Vísir - 11.01.1957, Síða 4

Vísir - 11.01.1957, Síða 4
4 VÍSIR Föstudaginn 11. janúar 1957. Leikfélag Reykjavíkur 60 ára: hafa leikið . ViðiaS xiii FjÚPMS '&i$$ua*<b$öa*nssom. Leikfélag Reykjavíkur er sextíu ára í dag. Af tilefni af- mælisins hefur Leikfélagið frumsýningu í kvöld á leikritinu „Þrjár systur“, eftir rússneska skáldið og rithöfundinn Anton Tsékov í þýðingu, sem gerð er beint úr frummálinu: Lcikstjóri er Gunnar R. Hansen. Alt-Hidelberg 1913: Guðrún Indriðadóttir og Jens B. Waage. Indriði Einarsson leikritaskáld, frömuður ísl. leiklistar og for- vígismaður Þjóðleikhússins. — 1871 var Nýársnótt hans sýnd í fyrsta sinn Jhér í bæ og hlaut höfundur þá viðurkenningu, að menntamenn í „Kvöldfélaginu“ efndu til samskota handa liin- um unga höfundi og með 150 ríkisdali upp á vasann sigldi skólapilturinn til hagfræðináms í Kaupmannahöfn. Af tilefni þessa merkisáfanga í sögu félagsins hefir blaðið snú ið sér til Lárusar Sigurbjörns- sonar, rithöfundar, og beðið hann að segja nokkur orð um sögu og starfsemi félagsins. En, sem kunnugt er, hefur Lárus tekið mikinn þátt í leiklistar- lífi Reykjavíkur síðustu tuttugu og sex árin, eða frá árinu 1930. Auk þess hefur Lárus verið formaður Leikfélagsins í fjögur ár og er einn af stofnendum Bandalags íslenzkra leikfélaga og er ritari þess. — Viltu ekki, Lárus, byrja á iþví að sega eitthvað almenns eðlis um Leikfélagið? — Þær gleðistundir, sem fé- lagið hefur veitt Reykvíking- um á liðnum árum eru ótaldar og það hefði verið skarð fyrir skildi, ef þetta menningarfélag hefði lagt niður einhvern tím- an á árunum, þegar á móti blés og erfiðleikarnir virtust óyfir- gtíganlegir. í raun réttri hefur félagið alltaf verið að sigrast á erfið- leikum, stórum og smáum. Það hefur orðið að hafa hamskipti oftar en einu sinni eftir kröfum tímans, síðast þegar það ákvað> að halda áfram störfum, þó að tekið væri til starfa í bænum ríkisrekið leikhús atvinnu- manna_ Þjóðleikhúsið. Þessi á- kvörðun hefur reynzt heilla- drjúg, skapast hefur milli leik- húsanna hollur metnaður. Með- an bæði starfa af fullum krafti er ekki hætt við stöðnum í hinni göfugu listgrein. — Hversu margir voru stofn- endur Leikjiélagsins og hverjir voru hinir helztu þeirra? — Leikfélagið var stofnað af 19 manna hópi áhugafólks og sem áhugamannafélag hefur það ætíð síðan starfað. Af stofn- endum er aðeins einn á lífi á sextugsafmælinu ungfrú Gunn- þórunn Halldórsdóttir leikkona. En brátt bættist í hóp stofn- enda listfengt áhugafólk, sem síðar átti eftir að marka leik- listinni í þessum bæ þá braut, sem enn er farin. Það er ekki ofmælt. að leiklistin í bænum, hvort heldur í Þjóðleikhúsi eða í Iðnó gömlu, búi enn að ó- eigingjörnu og ósérhlífnu starfi brautryðjandanna. Af stofn- endum skulu hér aðeins taldir frú Stefanía Guðmundsdóttir, Arni Eiríksson og Friðfinnur Guðjónsson og af þeim, ■ sem bættust í hópinn á fyrstu árum félagsins frú Guðrún Indriða- dóttir og Jens B. Waage. Víst væri ástæða til þess að telja langtum fleiri, konur og karla. Eftir skýrslum félagsins hafa nú um þessi áramót 490 manns leikið á vegum þess frá byrjun, en leikkvöldin