Vísir - 22.02.1957, Blaðsíða 3

Vísir - 22.02.1957, Blaðsíða 3
Föstudaginn 22. febrúar 1957 VÍSIB 3 zJ SJtT íj i\j kvennasíðunni um áhugamál yðar. - Gólfábreiða rtsoð sssáH/sÞBSBtBsa h rosssporss. Nýlega var kirkja vígð í Herming í Danmörku og er fliún kennd við Skt. Jóhannes. í tilefni af kirkjuvígsiunni höfðu konur safnaðarins saum- að gólfábreiðu til þess að ieggja á gólfið inni í kórnum og er á- breiðan 16 m. á lengd og 2 m. á breidd. Ábreiðan er með krosssaumi og eru á henni milljónir af kross-sporum. Hafa konur safnaðarins verið mörg ár að sauma þessa fögru gjöf. Börnin í söfnuðinum hafa einnig tekið þátt í því að prýðæ þessa nýju kirkju. Sunnudaga- skóla-börnin hafa undanfarin 10 ár safnað peningum og lagt til í 10 eyringum og 25 eyring- um upphæð, sem nú er orðin 2 þúsund krónur. Fyrir þetta fé hafa þau keypt fagra skírnar- skál úr ekta silfri, sem nota á við barnaskírnir í kirkjunni. Á skálina eru letraðar þessar Ijóðlínur eftir Ingemann: „Guds Himmeriges Fryd har han lovet de smaa.“ Sá sálmur er til á islenzku í þýðingu Matt- híasar Jochumssonar og hefst á þessum orðum: „Nú angar blóm hjá blómi —.“ j míj Sifd er herramannsmatur. Nokkrar isppskriffir, serra hús- Bmseður æftu að reyeia. Prjónalind 100 ara. Frú María Agíista Jensen er af ])ýzkum ættum og býr nú í Middleburg í Suður-Afriku. Hún er nú 100 ára, en vinnur enn verðlaun í prjónakeppni. Hún var fyrst gift þýzkum trú- boða, sem dó eftir 4 ára hjóna- band. Siðar giftist hún öðrum trúboða, sira Rasmus Jensen. Síðustu verðlaunin fyrir prjón- les fékk hún skömmu áður en hún varð 100 ára. Reyndar voru það þrenn verðlaun, sem hún sótti þá á handavinnusýningu í Middleburg. Margar liúsmæður halda að þær geti búið til „marineraða" síld með því að gutla nokknim silduin niður í „marinaði“, sem er settur saman einhvern veginn, og vona svo að allt fari vel. Leyndarmálið um „marinaði" — Svíarnir þekkja það — er það, að hann er vísindi og að sildin á að vera vel útvötruð og svo þarfnast hún að hafa tíma til að liggja og sjúga „marinað- ann“ í sig. Þessvegna á alltaf að byrja á síldinni tveimur dægrum áður en á að nota hana. Ég hreinsa skinn og bein af sildinni og legg hana i mjólkurvatn og á mjólk- urvatnið alveg að þekja síldina. Svo lu’æri ég „marinaði". Á fjórar síldir nota ég tvo bolla af estragon ediki og mikið af sykri, helst svo mikið að eitthvað liggi á botninum sem ekki leysist upp. I þetta læt ég bolla af tómat- puree, 8 heila negulnagla, S heil piparkorn, svört eða hvit eftir vild. 4 fintklippt lárviðarlauf 1 væna, súrsaða agúrku, sem er hökkuð fínt, einn stóran hráan iauk, skorinn í litla teninga. „Marinaðinn“ stendur í 12 tíma og jafnar sig meðan sildin útvatnast. Svo er síldin tekin úr mjólkurblöndunni og strokin. Svo er hún skorin í lítil stykki á ská — þetta er nú eitt af leyndarmálunum líka því að ef sildarbitarnir eru of stórir, geta þeir ekki drukkið „marinaðann" í sig.á réttan hátt. Svo er síldin lögð niður í „marinaðann" og á að liggja þar í eitt dægur til þess að verða eins og hún á að vera. En svo verður þetta bezta ,,marinaðisíld“, sem hægt er að hugsa sér, og þér verðið svo þreyttar á að skrifa uppskriítina handa kunningjunum að þér verðið í örvæntingu nær. En látið það ekki á yður fá. C «r,j ★ ★ ★ Glermeistarasíld. 