Vísir - 03.01.1957, Blaðsíða 8

Vísir - 03.01.1957, Blaðsíða 8
Þeir, sem gerast kaupendur VÍSIS eftir 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1660. VÍSIR er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gerist áskrifendur. Sama öngþveitið í Ungverjalandi. Tugþúsundum verkamanna og opin- berra starfsmanna sagt upp. Á myndinni sést Gústaf Sigvaldason frá Reykjavík skoða mannvirki á La Guardia flugvellinum í New Yorkborg. * 44 Islendingar létust af slysförum á árinu sem leið. 22 drukknuðu, 11 létust af umferðaslysum 09 11 af öðrum orsökum. Aðstoðar-námumálaráðherra lUngverjalands hefur verið vik- ið fró. Sama öngþveiti ríkir og áður í námuvinnsiunni. Tugþús undum embættismanna, ann- arra opinberra starfsmanna og verkamanna er nú tilkynnt bréf lega uppsögn á starfi. Með hverjum deginum sem líður kemur greinilegar í Ijós, að í efnahagsframleiðslu- og aivinnumálum landsins er þvílíkt öngþveiti, að það er orð ið öllum ljóst, að stjórninni er ofurefli að leysa vandann, án trausts og samvinnu almenn- ings. Daglega fá nú þúsundir manna bréflegar tilkynningar um uppsögn á starfi og er sagt, að 2 af hverjum þremur starfs- mönnum hins opinbera fái upp sögn. Jafnframt er tilkynnt, að atvinnuleysisstyrkur megi aldr ei nema meiru en 30% af kaupi. Um leið og verkamönnum er sagt upp vinnu eru þeir hvattir daglega, einkum námamenn, til að hefja vinnu af nýju, og birt ávörp til skýringar því, hver Jífsnauðsyn full afköst í nám- iom og verksmiðjum séu þjóð- ánni. Kolaframleiðslan nemur aðeins Va af því, sem var fyrir Ijyltinguna. Biðraðir og uppþot. f Búdapest verða menn nú að standa lengi í biðröðum til þess að fá matvæli. Byrja menn að skipa sér í raðir þegar á kvöld- Slitili: Larsen hæstur í Hastings. Sjötta umferð skákmótsins í Hastings var tefld í gær og gerðu Toran og Friðrik Ólafs- son jafntefli. Aðrar skákir fóru þannig, að Bent Larsen vann Horseman, Klark og Penrose gerðu jafn- tefli, Szabo og Gligoric gerðu jafntefli. en biðskák varð hjá O’Kelly og Alexander. Leikar standa nú þannig, eft- ír sex umferðir, að Bent Larsen hefir 414 vinning, O’Kelly 4 vinninga og biðskák, 3.—4. eru Friðrik og Gligoric með 4 vinn- inga hvor, Szabo 3V2 vinning, Clarke 3 Toran 2, Alexander 1 % og biðskák, Horseman IV2 og Penrose 1 vinning. Sjöunda umferð er tefld í dag og teflir þá Friðrik við Horse- ínan. ----♦-------- Skarlatssótarfaraldur geisaði i Svíþjóð í fyrra mánuði. Skömmu fyrir jólin var tala gjúklinga komin upp í 1500. in. í gær kom það fyrir, að hundruð manna, sem staðið1 höfðu í biðröðum, ætluðu að | ryðjast inn í búð, og greip .lög- reglan þá til þess ráðs að stefna stórri bifreið beint á þvöguna, og tvístraðist þá hópurinn, og gafst tóm til að koma nokkuri'i reglu á. Barbados veröi höfuð- stöð sambandsríkis Brezk nefnd hefur lagt til, að á Barbados verði höfuðborg hins Karibiska sambandsríkis, sem stofnað verðiíi'. Til vai'a var lagt til, að Jama- ica yrði fyrir valinu, eða Trini- dad. — Nefndin hefur ekkert