Vísir - 03.01.1957, Side 5
. Fimmtudaginn 3. janúar 1957
VÍSIR
#
M'
þurfum ekki ai vera
liténdingar".
Úr ávarpi forseta Islands á nýársdag
1957.
Hér fer á eftir ávarp forseta
fslajids á nýjársdag, en rúmsins
vegna hefur orðið að fella nið-
ur nokkuð af ávarpinu:
Góðir íslendingar!
Ég flyt yður héðan frá Bessa-
stöðum kærar jólakveðjur og
beztu nýjársóskir frá okkur
hjónunum, og innilegar þakkir
fyrir gamla árið. Við höfum
margs að minnast með bljúgum
og þakklátum hug, þó ekki
verði það nánar rakið.
Ég flyt hér í senn jóla- og
nýárskveðjur, því nýársdag-
urinn er hinn gamil áttadagur
jóla. Enn loga jólaljósin- og
jólaMður og grið sett með
mönnum. Jafnvel í heiðni ríkti
friður um jólin, og með kristn-
inni kom fyrirheitið um „frið
og velþóknun“. Það væri vel,
ef jólagleði með nýjárskrafti
mætti fylgja oss eins og tví-
stirni, og eftir stjörnum skal
atýrt_ þó að gefi á bátinn.
Ef litið er yfir liðið ár, þá er
margs að minnast með gleði,
viðkvæmni og sorg. En þannig
er lífið að vér þekkjum það
ekki sem samfelldan fögnuð.
En viðkvæmnin umlykur í end-
urminningunni hvorttveggja,
gleðina og sorgina. f samein-
ingu getum vér þakkað gott ár-
ferði og góðan afla til lands og
sjávar. Úr þjóðlífinu minnumst
vér allmikilla átaka, kosninga
og stjórnarskipta, sem jafnan
orka tvímælis á líðandi stund.
í_ mannlegri sambúð og sam-
starfi getum vér ekki vænst
kyrrstöðu, nema þá fyrir þrek-
leysi eða þrælkun. En hvorugt
getur kallast friður í fyllingu
þess orðs. í þjóðfélagi eru mörg
öfl að verki, sem ýmist sundra
eða sameina, og friður og far-
sæld máske helzt fólgin í jafn-
vægi kraftanna — líkt og þeg-
ar aðdráttar- og miðflóttaöfl
halda jörðinni á sinni föstu
braut. Slika kjölfestu verða
lýðfrjálsar þjóðir að láta sér
lynda.
íslenzk þjóð ræður nú sjálf
öllum sínum innanríkismálum,
enda er sjálfs höndin hollust.,
og þjóðin er einnig fullvalda í
öllum skiptum við önnur lönd
á þessum hnetti, sem nú er orð-
inn svo ótrúlega lítill á öld
hraðans og tækninnar. Þar
steðjar að oss nýr vandi, eins
og raunar flestum öðrum, en
máske nýstárlegri fyrir oss en
marga aðra, þar sem breyting-
in á tækni og hugarfari í al-
þjóð'askiptum verður einmitt á
þeim áratugum, þegar íslend-
ingar voru að taka við fram-
kvæmd og ábyrgð sinna utan-
vinbúðinni við Snorrabraut. í
stað |)(>ss að aðstoða við að koma
skipulagi á afgreiðsluna, sem
hefði verið þörf á, t. d. með þvi að
láta menn standa í röðum eða því
Um líkt, þá stóðu lögreglumeun
fyrir utan og skrifuðu upp bila
Viðskiptavina verzlunarinnar, er
dvöldust of lengi inni vegna af-
Sreiðslutafanna. Það mátti því
^egja, að allt væri þar á sömu
hókina lært. Þctta var nú siðasta
dag liðins árs. Hvernig væri að
Wa af reynslunni og bæta sig á
öýja árinu?“ — kr.
