Vísir - 18.09.1956, Blaðsíða 7

Vísir - 18.09.1956, Blaðsíða 7
ÞricSjM.ðagmn 13. Sgptember 1956. nsm n 17 GERALD KERSH: iíISiif!ÍiilÍll!!iliiliig!i!iiiÍilIlii!IlIIlÍiii!llIÍiiiÍi!i{ÍilIllIIilIlMISÍfÍ „Mér er alveg sama þó að þér séuð þrjátíu og átta ára,“ sagði Louise. ,.Ég hefi stjórnað mönnum árum saman.“ sagði Ratapoil. „Ég er að mörgu leyti bölvaður fáviti. En ég er mannþekkjari.“ „Og kvenþekkjari líka?“ „Já, líka það, Louise. Ég álít að ég gaeti treyst yður allt til dauðans." ,,Þa‘o vitið þér að þér getið,“ sagði hún. „Ég held að þér hafið ekki ógeð á mér,“ sagði Ratapoil. „Ekki ýkja mikið, að minnsta kosti.“ „Ég skyldi stökkva út um gluggann fyrir yður, ef þér hefðuð af því nokkra ánægju“, sagði Louise blátt áfram og með festu. „Þér vitið það.“ ,,Ég trúi yður“, sagði Ratapoil, „og guð blessi yður fyrir það. Ef ég væri annars konar maður myndi ég nú fara að leita ástar hjá yður, áður en ég nefni það, sem ég ætla að biðja yður að gera.“ „Verið ekki annars konar maður. Nefnið það,“ sagði Louise. „Ég elska karlmenn af yðar tegund. Nefnið það bara.“ Þá sagði Ratapoil: „Ég ætla að biðja yður, að sauma dálítið fyrir mig.“ Augu hennar urðu stór og dökk og munnurinn varð lítill og fölur. Hann mælti hratt. „Það er hættulegur sauma- skapui’ — og verður að fara mjög leynt.“ „Ef þér eruð að gera gys að mér“, sagði hún rólega, „þá drep ég yður.“ „Ég’ trúi yður. En þér megið treysta því, að ég er ekki að gera að gamni mínu. Það hefur aldrei yerið mér fjær. Ég ætla að gera yður að trúnaðarmanni mínuin. Meðal annars verðið þér að hj.álpa til að búa til einkennisbúning á hershöfðingja. Og enginn má vita hvað þér eruð að gera. Hér er um Ijf og dauoa að tefla, það get ég fullvissað yður um. Jæja þá?“ „Ég get ekkert ge,rt hér í húsinu nema á næturnar", sagði Louise. „Og jafnvel þá er þún frænka mín áU.s staðar. Hún er yís með að heyra það ef ég þræði nál. Og hún eltir mig hvert sem ég fer. Hún segir: „Ég vildi að ég hefði átt frændkonu, sem hefði litið eftir mér, eins og ég lít eftir þér. Þá hefði ég nú ekið í skrautvagni með stórþöfðingja við hliðina á mér.“ Nei, það er ekki hægt að gera þaþ hér í þúsinu. Ekki með leynd. gíðast í gær. ...“ „Nei þér hafið rétt gð masla“, sagði Ratapoil og tæmdi boll- ann, en Louise fyllti hann óðar af nýju. „Þér gætuð strokið, vitanlega, sagði hann. „Nei það væri ekki rétt. Gamla konan myndi ekki láta stein yfir seini standa. Hún myndi þafa endaskipti á Rarísarborg, snúa henni við eins og poka og æpa til himins þangað til hún fyndi yður aftur. Ég sé aðeius eina skynsamlega leið út úr þessu. Ég verð að fá mér nýtt húsnæði og þér verðið að koma með mér, Louise." „Þér eruð galinn“, sagði hún. „Kvers konar stúlka haldið þér að ég sé?“ Ratapoil rétti úr sér. „Ungfrú“, sagði hann, „ég bið yður hgtíðlega og óska að þér verðið eiginkona. mín. Það hefði yerið betur viðeigandi, að ræða þetta fyrst við hana frændkonu yðar. En það hefur ekki verið mögulegt. Giftist mér. Við skul- urn giftast strax. — Já?