Vísir - 29.03.1957, Qupperneq 3
Föstudaginn 29. marz 1957
VlSTO
3
Storkarnir
í Þessalíu.
Ðýr finna á sér ef náttúruhamfarir
eru í aðsigi.
íbiiar í þorpum í Þessalíu,
l»ar sem miklir landskjálftar
gcngu j'fir ekki alls fyrir löngu,
urðu þess varir, að storkar ó-.
kyrrðust um liálfri klukku-
stund áður en landskjálftarnir
hófust.
Flugu þeir allt í einu upp af
húsaþökunum og flögruðu um
eirðarlausir yfir þorpunum.
Eftirtektarsamir menn hefðu
látið sér þetta að kenningu
verða og búið sig undir yfir—
vofandi hættu eftir því sem
föng hefðu verið á.
Menn hafa oft veitt því at-
hygli að dýr virðast finna það
á sér, ef náttúruhamfarir era
yfirvofandi. A seinni tímum
hafa menn farið að veita þessu
meiri athvgli en áður.
Þannig segir forstjóri dýra-
garðsins í Santiago í Chile frá
því_ að starfsmenn dýragarðs-
ins hafi þráfaldlega veitt því
athygli, að dýrin ókyrrist
nokkru áður en landskjálfti
dynji. yiir. Ljónin öskra öðru-
vísi en þau eru vön og má heyra
óttahljóð í öskrinu. Páfuglinn
skrækir einkennilega, og anti-
'iópur, gasellur og hirtir og flest
önnur dýr ókyrrast og reyna
að komast út úr búrunum.
Hinsvegar ber ekki á neinu
hjá öpunum eða björnunum.
Flugarnir urðu gripnir skelf-
ingu og flugu upp í tré eða út í
ioftið líkt og í Grikklandi.
Köttur bjargar
kettlingum sínum.
Skömmu áður en fellibylur
iagði bæinn Worcester í Massa-
chusetts í Bandaríkjunum í
rúst, tók maður einn eftir því,
■að köttur, sem nýlega hafði
gotið, stóð upp úr bæli sínu og
bar kettlingana einn af öðrum
á burt í kjaftinum. Maðurinn
veitti kettinum eftirför og sá,
að hann fór með afkvæmi sín
"út á grasflöt eina, þar sem hann
iét þau í holu. Þegar maðurinn
var á leiðinni heim aftur skall
fellibyiui'in*. á og lagði bæinn
í rúst. Húsið, sem kötturinn
hafði átt heima í, var horfið.
Dýrin Jíieyra betur,
cru næmari en menn.
Tveir amerískir vísindamenn
við Cruft-stofnunina í Har-
vardháskóla, dr. Griffin og dr.
Galambos hafa rannsakað
hegðun dýranna á hættustund-
um. Maðurinn nemur aðeins þau
hljóð, sem eru 20 til 20000
sveiflur, en dýrin hafa miklu
víðara heyrnarsvið.
Sumir fuglar gefa frá sér
hljóð, sem mannlegt eyra nem-
ur ekki — við sjáum aðeins að
fuglinn hreyfir gogginn eins og
hann sé að syngja. Leðurblök-
ur voru taldar ,,mállausar“, en
nú vita menn, að þær gefa frá
sér hljóð, þó við heyrum þau
ekki, vegna þess að sveiflu-
hraðinn er meiri en svo, að við
geturn numið hann
Þá er það löngu vitað, að
hundar heyra betur og eru fljót
ari að átta sig á hljóði en rnenn.
Þannig var það dag nokkurn,
er kona ein var á gangi í Canal
Street í New Orelans og leiddi
hund sinn í bandi — Schafer-
hund. Allt í einu stökk hund-
urinn á konuna og hratt henni
út af gangstéttinni. í sama vet-
fangi skall stórt múrstykki á
gangstéttinni, einmitt þar sem i
konan hafði staðið, og hefði hún i
ekki orðið til frásagnar, ef
hundurinn hefði ekki bjargað
henni. Hundurinn hafði ekki
einungis heyrt hljóðið fyrr en
nokkur maður hefði getað,
heldur fann hann hvaðan það
kom og áttaði sig á öllu á einu
andartaki.
Kannske er það af svipuðum
ástæðum, sem íbúarnir í borg
einni í Vestur-Þýzkalandi
reistu andarstegg einum minn-
ismerki. Hann aðvaraði þá um
yfirvofandi loftárás áður en
nokkur önnur aðvörun barst, i
J og því gátu þeir komist undan
í tæka tíð.
