Vísir - 26.01.1957, Blaðsíða 1

Vísir - 26.01.1957, Blaðsíða 1
47. árg. Laugardaginn 26. janúar 1S57. 21. tbl, Sími slitinn, samgöngur stirðar við Snæfeílsness. í Borgirfirði hafa samgöngur vsri5 sæmiiegar. Frá fréttaritara Vísis. — Borgarnesi í gær. Jafnfallinn snjór má lieita um allt Borgarfjarðarhéraðið og er hann á að gizka fet á dýpt. Samgöngur hafa verið nofck- uð stirðar en þó ekki meir en svo að'öll mjólk bæði úr Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, sem flutt hefur verið til Mjólkur- samlagsins í Borgarnesi hefur náðst án verulegra tafa. Hafa Reynir þorskveiðar í hringnót. Á Akureyri hefir verið gerð tilratm til fiskveiða á firðinum og er j>að Kristján Jónsson kaupmaður, sem stendur fyrir því. Hefir hann fengið lánaða fiski-hringnót hjá Fiskifélagi íslands til reynslu .og var byrj- að um síðustu helgi. Hafa veiðzt um 13 tonn á Hörgárgrunni og er það vænsti þorskur spikfeitur. En gæftir hafa verið slæmar. í gær var róið; en fiskurinn kom svo seint upp að farið var að hvessa og var suðaustan rok á Akureyri síðdegis í gær, Er mikið um smásíld í firðin- um um þessar mundir og er þorskurinn að elta hana og hag- ar sér eftir henni. Tilraunum þessum verður haldið áfram þegar veður still- ast. vegheflar frá Vegagerðinni verið í gangi á vegum úti og að- stoðað bílana eftir föngum. Færðin vestur á Snæfellsnes hefir aftur á móti verið mun verri og mjólkurbíll sem átti að koma þaðan að vestan á miðvikudaginn, komst hingað ekki fyrr en kl. 2 í nótt. Þá voru í samfloti við hann 5 aðr- ir bílar, þ. á. m. tveir áætlunar- bílar, sem komu vestan úr Ól- afsvík. Lögðu þeir af stað þaðan klukkan hálf tíu í gærmorgun og komu í Borgarnes um tvö- leytið í-nótt. , Á miðvikudaginn hlóð mikl- um snjó niður í logni og þá safnaðist svo mikill snjór á símalínur, að um 20 símastaur- ar brotnuðu á leiðinni vestur Mýrar og vestur á Snæfellsnes. í dag átti að senda viðgerðar- menn úr Reykjavík með Akra- borginni hingað upp eftir og kemst síminn væntanlega bráð- lega í lag. Géður þorskafli víð NA-land. Tvreir bátar stunda nú róðra frá Húsavík og hafa aflað á- gætlega. Eru það Hagbarður 60 tonna bátur og Hrönn_ sem er aðeins 15 tonn. Er þetta tilraun með róðra frá heimahöfn á vetrar- vertíðinni og hefir gefizt v’el það sem af er. 70 færeyskar stiílkur koma með Gullfossi. Þær hafa verið ráðnar til starfa í frystihúsum. Með næstu ferð Gullfoss koma 70 færeyskar stúlkur sem ráðn- ar hafa verið til starfa í frysti- hsum á Islandi. Gunnar Hafsteinsson, sem fór á vegum Landssambands ís- lenzkra útvegsmanna til Fær- eyja í byrjun þessa mánaðar, er nýkominn heim. Ásamt ráðn- ingu sjómanna var honum falið að ráða stúlkur í frystihúsin, ef þess gæfist kostur. Allmiklu erfiðara er að ráða hingað kvenfólk en karlmenn, bæði vegna þess að talsverð vinna virðist vera fyrir þær heima fyrir og svo fýsir þær ekki til íslandsfarðar. Þrátt fyrir þessar 70 stúlkur ér fyrirsjáanlegur skortur á vinnuafli í frystihúsum í hinum ýmsu verstöðvum, ef vertíðin verður sæmileg. Mun því vera í ráði að Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna sendi mann til Fær- eyja til að reyna að ráða fleiri j stúlkur til íslands. Stúlkurnar sem koma með Gullfossi fara til Vestmanna- eyja, Keflavikur, Akraness og til Ólafsfjarðar, en engar af þessum hóp sem nú kemur verður í Reykjavík. Færeysku stúlkurnar íá yfir- færðar af kaupi sínu 1000 krón- ur íslenzkar á mánuði en það svarar til 420 færeyskum krón- um. Að líkindum munu verða hér yfir vertíðina 500 til 600 færeyskir sjómenn en talið var í vertíðarbyrjun að ráða þyrfti hingað um 1000 færeyska sjó- menn ef fullnægja ætti eftir- spurn eftir sjómönnum. Nefiiru fiiarmc? samfiiyfiikf Sþ. Nehru hefur harmað sam- allsherjarþingsins * Kaslimir- málinu, en seyir, að hún geti engu breytt. Stjórnlagaþingið í þeim hluta Kashmir, sem Indyerjar hernámu, hefur nú leyst sjálft sig upp, þar sem það telur sig hafa lokið hlutverki sínu, en það samþjrkkti fyrir ári stjórn- arskrá um aðild að Indlandi sem sambandsríki. Gæziuí'5 Sþ. takí scr sIöAu á vop nalilcslí nnnni. Hammarskjöld gerði - gær | allsherjarþinginu grein fyrir tilraunum sínum til að fá ísra- el til að