‘f Louise var tekin að gráta. „Þér plskið mig ekki. Þér viljið mig ekki. Þér gerið þetta bara af þyí að það er yður hentugt“, sagði hún. ,,En ég skal giftast yður ef þér viljið það og ég heiti því að verða yður góð eiginkona, Ratapoil yfirforingi.“ Ratapoil sagði þlíðlega: „Mín kæra, eftir því sem mér telst til mmtti veþja sextíu og sex á móti einum um það, að þér verðið orðin ynaisleg ekkja, eftir fimmtán daga. En ef svo ólík- lega skyldi fara, að ég héldi lífi sver ég þess dýran eið, að virða yður og vernda ávallt og ég skal vera yður trúr og hollur. En töfrandi ekkja eftir fallna hetju — eignast næga biðla — og gott væri að vera dýrmæt eiginkona göfugs hershöfðingja. Já, þetta er hvorugt amalegt. Þér gætuð átt kost á því sem verra væri, kæra litla stúlkan mín.“ „Ég vil vera konan yðar, en ekki ekkja yðar“, sagði Louisa alverleg í bragði. „Ég veit að þér ætlið að fara að gera eitthvað hættulegt. Ég vil lifa og deyja með yður.“ • „Og seisei. Dauðan skal ég taka að mér. Það er mitt starfs- svið“, sagði Ratapoil. „Auk þess hef ég þetta fyrirtaks-lag á því, að deyja ekki, þegar búist er við því, að ég geri það. Það er furðulegt hvað sumt fólk hefur orðið ergilegt yfir því. Svona^ settu nú upp hattinn þinn og láttu hann hylja þitt dýrlega hár, svo að englarnir verði ekki öfundsjúkjr yfir því. Og svo skulumj við fara og finna einhvern prest. Syo skulum við koma hingað og kveðja hana frænku þína, blessaða. Hún verður öskuvond, hún hefur sagt mér að hann Bagnol, matvörukaupmaðurinn ^ 'hérna hafi augastað á þér — hann á góða verzlun, peninga á^ vöxtum og í búðinni er sykur og krydd og margvíslegt góðgæti, ^ hann er ákjósanlegur eiginmaður. Við skulum flýta okkui ^ á burt, áður en ég íreista þín svo, að þér snýzt hugui. Já, Qg. það er eitt enn, sem ég verð að taka fram það er bezt að þú hættir að kalla mig Ratapoil yfirforingja. Kallaðu mig baia „Jagues.“ Hann fór að róta í skúffu hjá sér og fann þar gullhring næfur- þunnan. „Hún móðir mín átti þenna hring,“ sagði hann og sfakk hringnum 1 vestisvasa sinn. „Hún bar hringinn í fjörutíu ái og var hamingjusöm. Svo gæti einnig farið fyrir þér, ef sérsfok heppni er með. Ég finn að ég er heppinn í morgun. Og nú förum við. Já, það er aðeins eitt enn, — Louisa heitmey mm — ég veit að ung brúður þarf svo margt að fá nýtt millipils, prjál, blúndur, sokkabönd, leggingar og smámuni eins og skó;^ og margvíslegar flíkur, sem ég þekki að sjálfsögðu ekki, af þvi að ég ei’ piparkarl.“ Hann brosti. „Ég á 30 napoleona,“ sagði Louise. „Og hérna eru aðrir 50,“ sagði Rafapoil. Kallaðu það vasa- peninga. Taktu við því, eins og frá eiginmanni þínuni. Býðu þig nú út í herferð, með öllu því, sem fín frú þarf að hafa — silki- bönd, tannbursta, smyrsl — og steikarapönnur til að henda i bónda þinn. Við skulum hafa það allt eins og tízkan býður.