Vísir - 12.02.1957, Blaðsíða 7

Vísir - 12.02.1957, Blaðsíða 7
3»riðjudaginn 12. febrúar 1937 VÍSIE EDISOM MARSHALL: VíkinyuríM 49 m |>vi að þær fundu þefinn af úlfinum. í>ær vissu ekki, að þetta var dauður úlfur, og þetta vissi hjarðmaðurinn ekki heldur í fyrstu. Hann þreif upp stóran, svartan hnif og sveiflaði honum. Ég kallaði til hans og það virtist svo sem kindurnar væru fljót- ari að átta sig en hann og varpa frá sér óttanum. Ég hélt uppi dauðum úlfinum, svo að hann gæti séð hann. Allt í einu hljóp hann til okkar og var mjög uppveðraður. Vegna þess, að Kitii hafði innprentað mér að vera alltaf varkár á framandi grund, sleppti ég byrði minni, til þess að hafa báða handleggi lausa. En svo blygðaðist ég mín fyrir þessa varúðar- ráðstöfun, því að þetta var gamall maður, gráhærður og mjög hrörlegur. Áður en ég gat komið í veg fyrir það, hafði hann rekið hnífinn á kaf í síðu úlfsins og skorið langan skurð. Það kom þá í ljós, að hann var miklu röskari en ég hafði búist við. í sama bili virtist hann blygðast sín fyrir bráðræði sitt og brosti svo að sá í fáeinar gemlur, sem eftir voru í munni hans. —• Eruð þið kristin? spurði hann með eftirvæntingu. — Norðurlandabúar, sagði ég. Ég hélt, að hann yrði ótta sleginn við þessi orð, en hann hélt áfram að brosa og ég hélt, að hann hefði ekki skilið okkur. Ég sá það á honum, að hann hafði einhvemtíma verið glæsi- legur maður. En hann var mjög fátæklegur til fara og stakk það mjög í stúf við hníf hans, sem var mjög mikið hagleikssmíði og mér datt í hug, að hann hefði verið smíðaður af Veneti- mönnum. Þegar ég spurði hann, hvers vegna kofamir væru auðir, gaf hann til kynna, að fólkið væri nýlega flúið, en mér virtust kofamir vera löngu yfirgefnir. Hins vegar var hnífur hans, að því er virtist alveg nýr. Ef þessi gam!i hjarðmaður hafði smíðað hann sjálfur, hlaut hann að þekkja hina gömlu leyndardóma. Ég hafði gefið Alan merki og innan skamms var hann kom- inn til okkar og með honum voru Sendlingur og Kuola. Ég veitti athygli svip gamla mannsins, þegar hann sá þá og sá, að það glaðnaði yfir honum. Ég lét Álan spyrja Sendling, hvort hann kannaðist við, að •þessi maður hefði verið meðal Venetimanna. Hann hugsaði sig lengi um, en svaraði svo: — Ég er ekki viss, en þó er eins og mig nrinni það — ef til vill hefur hann verið einn af foringjunum, sem vildu þyrma ; mér. Það eru rúm þrjátíu og þrjú ár síðan þetta var. Og mér er'farið að förlast minni. Ég hafði vonast eftir greinilegu svari við spurningu minni, | en sú von brást. Gamli hjarðmaðurinn varð áhyggjufullur, þegar hann sá merkjamál þeirra AJans og Sendlings, því að hann hefur senni- lega álitið, að bað væru töfrar. Því næst lét ég Sendling opna munninn og sýna honum tungustúfinn. Þá kom gamli hjarð- maðurinn nær og skoðaði andlit Sendlings vandiega. AJlt í einu lyfti gamli maðurinn hendinni og snerti eyru Sendlings. Að því loknu sagði gainli maðurinn ofð, sem gerði okkur öll undrandi. — Murray, tautaði hann undrandi, eins og þegar menn minnast löngu liðinna atburða. Sendlingur pat ekki heyrt orðið, en hann sá varimar bærast, og hann sneri sér undan, svo að við gátum ekki séð andlit hans. Nú var kominn tími til þess fyrir Alan að reyna að ræða við hinn gráhaerða einbúa. Hann hafði sagt okkur, að mestur hluti íbúa Austur-Írlands, Vestur-Eirglands og Bretonskagans töl- uðu foma, kéltneska tung;u, og Sendingur hélt, að Venetimenn hefði tileinkað sér þessa tungu, en þeir höfðu verið innflytj- endur á Bretonskaga. En við hinn gamla einbúa hafði ég að- eins talað með bendingum. Alan byrjaði með því að nefna nafr. —. Jan, sagði einbúinn og benti á brjóst sér. Alan varð mjög glaður við, því að þetta var mjög algengt keltneskt nafn. Samt sem áður reyndist það svo, að þeir áttu mjög erfitt með að skilja hvor annan. Annað hvort var fram- burðurinn rangur eða þeir skildu ekki orðin. Þó skildu þeir orð og orð á stangli. Eftir langa hríð virtust þeir þó hafa kom- ist að efninu og hér fer á eftir samtalið, eins og Alan skýrði mér frá því. Alan spurði: — Er nokkur eftir af því efni, sem gefur töfrafiskinum kraft sinn aftur? , ^ K, — Já, það er til. — Veiztu, hvernig á að nota það? — Já, ég veit það. — Viltu gefa okkur einn af þessum steinum og sýna okkur, hvernig á að nota hann? — Já, það skal ég gera. — Hvað viltu fá í staðinn? — Margar kindur. — Við eigum engar kindur, Jan. Foringi