Vísir - 12.01.1957, Page 6

Vísir - 12.01.1957, Page 6
VÍSIB Laugardaginn 12. janúar 1957. var vegna heilsu Grace og sagði að hann efaðist um að hún þyidi slíkt ferðalag, þótt hún endilega vildi fara. En einmitt nú eftir að haftn hafði fallist á beiðni hennar að fara með hana til útlanda var eins og henni hefði snúist hug- ur, því hún varð þögul, kvíða- fúll og sorgmædd. Hún talaði oft um að hún gæti ekki lagt á hann þá eríiðleika og leiðindi að dragast með sjúkling eins og hana til útlanda og ympraði stöðugt á því, hve mikil byrði hún væri honum. Sjálfsmeð- aukun hennar fyllti hann ennþá meira hatri til hennar. Honum leist ekki á að myrða hana í vöku. Hann sló allri ráða gerðinni á frest þar til hann gæti ráðið henni bana í svefni. Þegar hún hafði tekið inn svefn- pillurnar, sem hún næstum alltaf gerði, leit hún út eins og hálf dauð Hann reyndi að friða sjálfan sig með því að í raun-' inni væri þetta ekki alveg morð. I Það væri í rauninni að eins að flýta fyrir cg ljúka hálfnuðu verki. Hún gaf næstum ekki frá sér hljóð þegar hann kæfði hana með svæfli í svefni. Þrátt fyrir svalandi kvöld- blæinn, sem aðeins hreyfði gluggatjöldin í svefnherbergi Grace, var kæfandi heitt þar inni, að honum fannst. Svitinn draup af enni hans. Hann fór að glugganum sem hann hafði opnað og lét sval- ann kæla brennandi kinnar sin- ar. Eftir nokkra stund tók hann líkama Grace og bar hana út á tröppurnar og inn í bílskúrinn. Hann lagði hana í aftursætið á bílnum og tók skóflu og lét hana einnig í bílinn Það var dimmt og drungalegt þégar hann ók af stað eftir ó- jöfnum veginum til gryfjunn- áþ og hann hafði skilið eftir logandi á útidyraluktinni og í herbergi Grace. Hann fór með líkið niður á botn gryfjunnar þar sem hall- inn var minnstur og samt reynd isl honum þetta erfitt verk. Hann hraðaði sér við verkið og huldi líkið með þunnu lagi af mold á botni gryfjunnar. Á morgun já, á morgun myndu vörubílarnir demba tonnum af mold ofan á hana, og þá . . .. I Þegar hann kom aftur upp í bilinn leit hann á klukkuna í mælaborðinu og sá, að það; myndu ekki líða meira en 40 ipínútur frá því hann fór af stað að heiman og þangað til að hann kom aftur. Það myndi ekki verða tími til að sofa, því nú þurfti hann að fara að ganga frá breytingu á vfegabréfinu og það varð að gera vandlega. Svo þurfti hann að setja farangurinn í báðar töskurnar og hann varð að gæta þess að í annarri töskunni varð að vera klæðnaður og annað sem Grace myndi hafa tekið íneð sér til allangrar dvalar er- lendis. Hann var búinn að segja öll- um kunningjUnum að þau ætl- uðu að leggja snemma af stað svo við það var ekkert að athuga og því ætlaði hann að fara áður en dagaði og fólk kom á fætur. Það fyrsta sem hann myndi þá gera var að fara til Peggy og -síðan myndu þau fara um borð i skipið. Þegar hann ók bílnum upp að húsinu fannst honum hann verða var við einhvern á tröpp- unum og í ljósinu frá útidyra- luktinni sá hann að þetta var hún frú Webb gamla. Þáð var ailt of áliðið kvölds til þess að hún væri að koma í heimsókn. Nú var um að gera að vera nógu rólegur og sannfæra gömlu kon- una um að Grace svæfi og mætti alls ekki vekja hana því bau ætluðu að leggja snemma af stað. Áður en hann gat fárið út úr- bílnum kom frú Webb hlaup- andi og kallaði: „Það var goct, það var sánnarlega gott, hér er hann“, hrópaði hún til einhvers, sem hann gat ékki