Vísir - 06.04.1957, Page 4

Vísir - 06.04.1957, Page 4
4 VtSIR Laugardaginn 6. apríl 1957 WISXR D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur) Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Lausasala kr. 1,50. Félagsprentsmiðjan h.f. Kirhja off trúmái: TRÚ ER TRAIIST. Vondir ntenn að verki. Um miðjan vikuna eða heldur fyrr var gefin út sameigin- leg yfirlýsing húsbændanna í Moskvu og þess húskarls- ins, sem þeir hafa mestar mætur á um þessar mundir, dánumannsins Kadars, er verið hafði í heimsókn í há- borg helstefnunnar. í yfir- lýsingu þessari var komizt svo að orði, að Bandaríkin eigi alla sök á uppreistinni, sem gerð var í Ungverja- landi á síðasta hausti, og kommúnistar eru enn önn- um kafnir við að hefna fyr- j ir. Þarf þessi yfirlýsing raunar ekki að koma nein- um á óvart, því að eins og allur heimur veit, er upp- spretta alls ills í Ameríku, nánar tiltekið í Bandaríkj- unum, hjá því vonda fólki, er það land byggir. Þó hefur þelta víst ekki ætið verið þannig. Miðstöð hins illa í heiminum færist til, alveg eins og menn ætía, að segulskaut jarðar skreppi bæjarleið við og við til til- breytingar. Þannig minnast Íslendingar þess, að allt illt átti einu sin.ni rót sína að rekja til ÞýzkaJands Hitlers. Þegar svo var ástatt, gekk Einar Olgeirsson eins og grenjandi ljón og barðist fyrir því einn íslendinga, að þeir leituðuá náðir Banda- ríkjanna og bæðu þau um að vernda einbúann í Atlants- Jiafi. En svo þokaðist þunga- 1 miðja mannvonzkunnar til, ' eins og allir muna, síðla sumars 1939, og er alveg ' óþarft að rekja vandræði kommúnista í sambandi við það. En þegar menn rifja það upp fyrir sér, hversu margt og mikið illt Bandaríkin hafa gert sig sek um á Jiðnum árum, kemur manni ósjálf- rátt til hugar, Iivort þau hafi ekki haft eitthvert leynisamband við Stalin karlinn, meðan hann Var og hét. Skyldu þau ekki hafa hvíslað því að honum, að hann skyldi fremja öll ó- dæðin og glæpina, sem Krúsév bar honum á brýn i febrúar í fyrra, þegar kommúnistaflokknum rúss- neska var stefnt saman til 20. þingsins? Lýsingin á verkum karlsins var einmitt slik, að það var rétt eins og hann hefði verið undir áhrif- um Bandaríkjamanna. Það hefði víst ekki komið nein- um á óvart, þótt Krúsév hefði lokið uppljóstunar- ræðu sinni með því að fletta ofan af því eirnig. Annars sýnir það furðanlegan hugsanagang kommúnista, að þeir skuli reyna að telja sjálfum sér cg öðrum trú um, að utanaðkomandi öfl ráði öllum atburðum í lönd- unum austan járntjalds, þar sem ókyrrð hc-fur verið síð- ustu árin. Ef þjóðir lepp- ríkjanna eru ár.ægðar með kjör sín, gerist þar ekkert af því tagi, sem þar hefur einmitt átt sér stað síðustu árin. Það gildir hvarvetna. Ef menn eru ánægðir, láta þeir engan áróður telja sér trú um, að þeir sé óánægðir eða hafi ástæöu til þess. Þess vegna gei-a allar yfirlýsingar kommúnista, sem eiga að hvítþvo þá sjálfa af óstjórn og harðstjórn, aðeins illt verra. En þær eru vitanlega vel þeginn greiði i augum andstæðinga þeirra. Óvirðing við ístendinga? Vísir spurðist fyrir um það í gær í utanríkisráðuneytinu, hvort þangað hefði borizt bréf frá Buiganin. Pistlar hans lrafa verið eins og skæðadrífa síðustu dagana, og ekki nema eðlilegt, að ís- lendingar fengju föðurlega áminningu eins og aðrir. — Þeir eiga það svo sem slcilið, að þeir sé va>-aðir við, áður en ósköpin dynja yfir. En . svar utanríkisráðuneytisins var á þá leið, að ekki væri vitað um neitt bréf að aust- an. Ef íslenzlíu stjórpinni berst 4 . ekkert bréf, verða menn að' gera það upp við sig', hvort það tómlæti ber að telja óvirðing við ÍsJendinga — þeir sé of smáir til þess að talandi sé við þá — eða við- urkenningu — af því að sovétsíjórnin eigi svo góða vini hér, að beir muni reka erindi liennar án þess áð ýtt sé við þeim! Þeir hafa lýst yfir því áður, að þeir eigi hér hauka í lrorni, og ætlast vafalaust til þess, að þeir sofni ekki á -.’erðinum. Víst er einnig, að álrugann vant- ar ekki hjá þeim, er tekið hafa