Vísir - 03.01.1957, Side 2
2
VÍSIR
Fimmtudaginn 3. janúar 195T
ar
F R E T T I 8
3
Útvarpið í kvöld.
Kl. 20.00 Fréttir. — 20.30
"Erindi: Lönd í fjötrum frosta:
I: Ferðatækni í heimskauta-
löndum. (Guðmundur Þorláks-
son kand. mag.). — 20.55 ís-
lenzkar hljómplötur; fyrri þátt-
ur: Jón R. Kjartansson flytur
erindi með tónleikum, í tilefni
þess, að liðin eru 50 ár frá því
er íslendingur söng fyrst inn
á grammófónplötu. — 21.30 Út-
varpssagan: „Gerpla“ eftir
Halldór Kiljan Laxness; XIV.
(Höfundur les). — 22.00 Frétt-
ir og veðurfregnir. — Kvæði
kvöldsins. — 22.10. Symfónisk-
ir tónleikar (plötur) til kl.
23.00. —
Ilvar eru skipin?
Eimskip: Brúarfoss kom til
Rvk. 27. des. frá K.höfn. Detti-
foss kom til Gdynia 31. des; fer
þaðan til Hamborgar og Rvk.
Fjallfoss fór frá ísafirði í gær-
kvöldi til Súgandafjarðar og
Rvk. Goðafoss kom til Rvk. 20.
des. frá Hamborg. Gullfoss fór
frá Hamborg í gærkvöldi til
K.hafnar. Lagarfoss kom til
Rvk. 28. des. frá New York.
Reykjafoss fór frá Antwerpen
í gær til Rotterdam og Rvk.
Tröllafoss fór frá Rvk. 25. des.
til New York. Tungufoss fór
frá Keflavík 30. des. til Ham-
borgar.
Skip S.Í.S.: Hvassafell lestar
síld á Norðurlandshöfnum.
Arnarfell er í Rvk. Jökulfell
lestar frosinn fisk á Norður-
landshöfnum. Dísarfell fór 29.
f. m. frá Keflavík áleiðis til
Ventspils og Gdynia. Litlafell
fór frá Rvk. í gær til Austur-
landshafna. Helgafell er í Vent-
spils; fer þaðan til Mantyluoto
og Wismar. Hamrafell átti að
fara frá Batum 1. þ. m. áleiðis
til Rvk. Andreas Boye kemur
til Reyðarfjarðar á morgun.
Ríkisskip: Hekla er á Vest-
fjörðum. Herðubreið fer frá
Reykjavík á morgun austur um
land til Seyðisfjarðar. Skjald-
breið fer frá Reykjavík á morg-
tm vestur um land til Akureyr-
ar. Þyrill er á leið til Bergen.
Hermóður fer frá Reykjavík í
dag, vestur um land til ísa-
fjarðar. Skaftfellingur fer frá
Reykjavík á morgun til Vest-
mannaeyja.
Eyfirðingar!
Munið spilakvöldið í Silfur-
tunglinu í kvöld kl. 8,30. Fjöl-
mennið og takið með ykkur
gesti.
Á nýjársdag
sæmdi forseti íslands, að til-
lögu orðunefndar, þessa menn
heiðursmerki hinnar íslenzku
fálkaorðu:
Ólaf Friðriksson, rithöfund,
fyrir störf að verkalýðsmálum,
riddarakrossi.
Prófessor dr. med. Snorra
Hallgrímsson, yfirlækni, ridd-
arakross, fyrir læknisstörf.
Guðmund Jörundsson, út-
gerðarmann, Akureyri, riddara-
Krossyúta 3141
I [I [5 T5 p
'• rNir
M8F'
zlE-
H
Lárétt 1 Umbrot, 6 tón, 7
fæði, 9 samhljóðar, 10 væl, 12
hagnað, 14 sérhljóðar, 16 skelfa,
17 í flíkur, 19 taldar upp.
Lóðrétt 1 Hrekkur við, 2
samhljóðar, 3 hol, 4 spyrja, 5
nafn, 8 úr ull, 11 lyktaði, 13
friður, 15 þæfð, 18 tónn.
