Vísir - 24.05.1957, Blaðsíða 1

Vísir - 24.05.1957, Blaðsíða 1
12 Is. 12 bls. «47. árg. Föstudaginn 24. maí 1957 112. tbl. Maðurinn til vinstri á myndinni, er anieríski ieikritahöfund- lirinn Arthur Miller, sem er kvæntur kvikmyndaleikkonunni Marilyn Monroe. Hann er hér fyrir réíti í Washington, ákærður fyrir að hafa sýnt þjóðþinginu fyrirliíningv"., en hann hefur neitað sekt sinni. Maðurinn til hæ?ri er lösrfr?p;ðin*Mir hans. Farið að fækka í Spandau. Funk látinn laus, aoeins 3 nazistafo?- ingjar eftir. Walter Funk, er var um skeið efnahagsmálaráðherra Hitlers, 3iefi verið látinn laus úr fangels- inu í Spandau í Berlin. Funk tók við sem einvaldur í efnahagsmálum Þýzkalands af Hjalmar Schacht árið 1938, er sagði af sér, þegar honum þótti sýnt, að Hitler ætlaði að steypa þjóðinni út í styrjöld. Funk var yfirmaður ríkisbank- ans 1939, og hann tók þá að sér að veita viðtöku ránsfeng úr öðrum löndum — jafnvel gull- fyllingu úr tónnum þeirra, sem teknir voru af lífi í fangabúð- um. Funk var dreginn fyrir al- 'þjóffiadóminn í Niirnberg og dæmdur í október 1946 til ævilangrar fangelsisvistar um leið og sex aðrir. Þrír af þeim hafa verið látnir lausir, Dönitz flotaforingi, Raeder flotaforingi og von Neurath, fyrrum utan- ríkisráðherra, er dó á sl. ári. I fangelsinu í Spandau sitja enn þeir Rudolf Hess, staðgengill •Hitlers, próf. Albert Speer, ráðherra vopnaframleiðslu og Baldur von Schirach, æsku- lýðsleiðtoginn. Funk, sem er 67 ára, var lát- inn laus sakir heilsubrests. átsnn fundinn Maðurinn, sem mest hef- ur verið leitað að á íslandi undanfarna daga, hinn 18 ára gamli danski sjóliði Jörn Kanstrub Bönved, sem varð eftir af eftirlitsskipinu Niels Ebbesen, er lét úr Reykja- víkurhöfn fyrir tæpri viku, er nú fundinn. Bönved var búinn að ráða sig gegnum ráðningastofu landbúnaðarins að Hvítár- bakka og þar var hann nið- urkominn begar hafðist upp á honum. í nótt var svo bíll sendur eftir lionúm þangað upp eftir og var hann send- v.r með f lugvél í morgun til Danmerkur og lauk bar með ævintýri hans á IsIandL Bönved var ; sjóliðsbún- ingi sínum er honum var 'fylgt um Iborð í f lugvélina. Frakksr kalia fulltrúa heim Frakkar hafa kallað heim starfsmann í sendisveit sinni í Bern að beiðiii svissnesku stjómarinnar, \ Maður þessi, Mercier ofursti. hefir verið talinn yfirmaður njósna Frakka í Sviss, en starf- aði sem viðskiptafulltrúi sendi- 'ráðsins franska. Hafði hann I keypt segulbönd með samtölum , við egykzka sendiráðið, er náðst höfðu með símahlerunum. Komnsúnistar viíja brezkar dráttarvélar. Mikill og vaxandi eftirsptirn er eftir brezkum dráttarvélum i Austur-Evrópu, og öðrum lamd- búnaðarvéium. Júgáslavar hafa nýlega pant-1 að dráttarvélar hjá Bretum fyrir á annað hundrað milljónir króna. — Dráttarvélarnar erú útbúnar Perkins diselvélum. — Pólverjar hafa einnig váxandi áhuga fyrir brezkum landbúnað- arvélum og verða sýnishorn slíkrá véla á landbúnaðarsýn- ingu í Ponznan, sem opnuð verð- ur 9. júní. . Loðdýraræktandi einn í Aldinborg í Þýzkalandi hef- ir stefnt yfirherstjórn Brcta ftar í landi fyrir tjón, sem hann hafi orðið fyrir af völdum brczkra flugvéla. Segir 'hann, að brezkar þot- ur hafi flogið lágt yfirminka bú hans með djöflagangi miklum, og afleiðingarnar orðið þær, að minkalæður drápu samtals 267 af af- kvæmum sínum. North flotaforingi fær uppreisn æru. Macmillan forsætisráðherra flutti ræðu í gær og kvað Sir Dudley North flotaforingja aldrei hafa aðhafzt neitt sem ekki hafi verið sæmandi brezk- um sjóliðsforingja. Hann