hlíta fyrirmælum í á- lyktun þingsins um brottflutn- ing liðs síns frá Akabaflóa og Gazaspildunni. Lagði Hammarskjöld til, að gæzlulið frá Sþj. yrði látið taka sérstöðu á vopnahléslínunni frá 1949, sem allar hlutaðeig- andi þjóðir samþykktu með undirskrift fulltrúa ríkisstjórna sinna. Það gctur vel vcrið, að óþarft verði að standa t snjómokstri á götum bæjarins, þegar þessi mynd kcmur fyrir sjónir lcsenda Vísis. En vel getur líka verið, að veðurfarið hafi cnn brcytzfc í nótt, og hann sé farinn að snjóa á ný. En hvað um það — þessi mynd úr Austurstræti hefur verið táknræn síðustu daga. (Ljósm. Gunnar Sverrisson). Vegir á Suðurlandsundir- lendi ófærir að kalla. Byrjað var á snjóruðningi austan f jalls I gær. Verðmætt innbú varð eldi að bráð í gær. Ófyrirleitinn bílstjóri tafði ferð slökkviliðsins á brunastað. Stórtjón varð á innbúi Stein- gríms búnaðarmálastjóra Stein þórssonar er eldur kom upp í húsi hans, Ásvallagötu 60, um hádegisbilið * gær. Eldurinn kom upp í skrif- stofuherbergi Steingríms, sem er í suð-vesturhorni hússins á neðri hæðinni. — Sjálfur var Steingrímur að tala í síma í forstofunni, þegar eldsins varð vart og vissi hann ekki fyrr til, en hann var sjálfur um- luktur eldtungum. Svo fljótur var eldurinn að breiðast út, að sonur Stein- gríms, sem þarna var nærstadd ur, komst nauðuglega upp stig ann upp á efri hæðina til þess að bjarga konu, sem þar var stödd. Ekki komust þau niður stigann aftur, heldur urðu að fara eftir stiga, sem reistur var frá jörðu upp á svalir á efri hæðinni. Eldurinn læsti sig í einni svipan um tvær stofur á neðri hæðinni og má heita, að allt, sem inni í þeim var, hafi eyði- lagzt — ýmist af eldi, vatni eða reyk. Steingrímur átti m. a. verðmætt bókasafn, sem eyðilagðist að mestu, dýrmæt málverk, sem hengu á veggj- um, brunnu til ösku, sumstað- ar sá aðeins eftir rytjur af um- gjörðunum. Húsgögn eyðilögð- ust sem þarna voru inni, svo og ýmsir kjörgripir og minja- gripir, sem naumast éða ekki verða verðbættir. Aðalskemmdirr.ar urðu eins og áður getur á innbúi í tveim stofum, en auk þess urðu og nokkrar skemmdir á þriðju stofunni, en tiltöiulega litlar á forstofunni. Eldurinn komst ekki upp á efri hæðina, en hit- inn var svo mikill, að hann hleypti upp málningu á stiga- handriðinu allt upp að lofti á hæðinni. — Eldurinn komst hvergi' í milliveggi, sem eru , úr timbri, en timbrið var klætt i striga og siðan veggfóðri og eft ir því læsti eldurinn sig í einni svipan. Eldsupptökin munu, að því er rannsóknarlögreglan hygg- ur, mega rekja til rafmagns. Hafði laus rafmagnstaug, sem var í sambandi við tengil, leg- ið bak við skrifborð Stein- gríms í skrifstofunni. Við at- hugun kom í ljós, að hún var mjög núin orðin og skamm- hlaup fannst í henni á einum stað. — Talið er, að hún hafi kveikt út frá sér. Innbúið mun liafa verið vá- tryggt mjög lágt, eða aðeins á 70 þús. kr. Frh. á 8. s. Frá fréttaritara Vísis. Selfossi í gær. Samgöngur um allt Suður- landsundirlendið hafa veriJF með cindæmum erfiðar und- anfarna daga og sumir vegir mega heita ófærir þótt stærstu og kraftmestu bílar hafi þrælast eftir þeim á löngum tíma. Sem dæmi um samgönguerf- iðleikana má geta þéss, að nokkrir mjólkurbílar, sem fóru frá Selfossi snemma á mið- vikudagsmorguninn til þess að sækja mjólk i uppsveitir, komu ekki til baka aftur f,Trr en klukkan 3 í nótt og sá síð- asti ekki fyrr en kl. 7 í morg- un. Þá má enn fremur geta þess, að bíll, sem fór frá Sel- fossi með vörur upp að Laug- arvatni, var heilan sólarhring að komast fram og til baka. f góðu færi mun vera 1—2 klst. akstur hvora leið. Er víða um. það bil hnédjúpur snjór á lág- lendinu austan fjalls. Vegurinn um Flóann mun vera hvað beztur af vegum í Árnessýslu og hann má telja slarkfæran en þó þungan yfir- ferðar. Vegir í Rangárvalla- sýslu eru þungfærir, nema helzt austur undir Eyjafjöll- um. Þar er eitthvað snjólétt- ara. Ekki hafa vegir hér eystra. verið mokaðir eða ruddir fyrr en byrjað var að ryðja Holta- veginn í dag. Til Reykjavíkur var sæmi- lega fært í morgun, en versn- aði fljótt sökum skafhríðar og um hádegisleytið gaf Vega- Frh. á 8. síðu. j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.