Lausn á krossgátu 3140.
Lárétt: 1 Rimmuna, 6 rós, 7
kl 9 ks, 10 kór, 12 Ara, 14 ös
16 áð, 17 sór, 19 naktar.
Lóðrétt: 1 Rekkjan, 2 Mr, 3
mók 4 ussa 5 aflaði 8 ló, 11 rösk,
13 rá, 15 sót, 18 Ra.
krossi. fyrir störf í þágu sjáv-
arútvegsins.
Ólafíu Jónsdóttur, forstöðu-
konu, Kleppjárnsreykjum, ridd-
arakrossi, fyrir hjúkrunarstörf.
Guðmund Theódórs, bónda og
hreppsstjóra, Stórholti í Saur-
bæ í Dalasýslu riddarakrossi,
fyrir störf að búnaðar- og fé-
lagsmálum. ' -
Benedikt Guttormsson, banka
útibússtjóra, Eskifirði, riddara-
krossi, fyrir störf að bankamál-
um o. fl.
Helga Eyjólfsson, húsasmíða-
meistara, Reykjavik. riddara-
krossi, fyrir störf að iðnaðar-
málum.
Gjafir til Vetrarhjálparinnar
Ónefndur 300 kr. Guðbrandur
Ásmundsson 50. Guðm. Péturs-
son 50. Þ. G. 200. Verzl. Skúla-
skeið 500. N. N. 100 Tómas 100.
Guðrún Arnalds 50. Daníel Þor-
steinsson & Co. 1000. Fjölskyld-
an, Borgarholtsbraut 3, 50. Ól-
afur J. Jónsson 50. I. S. 100. F.
100. Valgerður 100. J. G. 100.
Jóna Fríða 50. N. N. 100. B. B.
30. S. Go. 500. Ásgeir Einarsson
100. Einar Egilsson 100. Ágúst
Hreggviðsson 100. N. N. 50. N.
N. 20. G. J. 200. Krakkarnir í
Ráðagerði 50. Guðrún S. Jóns-
dóttir 100. N.N. 1000. S 30. N. N.
100. N. N. 25. Eimskipafél. Rvk.
1000. Veitingahúsið Naust 750.
G. Helgason & Melsted 500. E. S.
50. Anna Sveinsdóttir 50. Anna
og Halldór 200. Lýsissaml. ísl.
botnv. 500. Samb. ísL botnv.
500. — Eftirfarandi fyrirtæki
hafa gefið fatnað: Heildv. Hekla.
Belgjagerðin h.f. Feldur h.f.
Skóv. L. G. L. Andrés Andrés-
son.— Vetrarhjálpin Reykjavík.
Gjöf til Heyrnarhjálpar.
Félaginu Heyrnarhjálp hefur
borist rausnarleg gjöf frá hjón-
unum Jóninu Jónsdóttur- og
Kristmanni Þorsteinssyni,
Seljavegi 25 hér J bæ að upphæð
kr. 2.500,00 til minningar um
4 börn þeirra látin. Gefendum
flytjum við alúðar þakkir,
vegna stjórnar Heymarhjálp-
ar Þ. Bj.
ítiinnUUai
F immtudagur,
3. janúar — 3. dagur ársins.
ALMENNINGS
Ljósatími
bifrieða og annarra ökutækja
i lögsagnarumdæmi Reykja-
“víkur verður kl. 15.00—9.35.
Næturvörður
er í Iðunnar apótelci. —
:Sími 7911. Þá eru Apótek
Austurbæjar og Holtsapótek
■opin kl. 8 daglega, nema laug-
ardaga, þá til kl. 4 síðd., en auk
þess er Holtsapótek opið alla
sunnudaga frá kl. 1—4 síðd. —
Vesturbæjar apótek er opið til
kl. 8 daglega, nema á laugar-
dögum, þá til kl. 4. Garðs apó-
tek er opið daglega frá kl. 9-20,\
nema á laugardögum, þá frá
kl. 9—16 og á sunnudögum frá
kl. 13—16. — Sími 82008.