ríkismála. Öfgar og einræði,
stígvélabrokk og vopnakliður
fór sífellt vaxandi milli heims-
styrjalda. Hún var máske ékki
síður glöggskyggn en Cham-
berlain, gamla konan, sem
sagði um það leyti, sem Hitler
varð kanslari: „Það skal ég
segja ykkur, að þetta endar
ekki fyrr en þeir eru búnir að
drepa einhvern!“ Hún reyndist
alltof sannspá gamla konan,
,svo að ekki hefir verið hægt að
|tala um öruggan frið allt fram
á þennan dag.
frá átthögum sínum um fram-
andi lönd, og nú er einn hópur-
inn kominn hingað í boði ís-
Jjénzka ríkisírfe. Veri, þeir vel-
komnir í raunúrft 'sínum. Það
má vera illkynjuð meinsemd,
sem veldur því, að flóttamanna-
straumurinn heldur stöðugt á-
fram! í áratugi hafa milljóna-
þjóðir verið sviptar frelsi, frelsi
til að segja hug sinn, atvinnu-
frelsi og frelsi til að hafa áhrif
á landsstjórn. Þeir njóta engra
réttarverndar. Lögreglan getur
drepið á dyr að næturþeli, og
ættfólk er kvalið og þrælkað,
hver í annars stað. Pyntingum
er beitt til sagna og játninga, —
og lengra mætti telja, þó nú sé
nóg sagt. Þegar svo er komið
víða um lönd um innlennt
stjórnarfar, hverju má þá
treysta um friðsamleg skipti
þjóða á milli?
Framan af síðastliðnu ári ólu, Ég á hér ekki við neina ein-
ýmsir í brjósti vaxandi vonir! staka þjóð, heldui alla flokka
um alþjóðafrið. Hlýr andvari og þjóðir, sem á siðari tímum
frá Genf og fordæmíng á ógn-
arstjórn Stalins líktist dagrenn-
ingu. En það sat við orðin ein.
Engin hin stærri ófriðarefni og
vandamál þjóðanna voru lej7st.
Og svo skall á stórhríðin.
Frjálsræðiskröfur ungverskra
stúdenta, verkamanna og bænda
sigruðu, og þjóðin naut sigurs-
ins í tvo daga. En á undanförn-
um tveim mánuðum hefir allt
verið bælt niður með erlendum
stríðsvögnum, og blóðið
streymt um göturnar. Hinn
frjálsi heimur hefir horft á með
skelfingu, en enginn árætt að
koma til hjálpar öðrum en
þrautpíndum flóttamönnum,
sem sloppið hafa yfir landa-
mærin. Vér íslendingar þekkj-
um það, að horfa upp á skips-
strand, þar sem einn tínist úr
reiðanum af öðrum, og engri
hjálp verður við komið. Það
er hryggilegur atburður að vita
af heilli þjóð í sama háska svo
vikum skiptir.
Ég færi þetta í tal ekki sízt
vegna þéss, að það er ekki ein-
stæður atbui'ður. Slíkt gæti
vart hafa skeð, nema af því að
hugarfarið hefir spillst síðústu
áratugina, Heimurinn hefir
beðið tjón á sálu sinni. Síðustu
þrjá til fjóra ár'atugina, hafa
milljónir flóttamanna streymt
hafa horfið aftur til harð-
stjórnar og ofbeldis og vilja, í
orði kveðnu, kúga mannkynið
til þroska og þúsundáraríkis.
Því heyrist stundum fleygt, að
tilgangurinn sé göfugur, og
markinu verði náð um síðir.
Menn verði að sætta sig við
ýmislegt til bráðabirgða til að
geta höndlað hnoss hamingj-
unnar á leiðarenda. En er það
nú víst, að harðstjórn sé nauð-
synleg til að allir geti orðið
frjálsir um síðir, að miskunnar-
lej^i leiði til réttlætis, og að
hatur sé undanfari bræðra-
lagsins? Tilgangurinn helgar
meðalið, er gömul Jesúítasetn-
ing, sem fengið hefir óorð á sig
af þeirri auðskildu ástæðu, að
meðalið veldur mestu um það,
hvaða marki er náð. Tilgang-
urinn er aðeins fjarlæg hug-
rnynd eða kenning, en meðölin
eru verkin, sjálfur veruleikinn.