eru orðin um 3450 talsins. Lengi býr að fyrstu gerð, og er það mál fjöl- margra, að glæsilegasta tíma- bilið í sögu félagsins hafi verið ahnar áratugur þess 1907— 1917, en ein'mitt þá voru þeir listamenn og konur, sem hér vöru nefndir, upp á sitt bezta. Frá þestum tíma minnast enn margir frumsýninganna á leik- ritum Jóhanns Sigurjónssonar, Fjalla-Eyvindi 1911 og Galdra- Lofti 1916, þegar frú Guðrún Indriðadóttir lék Höllu í fyrsta sinn og þau Jens B. Waage og frú Stefanía Guðmundsdóttir Loft og Steinunni. Á þessu tímabili náðu íslenzk leikrit helmingi alls sýningarfjöldans, e:»i það hefur ekki orðið síðar. Þá má ekki gleyma þeim feikna vinsældum sem Kristján Ó. Þorgrímsson ávann sér í hlut- verki kammerráðs Kranz í Ævintýri á gönguför og má enda segja, að leikritið búi að þeim fram á þennan dag með 163 sýningar á leiknum, þar af 50 fyrir aðeins fáum árum í nýrri sviðsetningu — Komu svo ekki nýir leik- arar fram á sjónarsviðið? — Þegar líður á þriðja ára- tug félagsins. og þó enn meir á fjórða áratugnum, fer að gæta starfs nýrra leikenda. Eru þar einna fremstir í flokki Ind- riði Waage og Brynjólfur Jó- hannesson,' Indriði sem leikari og leikstjóri félagsins í hartnær 25 ár og Brynjólfur með hærri hlutverkatölu en nokkur annar leikari félagsins að Friðfinni Guðjónssyni einum undan- teknum og jafnframt í stjórn félagsins flest árin, þar af for- maður í 6 ár. Hér verður ekki farið inn á hina hálu braut upp- talninga, en mikið og gott -starf vann Valur Gíslason félaginu bæði sem leikari og stjórnar- maður, en með leikstjórunum, auk Indriða, þeim Haraldi Björnssyni og Lárusi Pálssyni komu ný sjónarmið og nýir list- rænir sigrar. Svo ber og að minnast allra þeirra, sem féllu frá, margir þeirra á miðjum starfsaldri. Auk brautryðjand- anna, annarra en þeirra frú Guðrúnar og ungfrú Gunnþór- unnar, sem góðu heilli líta 60. afmælisdaginn með fjórðu og yngstu leikarakynslóðinni, skulu hér aðeins nefndar leik- konurnar frú Soffía Guðlaugs- dóttir og frú Alda Möller, og eftirlætisleikari okkai’ Reyk- víkinga, Alfreð Andrésson, sem síðastur var hrifinn á burt svo sviplega á fyrra vetri. — Hvað geturðu sagt mér um kjör og aðbúnað leixaranna í Iðnó? — Kröpp kjör og ónógur að- búnaður var alltaf hlutskipti leikaranna í Iðnó og er enn. Eftir rúmlega 50 ára starf hlutu flestir hinna eldri og nokkrir hinna yngri leikenda Leikfé- lagsins umbun síns erfiðis, er þeir urðu fastráðnir leikarar við Þjóðleikhúsið, sem komið var upp fyrir þrotlausa baráttu Indriða skálds Einarssonar. Vitaskuld átti Leikfélag Reykja víkur sinn þátt í því að undir- búa jarðveginn, ekki aðeins með því að leggja til leikendur hins nýja leikhúss, heldur líka með öllu starfi sínu að kveikja og viðhalda sívaxandi leikhús- áhuga, sem er með eindæmum í ekki stærri borg en Reykjavík. Það var í trausti þess, að þessi áhugi brygðist ekki, heldur kynni að aukast, að félagið tók þá ákvörðun haustið 1950, að halda áfram störfum þó að nýtt leikhús og fullkomið væri tekið til starfa. Missir* leikenda til Þjóðleikhússins var tilfinnan- legur, en bæði var það, að nokkrir hinna fremstu og reyndustu