Vísir - 09.05.1957, Blaðsíða 8

Vísir - 09.05.1957, Blaðsíða 8
lctr, kd ferast kanpendur YÍSIS eftír XV. kveri mánaðar fá blaðið ókeypis tU ■aánaðamóta. — Simi 1(11. VÍSIB eff Aájxasta blaðið og þó þa9 f jðl- breyttasra. — Uringið I sfma 1819 eff gerrst áskrifendor. Fimmíudaginn 9. maí 19á7 Vetnissprengjan rædd í brezka þinginu. Cherwell lávarður telur ekki hættu af prófunum Breta. ]Lávarðadeildln brezka ræðir mú kjarnorkumálin. Cherwell lávarður, sem var einkaráðunautur Sir Winstons Churehills, í kjarnorkumálum, er hann var forsætisráðiierra, sagði í gær við umræðuna, að það væri bláber vitleysa, að mannkyni stafaði nokkur Iiætta af vetnissprengjuprófun þeirri, sem Bretar ætla að fara að fram- kvæma (á Jólaeynni á Kyrrahafi í þessum mánuði). Kvaðst Cherwell lávarður ekki skilja hugsanagang þeirra manna, sem teldu nauðsynlegt íyrir Breta að ráða yfir kjarn- orkuvopnum, eins og Bandaríkja- menn og Rússa, en ekki vilja leyfa, að Bretar prófuðu þessi yopn sín. Áttlee fyrrverandi forsætisráð- herra, er jafnaðarmenn íóru j aaeð völd, lagði einkum áherzlu á, að engin þjóð gæti varið land sitt upp á eigin spýtur, enda heíði nú allar varnir verið skipu- lagðar á grundvelli sameigin- legra varna. Bandamenn Breta, Bandarikjamenn, hefðu kjarn- orituvopn og prófað vetnis- sprengjitr, og ætti það að duga. Rússar og tillögnr Breta, Zorin fulltrúi Rússa i undir- sieínd afvopnunarnefndar gagn- rýndi í gær framkomnar tillögur írá Bretum og Bandaríkjamönn- (sd. Hann kvað tillögu um, að íilkynna vetnissprengjuprófanir íyrir íram myndu ekki koma að neir.u gagni. ‘A Jóiaeynni mnn vetnissprengjuprófunin fyi'irhugaða nú fara fi’am, eins og áformað hefur vei'ið, enda yfii'lýst af þeim, sem töluðu fyrir hönd ríkisstjói'nai’innar í neðri málstofunni, að hún gæti ekki hætt við hana. Mikið kapp hefur vei'ið lagt á það, að fá Breta til þess að hætta við hana, stjórnai’and- staðan hefur haldið uppi miklum áróði'i fyrir því, á þeim grund- velli, að með því sýndu Breíar svo góðan vilja til franitiðar- lausnar á vandamálinu, að það mundi hafa mikil áhrif. Japanar hafa og margendurtekið kröfur um, að hætt verði við prófunina, enda virðist þar ríkja mestur ótti við afleiðingarnai’. Rússar hafa tekið mjög undir þetta, en samtímis sprengt hverja sprengjuna af annari sjálfir. Árk Royal fer til Virginlu. Eretar senda flugvclaskipið Árfe Koyal og tundurspillana Duehess og Diamond til Virgin- Snstzanða, er 60 bandarisk og 30 tíl 40 erlend herskip safnast gxar saman i tilefni Jamestown- fiáiíðahaldanna. Þau fara fram til að minnast þess, að 350 ár eru liðin frá því Bretar stofnuðu nýlendu í Banda níkjunum. Nokkur deila var um það um tíma hvort Bretar skyldu senda herskip vestur, og var það spamaðar vegna, sem ýmsir Vildu ekki að herskipin væru eend. Engin ákvörðuit enn um Suczskurð Káð Félagsnotenda Súez- skurðar kom aftur saman á fond i London í gær. Engin á- fevörðun var tekin. Ýmsir fulltrúar kusu að senda ríkisstjórnum landa sinna nýjar skýrslur og bíða þeir nú svars. !Nýr fundur mun verða haldinn á morgun. Bridge-keppni lokið. Einmeimingskeppni Bridgefé- Iags kvenna er nýlokið. Alis voru spilaðar þrjár umferðir og varð Hanna Jónsdóttir hlutskörpust með 322 stig. Röð og stig 15 þeirra næstu var sem hér segir: 2. Sigríður Guðmundsd. 