Kanarífugl bjargaði
28 mönnum.
í Brooklyn, New York, gerð-
ist atburður, sem Cruft stofn-
unin rannsakaði einnig, og
kemur þar fugl við sögu. Kona
ein vaknaði um miðja nótt við
það. að kanarífuglinn hennar,
sem hún kallaði „Queenie", lét
öllum illum látum. Konan hélt
að fuglinn óttaðist eitthvað en
gat ekki fundið neitt athuga-
vert í herberginu. Lagðist hún
svo ú-t af aftur. En fuglinn lét
hana ekki í friði og loks fór
konan niður á neðri hæðina, en
þar svaf sonur hennar og ætl-
aði hún að fá hann í lið með sér
til að róa fuglinn. Þegar hún
kom niður til drengsins lá hann
meðvitundarlaus í rúminu.
Hafði gasleiðsla lekið og var
herbergið fullt af gasi. Ef kon-
an hefði ekki vaknað og farið
niður hefði allt fólkið í húsinu
látist af gaseitrun.
Mairgar sögur eru til af svip-
uðu tagi frá öllum tímum. Má
minna á söguna af hundi Jacobs
Englakonungs, sem hratt vin-
bikari úr hendi húsbónda síns
og þegar betur var að gáð
reyndist vínið vera eitri bland-
ið. Taldi konungur að hundur-
inn hefði með þessu tiltæki
bjargað lífi sínu
Dag nokkurn ók bifreið á
húshorn í Bronx í Bandaríkj-
unum. Gekk framhluti bílsins
alveg inn í gegnum húsvegginn
og um leið hrundi húsið til ■
grunna. Alveg á þei stað. sem
billinn braut húsveginn, hafði
maður setið, en hundurinn hans
hafði þá tekið að láta öllum ill-
um látum og gat lokkað mann-
inn út. Þetta bjargaði lífi
mannsins.
Sá liundurinh fyrir
lát húsbónda síns?
Þegar Georg VI. Bretakon-
ungur átti skammt eftir ólifað,
var hundur hans geymdur í
herbergi á öðrum stað í höllinni.
Á sama augnabliki og konung-
urinn gaf upp öndina, þaut
hundurinn upp úr bæli sínu
með ýlfri miklu og látum og
stökk á hurðina og vildi ólmur
út. Héldu honurn engin bönd.
Ameríski sálfræðingurinn dr.
J. D. Rhine hefur safnað sögum '
af háttum dýra í áratug eða |
lengur. Telur hann engan vafa j
á því, að dýr séu gædd undra- ‘
verðum næmleik og megi þar
til telja einskonar hugsana-
flutning milli dýrsins og manna
þeirra, sem það umgengst.
Sambandið milli dýrs og manns
Reknir úr skóla 150 sinmim.
Hafa verið reknir heim daglega
í 5-6 mánuði.
Tveir skóladrengir í Grínisby
á Englandi, 12 ára og 15 ára
ganilir, jnæta á hverjum mörgni
í sóklanum, en eru alltaf reknir
lieim aftur.
Þeir koma með töskurnar sínar
allar bækurnar og annað, sem
nemendum ber að hafa með sér
í skólann. Það er aðeins eitt,
sem vantar, að því er kennar-
anum finnst: Þeir eru ekki með
bindi um hálsinn.
Saga þessi hófst dag nokkurn
þegar kennslustund átti að fara
að hefjast, þá rak kennarinn
augun í það, að fjórir drengjanna
voru ekki með hálsbindi. Þeim
fannst of heitt til að vera með
hálsbindi, sögöu þeir. Allir voru
reknir heim og sagt, að þeir
fengju ekki að koma í skólann,
getur orðíð mjög náið og er
langt frá því að það sé ósenni-
legt, að hundur finni á sér. ef
húsbóndi hans er í hættu stadd-
ur, eða að dauða kominn, þótt
hann sé alls fjarri.
nema að hafa bindi um hálsinn.
Daginn eftir komu tveir þeirra
með bindi um hálsinn eins og
kennarinn hafði íyrirskipað, en
hinir tveir komu enn bindis-
lausir. Kennarinn rak þá strax
heim aftur.