hina réttu trú, þótt aðrir ,kunni að stinga við fótum, Margir JiaJda, að trú sé ým- islegar skoðanir, meira eða minna sennilegar, sumar raun- ar mjög ósennilegar og allar ósannanlegar. Slíkar skoðanir eiga lítinn eða engan rétt á sér nú á tímum, þegar rnenn vilja vita, skilja og sanna. Þetta álit, svo algengt sem það ert er fullkominn misskiln- ingur á kristinni trú. Hún er ekki ýmislegar skoðanir, ekki að halda eitth\fað um hitt og þetta. Kristin trú er traust á Guði Jesú Krists. Þú getur haft þá skoðun, að einhver Guð sé til. Það er ekki trú, heldur aðeins tiltekin hug- mynd, sem þú gerir þér. Þú getur verið á þvi, að Jesús hafi verið mikill meistari, ját mest- ur allra. Það er skoðun á Jesú, en ekki trú á haiin. Tökum dæmi. Þú hefir heyrt getið um einhvern mann. Af orðspori hefir þú myndað þér einhverjar hugmyndir urn hann, en þær hugmyndir varða þig ekki miklu til eða frá á meðan hann er aðeins til, en á engan verulegan hátt riðinn við örlög þín eða áhugamál. Hann heitir sínu nafni, gegnir ein- hverju starfi, á einhvers staðar heima. kann að vera merlcileg- asti maður eftir orðrómi að dæma Þú trúir öllu þessu, sem þú heyrir um manninn, en þú tekur enga persónulega af- stöðu til hans. Væri farið að ræða um hann i þinni áheyrn, þá myndir þú fylgjast með því á hlutlitinn hátt, ef til vill leggja orð í belg, en niðurstað- an myndi ekki skipta þig að neinu ráði. En nú gæti svo farið, að við- horf þitt til þessa rnanns ger- breyttist.. Það kæmi til dæmis á daginnt að hann ætti húsið, sem þú býrð í samningslaust, eða skuldina, sem velclur þér áhyggjum og þú getur ekki greitt. Það gæti lika hugsazt, að hann hefði lykilinn . að leyndarmáli, sem öll velferð þín veltur á. Þér kynni líka að berast sú vitneskja, að hann vissi ráð við sjúkdómi, sem þú gengur með. Þaðan af væri þessi maður ekki aðeins til að þinni skoðun. |Hugur þinn hlyti að snúast um jhann. Afstaða þín til hans yrði |ekki lengur hlutlaust eða ó- snortið álit, heldur persónuleg, nákomin hugð. Það yrði lifs- brýnt áhugamál að vita, hvaða mann hann hefði að gcyma, hvaða hug hann bæri til þín. Segjum nú, að þér bærist eip- hver sá vitnisburður um þennan mann. er sýndi þér hjartalag hans með þyí móti, að þú yrðir ^öruggur um góðvild hans í þinn tgarð. Þá yrði afstaða þin til hans að nokkru hliðstæð þeirri, sem kristinn trúmaður hefur til Guðs 'sins. Segjum, að hann kæmi til þin og segði: Vertu áhyggjulaus um ibúðina, ég byggi þér ekki út. Vertu rólegur út af skuld- ,inni, ég skal ekki ganga hart (eftir henni. Leyndarmálið skaltu fela mér áfram, ég skal sjá um það, það birtist allt á sínum tíma og þú mátt vera öruggur. Og varðandi sjúk- dóminn. þá er ég einmitt sér- Istaklega kominn vegna hans og hann verður aldrei þitt bana- mein, ef þú ferð að mínum 'ráðum. Til sönnunar þessu gæti hann ekkert gefið þér ann- að en orð sitt. Það gæti hugsazt, ^að hann kæmi þannig fj'rir, að orð hans vekti þér öruggari Jtiltrú en margir eiðar annarra. En reynslan ein gæti skorið úr jþví, hvort þér var óhætt að trúa orði hans. Færðu ekki af þessu dæmi eitthvert hugbcð um það, hvað trú er? Kristnir trúmenn hafa ekki játazt undir hinar og þessar hugmyndir um óáþreif- anleg efni. Þeir hafa gefið Guði traust hjarta síns, látið sann- færast af því, sem hann segir í orði sínu um aðstöðu þeirra og hjálparvilja sinn og lagt líf sitt á hans vald. Þeim er full- ljóst. að réttmæti þessarar af- stöðu er ekki unnt að sanna með almennum rökum. Traust getur aldi-ei sannast nema á einn veg: Reynslan verður að skera úr. Hafirðu gefið öðrum trúnað þinn, fléttað örlög þín saman við hans, ákveðið að hlíta leiðsögn hans, þá er það vegna þess að hann hefur unnið hjarta þitt, vakið þér tiltrú, — ekki með fortölum eða rökleiðslum, heldur þannig, að orð hans og framkoma bjó yfir því afli. sem eannfærði þig. Kristin trú er traust á Guði, eins og hann birtist í Jesú Kristi og er vitni borið af vottum hans. Þar er eigandi hússins, sem þú hefur til afnota og