Slysavarðstofa Reykjavíkur
í Heilsuverndarstöðinni er op-
in aUan sólarhringmn. Lækna-
vörður L. R. (fyrir vitjanir) éi’
á sama stað kl. 18 til kl. 8. —
Sími 5030.
Lögregluvarðstofan
hefir síma 1166.
Slökkvistöðin
hefir síma 1100.
Næturlæknir
verður í Heilsuverndarstöðinni.
Sími 5030.
K. F. U. M.
Lúkas: 2, 41—52. Sannleiks-
leit.
Landsbókasafnið
er opið alla virka daga frá
kl. 10—12, 13—19 og 20—22,
nema laugardaga, þá frá kl.
10—12 og 13—19.
Tæknibókasafnið
í Iðnskolahúsinu er opið á
mánudögum, miðvikudögum og
föstúdögum kl. 16—19.
Bæj arbókasaf uið
er opið sem hér segir: Lesstof-
an alla virka daga kl. 10—12
og 1—10; laugardaga kl. 10—
12 og 1—7, og sunnudaga kl.
2—7. — Útlánsdeildin er opin
alla virka da«a kl. 2—10; laug-
ardaga kl. 2—7 og sunnudaga
kl. 5—7. — Útibúið á Hofsvalla-
götu 16 er opið alla virka daga,
nema laugardaga, þá kl. 6—7.
Útibúið, Efstasundi 26, cpið
mánudaga, miðvikudaga og
föstudaga kl. 5%—7%.
Þjóðminjasafnið
er opið á þriðjudögum, fimmtu-
dögum og laugardögum kl. 1—
8 e. h. og á sunnudögum kl. 1—
4 e. h.
Listasafn
Einars Jónssonar er lokað um
óákveðin tíma.
Húsmæður!
Lystaukandi, holl og
fjörefnarík fæða er
HARÐFISKUR,
borðaður með góðu
smjöri.
Harðfiskur fæst í öllum
matvörubúðum.
J4a,rkjiilicilan i.f.
Kjötfars, vínarpylsur,
bjúgu, lifur og svið.
J4jötuerzfunin iSúrjeÍl
Skjaldborg við Skúlagötn.
Auglý§mg
nr. 6/1956
frá Innflutningsskrifstofunni
Samkvæmt heimild í 22. gr. reglugerðar frá 28. desem-
ber 1953 um skipan innflutnings- og gjaldeyrismála, fjár-
festingarmála o. fl. hefur verið ákveðið að úthluta skuli nýj-
um skömmtunarseðlum, er gildi frá 1. janúar til oð með 31.
marz 1957. Nefnist hann „FYRSTI SKÖMMTUNARSEÐ-
ILL 1957“, prentaður á hvitan pappír með fjólubláum og
brúnunr lit. Gildir hann samkvæmt því, sem hér segir:
REITIRNIR: Smjörlíki 1—5 (báðir meðtaldir) gildi fyrir
500 grömmum af smjörlíki, hver reitur.
REITIRNIR: SMJÖR gildi hver fyrir sig fyrir 250 grömm-
um af smjöri (einnig bögglasmjöri).
Verð á bögglasmjöri er greitt niður jafnt og mjólkur-
og rjómabússmjör, eins og verið hefur.
„FYRSTI SKÖMMTUNARSEÐILL 1957“ afhendist að-
eins gegn því, að úthlutunarstjóra sé samtímis skilað stofni
af „FJÓRÐI SKÖMMTUNARSEÐILL 1956“ með árituðu
nafni og heimilisfangi,.svo og fæðingardegi og.ári, eins og
form hans segir til um.
Reykjavík, 31. desémber 1956.
Innllutningsskriístofan.
Dugléga og reglusama stúlku vantar strax til afgreiðsíu-
starfa í veitingastofu í bænum. Gott kaup. Uppl. í síma
1414 í dag.
Skrifstofuherbergi
óskast sem næst miðbænum. — Upplýsingar í síma
81556.
Maðurinn minn og sonur
Gardar lleujaiuíussoit
lézt 31. f.m. — Útförin verður auglýst síðar.
Steinvör Kristófersdóttir,
Benjamin Jónsson.