Vísir - 02.04.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 02.04.1957, Blaðsíða 4
4 VÍSIR Þriðjudaginn 2. apríl 1597 D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. 'Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur) Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Lausasala kr. 1,50. Félagsprentsmiðjan h.f. Hý sckn kcmmiÍEHSta. Höfuðpaurar kommúnista, mennirnir, sem sitja í Kreml; hafa verið önnum kafnir við bréfaskriftir að undanförnu. Ekki hafa þáð þó verið ein- tómar vinarkveðjur og heillaóskir til nágrannanna, sem þeir hafa lagt í póstinn, heldur hefir verið um hótanir að ræða, þótt sumir muni sennilega aðeins vilja kalla það vinsamlegar ábendingar um það, hvernig viðtakend- um sé hyggilegast að hegða sér og haga málum sínum, til þess að falla ekki í ónáð hjá ráðamönnum stórveldis- ins. Það er Búlganin forsætisráð- herra Sovétríkjanna. sem látinn er standa í þessum bréfaskriftum. Hann skrif- aði — eins og menn vita — bréf til norsku stjórnarinn- ar fyrir fáeinum dögum, og fer þar ekki dult með það, að Rússum lízt ekki á það, að Norðmenn skuli leyfa sér að víggirða land sitt til að auka öryggi sitt. Sagði Búlg- anín í bréfi sínu, að Rússar teldu, að í Noregi væri komið upp herstöðvum til árása á Sovétríkin, og' síðan kom rúsínan,hótunin umþað, að þetta gæti leitt til þess, að harðar árásir yrðu gerðar á Noreg, ef stríð yrði. Hér er bersýnilega verið að reyna að hræða norsku stjórnina frá þeirri stefnu, sem hún hefir fylgt í utan- ríkis- og landvarnamálum sínum. Engum kemur til hugar, að Norðmenn muni gera árás á nokkra þjóð að fyrra bragði. en þeir vilja að sjálfsögðu geta varið hend- ur sínar eftir mætti, ef á þá verður ráðizt. Þeim lærðist það 1940, að erfitt er að trúa loforðum einræðisríkja_ þótt þau boði frið og hlutleysi, og álíta sennilega ekki komm- únistastjórnina í Rússlandi hóti betri en nazistastjórn- ina, er réðst á Noreg vorið 1940. Engumkemur sennilega til hug- ar_ að Rússar mundu síður gera árás á Noreg, ef til styrjaldar kæmi, þótt Norð menn hættu við að koma upp víggirðingum og herstöðv- um. Varnarleysi Noregs yrði áreiðanlega til þess, að því yrði hættara við árásum en ella og árásirnar yrðu áreið- anlega heiftarlegri, þar sem ekki væri um neinar varnir að ræða. Það er ekki vin- fengi við Norðmenn, sem ér á bak við bréfaskriftirnar, og ekki frekar við Dani, er hafa fengið samskonar bréf frá Búlganín. Hér er um að ræða. að kommúnistar ætla að reyna að beita hinum venjulegu ógnunar- og hót- unaraðferðum sínum til að koma ár sinni fyrir borð. Það er mjög ósennilegt, að bréfin frá Búlganín til Norð- manna og Dana beri þann árangur, sem þeim er ætlað. Báðar þessar þjóðir þekkja einræðisríki af biturri reynslu, og þær vita, að það getur verið hættulegt að treysta þeim of vel. Það er þess vegna, sem þær hafa komið upp hjá sér nokkrum vörnum og vilja halda þeim við eftir mætti. Þær geta treyst því, sem þær gera sjálfar, en ekki hinu, sem ófyrirleitnir harðstjórar úti í heimi segja þeim, að gera beri. Þess vegna mun þessi nýja „friðarsókn“ kommú- ista fara út um þúfur. Ekkert bréf hingað. Almenningur ræðir það nú, hvort íslenzka ríkisstjórnin muni ekki eiga von á bréfi frá Búlganín forsætisráð- herra eins og ríkisstjórnir Norðmanna og Dana. Mönn- um hefir skilizt það á komm- únistum, að hér væri einmitt verið að koma upp her- stöðvum, sem nota mætti til árása á Sovétríkin, svo að ekki virðist vanþörf á því að kenna íslendingum manna- siði í þessum efnum. Og kommúnistar hér hafa raun- ar einnig'tilkynnt alþjóð, að svo kunni að fara að það detti austræn sprengja á ís- Mikil skógræðslustörf ■ Eyjafirði. Áætlað að grdðursetja 50 þús. plöntur á þessu ári. land, úr því að hér hefir ver- ið komið upp