Vísir - 04.04.1957, Síða 4

Vísir - 04.04.1957, Síða 4
VÍSIR Fim.mtudaginn 4. apríl 1957 WMSMM D A G B L A B Ritstjóri; Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur) Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F, Lausasala kr. 1,50. Félagsprentsmiðjan h.f. Kyrrist á Kýpur. Heldur hefir kyrrzt á Kýpur við það, að Bretar hafa til- kynnt, að Makarios erki- biskup sé laus úr haldi og geti farið, hvert sem hann vill frá Seychelleseyjum — nema til Kýpurs. Menn vona, að þetta verði til þess, að : heldur muni draga saman með Bretum annarsvegar og Grikkjum og eyjarskeggjum hinsvegar. Horfur eru ekki taldar hafa verið vænlegri, síðan Bretar tóku biskup „úr umferð“ fyrir um það bil ári, þar sem þeir töldu sann- að, að hann stjórnaði í raun- inni sókninni gegn þeim og þar með þeim hermdarverk- um, sem unnin voru á eyj- unni. Bretar hara fullnægt að hálfu leyti einni helztu kröfu Grikkja — að erkibiskup verði látinn laus. En í raun- inni er lausnin eða sættir ekki nær þar sem Makarios hefir tilkynnt, að hann muni ekki ganga til neinna samn- inga við Breta, meðan hann fái ekki að stiga fæti á land á Kýpur. En jafnvel þótt hann fengi að fara þangað, mundi ekki semjast, því að það er nær óhugsandi, að Bretar vilji sleppa þessari einu bækistöð, sem þeir hafa nú við A-Miðjarðarhaf, þeg- ar kommúnistar eflast þar jafnt og' þétt. Kommúnistar hafa ausið vopnum í löndin þar, og enginn þarf að ætla, að þeir skapi sér ekki marg- víslega aðstöðu með því. Samúð manna er vitanlega með Kýpurbúum, en þeir eru leiksoppur baráttunnar milli austurs og vesturs, sem eng- inn getur sagt fyrir um, hversu löng muni verða. En það er hætt við því, að kröf- um þeirra verði ekki full- nægt, fyrr en þeirri baráttu verður lokið á annan hvorn veginn. Ef Bretar fullnægðu öllum lcröfum þeirra, mundi það ekki fyrst og fremst verða sigur f.vtir Kýpurbúa, heldur kommúnismann er hefði þá enn bætt aðstöðu sína á þessum hjara heims. Hin svarta list. Prentarastétt landsins hefir í dag haft samtök með sér í full sextíu ár, því að svo langt er nú síðan tólf prent- arar komu saman í Góð- templarahúsinu og stofnuðu Hið íslenzka prentarafélag, sem er elzta stéttarfélagið á landinu. En félagið er ekki aðeins hið elzta í hinum stóra hópi félaga, er stofnuð hafa verið, það er einnig það, sem bezt hefir búið í haginn fyrir meðlimi sína á margan hátt, og gengizt fyrir mörgum menningar- og framfaramál- um, sem eru til fyrirmyndar. Svo á það einnig að vera með hinn elzta innan hverrar fjölskyldu, að hann gangi á undan öðrum með góðu for- dæmi og vísi veginn. Prentarastéttin hefir tileinkað sér margvislegar nýjungar siðustu áratugi, fylgzt með vaxandi véltækni, og gerir það starf hennar á margan hátt auðveldara og afköstin meiri. En slíkt getur bæði verið til góðs og iíls, og ár- angurinn veltur á stéttinni sjálfri. mannkostum þeirra, sem hana fylla. Vonandi varðveita prentarar það við- urnefni, sem ágætismenn unnu stéttinni, að hún væri aðall iðnaðarmanna, og með þeirri ósk vill Vísir þakka þeim langt samstarf. Þjóiverjar í tugjnísundatali fara frá Póllandi. Pólverjar taka við þýzku býlunum. — Deilan um Oder-Neise-línuna. Hringlið með klukkuna. XJm næstu helgi verður klukk- unni flýtt rétt einu sinni — gersamlega að þarflausu. I hvert skipti sem það er gert furðar menn á því, hvers vegna íslendingar skyldu taka þenna sið upp eftir öðrum þjóðum, sem eru miklu sunnar á hnettinum og þurfa að ,,beita brögðum“ til að njóta sólar sem bezt. ís- lendingum er lófa lagið að njóta hennar í ríkara mæli en þeir gera, og ættu ekki að þurfa að ginna sjálfa sig með því að flýta klukkunni: Það er á allra vitorði, að menn — að minnsta kosti í bæjum — fara seinna á fætur hér á landi en almennt gerist er- lendis. Með því að flýva fótaferðartíma sinum en ekki klukkunni, geta menn notið