úrskurðarvald. Tillögur hennar mælast vel fyrir hjá Bretum, en togstreita er mikil um málið é karibisku eyjunum. Frá fréttaritara Vísis — Akureyri í gær. Á Akureyri voru óramótin með allra rólegasta móti, sem þau liafa verið í mörg ár, eða jafnvel áratugi. Á gamlárskvöld voru smá- brennur á ýmsum stöðum í út- hverfum bæjarins og var all- margt manna, jafnt fulloi'ðið fólk, sem unglingar í kringum þær. Aftur á móti var fá- mennt í miðhluta bæjarins þrátt fyrir fegursta veður. Margt fólk fór út úr bænum um kvöldið, einkum upp að Veigastöðum, gegnt Akureyri og horfði þaðan á ljósadýrðina og flugeldana sem skotið var frá Akureyri um miðnætur- Mindszenty laminn nakinn meö gúmmí- kylfum. Mindszenty kardináli segir frá því í viðtali við bandaríska tímaritið Look, að liann hafi í 29 daga sætt pyndingum ung- versku leynilögrcglunnar. Hann var klæddur úr hverri spjör og dag eftir dag var hann laminn með gúmmíkylfum. Hann var í haldi í dimmum, köldum og rökum klefa, þviixg- aður til að vera vitni að smán- arlegu atferli og yfii'heyi'ður í þaula, án þess að fá nokkra svefnhvild. Er leið yfir hann var hann þegar vakinn aftur hrottalega, en hann segir, að sér hafi ekki verið gefin lyf til að knýja fram falsjátningu. Vertíö hafin. Róðrar eru nú hafnir eða í þann veginn að hefjast frá flestum verstöðvum hér sunn- anlands. Þó stendur yfir deila nxilli sjómanna og útgerðai'manna bæði á Akranesi og í Grinda-> vík og bátar róa þaðan ekki fyi'r en deilan leysist. Frá Sandgerði var Vísi sím- að í rnorgun, að fyrsti báturinn haii róið þaðan á nýársdags- kvöíd. Var það v.b. Magnús Mai’teinsson og fékk í'ösklega 4 lestir. í gærkveldi réru 8 bátar en ekki hafði frétzt um afla þeiri'a í morgun. Gert er ráð fyrir að 19 bátar verði gerðir út frá Sandgerði í vetur, þar af er rúmlega helmingurinn að- komubátar. Vestmannaeyjar eru eins og áður langstærsta vei'stöðin og verða gerðir út þaðan 80—100 bátar. Þeir fyrstu eru byi’jaðir að róa. Keflavík vei'ður næst stæi'st með 40—50 báta. Grinda víkurbátar verða um 20, á- pekkur fjöldi rær frá Aki'anesi ig lítið eitt færri frá Hafnar- firði. leytið. Mai'gir höfðu með sér flugelda og skutu þeim frá Veigastöðum um nóttina óg má segja að í heild hafi verið mikið um hverskonar skrautljós og flugelda á Akureyri og næstu grend. Svo lítið hefur verið um ölv- un að undanförnu á Akui'eyri að s.l. hálfan mánuð hefur að- eins einn einasti maður gist hegningarhúsið þar af þeim sökum. Yfirleitt hefur ölvun verið með minnsta móti á ár- inu; afbrot fátíð og lítið um ökuslys. í morgun var áfengisverzl- unin opnuð að nýju í Gránu- félagsgötu 4 á Akureyri, sama húsnæðinu og hún var í áður fyrr. Frú Gerda Stefánsson veitir verzluninni forstöðu. Búist var við ös og biðröð í morgun þegar verzlunin var opnuð, en aðeiixs einn einasti íxriaðui’ beið við dyrnar. Nokkur verzlun var þar þó til hádegis í dag- Talið er að um 20 lestir af áfengi hafi verið flutt noi'ð- ur. Hjá slökkviliðinu á Akur- eyri hefur verið mjög rólegt um hátíðarnar og