Vísir - 24.09.1956, Side 10

Vísir - 24.09.1956, Side 10
VÍSIR Mánudaginn 24. september 195ff ao GERALD KERSH: 1 SAMSÆHIfl i Í!!ill!lllllNIIIIIIll!ifi!lllii!!li!ll!il!i!ni)!illill!Ii!liili!lli)Un!lá De Wissembourg sagði: „Ratapoil yfirforingi.11 Malet hershöfðingi leit á Lemoine, sem kinkaði kolli alvar- legur í bragði og sagði: „Já, þetta er maðurinn.11 Malet sagði þá: „Sá, sem þér hafið sagt mér frá. Skylminga- maðurinn. Skyttan.“ Ratapoil hneigði sig. Og um leið og hann hneigði sig leit hann upp og v-irti fyrir sér rjótt og svipönugt andlitið á Malet og hann hugsaði: Þessi maður er ekki fæddur til þess að vera konungur. ■Guð hjálpi mér — og hann sagði ennfremur, alltaf við sjálfan sig: — Hver fjandinn, þú hefur engu að týna, nema lífinu. Hann horfði á Ratapoil alveg' eins og Napoleon hefði horft á hann og hreytti orðunum í de Wissembourg eins og Korsiku- fyrirliði í lægstu stöðu. Malet sagði: „Gott. Þér höfðuð rétt fyrir yður Lemoine. Mér lízt vel á þennan mann. Hann mun reynast vel. Yður hefur vél tekizt. Lemoine hneigði sig. De Wissembourg kinkaði kolli. En Rata- poil kreppti fingurna í lófa sér, svo að hann fann fyrir nöglun- um og tennur hans nístu neðri vörina. Malet horfði fram hjá honum, ekki á hann og sagði: „Spaða- 'gosa —• eða sverðgosa. Er ekki svo?“ „Ég veit ekki hverjir þessir „þeir“ eru, sem þér nefnið svo“, sagði Ratapoil. „Ég fékk viðurnefni í samtali við mann, sem Cazac heitir. Og hvað svo?“ Malet leit á Ratapoil. Ratapoil leit á Malet og er þeir horfðust í augu, skildi hann samstundis augnaráðið og brosið, sem því fylgdi. Hann hafði séð hvorttveggja áður og vissi hvað það þýddi. Augun sögðu. Ajá, þetta er tæki, beitt verkfæri, þægt í hendi minni og reiðubúið — það er þegar búið að hvessa það. Ég ætla að nota það. Munnurinn brosti mjúklega og sagði: Við skulum vega í hendi þenna góða málm. Lokka verkfærið eða knýja það þangað, sem ég ætla að beita því. Ratapoil sagði þá stirðlega: „Við höfum verið kynntir. Komið með fyrirmæli, ef þér viljið svo vel gera. Segið mér í stuttu máli, hvað þér ætlist til að ég geri og ég mun gera það. Það hefur þegar verið of mikið talað.“ Meðan Ratapoil talaði virtist hann stara út í bláinn — eins •og hermaður á verði — hann starði sviplaust á metersbil það, er var á milli Marlets og Lemoines, en um vinstra augnakrók athugaði hann Malet útundan sér. Hann sá að Malet saug varir sínar hvítar, en augnalokin sigu niður til að dylja reiði — leiftur augnanna. Fingur hans, bleikir, og eirðarlausir, hertu tökin á stólörmunum. Ratapoil sagði við sjálfan sig: En hvað hann er líkur honum Napoleon mínurn litla. Hann er argur við mig, honum er skapraun að mér, en sem stendur þarf hann á mér að halda. Þessi Malet gleymir hvorki né fyrirgefur. Þegar iiann hefur haft gagn af mér, mun hann kasta mér á burt, alveg eins og hinn litli karlinn gerði. Og hann veðjaði við sjálf- an sig — jafna fimmtíu með og móti — að jafn skjótt og augna- lokin lyftust og munnur Malets færi í lag, myndi hann taka til máls, tala lágt og blíðlega og vera óspar á loforðin. Og reyndar, hendur Malets slepptu tökum á stólörmunum, Siann brosti og komu í ljós smáar tennur hvitar eins og sykur, hann sneri sér að Lemoine og sagði: „Lemoine, ég óska yður til hamingju, Þetta er sjaldgæfur maður — aðeins einn slíkur til í hverju þúsundi. Við verðum að fá tvo eða þrjá aðra til að sinna Lahorie og Giudol í La Force fangelsinu. Ég vil hafa Ratapoil yfirforingja í fylgd með mér.