“ - „Ég skal ekki verða yður til skammar,“ sagði Louise og tók við peningunum. Ratapoil horfði á hana og fann sér vökna um augu. Hann deplaði augunum og sagði: „Þú ert eins og drottning við fót- skör fallöxai’innar. Aldrei hefi ég séð þig syona fagra.“ Síðar hittu þau de Wissenbourg. Hann var enn í dökku skykkjunni, en í haustbirtunni, bar þann ekki lengur svjp sam- særismannsins. Hann var stuttur í spupa og minnti á kaup- sýslumann. „Er þetta saumakonan?" spurði hann. „Þér afsakið," sagði Ratapoil og sneri upp á yfirskegg sitt. „Yður veitist sá heiður, að hitta frú de Ratapoil, þetta er konan mín, herra!“ De ýVissembourg varð hálf ruglaður og sagði: „Kopuna yðar? — Þér, — kvæntur?“ „Eins og faðir mmn á undan mér,“ sagði Ratapoil. „Þér virð- ist verða hissa á því. Kvæntur. — Þér heyrðuð rétt. Hjónabönd eru vafalaust eitthvað fátíð í yðar ætt. Takið ofan í návist frú 4 ktöí4ð$kumi Þegar Maríó Lanza hóf leik- starfsemi sína, hafði hann að- vísu ágæta söngrödd, en hann var mjög lélegur leikari. Einu sinni var leikstjórinn alveg bú- inn að missa þolinmæðina, þeg- ar taka átti ástaratriði í kvik— mynd inni. Hrópaði leikstjór- inn þá upp yfir sig og spurði. hvort Lanza hefði aldrei tjáð konu ást sína — er engin ástíða. í yður maður? Jú, Maríó hélt það nú, en- hann sagðist aldrei hafa þurft. að syngja við það tækifæri. Þegar Krúsjev hinn rússneski. var á ferð sinni í Indlandi, hitti hann bónda nokkurn, sem átti. mikið og, gott land. Spurði Krú- sjeg bóndann, hví hann hefði. ekki fengið sér dráttarvél til að rækta þetta mikla landssvæði. Við erum hættir við þær? bóndi. Við notum núna fíla. Þeir vinna ekki verr en meðal- stór dráttarvél, en auk þess þurfa þeir ekkert benzín og við- gerðir og varahluti getum við alveg’ sparað okkur. Fílarnip vinna 250 daga á ári, en drátt- arvélin í mesta lagi 100 daga. Fíllinn endist í 60 ár, og það» er meira en hægt er að segja um dráttarvélina. Þetta skeði á , samsýningLi: nokkurra málara í Bruxelle. Tveir málanna, sem áttti myndir á sýningunni, hittust í. veitingakrá. Annar sagði: — Fjandi eru þeir smekk- lausir, sem hafa séð um acS' hengja upp myndirnar. Þeir hafa hengt upp svívirðilegasta kiessuverk við hliðina á bezta málverkinu mínu. — Það er sama sagan hér, sagði hinn málarinn. — Þeir hafa gert mér samskonai* giennu. í sama bili kom þriðji mál- arinn inn, sem átti myndir á. nefndri sýningu. Hann sagði: — Heyrið mig, félagar! Eru' það samantekin ráð ykkar að láta hengja upp myndir ykkar hlið við híið. imim - 2183 Nokkru seipna talaði lögreglu- fpringinn við varðnianninn. — Nú ætla ég að skreppa burtu og þú verð- ur yfirmaður á meðan. Ég.kem ekki aftur fyrr en á morgun. En svo hvíslaði hami í eyra varð- mannsins. Þú færð verðlaun ef þú yerður ógætinn og gefur fanganum tækifæri til að sleppa um leið og þú færir honum matarskammtinn. Réít þegar myrkrið var að skella á fór varðmaðurinn að útbúa mat- inn. Hopum var órótt því innan skamms myndi hann leggja líf sitt í hættu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.