Vísir - 04.05.1957, Blaðsíða 7

Vísir - 04.05.1957, Blaðsíða 7
Laugardaginn 4. maí 1957 VISllS • • • • • • / ANDWEMAHNUS •••• » * . . . . • . EFTIR 8I8JT1I MOOHE • . • . • » 32 við. Og það var ágætt að fá heitt te til að skola kvöldmatnum niður með. Það var víst eins heppilegt að lofa henni að hita te. En hún þurfti ekki að láta sér detta í hug að hún væri ómissandi. Hann fór niður að bátnum og, náði í það, sem vantáði, fleygði því á sandinn hjá skýlinu og fór svo út eftir ströndinni með öxina sína með sér. Hún kallaði á eftir honum: — Það er stafli af rekavið þarna liandan við oddann. Hann fór þrjár eða fjórar ferðir og kom alltat með fangið fullt af brenni. Hann fann, í hvert skipti, sem hann kom, ang- andi matarlykt. Það var lykt af fleski, sem verið var að steikja, og tei, sem verið var að hita. Karólína virtist láta hendur standa fram úr ermum, og hún var búin að fá stærðar kokkhúslykil á kinnina og var orðin rauðeygð af reyknum. Þegar hann kom aftur í síðasta sinn, setti hann öxina í horn- ið á skýlinu, þar sem hún yrði til taks að morgninum. Karólína hafði heitt brauð til reiðu handa honum og sneið af steiktu íleski. Teið sauð í katlinum. — Við gleýmdum drykkjarílátum og sykri, sagði hún. — En það er vel heitt og við getum drukkið það strax og það kólnai’ svo að við brennum okkur ekki á því. Hún sat á hlýjum sandinum við eldinn og borðaði kvöldverð sinn. Iiún var rjóð í kinnum og í rökkrinu voru augu hennar dökk og leiftrandi. Hún var ekkert eymdarleg nú. Og hún gat ekki hafa verið neitt sjóveiic að ráði, því að hún borðaði ekki minna en hann. Honum leið betur, þegar hann vax* búinn að borða. Það var langt síðan honum hafði bragðast eins vel matur og nú. Eftir matinn þvoði Karólína matarílátin upp úr sjóvatni og hvolfdi þeim við eldinn. Hún fór úr skónum, sem voru votir og tók að þurrka þá við eldinn. og gömul kerling. Því næst gekk hann niður að bátnum, án þess að bíða eftir svari hennar. Hann eyddi morgninum í það að hreinsa bátinn og honum leið vel. Því næst rannsakaði hann bátinn vel. Hann virtist vera i ágætu lagi og lak hvergi. Hann varð þess var, að Karólína var á stjái uppi hjá tjaldinu. Eftir stundarkom kom hún með óhreinu fötin hans á hand- leggnum. Hún tók að þvo þau upp úr sjónum. Því næst vatt hún þau og lagði þau til þerris hjá eldinum. — Það verður gott, hugsaði hann, að hafa þurr föt, þegar ég þarfnast þess. Svo varð hann svo upptekinn við starf sitt, að hann gleymdi sér, þangað til um nónbilið, þegar hún kallaði á hann. — Viltu ekki fá þér að borða, Natti? — Jú, vissulega. Hann var svangur, en honum leið vel. Hann borðaði brauð og' flesk og drakk te. Það var dálítið eínhæft fæði, en þau höfðu ekki annað. Hann borðaði mikið. Ef við verðum hér veðurteppt lengi, verð ég að fara með byissuna eitthvað inn í landið og vita hvort ég get ékki skotið fugl eða kanínu. * Það væri gaman að vita, hvernig landið liti út hér upp af ströndinni? Það væri sennilega réttast, að hann skryppi upp aftur. Hann fór að leita í farangrinum að byssunni. Hún hlaut að hafa tekið til höndunum, meðan hann var niðri við bátinn, því að hún hafði raðað farangrinum þannig, að hver hlutur var á sínum stað. En hann fann ekki byssuna. — Hvar er byssan? spurði hann. — Hún er inni í tjaldinu sagði hún stuttaralega. Það var vitið hennar að láta hana þar í stað þess að fleygja henni í fjörusandinn, þar sem hefði komizt sandur í hana. Byssan, ásamt þvi, sem tilheyrði henni, lá inni í tjaldinu, og var breiddur strigi yfir. Hann tók hana upp. Hún var tandur- hrein. Hvergi sandur í henni. En allt í einu hrckk hann við eins og höggormuT' hefði bitið hann. Á segldúknum, þar sem byssan hafði legið var ofurlítil hrúga af gullpeningum. Það var gullið, sem hann hafði troðið í vasa sinn. þegar hann var að reyna að koma einhverju af gullinu undan fyrir Edda bróður sinn. Þetta voru peningarnir, sem hann hafði ætlað að fá Edda . Hann hafði steingleymt þeim. Hann hafði farið á burt með þá, eins og venjulegur þjófm’. Auðvitað hafði Karó- lína fnuidð þá, þegar hún þvoði fötin hans. Og það var ekki nóg með það, að hann hefði farið burt með fullan vasa af gulli. Hann hafði ekki fengið færi á því að segja Edda frá gullinu, sem hann hafði falið undir járnarusl- inu í naglabauk föður síns, en það hafði hann þó ætlað sér að gera. Hann hafði bara falið það og síðan