Þetta skyldu allir athuga vel,
hvort sem þeir búa við einræði
eða lýðræði. Mark þurfa allir
að setja sér, einstaklingar,
flokkar og þjóðir, — göfugt
markmið, og velja leiðina í,
samræmi við það. En af leið- |
inni, sem farin er, má alltaf
marka hvert stefnir.
Vér þurfum ekki að vera böl-
sýnir, íslendingar. Hugarfar |
erlendrar harðstjómar og kúg.
unar hefir hér landvættum að
mæta. Vér höfum tekið tnik-
inn arf, sem ríkir í hugsunar-
hætti fólksins. Þar á virðingar-
leysið fyrir mannréttindum,
mannlífi og mannslífum sér
ekkert hæli. Vér ei-um með
réttu stoltir af vorri eigin sögu
og varðveitum samhengi henn-
ar. Hún hefir verið lífgjafi á
niðurlægingartímum, og eld-
stólpi á uppgangstímum. Þegar
vér lítum til baka, yfir síðustu
himdrað ár þá gleðjumst vér
yfir því, hve vel hefir miðað á-
fram, máske hægt framan af,
en hröðum skrefiun á þessari
öld. Vér þurfum hvorki að gráfa
dómsmorð né bræðravíg. Þau
afhroð sem vér höfiini' goldið
eru af slysum í harðri lífsbar-
áttu, Vér njótum pólitísks jafn-
réttis, réttaröryggis, batnandi:
lífjjkjara og vaxandi jafnræðis,
Menntir og listir blómgast, og
vér fögnum þegar íslendingar
vinna afrek t. d. í bókmennt-
um, skák og íþróttum á alþjóða-
vettvangi. Það vekur metnað
og kveikir þrótt hinnar upp-
rennandi kynslóðar, sem tekur
við varla hálfnmndu landi. Hún
hefir vaxið upp við mikil um-
skipti, og mun taka föstum tök-
um á hinum nýja tíma.
Þetta er gróandi þjóðlíf, og
Guð veiti oss á komandi ári
handleiðslu á brautum ríkis
síns.
Auglýsing
iim greiðslu ú toilum
Athygli er vakin á því, að þeir, sem eiga fulltilbúin
tollskjöl innlögð fyrir gildistöku laga um útflutningssjóð
o. fl., geta greitt af þeim eftir eldri lagaákvæðum til og
með 5. janúar 1957.
Hafi tollarnir ekki verið greiddir í síðasta lagi 5. janúar
verða gjöldin reiknuð að nýju eftir hinum nýju lögum.
, Jafnframt er skorað á þá, sem eiga óuppgerðar fjár-
tryggingar fyrir aðflutningsgjöldum að gera þær upp fyrir
sama tíma.
Tollstjóraskrifstofan, Arnarhvoli.
Sundhöllin er lokui
I. viku janúar vegna ræsííngar.
Sundhöll Reykjavíkur.
§endifei*dabíll
Ford sendiferðabíll Model 1953, til sölu.
/. Akur
Bergstaðarstræti 12b..— Sími 3122.
♦
♦
Veiðimanna-
byssurnar
úr iðjuverum okkar í Suhl hafa hlotið
heimsfrægð sakir hinnar miklu snillismíði.
Merkin Simson, Merkei, Haenel, Fortuna,
Búhag, Meffert og Wolf eru aðalsmerki
góðrar veiðimannabyssu allsstaðar, þar
sem góðir íþróttamenn halda á veiði-
mannabyssu. — Hjá okkur fáið þér einnig
allar tegundir skotfæra svo sem merkin:
,,Rubertus“ eða „Sellier & Bellot“ —
Biðjið um verðtilboð og aðrar upplýsingar
og merkið fyrirspurnir yðar Nr. 4/1 V.
iíL
iHamti
ULTURWARENJ
Deutscher Innen- und Aussenhandel
Berlin C 2 Schicklerstrasse 5-7
Deutsche Demokratische Republik (Þýzka alþýðulýðveldið).