2 fínar litlar saltsildir eru hreinsaðar, afvatnaöar og þerr- aðar. Þær eru skornar þversum eins og gaffalbitar og lagðar i lágt og breitt niðursuðuglas og eftirfarandi dreift yfir: 6—8 piparkorn, mulin niður. 2 lárviðarlauf, einnig mulin. Tæplega heil teskeið af gul- um pipar. Svolítill biti af engifer. (Sé hann ekki til þá steyttur engifer á hnífsoddi) 1 stór eða 2 litlir rauðlaukar. 1 sneið af piparrót og V> gul- rót. Þetta þrennt er skorið í mjög litla teninga. 1 dl. sykur og 2 dl. edik eru soðnir sam- an. Síðan kældt alveg og helt yfir síldina m. m. í glasinu. Lögurinn á alveg að þekja sildina og ef nauðsynlegt er verður að s.jóða svolitið meira eftir sania niáli. Lokið er látið á. Sett á kaldan stað og látið jafna sig í eitt dægur. Framborið i glasinu og er eins og allir sænskir sildarréttir, reglulega gómsætt. ★ ★ ★ Kolumbusar síld. (handa 2 eða 3) Það sem nötað er, er V> kg. af síld, skori.ini frá beini og roðflettri. 1 laukur, helst rauðlaukur. 1 knippi, af steinselju 3 tómatar. 75 gr. smjörlíki salt og ’ákg. kart- öflur. * Hér er gert ráð fyrir að sildin sé bökuð í ofni. Þetta er sú bezta, fljótlegasta og einfaldasta sildar uppskrift sem til er. Kartöflurnar eru settar upp. Og kveikt á ofninum. Sildin hefir verið afvötnuð og er nú tekin upp og þerruð. Gratinmót, stórt og gott er smurt vel og sildin er lögð þar í, (niðurbituð) á víxl með tómatsneiðum, gróft hökkuðum lauk og saxaðri stein- selju, krydduð með salti og pip- ar. Smjörið er brúnað á pönnunni og er hellt yfir. Sett inn í ofninn og látið steikjast við vægan hita í 20 mínútur. Fram borið i fatinu og með kartöflum. Þetta er mjög auðvelt að búa til og einnig gómsætt. Frh. á 9. síðu. Hér eru nokkrar umbætur á j Skúífa er hengd upp i kústa- eldhúsi, sem er gamaldags. j skápurinn undir hillu. — Neðst Lítil hilla, sem skorið er úr,' . ,. ,. , . .... , 1 til vinstri skapur yfir eldavel- er sett a milli breiðari hillna. —! Mjólkurflöskur innan á búr- eða | inni með þeim verkíærum' sem skáphurð spara rúm. — Verk- j ætíð eru 1 notkun. — Til hægri færakassi er festur innan á skáp- j sér maður léttar hillur í potta- hurð, þá er hann þar alltaf. — j skápnum. Gott eldhús er gulli betra. KostnaAur við Iireytingai' þarf ckki að vera inikill. Það geta víst allar húsmæður verið sammála um. En livort maður hefir gullið til að Jag- færa eldhúsið er annað mál. En það þarf ekki að kosta svo rnilt - ið að bæta eldhúsið, segir hús- næðisráðunauturinn Ellen Bis- gaard. Hún bendir fyrst á þær hug- myndir sem ekkert kosta. Hún vill láta húsmóðurina athuga gaumgæfilega öll áhöld sem hún notar, skálar, nýlenduvörur og þessháttar og koma þeim fyrir j þar sem hentugast er. Margar' húsmæður láta potta, sem not- aðir eru daglega standa í myrkri neðst undir eldhúsborð- inu. Það kostar það, aðþærþurfa aðbeygja sig djúpt þegar þær ná í pottana og fá svo kannske lykkjufail á sokkana. Þær hugsa ekkert um það, að þetta gæti verið öðru vísi_ þær eru orðnar svo vanar því. Þær eru heldur ekki fáar sem