Foreldrar drengjanna, sem
heita Kevin og ICeith, líta svo á,
að það sé ekki kennarinn, sem
eigi að ákveða, hvernig cii'eng-
irnir þeirra eru klæddir. Og fer-
eldrarnir láta ekki af þeirri
skoðun. En skólastjórinn er lika
harður á meiningunni og lætur
sér ekki segjast. Drengirnir
mæta alltaf stundvíslega í skól-
anum — btndislausir — og eru
reknir heim hverju sinni.
Þetta er nú búið að ganga
svo í 5-6 mánuði og er talið að
drengirnir eigi nú heimsmet í
brottrekstri úr skóla.
★ Adenauer kanslari kom í
morgun til Teheran í opin-
bera heimsókn.
„Brosið dularfulla" hefur verið sýnt í Þjóðleikhúsinu undan-
i'arið við ágætar undirtektir. Mynclin hér að ofan er af Ingu
Þórðardóttur og Haraldi Björnssyni í hlutverkum sínum.
Landrækur vegna Mickey Mouse.
tim blóðsúthellingarnar. Fáein-
um mínútum síðar var tal- og'
ritsímasambandinu við útlönd1
I
slitið og þeir keppinauta'
minna, sem beðið höfðu eftir
því að sjá fyrir endann á viður-
eigninni, komu engu orðu úr
landi.
En það getur stundum verið
verra en ekki, að vera einn um
slíka óþægindafregn. Fréttin
frá mér var birt með stórum
fyrirsögnum í blöðum um alla
Evrópu, en júgóslavneska
stjórnin, sem reiddi sig á
skýrslur lögreglunnar, er gerði
eins lítið úr þessu og unnt var
og sagði, að múgurinn hefði
j dreifzt af sjálfsdáðum, sagði, að
' eg hefði logið fregninni frá rót-
um. Svo vildi einnig til, að ein-
hver framtakssamur ljósmynd-
ari hafði náð mörgum ágætum
myndum, sem sönnuðu mál
mitt. Var eg síðar ákærður fyr-
ir að hafa tekið myndirnar
líka, en eg hafði af ásettu ráði
skilið Leica-vélina mína eftir
heima, því að eg vildi ekki
hætta henni undir kylfur lög-
reglunnar.
Sáttmálinn var barinn gegn-
um íul-ltrúadeild þingsins með
litlum meirihluta. Horfur voru
alvarlegri en nokkru sinni, því
að Serbar trúðu því statt og
stöðugt, að yfirbiskupi þeirra
hefði verið byrlað eitur, en
hann andaðist sama daginn og
sáttmálinn var samþykktur.
Þjóðin rambaði á barmi borg-
arastyrjaldar, Og er enginn
vafi á því, að gerð hefði verið
uppreist, ef stjórnin hefði reynt
að koma sáttmálanum gegnum
öldungadeildina þá þegar. En
Stojadinovitsh forsætisráð-
herra skildi, að liann mætti
ekki fara of geist og málinu
var frestað.
Skömmu eftir þetta var eg
kallaður til blaðaskrifstofu rík-1
isstjórnarinnar og tilkynnt, að
dvalarleyfi mitt mundi ekki
endurnýjað. en það var þá út-j
runnið fyrir nokkrum mánuð-|
um. Mér var gefið að sök að
hafa sent hlutdrægar fréttir, og
það bætti heldur ekki úr skák,1
að Serbar voru búnir að gera'
mig að einskonar þjóðhetju'
vegna þess að eg hafði sent
fréttina um misþyrminguna á
prestum þeirra.
Það vakti mikla gremju allra
erlendra blaðamanna, að geraj
átti mig landrækan. Þeir réðu
stjórninni til að hugsa málið
aftur, en allt kom fyrir ekki.
En þá kom fyrir atvik, sem
bjargaðd mér. Helztu frétta-
stofur heims ætluðu að halda
ársþing sitt í Júgóslavíu, en
Murray, framkvæmastj. Reut-
ers, tilkynnti_ að hann mundi
ekki koma, ef mér yrði vísað
úr landi. Það varð til þess, að
Stojadinovitsh réð innanríkis-
ráðherranum, síra Koroshetsh,
til að hverfa frá ákvöfðun
sinni.
Dvalarleyfi mitt var endur-
nýjað, og eg gætti þess að far.a
nú varlegar en áður. Að vísu
hélt eg engri frétt leyndri, sem
eg komst yfir, en hafði þó gáf
á því. að gera stjórninni og
andstæðingum hennar jafnhátt