morgunsólarinnar, sem er ekki síður heilsugjafi en kvöldsólin. Meðan þingið hefir ekki alvar- legri málum að sinna en þeim_ sem nú eru jafnan á dagskrá, mætti það gjarnan taka sig til og afneina klukkuvitleysuna. Á imdangengnum mánuðuni hafa átt sér stað miklir fólks- flutningar, sem ekki hefur verið mikið minnst á í fréttum hér, en þó er hér um tugþúsundir manna að ræða, þ. e. þýzkt fólk frá landsvæðum austan Oder- Neisse límumar, í Póllandi, og býst Vestur-Þýzkaland við að taka á móti 80.000 manns þaðan á þessu ári, en alls munu 180. þúsund manns þar vil.ja flytja vestur á bóginn. Á fyrstu tveimur mánuðum ársins komu frá austursvæðinu 16 þús. manns eða helmingi fleiri en á sama tíma í fyrra. Flóttafólkið segir, að í hinum gömlu þýzku byggðum í Pól- landi ríki almennt sá hugur meðal manna, að vilja komast burt. I V. Þ. heyrast margar aðvörunarraddir gegn þessum flutningum, sem fara fram í kyrrþei, einkanlega hafa félög flóttamanna í V. Þ. frá A. Þ. hreyft mótmælum. Vestur-Þýzki Rauði krossinn hefur fundið sig knúinn til þess að birta yíirlýs- ingu þess efnis, að Pólverjar hafi ekki hrundið af stað neinni burtflutnings-áætlun, hér sé um frjálsa flutninga að ræða, og aðallega til sameiningar fjöl- skyldum, sem tvístruðust í styrj- öldinni. Samt sem áður er augljóst, segir í fregnum um þetta frá Bonn, að þeim fer æ fjölgandi, sem koma án þess að eiga nokkra ættingja í V. Þ. til þess að taka á móti sér, en tala þeirra hefur hækkað úr 2% í fyrra upp í 20% í ár. Með skírskotun til þessa hafa ýmis flóttamanna- félög krafist þess, að flutning- arnir verði stöðvaðir, þar sem flóttamenn ella yrðu að gefa upp aila von um að geta horfið aftur til sinna gömlu heim- byggða í sameinuðu Þýzkalandi, sem eftir þeirra skilningi inni- felur héruð austan Oder-Neisse línunnar. Pólver.jar liafa skipað þingnefnd, 37 mann, til athugunar á hversu hagnýta skuli óræktað land í þessum héruðum og koma af stað rekstri í verksmiðjum þar, sem eru ónotaðar og þurfa endurreisnar eða viðgerðar. Er átaks á þessu sviði talin þörf til þess að bæta atvinnu- og efna- hagsskilyrði í landinu. 1 seinni tíð hafa jarðlausir menn úr bændastétt verið hvattir til að taka við býlum, sem þjóðverjar hafa yfirgefið, og fjölda margir Pólverjar, sem hafa verið fluttir heim frá Ráðstjórnarríkjunum, hafa sezt aó á slíkum býlum. í Bonn óttast menn, að framtakssemi sú, sem komin er til sögunnar af hálfu pólskra stjórnarvalda, eigi rót sína að rekja til þess, að þau muni telja sig hafa styrkari að- stöðu, er kröfurnar um endur- skoðun á landamærunum komi til sögunnar í fullum krafti — þá muni þeir halda því fram, að viðurkenna verði þá staðreynd, [ að þessi héruð séu nú pólsk og byggð pólsku fólki. Enginn vafi er, að Gomulka hefur tekið hér nýja stefnu. Oder-Neisse línan. Á hana er nú minnst æ tíðara í fréttum. Þar er um að ræða bráðabirgðalandamæri, sem Pól- verjar halda fram, að eigi og verði að vera framtíðarlanda- mæri, en afstaða vestur-þýzku stjórnarinnar er (sbr. skeyti í gær), að engin þýzk stjórn geti fallist á þau til frambúðar. Martin Niemöller, stríðshetjan kunna, nú kirkju- ráðsforseti, lét í Ijós þá skoðun fyrir nokkru, að hyggilegast væri fyrir þýzku þjóðina að fall- ast á Oder-Neisse línuna sem framtíðarlandamæri. Mótmæl- unum gegn þessari staðhæfingu ringdi niður úr öllum áttum í V. Þ.-Kirkjustjórnin varð að lokum að lýsa yfir, að hún væri Niemölier ósammála. Nýjar íslenzkar hljómplötur. Nýlega eru komnar út á veg- um Fálkans h.f. tvær íslenzkar hljómplötur. Hin vinsæla söngkona, Guð- rún Á. Símonar, sem nú er á söngferðalagi í Rússlandi, syng- ur á fyrri plötunni. Lögin eru fjögur, sívinsæl erlend lög, með íslenzkum textum. — Hljómsveit Johnny Gregory annast undirleik og fór upp- takan fram í Englandi. Þetta er svokölluð 45 snúninga plata „Extended playing“ og eru, eins og fyrr segir fjögur lög á einni og sömu plötunni. 