ykkar hefur þegar gefið mér þær, með því að drepa úlfinn. Og að auki bið ég um skinn úlfsins til að búa mér til skikkju og kjötið af honum til að éta í hefndarskyni. Ég tók úlfinn og rétti honum hann. Úlfurinn var mjög þung- ur, en hann tók við honum og fleygði honum léttilega upp á mannhæðarháan stein. Þvú næst talaði hann við Alan og síðan sagði Alan við mig: — Að því er mér skilst, er hann að bjóðast til að fylgja okk- ur á staðinn, þar sem svörtu steinarnir eru. Jan sópaði glóandi kolamolum úr eldi sínum og notaði þá til að kveikja* á reykblysi. Af því varð fallegur, rauður logi og svartur, ilmandi reykur. Því næst gekk hann á undan okkur í áttina til stærsta haugsins. Við hauginn var einn af þessum einkennilegu kofúm, sem byggðir voru úr þrem steinum. Þessi kofi byrgði dyrnar á löngum göngum. Þar sýndi Jan okkur inn í göngin, sem voru höggvin í stein og voru svo lág, að aðeins eitt okkar, Kitti, gat gengið þar upprétt. Eftir þessum göngum gengum við inn í hauginn, en hann var hólfaður sundur í mörg hundruð smá- klefa. í hverjum klefa var beinagrind með hnén kreppt upp að höku. Hjá mörgum þessum beinagrinda voru tinnuoddar af spjót um og örvum, en trésköftin voru löngu fúnuð. Hjá sumum voru pottar og skálar úr myndskreyttum leir. h Á flestum klefunum voru aðeins einar dyr, en á sumum fleiri. Gamli hjarðmaðurinn rataði um þessi völundargöng, én ég hefði ekki viljað vera skilinn einn eftir þar í myrkri. Við gengum frá klefa til klefa. Og Jan virtist vera í bezta skapi. en ég var þurr í kverkunum og tungan loddi við góminn. V;ic þurftum að fara upp.CR niður þrep. Allt í einu komum við að mörgum þremur, sem lágu upp. — Ég held, að við séum nú komin gegnum elzta hluta graf- hvelfingarinnar, sem hinir fornu hjarðmenn byggðu fyrir daga Venetimanna, sagði Alan lágt við mig. Ég held við séum nú að komá inn í nýrri hlutann. Jan batt nú fastár að sér skikkjuna og tók með hægð að klifra upp þrepin og var kominn inn ,í sal, bar sem gólf og veggir voru úr höggnu grjóti. Hann hélt blysinu hátt og við sáum þar á víð og dreif krukkur og potta úr leir í margs könar litum, en þar sáum við hvergi leirkrukkur. Mér létti stórum, því að ég áleit, að við værum nú komin .fram hjá öllum beina- grindum, en þegar ég gáði betur að, voru þama beinagrindur, en þær voru allar svartar. J k*v*ö»l*d»v«ö*k*u*n«n*i „Eg ferðast kring um hnött- „Eg ferðast kringum hnött- inn með þrjá dollara í vasan- um,“ stóð feitletrað í glugga- rúðu bíls, sem numið hafði staðar á götu í Montreal. En bifreiðarstjórinn hafði ekki gætt þess að stanza réttu megin á götunni. Fyrir bragðið tók lögreglan hann og sektaði um — þrjá dollara. ★ Ung stúlka frá Vín varð fyrir því óláni að missa ekki aðeins uxmustann úr höndunum á sér, heldur og líka 6000 schillinga, sem hún varð að greiða í sak- arkostnað þegar hún stefndi unnustanum fyrir heitrof. „Hann sór þess dýran eið oft og mörgum 'sinnum að hann elskaði mig og ætlaði að elska mig ævilangt“, bar stúlkan fyr- ir réttinum. En rétturinn leit svo á að það vcem ekki nema bjánar og fáráðlingar sem tækju mark á þvílíkri böívaðri vit- leysu og dæmdu stúlkuna í 6000 schillinga málskostnað. ¥ Russell lávarður, sem var í röð kunnustu löglærðra manna í Bretlandi var eitt sinn spurð- ur að því hvaða hegningu hann teldi hæfilega fyrir tvíkvæni. „Tvær tengdamömmur" hljóðaði svarið. ★ Háskólakennarar við Colum- biaháskólann í Bandaríkjunum fá mánaðarlaun sín greidd í á- vísunum. Á þær er prentuð þessi klausa: „Þeir sem ekki eru slcrifandi eru vinsamlegast beðnir að setja þrjá krossa í stað nafns síns á ávísun þessa.“ ★ Frú Meier sagði við vinkonú sía: „Eg hefi feikna áhyggjur af hpnni Þuríði dóttur minni.“ „Hvað er að henni?“ ,Hún er snarvitíaus í ein- hverjum strák. Mig minnir að liann heiti Errol. Fþýnn.“.... „Nú, ekki er það svo slæmt,“ sagði vinkonan. „Jú, sjáðu til. Það verður ekkert úr þessu, því hún þekk- ir hann ekki hema úr kvik- myndum.“ C. imi/m úTe* O O iii? t'* Distr. by Urtíted Foature Bypdlcate. Inc. Tcir^cca, «»cii íxianníi-. feyeðju og beið þar til liðsforinginn tík kveðju hans. Hvao er þér á höndum Shea, spurði höfuðsmaðurinn. Afsakið hérra höfuðsmaður, én mætti ég biðja yður um upplýsingar viðvíkjandi.... í sömu svifum kom hermaður þjótandi inn. Hann var ös.kugrár ;| framan og hrópaði: — Til vopná, Arabarnir!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.