Vísir - 06.04.1957, Síða 5
Laugardaginn 6. apríl 1957
Tísm
----------- -------------------^
!Laa.gar~
^kcyurihH tcqar,
eftír Gu&björn GuÖbjörnsson.
-- ■ .
,.Er hann endalaus, þessi
fjandans skógur,“ hreyti eg út
úr mér,“ við Karl vin minn. Eg
drattast á eftir honum gegnum
þröngan skógarstíg, greinar
lemja mig öðru hvoru í andlitið.
og auk þess ber eg fimmtíu
pund á bakinu. Enda skapið
fyrir neðan aliar hellur. Karl
blær. „Ef þú ert þreyttur, skul-
um við hvíla okkur, annars hélt
eg að íslendingar væru óþreyt-
andi,“ segir hann. Hann veit
sem sé hvernig á að koma mér
áfram. „Við höldum áfram, ís-
jlendingar þreytast ekki fyrr en
Svíar,“ svara eg, og við þrömm-
um áfram. Hitinn er óþolandi
og eg er þyrstur. Enginn vind-
blær er í þessu trjáhafi, þu'3
bggur við að eg hati alla skóg-
rækt þessa stundiná,-
Við erum á leið upp í skóg-
ana við Marxfjallið. komum
með járnbrautarlest til Umeo,
smáborgar, á stærð við Reykja-
vík, nyrzt í Sviþjóð. Umeo er
falleg borg og Umeoá rennur
gegnum hana til sjávar og skil-
ar 8—10 milljónum trjábola til
hafs árlega. Auk þess sér þetta
mikla vatnsfall stórum hluta
Norður-Sviþjóðar fyrir raf-
orku.
Frá Umeo fórum við með
íangferðabíl upp til staðar er
Moskosel heitir, þaðan lögðum
við svo í skóginn, og nú höfum
við gengið í fimm klukkustund-
ir í 22 gráðu hita. með þó
nokkra byrði. Eg veit, að Karli
reynist þetta létt, en fyrir mig,
viðvaninginn í skógarmennsku
er þetta erfitt, en einhversstað-
ar hlýtur kofinn að vera, svo til
einhvers er að þrauka.
Við eigum að dvelja þarna í
skóginum í einn og hálfan til
tvo mánuði. vio að merkja tré,
sem á að höggva um veturinn,
eða með öðrum orðum, fella
dauðadóm yfir þessum trölls-
iegu trjám. Karl er sérfræð-
ingur, en eg aðstoðarmaður, við
erum starfsmenn hjá sænsku
skógarfyrirtæki, sem veltir
einum milljarð króna árlega.
Við Karl höfum fylgzt að síðan
um vorið. eða í fjóra mánuði.
Nú er ágúst, og hver á hefur
skilað sínum síðasta trjábol,
svo við erum ekki lengur fleyt-
arar. Þá tekur skógarhöggið
við. merkingarnar eru aðeins
stund milli stríða, léttasta
verkið tilheyrandi skógarvinnu.
Loksins! Kofinn blasir við
okkur i dálitlu rjóðri, hératrítill
situr á dyrahellunni og veltir
.vöngum. Hann skilur ekki þessa
tvífættu náunga og hefur ekki
3ært til fullnustu þau sannindi,
að dýr skógarins eiga að forða
sér. þegar maðurinn sýnir sig.
Kofinn er lágreistur, með
einni gluggaboru. Þegar inn
kemur, slær fyrir þef, sem ein-
kennir yfirgefnar vistarverur.
Opið eldstæði er þarna og fjórir
svefnbálkar. Við komum okkur
fyrir kveikjum eld og strax
verður vistlegra, og nú skal
steikt flesk og kaffi hitað. Við
vörpum hlutkesti um, hvor
okkar eigi að sjá um matseld-
ina fyrstu vikuna, þetta er
milliríkj akeppni og ísland vann
í þetta sinn. Eg ljóma af stolti,
en fulltrúi Svíþjóðar tekur ör-
lögum sínum með kaldri ró og
segir: „Það kemur önnur vika
á eftir þessari," svo sigurbros
mitt deyr eins fljótlega og það
fæddist, og eg fer að dunda við
að safna eldiviði, meðan Karl
útbýr máltíðina, og skógurinn
umlykur mig töfrum sínum.
