Vísir - 11.09.1956, Blaðsíða 4

Vísir - 11.09.1956, Blaðsíða 4
vfsm Þriðjudaginn 11. september 1956 DAGBLAÐ Eitsíjóri: Hersteinn Pálsson ' Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson Skrifstofur: Ingólfsstræti 3 rj| AfgreiSsla: Ingóifsstræti 3. Sími 1660' (fimm línur) Htgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F Lausasala 1 króna Félagsprentsmiðjan h7f Breyttir starfshættir. Dagblaðið Tíminn hefur yfi.r- leitt ekki fengið orð fyrir að flytja sérlega greindarlegar forystugreinar. Forystugrein blaðsins í fyrradag er hvorki betri'né verri en tíðkast um þær ritsmíðar, en þar er enn íjallað um bráðabirgðalög þau, sem ríkisstjórnin gaf út um binding kaupgjalds og verðlags í landinu. En þó er síðasti kafli hennar venju fremur óskynsamlegur. Þar er m. a. sagt, að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi breytzt úr evrópskum íhaldsflokki i suður-amerískan íhalds- j flokk, með valdatöku Ólafs i Thors og Bjarna Benedikts- j sonar. Að vísu á þessi full- I yrðing lítið skylt við bráða- j birgðalögin, en þeir um það, Tímamenn. Framsóknarflokkurinn er stofnaður sem bændaflokk- i ur og leiðarljós hans átti að vera samvinnustefnan, 1 kaupfélagsformið, sem eink- um átti að annast sölu og j dreifing á afurðum bænda, I svo og innkaup á nauðsynj- i um þeirra. Um stund var i þetta svo, en á hinum síðari i árum hefur þetta gerbreytzt. j Framsóknarflokkurinn er j ekki lengub bændaflokkur í í hinum gamla skilningi, hann | er orðinn leikfang eða vopn, 1 hvort sem menn vilja heldur I nefna það, í höndum póli- 1 tiskra spákaupmanna eins og JF Islemkir stúoentar bezt settir w. erl. nátnsmanna í Osló. JFní Hrun httrt/ hofir írt/fff/i frttttt- hutittrri.st 10 stútlru itt þttr. Hermánns Jónassonar 'og Sambandið, hin upprunalegu hagsmunasamtök bænda, er orðinn gróðahringur, sá eini á landinu, sem unnt er að nefna því nafni. Hér skal ekkert um það sagt, að þessi breyting hafi gerzt að suður-amerískri fyrirmynd, en Tímamönnum verður jafnan tíðrætt um þessa fjarlægu heimsálfu, líklega af því að þeir vita ekkert um hana, en vanþekking þeirra í landafræði er ann- ars þjóðkunn, en sleppum því hér. Sambandið, sem allir vita, að er bakhjarl Framsóknar- flokksins, hefur seilzt inn á æ fleiri svið, sem ekkert eiga skylt við bændur eða landbúnað. Hótelrekstur, lyfjabúðir, alls konar verzl- anir og' verksmiðjurekstur, bílaumboð og Ióðabrask, allt er þetta nú í verkahring ,,bændasamtakanna“, sem hygla Framsóknarflokknum, þegar svo ber undir, sbr. hin hagkvæmu kaup á húseign- inni Herðubreið. Hins vegar er ekki vitað, að bændur beri meira úr býtum fyrir framleiðslu sína, þrátt fyrir aukin umsvif Sambands- ins. Framsóknarforkólfunum ferst ekki að tala um breytta starfshætti Sjálfstæðisflokks ins. Norsku stúdentasamtökin vinna nú kappsamlega að því að sjá síúdentum fyrir húsnæði^ en þegar byggingarfram- kvæmdum þeim, sem nu eru á döfinni á vegurn þeirra er lokið, munu þær kosta 20—25 millj. norskra króna. Þessa dagana er staddur hér Kristian Ottosen, skrifstofu- stjóri stúdentasamtakanna í Osló og átu fréttamenn tal við hann í gær. A viðræðufundin- um var og stödd frú Guðrún Brunborg, sem með frábærum dugnaði hefir tekizt að leysa húsnæðisvandamál íslenzkra stúdenta í Osló, eins og kunn- ugt er. Ottesen skrifstofustjóri greindi frá þvi, við hvaða örð- ugleika hafi verið að etja í stríðslok á þessu sviði. Þá m'ðu- stúdentar að hafast við i ýmis konar bráðabirgðahúsnæði, bröggum og lélegum vistarver- um, en brátt var hafizt handa um úrbæ'tur. Var ákveðið að reisa stúdentabæ í Sogni í út- hverfi Oslóar, og skyldu þar vera herbergi fyrir samtals 1200 stúdenta. Fyrtu húsin voru tek- in til afnota árið 1952 er tóku 350 stúdenta en siðan