“ Því næst leit hann á Ratapoil og mælti ennfremur: „Þér hækkið í tign samstundis. Þér verðið aðstoðar-ofursti.“ „Ég hef þegar gert ráð fyrir einkennisbiiningi”, sagði Ratapoil. „Ég held að konur okkar sé að fást við að sníða hann. Það ætti að vera búið að þræða hann saman á morgun. En við skulum ræða starfið,“ De Wissembourg hnippti í hann og Lemoine ygldi sig framan í hann en Malet kinkaði kolli, brosti, leit upp í loftið og sagði: „Þarna sjáið þér mann, Lemoine, sem er framsýnn og úrræða- góður.... Trúið mér, Ratapoil vfirforingi, framabraut yðar er ekki lokið með ofurstatigninni. Minni menn en þér liafa orðið marskálkar í Frakklandi. En ta-ta-ta-ta!“ Hann stal blátt áfram orðatiltækjum Napoleons. „Já, starfið! Þér Ratapoil, eigið á- samt aðstoðarforinga .mínum Rateau, að fylgja Lafon og mér héðan og til hússins hans Caamano’s. Þér eruð maður, sem ég verð að hafa mér við hlið. Ef einhverjir ætla að hefta för okkar. Þá hlífið engum. Ef einhver ónáðar okkur, gef ég yður leyfi tii að höggva hann niður, jafnvel þó að hann væri bróðir yðar. Þér eigið að vera hér fyrir utan gluggan ásamt Rateau, stund- víslega kl. 3 að morgni ellefta október. Er þetta alveg greini- legt,?“ „Já, það er auðskilið“, sagði Ratapoil. „Ég mun verða hér á- samt honum Rateau, fávitanum. Ég undrast það mest hvar þér hafið getað tínt upp slíkan mann!“ Malet hugðist mylja Ratapoil niður, nísta hann með augun-- um, sendi honum, að fyrirmynd Napoleons, hvasst og leiftrandi augnaráð en hinn svaraði með því að góna á hann gráum reiðilegum augum. Malet sagði þá: „Þér, de Wissembourg, sinn- ið þá þessum tveim mönnum í La Force fangelsinu. Ofbeldi megið þér ekki beita nema það sé öldungis nauðsynlegt og forð- ist allan hávaða af skotvopnum, nema í ýtrustu neyð. Þegar þér eruð búnir að frelsa fangana, komið þér með þá „beínt í húsið hans Caamano’s. Þar hittumst við. Og þegar við erum búnir að búa okkur í viðeigandi föt, leggjum við af stað til St. Ambroise, í herbúðirnar og tökum stjórn lífvarðarins undir okkur. Er þetta ljóst? Hvað þá?“ „Nógu ljóst“, sagði Ratapoil. „Minnist þess de Wissembourg, að margur franskur hermað- ur hefur orðið prins á Ítalíu og þeir hafa orðið konungar á Norðurlöndum af minna tilefni en því, sem þér ætlið að færast í fang. . .. Er ekki svo, Lemoine?“ Lemoine kinkaði kolli prestlegur á svíp en lygndi augunum. De Wissembourg brosti. Ratapoil sagði ekkert; hann liafði heyrt tal af þessari tegund margsinnis áður. En þeir hneigðu sig allir og Malet brosti og horfði á þá gegnum bráhár sín, Síðan stóð hann upp, spennti greipar að baki sér, snerist á hæli, fór út að grindaglugganum og horfði út um hann. Þar .síóð hann teinréttur tæpa hálfa mínútu. Síðan sneri hann sér við svo skyndilega, að annar morgunskórinn datt af honum, hann galopnaði augun og starðd fast á Ratapoil, en hann starði á móti þangað til Malet fór að depla augunum. Ratapoil sá að Maiet renndi fram vinstra fæti í skónum, stakk hendinni í barm sér, keyrði höfuðið fram og niður á við og barði sig í mjóhrygginn með krepptum hnefa. „Hafi.