3. Sigurbjörg Ásbjörnsd. 4. Lilja Guðnadóttir 5. Ósk Kristjánsdóttir 6. Steinunn Snorradóttir 7. Vigdís Guðjónsdóttir 8. Viktoría Jónsdóttir 9. Margrét Ásgeirsdóttir 10. Eyþóra Thorarensen 11. Anna Aradóttir 12. Sigríður Jónsdóttir 13. Dagbjört Bjarnadóttir 14. Kristín Þórðardóttir 15. Ingibjörg Þórðardóttir 16. Svanfríður Hjartard. Stig. 304 303 299 297 295 294 292 290 284 283 282 282 281 281 280 Ráðherrafundur Atlantshafsráðsins var að þessu sinni hald- inn í V.-Þýzkalandi í fyrsta simi. Myndin er af fulltrúum ís- Iands, Guðmundi í. Guðmundssyni utanríkisráðherra og Hans G. Andersen amhassodor. Að baki þeir eru Henrik Sv. Björns- sen, ráðuneytisstjóri, Helgi P. Brienx, axnbassador í Bonn og Pétur Eggerz, sendíi'áðunautur. Farfuglar efna til 4ra langferða í sumar. Auk þess tíf styttrl fer5a um hverja helgi tif hausts. Íslandsglíman. Íslandsglíman — sú 47. í röð- inni — verður háð á föstudaginn kemur 10. þ. m. og verður liáð að Hálogalandi. Þátttakendur eru 16 skráðir frá tveim félögum. Frá Glímu- félaginu Ármanni eru 4 kepp- endur en 12 frá Ungmennafélagi Reykjavíkur. Meðal keppenda eru þeir Ár- mann J. Lárusson núverandi glímukóngur og handlxafi Grett- isbeltisins og Trausti Ólafsson sem lagði Ármann í Skjaldar- glímu Ái'mans I vetur. Má búast við glímu þessara tveggja ágætu glímumanna nægi til að vekja eftirvæntingu og áhuga fólks fyi’ir glímunni. Auk þeirra koma margir ágætir og gamalþekktir glímumenn fram svo og nokkrir sem aldrei hafa tekið þátt í glímunni og hefst hún kl. 8.30. að kvðldi. Farfugladeild Reykjavíkur hefur ákveðið að efna til fjög- urra sumarleyfis- eða sunxar- dvalarferða í sumar, en auk |>css verður efnt til stuttra ferða um liverja |helgi fram í septembermánuð. Fyrsþá Suxnarleyfisferðin er á Þórsmöi'k 13. júlí og verður dvalið þar í viku. Unnið verð- ur að gróðursetningu trjá- plantna og skógræktarstörfum öðrum auk þess sem gengið verður um Mörkina og nær- liggjandi fjöll. Hafa Farfuglar efnt til slíkrar dvalar á hvei'ju sumri um mörg ár á Þórsmörk og hafa þær orðið mjög vin- sælar. Þann 27. júlí hefst 9 daga gönguferð um Fjallabaksveg nyrði'i. Ekið verður í Land- mannalaugar, en gengið þaðan um Kýlinga og Jökuldali í Bæjae'keppnm: Reykjavíkur-úrvali5 valið. Lið Reykjavíkur í bæjarkeppn- inni Reykjavík gegn Akranesi á sunnudaginn kemur hefur nú verið valið. Liðið verður skipað sem hér segir: Markvörður, Ólafur Eiríksson (Vík.) bakverðir: Hreiðar Ársælsson (K.R.), Ólaf- ur Gíslason (K.R.), framverðir: Reynir Karlsson (Fram) Hall- dór Lúðvíksson (Fram) og Hall- dór Halldórsson (Val) framherj- ar: Gunnar Guðmansson (K.R.) Sveinn Jónsson (K.R.), Dagbjart- ur Grímsson (Fram), Guðmund- ur Óskarsson (Fram) og Skúli Níelsen (Fram). Varamenn hafa verið valdir þeir Gunnar Leósson (Fi-am) Björgvin Hermannsson (Val), Páll Árnsson (Val), Ægir Ferd- inandsson (Val) og Björgvin Árnason (Fram). Eldgjá. Þaðan verður haldið austur í Skaftártungu, þar sem bílar taka við hópnum og halda með hann austur að Lómagnúp. Þar verður haldið