bættust við hús 1954 fyrir 2.50, og nú er verið að reisa þriðju húsasam- stæðuna, sem rúmar 150 stú- enta. Þessum byggingaráform- um verður öllum lokið árið 1960. Kostnaður við hvert herbergi og þau þægindi, sem því eru samfara (setusto’fur o. s. frv.) nemur 18.000 norskum krónum á herbergi. Ríkið legg- ur ekki fram eyri fil þessara Af er sií tið .. Fy rir tiltölulega skömmu síð- an trúðu margir því, að | Framsóknarmenn væru ein- J lægir andstæðingar kom- j, múnismans. Þá flutti Ey- ] steinn Jóns.son skeleggar ræður við útvarpsumræður _um háskann, sem þjóðinni væri búinn af kommúnistum og flugumönnum þeirra. Þá barðist hann með oddi og j egg: fyrir því að ísland skyldi j ekki vera varnarlaust á þeim [ viðsjálu tímum,..sem við'nú f liíum. Hanir1 leiddi; haldgóð j rök að. þéssúþ en varð fyfir < heiftarlegum ■ árásum kom- múnista fyrir bragðið. Fy rir síðustu kosningar sóru forsprakkar Framsóknar- j ílokksins í áheyrn alþjóðar, j að ekki kæmi til mála, að | samvinna yrði upp tekin við j kommúnista, og í sama í streng tók formaður AI- I þýðuflokksins. En yfirlodd- í arinn, Hermann Jónásson, 1- sá svo um, að koklireýsti- t ummæli þessi eru nu gleymd. Nú þykja kommún- istar hinir ágætustu menn. Þeir eiga sæti í ríkisstjórn íslands, og kommúnístar sækja svo fast að sitja þar áfram, að þeir beita sér fyrir því í verkalýðsfélögunum, að kaupgjald sé bundið, en slíkt hefur til þessa verið talin „svívirðileg árás“ á verkaíýðinn. Það er alveg áreiðanlegt, að kommúnistar ...‘myndú'ekki afsala sér verk- fallsvopninu, ef þeir teldu ;! ekki málstað sínuni bezt borgið með, setú í ríkis- ’stjórninni. Það eru Fram- sókna'rmenn, fyrst og fremst Hermann Jónasson, sem hafa dregið lokur frá hurð- um og hleypt kommúnistum að mikilvægustu stöðum hins íslenzka þjóðfélags. Þessi stefnubreyting Fram- sóknarflokksins verður varla rakin til Suður-Ameríku, en ■þess eru darnii með Evrópu- þjóðum, að eftir styrjöldina hafi koinmúnistum vertð framkvæmda, heldur er tekið lán, 10.000 á hvert herbergi, en 8000 krónur á herbergi leggja hin ýnisu bæjar- og sveitarfélög fram og tryggja þar með stúd- ent úr sínu byggðarlagi vist á stúdentagörðunum. Ottesen skrifstofustjóri kvaðst ekki nógsamlega geta lofað framtak og elju frú Guð- rúnar Brunborg', sem af ein- dæma dugnaði hefði tryggt 10 islenzkum stúdentum frambúð- arvist í stúdentabænum í Sogni. Hún hefir útvegað um 250.000 norskar krónur, enda' verið sæmd bæði St. Ólafs-orð- unni og Fálkaorðunni. Fullyrðir Ottosen, að engir útlendir stúd- entar búi nú við eins góð hús- næðiskjör og íslendingar en það er verk frú Brunborg. Eins og er munu 37 íslend- ingar vera við nám við æðri menntastofnanir Noregs, þar af 21 í Osló, 5 í Þrándheimi, 4 við landbúnaðarháskólann að Ási, 1 i Bergen og 6 við ýmsar stofn- anir annars staðar. Kristian Ottesen mun hér kynna sér starfsháttu við Há- skóla íslands og fyrirkomulag á stúdentagörðunum hér. Um þessar mundir er verið að sýna myndina „Helvegur" í Stjörnubíó. Með því styðja borg. Mynd þessi er áhrifamikil og átakanleg, vel gerð og vel þess virði, að fólk- fjölsæki Stjörnubíó. Með því s tyðja menn málefni íslenzkra stúd- enta og treysta menningar- tengsl fslands og Norégs. Mynd- in er sýnd kl. 5t 7 og 9. Veglegt Nordalskvöld í Þjóðleik- húsimi á föstudaginn. .