Dagarnir líða, við höfum
langan vinnudag, frá sex að
rnorgni til sex að kveldi. Veðrið
er ágætt og skógurinn skartar
sínu fegursta. Við höfum ekki
haft samneyti við fólk í átta
daga, en í moi-gun sagði Karl,
að sig undraði ekki þó að við
fengjum heimsókn í dag, hann
hafði dreymt eitthvað og Karl
trúir skilyrðislaust á drauma.
Við erum á leið heim í kof-
ann og eg stríði Karli á draum-
speki hans, hann tekur því vel
og segir að ekki sé dagurinn
liðinn enn, og um leið og sýn
opnast til kofans liggur við að
eg falli í ómegin, það sitja tvær
stúlkur á dyrahellunni okkar.
Eg lít ásakandi á Karl og segi:
,,Þú vissir að þær mundu koma
í dag.“ Karl hristir höfuðið og
svarar: „Ekki fyrr en í nótt“.
Stúlkurnar standa upp, þegar
þær sjá til ferða okkar. Eg yirði
þær fyrir mér . Þær eru dökk-
brúnar af sól og sumri, og ijós-
hærðar. Við Karl heilsum. Þær
taka undir og önnur segir: „Eg
heiti Gréta og er dóttir póst-
meistarans í næsta þorpi. Vin-
stúlka mín heitir Britta. Við
erum með póst til ykkar.“ Gréta
fer hjá sér, þegar hún héfur
lokið þessum ræðustúf. „Verið
þið velkomnar, og gjörið svo
vel að ganga í bæinn,“ Kari
opnar hurðina um leið og hann
segir þetta. Við förum nú öli
inn og stúlkurnar setjast á
bekk við borðkrílið okkar.
Svo lítur Karl á mig. ,Nú
hitar ísland, kaffi handa okk •
ur.“ Það er gott að þau sjá
ekki framan í mig, á meða.i
Karl er að segja þetta. Eg er
að hengja ketilinn á kró’cinn
yfir eldinum. Þær horfa á mig
með undrun í augum. „Er hann
frá íslandi?“ segir Britta. „Er
ísland rétt hjá Grænlandi?“
bætir Gréta við. Svo horfa þær
á mig, eins og eitthvert íurðu-
verk, og svo segir Britta: „Ekki
hélt eg að íslendingur væri
svona“. „Hvernig hélzt þú að
þeir væru?“ spurði eg gramur.
Britta fór hjá sér, horfði á Grétu
og svarar svo: „Eg hélt að þeir
væru öðruvísi.“ „Kannski
Eskimóar?“ spyr eg, og reiðd
mín hverfur. Ekki geta þessar
stúlkur að því gert þótt sænsk-
um skólayfirvöldum þyki ekki
taka því aS fórna íslandi og ís-
lenúinguni mörgum blaðsiðum
í kennslubókum sínum. Eg
skipti því um umræðuefni og
spyr þær um þorpið þeirra.
Brátt er kaffi á borðum og
stelpurnar eru kátar og hvetja
okkur til að koma á dansleik
sem á að halda í þorpinu næsta
laugardag. „Þar verður fjör-
ugt,“ segja þær og augu þeirra
glampa.
Við fylgjum slúlkunum á-
leiðis. Kvöldið er heitt og á-
fengur skógarilmurinn veldur
því að við förum hægt yfir,
margt er skrafað og bundið'
fastmælum að hittast á dans-
leiknum næsta laugardag.
Við kveðum vinkonur olckar,
þegar spölkorn er til þorpsins,
en þá segir Gréta allt í einu:
„Þið skuluð læsa kofanum vkk-
ar vandlega, þegar þið eruð að
heiman. Það hafa sést Tatarar
hér á sveimi og hænsni hafa
horfið í nágrenninu.“ Eg sé. að
Karl harðnar á brún, svo segir
hann: „Eg sendi þeim blý-
kveðju, ef þeir gerast nær-
göngulir.“
Þær kveðja svo þessar skóg-
ardísir og við snúum heim á
leið, glaðir og reifir. Nú var þó
eitthvað að hlakka til. Dans-
leikurinn i þorpinu. Það
dimmdi nú óðum, máninn
varpaði töfraskini yfir allt,
skógurinn er allt í einu orðinn
að voldugum kynjaheimi heimi
sem má sin meira, en barna-
trú og skynsemi. Eg skildi nú
hve auðveldlega kynjasögur
verða til í svona umhverfi, þar
sem allt andar af seið og galdri.