varnarstöðvum. Það mun hafa verið Molotov, sem lét svo um mælt fyrir réttu ári, þegar Alþirigi hafði gert kommúnistasamþykkt- ina um brottför varnarliðs- ins, að hann hefði vitað, að þetta mundi verða — rúss- neskir kommúnistar ættu góða og ötula vini á íslandi. Ef til vill telur Búlganín ó- þarft að skrifa íslendingum, af því að „vinirnir“ muni ( koma að meira gagni en bréf , frá honum. Það verður fróð- legt að sjá, hvort nokkur. pistill berst í hvíta húsið við Lækjartorg 1 Frá fréttaritara Vísis. Akureyri, í gær. Aðalfundur skógræktarfé- Iags Eyjafjarðar var jlialdinn á Akureyri sl. laugardag. Fund- inn sátu 28 fulltrúar frá 8 fé- lagsdeildum í héraðinu. Framkvæmdastjóri félagsins, Ármann Dalmannsson, gaf skýrslu um störf þess á sl. ári. Gi'óðursettar höfðu verið rúm- lega 55 þúsund plöntur, aðal- lega birki- og barrplöntur. Starfrækt var uppeldisstöð svo Virðufeg útför Jdns MorÖfjörÖs feikara. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri, í gær. Útför Jóns Norðfjörðs leik- ara og bæjargjaldkera fór fram sl. laugardag að viðstöddu fjöl- menni. í kirkju fluttu ræður þeir síra Sigurður Stefánsson pró- fastur á Möðruvöllum og sira Pétur Sigurgeirsson á Akur- eyri, en kirkjukórinn söng undir stjórn Jakobs Tryggva- sonar og Jóhann Konráðsson söng einsöng. Á laugardagsmorguninn minnt ist skólameistari Menntaskól- ans á Akureyri, Þórarinn Björnsson, Jóns Norðfjörðs með stuttri minningarræðu á sal. Þá má loks geta þess, að sam- leikarar Jóns úr Leikfélagi Akureyrar minntust hans sl. föstudag í samkomuhúsi Akur- eyrar. Við það tækifæri söng Björg Baldvinsdóttir Maríu- bæn úr „Gullna hliðinu“, eftir Davíð skáld, en Guðmundur Gunnarsson, form. Leikfélags- ins, minntist Jóns með ræðu. Má geta þess, að Jón heitinn var í þann veginn að ljúka við æfingar á Gullna hliðinu, er hann tók sótt þá, sem leiddi hann til bana. ft Vja biö: Kát og kærulaus Ævisögubrot gamallar Broad- way-stjörnu, sett saman af mikl- um vanefnum, þannig að efnis- þráður myndarinnar verður harla lítill. David Wayne á þarna lítið hlutverk, en honum hefur oft tekizt betur. Oscar Levant á heldur betri leik, auk þess sem hann er mjög fingrafimur píanó- leikari. Mitzi Gaynor heldur myndinni uppi með nokkrum ágætum dansatriðum, og svo er nú kroppurinn á henni sannarlega þess virði, að utan um hann hafi verið gerð heil kvikmynd. Auk þriggja ofangreindra, ieikur ungur maðui' með liðað hár í mynd þessari. Hann hlýtur að vera náfrændi leikstjórans eða bara eigandi kvikmynda- versins. Ágæt mynd að sjá klukkan fimm fyrir skrifstoíumenn, sem ekki nenna strax heim til sín. Spói, sem gert hefir verið á undan- förnum árum og þar var sáð ýmsum trjáíræstegundum í samals 477 fermetra lands. Á árinu voru seldar 48 þús. plöntur úr stöðinni, mest birki og skógarfura. Unnin voru 175 175 dagsverk í sjálfboðavinnu á vegum félagsins á árinu. Niðurstöðutölur fjárhags- áætlunarinnar fyrir yfirstand- andi ár eru 164 þús. kr. Áætlað er að gróðursetja 50 þús. trjá- plöntur á þessu ári. í félaginu eru nú hátt á 6. hundrað fé- lagsmenn. Á fundinum voru ýms mál rædd, auk þess sem kosin var stjórn og kjörnir fulltrúar á næsta þing Skógræktarfélags íslands. Stjórn félagsins skipa: Guðm. Karl Pétursson form. og meðstjórnendur Ármann Dalmannsson_ Björn Þórðarson, síra Benjamín Kristjánsson, Helgi Eiríksson á Þórustöðum, síra Sigurður Stefánsson á Möðruvöllum og Þorsteinn Davíðsson. Að fundi loknum bauð skóg- ræktarfélagið fundarmönnum til kaffidrykkju og loks voru sýndar skuggamyndir. Nýjar tiilögur um vanda mál Austurlanda. Casey, utauríkisráðherra Ástralíu hefur Iagt fram til- lögur til lausnar vandamálum nálægra Austurlanda. Tillögurnar eru í megin- atriðum: 1. Egyptaland og Israel skuldbindi sig tii að hlíta í hvívetna ákvæðum vopnahlés- samninganna. 