leikenda urðu ekki fastráðnir og héldu tryggð við félagið og svo hafði bætzt í hóp- inn álitlegur skari ungra leik- enda, sem var reiðubúinn til að taka upp merki hins gamla fé- lags. Var fyrsti formaður fé- lagsins eftir endurskipulagn- inguna kjörinn úr þeirra hópi, Einar Pálsson leikari, sem jafn- framt var annar aðal-leikstjóri félagsins á þessu síðgsta skeiði þess. En sá leikstjóri, sem fyrst og fremst hefir markað listræna stefnu félagsins þennan tíma, var og er Gunnar R. Hansen, gamall góðvinur íslenzkrar leik istar, sem félagið var svo hepp- Framh. á 9. síðu. ímyndunarveikin 1910: Stefanía Guðmunds- dóttir og Bjarni Björnsson. annan hátt og býst við að hann hefði heldur ekki þegið slík boð. Hann er undarlegur mað- nr, á sína vísu er hann hug- sjónamaður, 'hugrakkur og kænn, og auk þess lék heppnin við hann. Aðeins einum af milljón tekst það sem honum tókst. Hann henti strax í upp- hafi gaman að nazistunum og hæddist að þeim og slapp líka f;rá því. En svo kom að því, að ságan um hann kvisaðist og þáð er engin tilviljun, að hann hefur ekki fengið neina stöðu hjá stjórninni í Bonn. Mai-gir hinna þekktu nazista frá þeim dögum eru í dag í góðum stöð- um hjá því opinbera, en þar er ekkert pláss fyrir Wood.“ „Hefur þá ekkert veiáð gert fyrir hann af hálfu Washing- tonstjórnarinnar?“ „Auðvitað hefur ýmislegt verið reynt til þess, en þessi njósnamál eru nú einu sinni sértaks eðlis. Njósnarar eru yfirleitt ekki í hávegum hafð- ir.“ Þegar við gengum út úr kaffi- húsinu spurði eg vin minn hvort hann vissi hvar hægt væri að hitta Wood. „Mér er ekki kunnugt um verustað hans,“ svaraði hann, ] „en maður að nafni Gerald j Mayer hér í París ætti að geta i sagt yður eitthvað meira umj hann. Eg skal láta yður fá heim | ilisfang Mayers. Hann starfaði við upplýsingaþjónustuna á stríðsárunum og tók þátt i hinni. „sálfræðilegu styrjöld“ í Sviss. Þér skuluð hitta hann að máli.“ „Eg tók þátt í því áð koma á sambandinu við George Wood,“ sagði mér Gerald Mayer þar sem við sátum saman á skrif- stofu hans við Champs Elysées. „Eg var meira að segja fyrsti Amerikaninn, sem hafði með hann að gera þegar hann var í Bern árið 1943. Wood var afar undarlegur maður, aldrei hefi eg hitt fyrir neinn slíkan. Skapgerð hans var sérkennileg. Það var engin leið að geta sér til um, hvað i raun og veru vakti fyrir honum. Maður gat aldrei vitað hvenær hann mundi gera vart við sig' næst, eða hvað hann mundi þá færa manni. En hann kom alltaf aftur og í hvert sinn með mikinn feng.“ „Margir menn eru haldnir æfintýralöngun,“ skaut eg inn í. Mayer hristi höfuðið. „Þessi maður var ekki að leita að æf- intýrum. Orsakirnar voru aðrar og áttu sár dýpri rætur. Hann minnti á engan hátt á hinn br.r - áttuglaða riddara, en það var eins og heilagur eldur brynni innra með honum. Yður finnst þetta hæpin skýring, en eg gæti sagt yður ýmislegt — já, ýmis- legt,“ sagði hann og kveikti í pípunni sinni. „En ef yður firmst saga hans svona merki- leg þá þurfið þér að kvnnast honum sjálfum." Eg svaraði, að það væri einmitt með það Frh. á 9. s.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.