\lutntutt húkttirittt/ií) hréiintr Sifjut'ö .Xttrtltil sjjhtufjnu- Sigurður Nordal, ambassador, verður sjötugur föstudaginn 14. þ. m. í tilefni afmælis hans efnir Almenna bókafélagið til hátíð- ar í Þjóðleikhúsinu. Háskóla- rektor flytur ávarp og 14 leik-l arar flytja þætti úr verkum Nofdals. Leikhúskjallafinn verður síðan opinn til kl. i. Nordalskvöld Bókafélagjsins hefst í Þjóðleikhúsinu á fo|tu- dagskvöld kl. 8.15 með ávgrpi dr. Þorkels Jóhannessonar, há- hleypt í ríkisstjórnina, með þeim afleiðingum, sem al- kunnar eru. Að visu er varla hættá . á, í bili, . að fsland vefði' önnur Tékkóslóvakía; en þár er sannarlega ekki Framsóknai'flokknum að þakka, heldur legu landsins og þeirri staðreynd, að Rauði herinn er hér ekki á næstu grösum. En víst er um það, að nú er af sú tíð, er Framsóknar- menn þóttust vera andstæð- ingar verstu fjandmanna lýðveldisins. — Hermann! Jónasson sá um það’. j ★ ! skólarektors. Síðan verða settir á svið þættir úr verkum Nor- dals, Þulan, Ferðin, sem aldrei var farin, Þjóðarþing á Þing- velli og Hel. Þá verður kaffihlé, en að því loknu leikinn fyrsti þáttur úr leikriti Nordals, Uppstigningu. Fjórtán léikarar koma fram á hátíðinni. Eru það: Anna Guðmundsdóttir, Arn- dís Björnsdóttir, Emelía Jónas- dóttir, Gestur Pálsson, Haraldur Björnssont Herdís Þorvaldsdótt- ir, Inga Þórðardóttir, Lárus Pálsson, Margrét Guðmunds- dóttir, Regína Þórðardóttir, Rúrik Haraldsson, Valur Gísla- son Þóra Friðriksdóttir, Þor- steinn Ö. Stephensen. — Leik- stjóri er Lárus Pálssori. —- Út- varpað verður beint úr leik- húsinu. Að leiksýningunni lokinni verður Leikhúskjallarinn op- inn til kl. 1 eftir miðnætti fyrir þá, er þangað óska að koma. —- Dr. Sigurður Nordai og frú munu sitja samkomuna í boði Almenna bókafélagsins. Aðgöngumiðar að hátíðasýn- inguimi verða seldir á skrif- stofu Almenna bókafélagsins að Vísi hefur borizt bréf írá „Stúdent", þar seni vakin er at- hygli á menningarstarfi þvi, sem frú Guðrún Brunborg hefur beitt sér fyrir undarifarin ár, og fer það hér á eftir. Betri kjör. „Nú er svo komið, að tíu ís- lenzkir stúdentar eiga vísan samastað meðan þeir eru við nám í Osló. 1 liáskólabænum Sogni i útjaðri Oslóar rísa myndarlegir stúdentagarðar, og i einum þeirra verður heimili 10 íslenzkra stúd- enta, þar sem þeir geta dvalið við hin ákjósaúlégústu • skilyrði gegn vægu gjaldi, eða 75 krón- um norskum á mánuði. Fullyrt er, að engir útlendir stúdentar búi við jafngóð og örugg kjör og íslenzkir námsmenn i Osló, og allt er þetta verk frú Guðrúnar Brunborg. Þess v.egna langar mig til að biðja Bergmál fyrir þessar linur, ef þær mættu verða til þess að vekja athygli á hinu gagnmerka starfi þessarar táp- miklu konu. Feikna vinna. Frú Guðrún Brunborg hefur lagt feikna vinnu i þetta, því að enginn skyldi ætla, að hún hafi náð saman fé því, sem til þessa hefur þurft, algerlega fyrirhafn- arlaust. Því fer svo fjarri. Frú. Brunborg' liefur stofnað sjóð til eflingar menningarsamskiptuiu íslendinga og Norðmanna, og unnið sleitulaust að því að efla hann og styrkja. Með þvi móti. greiðir hún fyrir íslenzkum stud- entum í Osló og' norskum hér. Þá hefur hún undanfarin ár sýnt hér kvikmyndir en ágóð- inn af þeim sýningum rennur til þessa menniúgarstarfs, sem íslénzkir siúdcntár seint fá full- þakkað. Áthygliverð mynd. Nú er frú Brunboi'g enn komin hingað og sýnir nú í Stjörnubíói áthygliverða og áhril'amikla inynd, sem Norðmenn og Júgó- slavar hafa látið gera. Hún. byggist á sönnum atbuíjðum úr síðasta stríði, en nafn sitt, „Hel- vegur“ dregur hún af hinni miklu. vegagerð, sem Þjóðverjar Iétu júgóslavneska fanga vinna að Við hin hryllilegustu skilyrði og' grimmd. Myndin ei átakanleg og líður fáum úr minni. Þessa mýnd ættu bæjarbúar að sjá, því að um leið styrkja þeir hið ágæta starf frú Brunborg.“ Léreftstuskur Kaupum hreinar og heil- legar léreftstuskur. Vitiinfjspven t Hverfisgötu 78. Sími. 2864. Laxveiði í Grafarhyl í Grímsá í Borgarfirði er til leigu í 3 dagá. — Uppl. í kvöld kl. 8—9 í síma 3039. Tjarnargötu 16, sími 82707 frá kl. '3 í dag, þriðjudag. Verð þeii’ra er 25—50 krónur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.