Það er ekki laust við, að eg sé
feginn, þegar við komum heim,
en aðkoman er á annan hátt en
við höfðum búist við. Karl fer
inn á undan mér. Hann stað-
næmist í dyrunum, og hreytir
út úr sér: „Þeir hafa þá verið
hér, fjandans Tatararnir." Við
höfðum skilið eftir ljós á olíu-
luktinni okkar, hún varpar
draugslegri birtu um kofann,
allt er á víð og dreif, öll okkar
búslóð, það hafði auðsjáanlega
verið leitað vandlega. Rifflarnir
okkar voru þó á sínum stað, í
króknum hjá eldstæðinu. Mat-
argeymslan hafði verið opnuð
og meiri hluti forða okkar var
horfinn. „Fjandans þorpararnir,
þeir hafa tekið koníaksflösk-
una mína.“ Karl er verulega
sár, þegar hann segir þetta.
Þetta koníak átti að nota við
sérstakt tækifæri, og nú var
það horfið. Það mundi aldrei
varpa töfrahljóma yfir ein-
manalega rökkustund í skógi.
Við setjumst og ræðum at-
burðina. ,,Þetta er augljóst. Tat-
ararnir voru hér að verki,“
segir Karl. „Gaman væri að
geta sent þeim kúlu í lappirn-
ar,“ bætir hann við, og lítur á
riffilinn í horninu. Við vorum
neyddir til að fara til þorpsins
og ná i mat, því vilcuforði var
horíinn með hinunv hörunds-
dökku farandrefum skóganna.
Okkur gengur illa að sofa.
Karl er venju fremui’ órór og
5
gengur oft út. Loks leggst um skóginn. Hægur norðan,
hann samt fyrir og segir: „Eg
er viss um að eg heyrði söng
einhversstaðar í skóginum. Það
eru Tataradjöflarnir að gæða
sér á koníakinu mínu,“
Eg barðist um í svefnrofun-
um og hélt mig vera að dreyma.
Einhver stendur yfir mér og
hristir mig og skekur. Eg ber
frá mér, en árásarmaðurinn
tekur því fasíara á mér.
„Vaknaður! — — Skógurinn
logar!------“ öskraði hann. Eg
er glaðvakandi samstundis.
Karl stendur hjá mér alklædd-
ur. „Skógurinn brennur hér
fyrri norðan okkur. Þú ferð til
þorpsins og færð alla verkfæra
karla til hjálpar. Eg fer að eld-
inum og athuga aðstæður.“
Karl er fastmæltur þegar hann
gefur þessar fyrirskipanir.
Eg klæði mig í flýti. Karl
tekur rifflana úr króknum,
réttir mér annan og segir:
„Skjóttu ekki á dýr. nema þú
sért neyddur til, en láttu Tat-
aradjöflana hafa það í lappirn-
ar ef þú mætir þeim, eg er viss
um, að þeir hafa kveikt í skóg-
inum.“
Karl heldur í norður, en eg í
vestur í átt til þorpsins. Eg
hleyp við fót, en staðnæmist við
og við til að horfa á fölrauðan
eldsbjarmann og svart ógnandi
ský, sem sveif í norðri og virtist
Vera svo nálægt. Mér var hugs-
að til Karls, sem lagði einn til
orustu við þennan magnþrungna
óvin, en eg hugsa líka til þess,
ef Tatararnir verða á vegi hans,
eg veit að Karl er annáluð
skytta og vægðarlaus, þegar
hann er í þessum ham. Eg vona
vindur er, og öðru hvoru svífa
svört reykský yfir höfðum
okkar. Ýlfrandi gaupa verðuf á
vegi okkar, og krákurnar láta
ófriðlega i trjánum.
Vinlconur okkar frá kvöldinu.
áður urðu mér samferða. Þær
tólcu alveg konunglega á móti.
mér og gáfu mér að borða, svo
útbjuggu þær nestisböggul.
handa Karli, og þar var með
ein flaska af sterku heima-
bruggi. „Hann tapaði koníakinu.
sínu. bezt að láta pabba borga,
brúsann,“ sagði Gréta sem var
svona rausnarleg.