45 snúninga plötur eru ó- brjótandi og fer lítið fyrir þeim, enda einkar handhægar að senda í pósti m. a. sem vinar- gjöf til kunningja erlendis. Síðari platan er sungin af hinni landskunnu dægurlaga- söngkonu Sigrúnu Jónsdóttur, og annast K. K. sextettinn undirleik á plötu þessari. Lögin eru Blrérinn og eg (The breeze and I), frægt er- lent lag með texta eftir Egil Bjarnason. Síðara lagið og textinn er eftir hinn kunna dægurlagahöfund, Steingrím Sigfússon. Þetta er fyrsta plata Sigrún- ar fyrir His Masters Voice) (Fálkann h.f.) og má segja, að hún fari vel af stað. 3. sýnmgu á Brown- ingþýðingunni aflýst. Sýningu Leikfélagsins a Browningþýðingunni og Hæ, þarna úti, sem átti að vera í gærkvöldi, var aflýst vegna ó- nógrar aðsóknar. í gærkvöldi átti að vera þriðja sýning á þessum leikrit- um, en klukkan þrjú í gær höfðu aðeins sextíu miðar selzt eða verið pantaðir og á annarri sýningu vár mjög fátt. ' Er þetta harla undarlegt, þar í dag birtist hér dálítill pist- ill, eftir 1, um fréttamyndir o. fl. „I ýmsum stórborgum erlendis eru rekin kvikmyndahús, senx eingöngu sýna fréttamyndir, og þykir mörgum, sem hafa áhuga fyrir því, sem er að gerast, í þeirra heimalandi, og út um heim, gott að eiga þess kost að njóta slíkra sýninga, en þær hafa m. a. þann mikla kost, að myndirnar, sem sýndar eru, munu að jafnaði alveg nýjar af nálinni. Ekki er sú reynsla, sem fengist hefur af því hér, að hafa sérstakar fréttamyndasýningar, slík, að þær muni bera sig. Vænt- anlega verða þó gerðar fleiri til- raunir í þvi efni, en höfuðskil- yrði góðs árangurs virðist mér, að myndirnar séu nýjar. Senni- lega mun meginþorri kvik- myndagesta hér láta sér nægja fréttamyndir sem aukamyndir á venjulegum sýningum. Aukin fjölbreytni. Fréttamyndirnar eru hér mjög vinsælar af öllu þorra kvikmyndahúsgesta, og að sjálf- sögðu eru menn þvi ánægðari með þær, sem þær eru nýrri. Séu þær ekki nýjar, svo nýjar, að viðburðirnir, sem þær lýsa, séu mönnum í fersku minni, missa þær gildi. Vart mun nokk- ur lesa fréttablað frá deginum í gær af sama áhuga og það, sem prentsvertan er vart þornuð á. Að sumu leyti er þessu líkt varið með kvikmyndirnar. — Fréttakvikmyndirnar eru yfir- leitt góðar, t. d. brezku frétta- myndirnar í Tjarnarbíó, og þýzku fréttamyndirnar í Nýja bíó eru sérlega fjölbreyttar og vel teknar, og víða borið niður. Fræðsluniyndir. Við og við sýna kvikmynda- húsin einnig fræðslumyndir, sem hafa mikið fræðslugildi og eru samtímis svo skemmtilegar og vel teknar, að þær munu seint gleymast. Slikar fræðslumyndir hafa t. d. verið sýndar í Gamla bió, og nú nýlega hefur Tjarnar- bíó sýnt við góða aðsókn mynd frá Ástralíu. „Undir suðurkross- inum", en hún opnar mönnum sýn, að kalla má inn í heim, sem þeim var óþekktur. Getur þar m. a. að lita hin furðulegustu dýr, sem fæstir munu neitt um vita að ráði, og í þessari mynd er stórfróðlegur kafli um frum- byggja Ástralíu og lifnaðarháttu þeirra. Ég hefi veitt því athygli að fjölda margir foreldrar og aðrir aðstandendur barna, fara með börnum sinum að horfa á þessa mynd, og börnin hafa vissulega gaman og gagn af henni. Minnist ég sérstaklega á þessa mynd, þar sem auglýst hefur verið, að sýningum á henni sé lokið, en þess er að vænta, að þeim verði haldið áfram enn um stund. — 1“. sem hér er um sérstaklega góða sýningu að ræða, sem hefur hlot ið einróma lof allra leikhús- gagnrýnenda og þeirra, sem hafa séð það. Og öllum ber sam an um, að meðferð leikendanna sé ágæt og leikur Þorsteins Ö. Stephensens í aðalhlutverki Browningþýðingarinnar alveg frábær. , Þrátt fyrir þetta verður gerð ein tilraun enn með þessa sýn- ingu, næstkomandi sunnudag, og gilda þá þessir sextiu miðar, sem voru keyptir eða pantaðir að sýningunni í gærkvöldi.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.