til baka og ekið sem leið liggur til Reykja- víkur. Þá verður dvalið í Húsafells- skógi um vikutíma, dagana 27. júlí—5. ágúst. Gengið verður um nágrermið m. a. á Strút og Eiríksjökul, í Surtshelli, Stef- ánshelli og víðar. Síðasta sumarleyfisferðin er hálfsmánaðarför um Austur- land og verður flogið 4. ágúst til Egilsstaða. Þaðan verður haldið upp að Snæfelli og geng- ið á það. Ferðast verður um Vestruöræfin og hreindýraslóð- ir. Þá verður dvalið í Hall- ormsstaðaskógi og ferðast um Fljótsdalshérað og Austfirði. Um helgar efna Farfuglar til ferða fjær og nær bænum, um verzlunarmannahelgina m. a. um Vestur-Skaftafellssýslu og annarrar ferðar upp á Eiríks- jökul. Af öðrum helgarferðum má nefna ferð á Tindafjallajök- ul, Heklu, Kerlingarfjöll, Skarðsheiði, Baulu o. fl. Farfuglar hafa nýlega hafið útgáfu félagshlaðs og er fyrsta tölublað komið út. Flyt- ur það fréttir og ræðir ýmsa starfsemi Farfugla heima og er- lendis. Er gert ráð fyrir að það komi út 4 sinnum á ári til að byrja með. Alþjóftaeftirlit með hergagnaflutmngum. Harold Stassen hefur lagt fram nýjar tillögui' í undimefnd i afvopnunanefndar í London. Samkvæmt þeim skal komið á alþjóðaeftirliti með hergagna- flutningum landa milli, því að þá yrði auðveldara að afstýra efbeldisárás, ef gerð yrði. Hépferi ti! Dan- nterkur á veg- um N.F. Norræna félagið gengst fyrir hópferð fyrir fóik á aldrlnum 17 til 20 ára til Dannierkur í sumar. Farið verður með m/s Heklu 22. júní til Kaupmannahafnai’ með viðkomu i Þórshöfn í Fær- eyjum og í Bergen. Heim verður farið með „Dronning Alexandrine“ 27. júlí og komið til Reykjavikur 2. ágúst. Dvalið verður i Danmörku mánaðai’tíma. Þátttakendur dvelja fyi’st 3 daga í Kaupmannahöfn, en sunnudaginn 30. júlí verður fax- ið til Hindsgavl-hallarinnar á Fjóni, og eftir vikudvöl til Sjá- lands og dvalið um það bil 2 vikur á Köbmandshvile-lýðhá- skólanum við Rungsted. Að lokkinni dvöl á Köbmands- hvile Höjskole dreifist svo hóp- urinn til danskra borga og bæja, sem eru í vinabæjatengslum við íslenzka bæi. Tuttugu piltum og stúlkum á aldi’inum 17 til 20 ára er boðin þátttaka og hverii félagsdeild' Norræna félagsins er gefinn kostur á að velja einn þátt- takanda. — Sex til átta Reyk- víkingum er boðin þátttaka og skulu umsóknir ásamt meðmæl- um og upplýsingum um kunn- áttu í Norðurlandamálum hafa borizt NoiTæna félaginu (Box 912) fyrir 20. maí n.k. Kostnaður mun verða alls um. 3.700. — krónur fyrir hvei’n þátt,- takanda, þar með talinn öll ferðalög og mánaðai’dvöl í Dan- mörku. Happdrætti SjálfstæÓisflokksins. Það eru vinsamleg tilmæli tiJ þeirra, sem fengið hafa heim- senda happdrættismiða frá Happdrætti Sjálfstæðisflokbs- ins, að þeir geri skil svo fljótr sem þeir frekast geta. — Eink- um er nauðsynlegt, þar sem svo fá númer eru gefin út, að encí- ur sendir miðar berizt afgreiðslu happdrættisins sem allra fyrst. Miðar verða sendir heim til þeirra sem þess óska, sömuleið- is verður skilagrein sótt til þeirra er þess óska. Dregið verður 12. júní n. k. Afgreiðsla happdrættisins er í Sjálfstæðishúsinu sími 7100. SJALFSTÆÐIg FLOKKSINS »

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.