ð þér magaverk?" spurði Ratapoil vorkunnlátur. „Við hvað eigið þér?“ sagði Malet. „Ekki nema það, sem ég sagði. Ég hef séð litla karlinn standa nákvæmlega svona. Það byrjaði fyrir Marengo bardagann .... eða var það kannske Austerlitz? Hann virtist allaf vera með magaverk og þessvegna yljaði hann maganum að framan með annarri hendi og studdi hann að aftan með hinni nákvæmlega eins og þér g'erið. núna. Þér fyrirgefið, hershöfðingi; þetta var ekki annað en kurteisleg fyrirspurn um heilsufar yðar.“ kíélfyökum i ♦ ♦ Þegar Margrét prinsessa kemur til Tanganjika í október mun hún hitta þar ríkasta pip- arsvein í heimi og verða gestur hans í miðdegisverðar-boði. Mað ur þessi heitir Joh T. William- son og er myndarlegur, kana- diskur jarðfræðingur. Fyrir nokkrum árum fann hann mikla demantanámu í landar- eigni sinni í Tanganjika. Var honum strax boðið stórfé, allt að 250 millj. kr., fyrir námuna, enn hann afþakkaði svo smátt boð. Williamson ætlar að sýna prinsessunni námu sína, en þar fannst rneðal annars hinn de- manturinn, sem Williamson gaf Elísabetu drottningu í brúðar- gjöf, en hann var virtur á 25 millj. kr. Williamson var um þrítugt þegar harm fór að leita demanta. Bjó hann þá einsam- all í tjaldi. Hann setti brátt j demantamarkaðinn á annan endann, þegar hann kvað upp úr með demantafund sinn. Menn segja, að hann sé mjög líkur Clark Gable, en svo mik- ið er víst, að hann fær um 500 bréf á viku hverri frá konum víðsvegar um lönd, sem eru þess all fúsar að giftast honum. Hann hefir þó ekki gefið sér neinn tíma frá demantaupp- greftinum til að sinna kvertna- málum. Hitt er svo annað mál, hvort prinsessan kami að hafa einhver áhrif á demantagrafar- ann. ★ Það er mikill hraði á öllu í Ameríku. Þetta nær ekki síður til hjúskaparmálanna, eins og saga þessi sýnir: Jimmy Lane og Susanne Hughes hittust í gistihúsi í Re- no við morgunverðarborðið. Klukkan 10 f. h. sama dag voru þau gefin saman í heilagt hjónaband, en kl. 12 á hádegi voru þau mætt hjá dómaranum og krafðist frúin skilnaðar sam- stundis, þar sem maðurinn hefði reynst grimmlyndur í mesta máta. Það þarf ekki að taka það fram, að málið var afgreitt án tafar. Kaupi ísl. fríinerki. S. ÞORMAR Sími 81761. c & SutnufHá _ TARZAIM J2187 Copr. 1*53. r.Jiir kil-Hurfnulhi. loe,—Tm.Ueif. Ú.8. Pat.OS Óistr, by Unlted Featurc Syndicate, Inc. Tarzan veittist ekki ervitt að fylgja svertingjanum eftir inn í skóginn. AUt í einu stanzaði hann. Hann fann sérkennilegan þef, sem honum geðjast ekki að og vakti hjá hon- um grun um að ekki væri allt með felldu. En það var um seinan. Hann heyrði annarlegar stunur og vein og þrjár draugalegar verur réðust að honutn úr launsátri.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.