varð að láta af flota- foringjastörfum í síðari heims- styrjöldinni fyrir að láta her- skip Vichystjórnar ganga sér úr greipum, en það var vegna óljósra fyrirmæia, að Noi'th stöðvaði ekki herskipin, sem voru á leið til Afrikuhafnar frá Toulan 1940. x Drottningarheimsóknin í Danmörku. Hinni opinberu heimsókn Elisabetar drottningar o% Fil- ippusar prins lauk í gærkvöldi með mikilli flugeldasýningu við höfnina í Kaupmannahöfn. Horfðu þau ásamt Friðriki konungi og drottningu hans á hana af þilfari Britannia, en bar var mikil veizla til heið- urs dönsku konungshjónunum. Elisabet og friaSur hennar dveljast í Fredensborg'arhöll sem einkagestir konungshjón- artna, þar til þau halda-heim- Ieiðis annað kvöld. sí ríkissÉywk iií iaér í jsaaiaaar. 'inMvGfjir lufoasi Kuldar hafa verið talsverðir í Alpafjöllum undanfarna daga. Hefir snjóað í fjöll þar syðra við og við, og í fyrrinótt snjó- áði svo, að. öll skörð yfir fjöllin innan endimarka Sviss, urðu ó fær og eru enn. Frá fréttaritara Vísis. Osló í gær. Félag síldarútvegsmanna sem gera út á íslandsmið, hélt stjórnarfund í Bergen á mánu- daginn. Á þriðjudag ákvað sérstök fulltrúanefnd undir stjórn Knut Berga, að leggja bæri sérstaka áherzlu á að setja strangari kröfur um gæði íslandssíldar. Var þar af leiðandi ákveðið á fundinum, að ekki mætti salta síld, sem veidd er í herpinót fyrr en 5. júlí og reknetasíld ekki fyrr en 15. júlí. Er þetta nokkru seinna en í fyrra, en þá var bæði rek- neta- og herpinótabátum heim- ilt að veiða eftir 1. júlí, en hin nýja samþykkt útveismanna- fundarins bendir til þess, að- byrjað hafi verið að salta of snemma og gæði síldarinnar ekki staðist fyllstu kröfur. Flytji heim í bræðslu. Á ráðstefnunni var einnig rætt um möguleika á því að skip flyttu síld af herpinóta- skipum til bræðslu í Noregi, en það mundi aðeins gert með nokkrum styrk frá því opin- bera.Rætt hefur verið um málið vi'ð síldarbræðslunar og hefur náðst samkomulag um verð, sem má teljast viðunandi eftir atvikum. Verðgrundvöllurinn er miðaður við það að síldar- verksmiðjurnar geti selt mjöl og lýsi úr íslandssíld á sama verði og aðra síld er til þeirra berast af síldarmiðunum vi3 Noreg og Færeyjar. Ætlast er til að ríkisstyrkurinn greioi mismun, sem hlýzt af auknum flutningskostnaði og ýmsum út- gjöldum, sem hljótast af út- gerð á fjarlægum miðum. Þar sem Norðmenn hafa ekki eina reynslu af veiðum með þessu fyrirkomulagi eftir stríð- ið, telja þeir að ekki verði í þetta ráðist nema aðstoð ríkis- ins komi til, því slík tilraun án nokkurs bakhjarls yrði útgerð- armönnum of áhættusöm.Breyta þarf lestarrými skipanna og engin reynsla er til að byggja á um rýrnun síldarinnar og svo má lengi telja. Þar af leiðandi fór samband íslandssíldarút- vegsmanna fram á það vi'ð ríkisstjórnina að hún veiti þeim fjárhagsaðstoð í þessum tilgangi er næmi 5 norskum krónum á hektoliter á heildarmagn sem næmi allt að 200 þúsund hekto- lítrum. Gert er ráð fyrir að mikil þátttak verði á íslandssíld- veiðunum í sumar. 9 ísraelsstjórn hefur ákveðlð að senda ekki skip gegnu-n Súezskmð fyrr en í ljcs kemur hvað Öryggisráð Sarn- einuðu þjóðanna gerir níi í Súezmálinu. Eftir fáeina daga á „ísbjömihn" gamli að hverfa, og er byrjað að rífa hann. Ekki veit Vísir sönnur á því, hvernig lóðinni hafi verið ráðstafað, en heyrt hefur blaðið, að komið hafi til orSa að reisa þar bifreiðageysmlu en horfið frá því aftur, þar sem staðarinn þótti svo laugt frá miðbænum!!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.