komið auga á. Blake sat bara og starði, eins og augu hans hefðu festst á lögrégluþjóninum, sem gekk að bílnum. „Eg var einmitt í þann veg- inn að reyna að fara inn í húsið, herra. Frú Webb og eg, við er- um alveg nýkomin. — Eg vissi hreint ékki hvað eg átti til bragðs að taka, sagði gamla konan aumlega. Eg hringdi og hringdi, en þér vor- uð úti og eg vissi ekki, hvenær þér mynduð koma heim. Svo hringdi eg á lögregluna. Blóðið hvarf gersamlega úr andliti Blakes og meðan hann reyndi að róa hug sinn, sagði hann: — En hvað heíir komið fyr- ir? Hafa þjófar brotizt inn? — Nei, sagði lögregluþjónninn. Glugginn á svefnherbergi frú- arinnar snýr út að garði gömlu konunnar, og hann hefir opnazt. Ja-á, svaraði Blake, og svita- droparnir byrjuðu að r^nna nið-! ur bak hans eins og ísmolar væru. -— Eg .álít, herra minn, sagði lögregluþjónninn, að þessi bréf- miði hafi fokið af náttborði frú- arinnar út um glugann og yfir í garð nágrannakonunnar. Hann lá á tröppunum. Hún fann hann ekki fyrr en hún fór út með huhdinn sinn fyrir um það bil hálftíma síðan og sá hann þá í birtunni frá útiljósiftu frá hús- inu yðar. — Eg áléit það skyldu mína, að koma í veg fyrir sorgarat- burð, ef það var mögulegt, snökti frú Webbs. Þessar lín- ur, sem hún hefir skrifað, eru til yðar, herra Blake. Lögregluþjónninn rétti Blake pappírsörk og við birtuna frá ljósinu las hann: „Elsku Jimniy. Eg finn að eg get ekki haldið áfram að vera þér byrði. Eg hefi tekið inn stóran skammt af svefntöflum. Það er sú leið, sem eg hefi val- ið, til að komast út úr þessu. Þakka þér fyrir það umburðar- lyndi, sem þú hefir sýnt mér öll þessi ár. Vertu sæll, ástin mín. Þín elskandi — Grace. — Bara formsatriði, herra, en eg verð að sjá konu yðar, þótt eg, því miður, viti að það sé of seint. Það var lögregluþjónninn, sem sagði þetta en Blake fannst þessi rödd koma langt úr fjarska. Hann barði krepptri hendi í enni sér. — Já, snökti hann, of seint, of seint. Ungversk mótmæli. Ungverska stjórnin hefur falið fulltrúa sínum hjá Sam- einuðu þjóðunum að bera fram munnleg mótmæli. Eru þau fram komin af því tileíni, að allsherjarþingið samþykkti ályktun um fimm manna Ungverjalandsnefrid. Telur ungverska stjórnin þetta íhlutun um innanlandsmál, sem ekki sé fordæmi fyrir. 1!4 tonns vörubíll ' óskast keyptur, má vera yfirbyggður, aðeins góður bíll kemur til greina. Uppl. í síma 3774. Sárhvem ó eftir heita baðinu æftuð þér að nota NIVEA.það viðheld- ur húð yðar mjúkri og frískri. Gjöfult er > NIVEA. LAUGAVEC 10 - SIMl 33«» • f Oryggismerkin sjálílýsandi fást í Söluturninufii v. Arnarhól SKIÐAFOLK! Farið verð- ur í skíðaskálana um helg- ina eins og hér segir: Láug- ardag kl. 2 og kl. 6 e. h. Sunnudag kl. 9 árd. — Afgr. er hjá B.S.R. , Lækjargötu. Sími 1720. Skiðafélögin.(000 Skólavörur og bækur fyrir kennara, foreldra og nemendur. — Höfum tekið við skóla- vöruverzlun þeirri, sem Bókaútgáfa Menningar- sjóðs hefur starfrækt und- anfarin ár. — Þar eru m. a. til sölu flestar bækur Rík- isútgáfuhámsbóka. — Opið á sama tíma og aðrar verzl- anir, nema lokað klukkan 12—1,30 mánudaga til föstudaga. Ríkisútgáfa námsbóka Skólavörubúð, Hafnarstr- 8. PósthóJf ,1274. K. F. (J. M. Á morgun. Kl.lOrf. h. Sunnudagaskóli. - 10.30 f. h. Kársnesdeild. — 1.30 e. h. Drengir. — 8.30 e. h. Samkoma. Ást- ráður ' Sigursteindórsson, skólastjóri, talar. Allir vel- komnir. (000 