hlaupa frá elda- vélinni og í búrið, þegar þaer vantar skeið af sykri í matinn. Þegar menn vita að hagsýnt íyrirkomulag á áhöldum og matvöru geta stytt hlaupin við daglega matreiðslu, skilja menn að' það borgar sig að hugsa sig um og koma hlutunum hyggilega fyrir. Líka vistlegt. Vitanlega er ekki hægt að Frh. á 9. síðu. T. C. Bridges og Hassel Tiltman: Framh, Með áhuga sínum og dugnaði tókst honum að fá Araba til að reyna öðru sinni. Var honum þá veitt lausn frá störfum í Kairo um óákveðinn tíma og í október 1916 varð hann aðal- ráðgjafi herstjórnar Araba. Fyrsta verk hans var að fá alla þá ættbalka, sem til þessa h’öfðu haldið að sér höndum, til að gerast þátttakendur í hinu „heilaga stríði“ fyrir frelsi landsins. Við þriðja mann fór hann út í eyðimörkina^ til þess að hvetja menn til uppreistar. Hann heimsótti hvern ættbálk, hélt ræður fyrir karlmönnun- um og skýrði þeim frá erindi sínu — hann kallaði þá til jvopna. Hann talaði mál þeirra ,reiprennandi, gat farið óhultur allra sinna ferða, þar sem hann |var erindreki eins voldugasta ættarhöfðingjans, og hann sann- færði áheyrendur sína um það, að nú væri tækifærið komið, sem allir sannir Arabar hefði beðið eftir um langan aldur. I Fyrsti ættbálkurinn, sem gekk í lið með uppreistarmönn- jum, var ættbálkur Harba, en í honum voru 200,000 manns, því j að hann var stærsti ættbálkur- ; inn í allri Arabíu. Lawrence jgætti-þess, að fregnin um þetta j bærist á undan honum Hann I gætti þess sömuleiðis, að nægar ' birgðir vopa og skotfæra væii ! sendar hinum mikla her, sem hann var að koma á fót. Meðan Lawrance skar unp 'herör í auðninni hélt Feisal i » norður á bóginn frá Mekka til tveggja hafnarborga, sem voru enn á valdi Tyrkja. Þannig hófst hin mikla herför Araba undir stjórn Lawrences og Feisals, sem átti að ljúka i Damaskus! Samvinna Breta og Araba var hin ákjósanlegasta. Þegar menn Feisals nálguðúst ein- hverja borg á ströndinni, sigldu brezk herskip upp að landstein- um og hófu skothríð á hana, svo að Tyrkir urðu að hrökklast þaðan — beint í fangið á Ar- | . . obum_ sem sottu að þeim ofan 1 úr landi! Brezki flotinn flutti hernum vatn og vistir, svo að j hann gat farið um eyðimerkur, þar sem aldrei kom dropi úr lofti. Einu sinni fór tíu þúsund manna lið 200 km leið yfir aúðn, þar sem hvergi sást stingandi strá, sem úlfaldarnir gætu nærzt á og að förinni lokinni var gerð skyndiárás á tyrkneska herinn, sem hélt, að Arabar væri enn í herbúðum sínum í órafjarlægð. Lawrence hafði lagt það niður fyrir sig með mikilli ná- kvæmni_ hvernig haga skyldi hérförinni og fyrsta skrefið vár að hrekja Tyrki með öllu að ströndum Rauðahafs. Og' meðan hann vann að því( tíðkaði hann mjög að gera skyndiárásir á Tyrki annarsstaðar með hinum svonefndu „fljúgandi sveitum“ Araba. í þéssum „fljúgandi sveitum“ voru þeir Arabar, sem áttu fót- fráustu úlfaldana og stjórnaði Lawrence þeim sjálfur. Sveitiv þessar gátu verið á flakki um auðnirnar sex vikur samfleytt án þess að fara til birgðastöðva eftir vatni eða vistum. í hnakk- tösku sinni hafði hver maður 44 pund af korni. Það var sex

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.