra for- ystuhæfileika hans hlóðust brátt á hann margvísleg og umsvifamikil trúnaðarstörf. — Hann varð forgöngumaður um bættar samgöngur við Breiða- fjörð og vann þar brautryðj- andastarf, sem seint mun fyrn- ast. Hann var í stjórn Spari- sjóðs Dalasýslu 1906—1919 og 1920—1946. Formennsku'sjóðs- ins hafði hann á hendi 1910— 1919 og aftur 1920—1944. —j Kaupfélagsmái lét hann og mjög til sín taka, enda ákveð- inn samvínnumaður alla tíð. Um áratugi var hann einn af máttarstoðum og driffjöðrum Kaupfélags Hvammsfjarðar. — Var bæði framkvæmdastjóri þess og foimaður 1911—1919 og síðan endurskoðandi 1920— 1944. Formaður Kaupfélags Stykkishólms var hann og 1920 —1925 og vann þar farsælt brautryðjandastarf. — Má af þessu ráða, hversu sýnt og annt honum hafi verið um slíka verzlunarháttu. Hikaði hann hvergi í baráttunni fyrir þeim málum, þótt þungur væri ein- att róðurinn eða við ramman reip að draga. Mun almenning- ur þar vestra hafa notið ávaxt- anna af því mikla starfi hans, festu og hugsýni, svo að seint verður fullþakkað eða metið að verðleikum. Hefur séra Ásgeir á mjög skilmerkilegan. "hátt skráð 50 ára sögu Kaupfélags Hvammsfjarðar í minningar- reit Breiðfirðingafélagsins í Reykjavík. En það félag studdi hann með ráðum og dáð frá fyrstu stund og var heiðurs- félagi bess síðustu árin. 22. sept. árið 1900 kvæntist síra Ásgeir eftirlifandi konu sinni, Ragnhildi Ingibjörgu Bjarnadóttui', frá Ármúla á Langadalsströnd. Var hvort- tveggja að konan var góð og samvistirnar líka eftir því. Þótt Ragnhildur væri lengst af heilsulaus — nyti ekki fullrar fótavistar nema fyrstu sam- vistarárin — var hún ávallt ljósið í lífi hans, sem vermdi mest og lýsti bezt. Það er sagt1 að ástin sé heitust í meinum. I Með eins miklum rétti má segja að ástin sé sterkust í erfiðleik- unum. Eg hef ekkert hjóna- band í elli þekkt fegurra en þeirra, þrátt fyrir alla þungu reynsluna. Návist þehra minnti mig svo oft á þessi sígildu orð skáldsins: ,,Það er ekkert svo sælt sem tvær sálir á jörð samhljóma í böli og nauðum.“ Börn áttu þau hjónin eigi, er til lífs komust. En bróðurdótt- 1 ur hennar, Ragnhildi, tóku þau að sér 2ja ára og gjörðu að j kjörbarni sánu. Átti hún for- sini lelrr; eldraást þeírra alla og óskipta æ síðan. Nutu þau og dóttur- kærleika liennar alla tíð og jafnframt samvistar við hana og umönnunar hennar síðustu 12 árin. Fleiri systkinaböm Ragnhildar eldri áttu og lengi hjá þeim hjónum sitt annað heimili. Þótt sira Ásgeir væri af efn- uðu foreldri, hóf hann prest- starf með lítið milli handa. Var og með mörgum að skipta, þar sem faðirinn var tvíkvæntur og 10 börn hans og eiginkvenna beggja. Mun síra Ásgeir og lítt hafa sótzt eftir sínu úr þeirri átt. En efnahagur hans blómg- aðist fljótt vegna hinna miklu starfshygginda hans og glögg- skyggni á allt það_ er að at- vinnu- og fjármálum laut. — Honum var sýnt um að afla fjár, en þó aldrei með því að taka hlut á þurru landi, aldrei með því að forðast áreynslu á hugsun og krafta. Síra Ásgeir bar gott skyn á búrekstur og var mjög hneigður tl þeirrar atvinnugreinar. Slíkt gat hann þó aldrei látið eftir sér, nema í smáum stíl. Lágu til þess tvær höfuðástæður. Annars vegar hin miklu og margbrotnu störf hans sjálfs. Hins vegar hin langa og þunga vanheilsa eig- inlconunnar. En mörgum við búreksturinn munu þó hygg- indi hans hafa gefið ráð, sem að haldi máttu koma. Menn leituðu hans og reyndu hann bæði hollráðan og heilráðan. Fáa hef ég þekkt ríkari af starfshneigð, starfshæfni og reglusemi allri en síra Ásgeir frá Hvammi. Hjá honum var hver hlutur á sínum stað, hvert verk unnið á réttum tíma. Allt það, sem framkvæma átti, var undirbúið af slíkri fyrirhyggju, OIl sín námspróf Ieysti síra Ásgeír af hendi með mikilli prýði, Enda fylgdust að hjá honum mikil námshæfni og afburða skyldurækni og reglu- semi. Veturinn 1903—1904' fékkst síra Ásgeir við kennsíustörf að Ármúla á Langadalsströnd. Og næsta vetur var hann barnaskólastjóri á ísafirði. En 16. september 1905 var honum veittur Hvammur í Dölum. Vígðist hann þangað 22. októ ber sama ár. Árið 1919 var honum veitt Helgafellspresta- kall að afstaðinni kosningu. En þegar á átti að herða með brauðaskiptin sát hann kyrr í Hvammi. Mun hann þá þegar hafa verið' orðinn bundinn fcæði stað og söfnuðum þeim böndum, sem erfitt var að slita. Fékk hann auðveldlega aftur veitingu fyrir Hvammi 17. jriarz 1920. Sama ár, 14. júní, var hann svo settur prófastur í Dalaþrófastsdæmi og skipað- uf 3 rriánuðum síðar. Hélt hann prófaststörfum í Dölum. sam- fellt í 24 ár eða unz hann ]. júrií 1944 lét af preststarfi fyrir aldurs og vanheijsu saki.r. Hafði hann þá þjónað Hvamms- prestakalli um tæpra 40 ára skeið. Síra Ásgeir fékk ekki lengi að í sitja. óskiptur að sínu eigin prestakalli. Um áratugi hafði hann á hendi aukaþjónustu í Staðarhólsþingum. Þjónaði hann lengi sex kirkjum og átti yfir miklar íjarlægðir og tor- iærur að sækja. Munu fáir ís- lenzkir préstar hafa átt.jafn vítt eða erfitt starfssvið og eldrar hans voru þau merku ’hann. Kom sér þá vel hvílíkur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.