BIFREIÐAKENNSLA. Nýr bíll. Simi 81038. (191 TAPAST hefir peninga- budda á Bergsstaðastræti frá nr. 40—44. Skilist á Bergs- staðastræti 44. Fundarlaun. FORSTOFUHERBERGI til leigu við Laugarnesveg. Að- eins reglusamur kárlni ;<ðu:r kemur til greina. — Uppl. í síma 5580. (186 HERBERGI til leigu að Lynghaga 24. Sú, sem vill sitja hjá börnum 2 kvöld í viku, gengur fyrir. — Uppl. á morgun kl. 5—-7. (.188 TIL LElGU 2 herbergi og eldhús í risi fyrir 1—2 stúlkur. Tilboð, merkt: ,-,Ró- legt — 344,“ seftdist afgr. Vísis fyrir 15. jan. (187 EITT herbergi, helzt með eldunarplássi, sérinngangi og toiletti, óskast á hitaveitu- svæðinu. Tilboð, sendist Vísi fyrir þriðjudag, merkt: „344,“(190 ERLEND stúlka óskar eft- ir herbergi strax. Hringið í síma 803Ó4. (194 HERBERGI til leigu í Snekkjuvogi 23, uppi. (195 HERBERGI óskast fyrir karlmann sem næst miðbæ. Tilboð sendist Vísi, merkt: Reglusemi — 346.“ (196 1 HERBERGI og eldhús óskast strax. Einhver fyrir- framgreiðsla eftir samkomu- lagi. Tilboð merkt: „Tvö — 1957 — 347,“ sendist Vísi fyrir 15 þ. m. (199 HAFNARFJÖRÐUR. — Gott herbergi til leigu fyrir einhleypan, reglusaman karl eða konu. Uppl. í síma 9135. KJALLARAHERBERGI til leigu; hentugt fjTir tvo. Uppl. í Bogahlíð 4, I. hæð til vinstri. (202 2 HERBERGI til leigu að, Rauðalæk 23. (170 LITHb herbergi til leigu í Skipholti 5. (á03 LEIGA PÍANÓ óskast til leigu til vors. — Uppl. í síma 82480. FATAVIÐGERÐIR, Aðal- alstræti 16. Önnumst alls- konar fataviðgerðir og breytingar, einnig glugga- tjalda- og rúmfatasaum, púðauppsetningar o. fl. — Fljót og góð vinna. Reynið viðskiptin. — Geymið aug- lýsinguna. (207 ATHUGIÐ. Tek enska og íslenzka vélritun í heima- vinnu. Sími 81372 í hádegi ogeftir kl. 18.00 Geymið aug- lýsinguna. (60 STÚLKA óskast í vist á fámennt heimili. Sérher- bergi. — Uppl. í síma 80542. BOMUR ATHUGIÐ. — Er byrjuð aftur kjólasaum. Sníð og þræði. Sauma einn- ig með og án frágangs. — HannaKristjáns, Camp Knox C 7. — - (164 HVER getur hjálpað mér um vinnu hálfan eða allan daginn. Margt kemur til greina. Er reglusamur mað- ur. Tilboð sendist blaðinu fyrir 15. þ. m., merkt: „345.“ TEK HEIM ýmsan sauma- skap, breytingar, viðgerðir o. fl. Uppl. í síma 4251, kl. 2—5 í dag og á morgun. (192 HITINN kemur. — Mið- stöðvax-ofnar hreinsaðir og viðgerðir. Sími 3847. (208 INNRÖMMUN, málverka- sala. Innrömmunarstofan, Njálsgötu 44. Sími 81762. — KAUPUM eir og kopar. — Járnsteypan h.f. Ánanaust- um. Sími 6570. (000 PLÖTUR á grafreiti fást á Rauðarárstíg 26. Sími 80217. KAUPUM flöskur, flestar tegundir. Sækjum. — Sími 80818. (115 BARNAVAGNAR, barna- kerrur mikið úrval. Barna- rúm, rúmdýnur og leik- grindur. Fáfnir, Bergstaða- stræti 19. Sími 2631. (181 VIL KAUPA notaðan skrifstofustól.— Uppl. í síma 5497. —_________________(184 SVEFNSÓFI, nýr, Ijóm- andi fallegur, til sölu á að- eins 2400 kr. á Grettisgötu 69. — (197 KLÆÐASKAPUR óskast til kaups. Uppl. í síma 81296. TVEGGJA herbergja kjall- araíbúð, tilbúin undir tré- verk, til sölu á Egilsgötu 22. SÍMI 3562. Fornverzlunin, Grettisgötu. Kaupum hús- gögn, vel með farin karl- mannaföt og útvarpstæki; ennfremur gólfteppi o. iijl fl. Fornverzlunin, Grettis- götu 31.___________035 HÚSGAGNASKÁLINN, Njálgötu 112 kaupir og selur notuð húsgögn, herra- fatnað, gólfteppi og fleira. Simi 81570. (43

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.