var það aldrei kvatt út milli jóla og nýárs. Aftur á móti var það kvatt út í gær að húsi Odds Kristjáns- sonar byggingameistara að Helga magrastræti 15. Hafði kviknað þar í spítnarusli kyndiklefa og varð af nokkur eldur og reykur, en tókst fljót- lega að slökkva. Veður hefur verið hið feg- ru’sta nyi'ðra síðustu dagana og snjólaust með öllu á láglendi. Á árinu sem leið«var 96 mönnum bjargað úr bráðri hættu, segir í skýrslu Siysa- varnafélags Islands. I>ar af björguðu þrjú skip, varðskipið Þór, togarinn Hafliði og vél- báturinn Auðbjörg 61 manni. 31 manni var bjargað af björgunarsveitum slysavai’na- félagsins, einstaklingar björg- uðu fjórum og þrír björguðust á gúmmíbát úr brennandi bát. Dauðsföll af völdum slysa urðu alls 44 á árinu sem leið. 22 menn drukknuðu, þar af 9 með skipum senx fórust. 9 drukknuðu við land og í ám og vötnurn, 3 féllu útbyrðis af skipum og i sundlaug drukkn- aði einn maður. Banaslys af umfei'ð urðu 11 á árinu sem leið, en 15 árið Egyptar rufu sátt- málann frá '54 Egyptar tilkynna í útvarpi únu í Kairo, að fyrrv. brezk herstöð á Súezeiði hafi vlerið lögð niður. Brezkur talsmaður sagði í gær, að Bretar viðurkenndu ekki rétt Egypta til að ógilda sáttmálann frá 1954, sem var um brottflutning herliðs Breta frá Súezexði og hei'stöðvar þeirra á eiðinu, en samkvæmt sáttmálanum mega Bretar senda þangað herlið aftur, ef eitthvert Arabaríkjanna væri í bráðri hættu, en stöðvunum skyldi haldið við. Sjálfir hefðu Egyptar þverbi'otið sáttmálann og gætu þeir ekki réttlætt ó- gildinguna með aðgerðum Breta í Egyptalandi. Talið er, að Egyptar muni söisa alveg undir sig eoa leggja niður allar fyrrverandi brezkar stöðvar á eiðinu. 1955. Banaslysin voru öll í Reykjavík að einu undanteknu. 8 menn urðu fyrir bifreið, 1 féll út úr bifreið og tveir lét— ust vegna bifreiðaárekstra. Aðrar orsakir banaslysa: Af voðaskoti lézt einn xnaður^ vegna byltu 5 menn, vegna bi'una 3, kyrkingar af óvita- skap og vegna flugslyss 1. 6 íslenzk Júp fórust á árinu, þi'jú skip í rúmsjó, 1 brann, 1 fói'st við land og 1 á tundur- dufli. Af erlendum skipum fórust hér við Jand brezkur togari, sem strandaði, annar brezkur togari rakst á blind- sker og þýzkt flutningaskip- strandaði. ------♦------- 8 bjargað á Mont Blanc. Björgunaisveitir í tveiniur lifelikopterflugvélum hafa bjarjg að átta mönnum, sem voru í mikilli hættu staddir á Mont Blanc, hæsta fjaili Evrúpu. Þessir átta menn voru úr flokki þeirra, er farið höfðu til bjargar tveimur námsmönnum, sem lögðu í fjallgönguleiðangur sinn fyi'ir tæpum hálfum mán- uði. Þeir hafast enn við í heli- kopterflugvél, sem hlekktist á við björgun þeirra, en svo var af þeim dregið, að það ekki þótti á það hættandi, að flytja þá i kofa á þessum slóðurn, hvað þá til byggða. Nýjar tilraunir verða gerðar þeim til bjargar í dag, þar sem veður er batnandi, en bjöi'gun má ekki dragast stundu leng- ur. Róleg áramót á Akureyri /1 ívtttjisvom'zItin opnuð þar í ytvr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.