2. Afvopnað verði svæði beggja vegna iandamæranna og verði það falið gæzlu Sam- einðu þjóðanna. 3. Vandamál arabískra flóttamanna verði leyst með samkomulagi um að koma þeim fyrir til frambúðar. 4. Siglingar um Akaba og Suezskurð verði írjálsar. 5. Heildaráætlun verði gerð um umbætur alira hinna ná- lægu Austurlanda. Heklukvikmynd endursýnd. Heklukvikmynd þeirra Árna Stefánssonar og Steinþórs Sig- urðssonar verður sýnd að nýju á fimmtudaginn 4. þ. m. í Sjálfstæðishúsinu. Þegar Ferðafélag íslands sýndi kvikmyndina í s.l. mán- uði komust miklu færri að en vildu og varð fjöldi manns frá að hverfa. Hafa félaginu síðan borizt látlausar áskoranir um að sýna Heklumyndina að nýju og hefur nú verið látið að ósk þessa fólks og myndir sýnd n. k. íimmtudagskvöld. Dr. Sig- urður Þórarinsson mun sem áður skýra myndina, en að því loknu vei’ður stigmn dans. Eftirfarandi bréf hefur „Ung húsmóðir“ sent Bergmáli: „Vísir“ birtir í dag grein, sem nefnist „Hreinsun mjólkuriláta",. eftir Kára Guðmundsson, en hún hefur að geyma ágætar og bráðnauðsynlegar bendingai', um hreinsun og meðferð mjólk- uríláta. Hreinlætinu stórum áfátt. Allir í sveitum ættu að hafa reglur þessar í huga að staðaidri og raunar konur almennt, þótt höfundu.rinn hafi vafalaust mið- að við það, aðallega, að mjólkur- ílát væru meðhöndluð á réttan hátt, á heimilum, þar sem frarn- leidd er mjólk. Við ieátur þess- arar þörfu smágreinar kom mér i hug, að það er of sjaldan á það minnst í blöðum, að hrein- lætinu í þessu efni hér á landi er víða stórum áfátt, og hefur þó mikið verið gert til að auka hreinlæti. Ég vil leifa mér að minna á eftirfarandi, sem ég fullyrði að sé sannleikanum samkvæmt: Mjólkin. Eftirlit, llt með meðferð mjólkur og mjólkuriláta á sveitabæjum er algerlega ófull- nægjandi, en það er fyrsta skil- yrðið, að neytendur fái góða mjólk, að hreinlega sé mjólkað og við hreinleg skilyrði. Ég hefi oft komið á sveitabæi, þar sem mjólk er send daglega í mjólkur- bú, þar sem hvorki eru fyrir hendi þau skilyrði, sem í regl- unum er rætt um, né gætt þeirr- ar einföldu og sjálfsögðu reglu, að menn þvoi sér vandlega um hendur, áður sezt er undir kúna. Ennfremur hefi ég oft séð, að látið er duga að þurrka af júgri með þurrum klút, að ekki eru notaðar fullkomnar síur (með filti), heldur er notast við síu úr gaslérefti eða slíku efni, sem svo er skolað úr, og hefi ég séð slíkar „síur“ blaktandi við hlið mjóikuríláta á grind, og voru dulurnar mórauðar frekara en hvitar. Flutningarnir. Enn á sér það stað, að ófull- nægjandi eftirlit er með því, að i notkun séu eingöngu hæfir brúsar til flutninganna, en til búanna er mjólkin auðvitað flutt í brúsum. Oft getur að líta dæld- aða og ryðgaða brúsa á mjólkur- bílum. Þess er ekki gætt aö húða brúsana nógu oft og ekki munu þeir nægilega vel hreins- aðir. Meðferð á brúsunum er líka oft fyrir neðan aiiar hellur. Séð hefi ég mjólkui'brúsum hent af mjólkurbil á- jörðina — í allar áttir. Þar hafa þeir svo vafa- laust legið, þar til komið var að vegi með næstu mjólkursend- ingu frá heimilunum. Afleiðiiigarnar af þessu og mörgu öðru, sem „Bergmál“ mun ekki hafa rúm íyrir, eru m. a. þær, að þrátt fyrir það, að öll mjólk, sem kemur frá mjólkurbúunum á markaö og búin er að fara þar gegnum hreinsunar- og ger- sneiðingarvélar, er oft langt frá þvi svo hrein, sem menn eiga kröfu til. Efist menn um það geta menn oft sannfærst um það með því að athuga botnmjólk- ina, hafi menn keypt mjólk í brúsa. Meðferð brúsamjólkur í mjólkurbúðunum er heldur ekki sem skyldi, og hefur oft verið kvartað yfir því. Komið hefi ég með brúsa til þess að kaupa mjólk, er svo stóð á, að búið

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.