þú hefur skemmt það hús, lagt það í rúst, en hann hefur reist það aftur við með blóðgum höndum og vill gefa þér það aftur, nýtt og fágað og eilíflega óbrot- giarnt. Hann hefur tekið að sér skuldabyrðina, sem þú hefir bak að þér. Já, hann hefir með blóð- gjöf úr eigin æðum viljað koma þér til heilsu. Hvernig veiztu þetta? Kristinn maður segir: | Ég veit það af orði hans. Ég j veit hvað krossinn hans tákn- ar. Ég get efast um allt, aðeins | ekki þetta. | Lúther segir: ,,Trú er lifandi, bjargfast traust á Guðs náð, svo öruggt, að út á það gæti maður þúsundföldum dauða dá- ið. Og þvílíkt traust og vitund 'um guðlega náð gjörir mann glaðan, djarfan og hugumstóran I gagnvart Guði og allri sköpun.“ [Og enn: „Það er rétt háttuð trú, Isem gagntekur hjartað allt, og | slik trú er vissari í sinni sök en menn vita það, að þeir Iifa“. Fyrsta Ferðafélagsferð- in á árinu. Ferðafélag íslands efnir til fyrstu fei'ðariimar á þessu ári á morgun. | Efnt verður til göngu og skíða ferðar frá Fossá í Hvalf yfir iKjöl í Þingvallasveit — Lagt. I verður af stað héðan úr bæn- (um kl. 9 á sunnudagsmorguninn , og ekið sem leið liggur upp að Fossá í Hvalfirði. Þaðan verður gengið upp Þrándarstaðafjall og | yfir Kjöl niður. að Kárastöðum jí.ÞingvalIasveit. Frá Kárastöð- |.um verður ekið til Reykjavíkur. „Reykvíkingur" skrifar: Vinnuflokkar unglinga. „Frá því hefur verið sagt í blöðunum, að vinnuflokkur frá svonefndu Alkirkjuráði vinni í sumar við byggmgu Langholts- kirkju, en við hana eru nýbyrj- aðar byggingaframkvæmdir. — Líklega er ég ekki hinn eini, sem gladdist yfir fregninni um vinnu- flokkinn, og óska eg þess, að öll um sjálfboðaliðunum í flokkn- um megi verða dvölin hér hin ánægjulegasta. Mér finnst þetta sannast að segja ein hin athygl- isverðasta fregn, sem blöðin hafa birt nú að undanförnu. Hér j er vissulega um fagurt og nyt- samt samstarf að rceða og mark þeirra, sem hér liafa forystu, há- leitt. Og það eV ár.ægjulegt, sér- staklega fyrir Langholtssöfnuð- inn, að honum skuli rétt þessi hjálparhönd. Innlendir vinuflokkar. Fregnin um þennan alþjóða vinnuflokk varð til þess, að ég fór áð hugsa um, hvort nú væru ekki þeir tímar. að rétt væri að taka til athugunar, að félög og íélagasambönd hefðust handa um stofnun innlendra vinnu- flokka, er liðs er þörf og um göf- ugt verkefni er að ræða. Mér er Ijóst, að slíkir flokkar myndu að líkindum verða að starfa inn- an vébanda félagasamtaka, er hafa þörf fyrir slika liðveizlu. Hún yrði að sjálfsögðu að vera á þeim grundveíli, að eingöngu sjálfaboðaliðar tækju þátt í starfinu, nema kennarar og leið- beinendur. Miuidu hafa. uppeldis- og JiroskagUdi. Ég hygg, að ef iarið væri oít- ar út á þessa braut, mundi það hafa mikið uppeldis- og þroska- gildi fyrir unglingana. Kemur hér til greina, að t. d. hér í Rvik er áreiðanlega stór hópur ung- linga, sem skortir verkefni viö sitt hæfi sumarmánuðina, þótt margir fái vinnu „við sjó og í sveit“. Það er allt af talsvert: mikill „aígangur“, og ég held, að það mætti vera athugunar- efni, hvort ekki væri rétt að gera eitthvað íyrir þennan „afgang“ — og væri þetta þá ekki ágæt leið? Þegnskylduvinna — 1 þegnskaparviiuia. Ég á ekki viö almenna þegn- skylduvinna eða þegnskapar- vinna (en það orð var tekið upp. vegna þess, að ég held, að er frá leið þótti það vænlegra til fylgis stefnunni, sem var mjög um- deild á sínum tíma, og vissulega hafði margt til sins ágætis). - Vel skipulögð sjálfboðavinna i vinnuflokkum innan félagasam- taka. gæti einmitt verið tíma- bær nú, — hún gæti orðið til hjálpar við lausn á vandamál- um, sem jaínvel forvígismaður gömlu hreyfingarinnar, Her- mann Jónasson frá Þingeyrum, sá fyrir, að framtiðin yrði aö fást við í vaxandi mæli. - - Reyk- víkingur“. • Um 4000 imgir Norðmenn. þar af 2500 stúdentar, stunda nú nám í öðrum löndum. • Tveir Rússar hafa farizt á Suðurskautslandinu, cr ís- vcggur brast og þcir hröp- uðu í sjóiiut, .___ _

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.