„Eru aldrei skógarbrunar á
íslandi?“ spurði Britta. „Nei,
það er svo lítill skógur til heima
ennþá,“ svara eg. Svo rignir
yfir mig spurningum um land
mitt og þjóð. og á hraðri göngu.
gegnum þéttan skóginn, lýsi eg
fyrir þeim paradís augans, land
inu mínu í norðri, Eg er allt í
einu orðinn hraðmælskur. Það
er eins og fjöllin mín fögru lcomi;
allt í einu fyrir augu mín, eg
finn ilm úr grasi og jörð, heyri
hjal lækjanna á lyngheiðum,
marrandi brimið við sanda, og
að balci alls þessa rís vinur
minn, Vatnajökull. traustur og
öruggur, eins og fólkið sem
næst honum býr.
Allt í einu þrífur Britta í
handlegginn á mér: „Sjáið
þið!“ hrópar hún og bendir upp
í himininn. Við erum stödd í
dálitlu rjóðri. Við lítum upp og
sjáum að himininn er hrannað-
ur skýjum. „Þetta er reykur,“
sagði eg. „Nei, það fer að rigna,"
sagði Gréta og brosti svo skein,
í perluhvítar tennurnar.
Þegar við komumst á eld-
janfvel að Tatararnir hafi vit áj
að forða sér, en hvað geri eg, ef staðinn heyrast fyrstu þrum-
eg hitti Tatarana? Á eg, íslend- J urnar og brosin læðast um sót-
ingurinn, að fara að skjóta á ug andlitin. Nú hlýtur að koma
menn? Nei, eg veit, að eg muni hellirigning. Eldstæðið er tölu-
ekki slcjóta á þá. nema ef eg vert einangrað af náttúrunnar
ætti líf mitt að verja. Rammri hendi. Smá á er varnarlína í
sviða og reykjarlylct slær fyrir eina átt og klettabelti á aðra.
vit mér öðru hvoru, eg heyri ^ Menn eru þar í óða önn að
ýms hljóð í skóginum og laf-(höggva einstök tré, sem skotið
hræddur héri skýzt fyrir fætur hafa rótum i klettaskorum.
mínar, en áfram held eg hlaup- j Svo varð að höggva brunagötu
andi og' gangandi á víxl. J næstum í kringum svæðið. Eg’
Þegar eg á skammt ófarið til tyrtl' mitt leyti áleit það von-
þorpsins, birtast allt í einu tveir Áaust verk. Það brestur og’
menn á skógarstígnum. Þeir gneistar í brennandi skógin-
koma á móti mér. Eitt andar
um, eldslogar þjóta hvæsandi
frá einu tré til annars og á milli.
tak gríp eg fastara um riffilinn.
Tatararnir eru ofarlega í huga'standa einirunnar í björtu báli.
mínum, svo átta eg mig, þettaj En svo kom blessað regnið,
eru friðsamir þorpsbúar á leið Þad er blæja logn, og regnið
til hálpar. Þeir ætluðu að gera. hellist niður og er fagnað af
okkur viðvart, höfðu séð eld- ‘ varnarliðinu. Nú er slcotið á
inn fyrir stundu síðan og sögðu
að allir verkfærir karlar væru
að leggja af stað með axir og
runnaklippur. Eg segi þeim frá
heimsókn Tataranna í kofa
okkar, og einnig að Karl grun-
aði þá um. að hafa kveikt í
skóginum. Það verður svo að
ráði að eg haldi áfram til þorps-
ins til að gera ráðstafanir um,
að ef Tatararnir sjáist í næstu
þorpum verði þeir handsam-
aðir.
Við erum mörg saman á leið
skyndifundi. Karl hefir þarna
öll völd. Verður það að ráði, að
tveir menn úr þorpinu séu á.
verði og aðrir leysi þá af.
Póstmeistrinn, faðir Grétu,
bauð mér og Karli til þorpsins
og Karl þurfti að hafa samband
við yfirmann okkar í Umeo, svo'
við slógum til. Regnið streymdi
látlaust niður og taugaþensla
mikilla atburða var liðin hjá.
Skógareldurinn var sigraður af
sterkara afli en við höfðum
yfir að ráða. Sérhver eyðandii
JAWA
Wótorhjólin tékknesku
■útvegum við í ýmsum stærðum gegn nauðsynlegum leyfum.
Sýnishorn í verzluninni yfir helgina. JAWA hjól með hjálp-
armótor væntanleg í næsta mánuði.
Smyrill, Húsi Sameina&a Stmi 6439