farið burt í þeim til- gangi að koma aldrei heim aftur. Og þarna var gullið, á hill- unni í vagnskýlinu, falið undir nöglum og járnarusli, sem faðir hans hafði skilið éftir. Enginn, nema hami, Natti, vissi um þetta. Hann varð að fara heim aftur, eftir allt saman. Hann varð að fara heim og segja Edda frá þessu. í örvæntingu sinni kraup hann niður á segldúkinn, þar sem gullhrúgan lá og starði á peningana.'Hann hafði haft svo margt í huganum, þegar hann fór, að hann hafði steingleymt pening- unum. Hann hafði munað eftir smíðaverkfærunum, önglunum, færunum og striga. Hann hafði alls ekkei’t hugsað um peninga. Hann hafði ekki gert sér ljóst, að hann þyrfti neina peninga. Viðvíkjandi viðgerðinni og breytingunni á bátnum hafði hann hugsað sér að stanza í bátasmíðastöðinni í Dulverton og fá sér vinnu þar í nokkra daga, meðan hann væri að vinna sér inn peninga fyrir viðgerðinni á bátnum. Það mundi ekki taka langan tíma. Hann var lagtækur við bátasmíði. Matarbirgðir hans mundu ekki endast lengi, en ef hann fengi salt, mundi hann geta lifað á veiðum. i i Hvað mundi fólk segja, ef það vissi, að hann hafði troðið vasa sína fulla af gulli Edda og flýtt sér síðan burt. En enginn vissi neitt um það nema hann. Og hann vissi, að, hann hafði ekki gert það í þeim tilgangi að auðga sjálfan sig. j Eftir'andartak var honum orðið ljóst, að hann mundi ekki fara heinf aftur. Eftir meðferðina á ókkur, eins og hún hefur nú verið skuldar Eddi okkur talsvert, húgsaði hann. Ég hef fengið bátinn. Karólina á þessa peninga. Hún ætti að fá þá. Þegar alls er gætt, hefin: hann rekið hana að heiman. Að minnsta kosti verður hún þá ekki á flæðiskeri stödd, þó að ég skilji hana eftir í Dulver- ton. Einhverntíma, þégar ég get, mun ég borga Edda þessa pen- inga og einhvem veginn mun ég finna ráð til að koma orðum til hans um að skoða í naglabaukinn hans pabba. En fjandinn hafi það, að ég fári heirn núna. Lándið úpp frá ströndinni var flatt og sendið og þakið runn- um. Natti hafði ekki gengið meira en um mílufjórðung, þegar hann kom auga á kanínu, sem hoppaði þar miiii mnnanna. Færið var langt og hann var óvanur byssunni. Hann missti algérlega mark. En hann varð mjög hrifinn af byssunni. Har.n langaði til að vita, hvar Eddi hafði fengið hana. Því-næst tók hún brekánin og fór inn í tjaldið. Hann heyrði til hennar að baki sér, þar sem hún var að ráðsmennskast í J l k*v*ö‘*l»d*v»ö4*u*n»n*i Bræðui’ tveir framgjarnir mjög og kappsfullir áttu lítt skap saman vegna þess að þeir voru sífellt að metast um það, hvor væri meiri að mannvirð- ingu. Annar þeirra varð kardínáli, en hinn varð hershöfðingi. Da^- nokkurn hittust þeir óvænt á járnbrautarstöð og voru þá klæddir einkennisbúningum sínum. Kardínálinn lézt ekki þekkja bróður sinn, gekk til hans og spurði: — „Brautar- þjónn, haldið þér að lestin komi á réttum tíma?“ Hershöfðing- inn var fljótur að hugsa og sagði: „Eg veit það ekki frú mín góð, en haldið þér að þér þolið að ferðast eins og nú er ástatt fyrir yður?“ Ingeborg Luise Wenskowski, á Sidney, 35 ára gömul, fekk skilnað frá herra Wenskowski á þeim forsendum, að hann hefði selt hana vini sínum fyrir 9845 krónur, sem hann átti að greiða með afborgun- um. Svo var þð frú Grace Clow- sen, sem fekk skilnað þegai- hún sýndi dómaranum bréf; sem hún fann í vasa manns -sins, frá annari konu. — Huri avarpaði Clawsen: „Minn eigin holdlegi hitapoki ....“ Poeripal, þekktur knattspymu maður í Hamborg, hitti ein- hvers staðar að máli ungan mann er taldi sig hafa ýiriis- legt til málanna að leggja í sambandi við þjálfun knatt- spyrnumanna. Sjálfur kVaðst hann t. d. fara 12 kílómetra leið á morgnana áður en hann snæddi morgunverð ög .hlaupa vegarlengdina á hálfri klukku- stund. „Getið þér þetta líka?“ spurði hann Poeripal að lok- um. Hinn frægi knattspyrn tnað- ui’ leit hvasst á hinn unga mann og sagði að því búnu kuldalega: „Nei, hlaupi'' ge,t eg þetta ekki, en logið get eg því líka.“ c a. £u?tcu<$k& Þegar Tai’zan hafði frmdið líkiö af Sam hélt hann göngu sinni áfram í eýðimörkinni dögum saman. Hann naiði lengi verið vatnslaus og mat- arlaus og féll nú örmagna í sandinri. Höfuðverkurinn var að gera út af við hann. og nú kom það eem hann hafði óttast mest: brjálæðislegnr of- sjomr. Ilonum fannst jörðin snúasti og.hann féll í sandinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.