Vísir - 13.06.1957, Blaðsíða 1

Vísir - 13.06.1957, Blaðsíða 1
Fimmtudaginn 13. júní 1957 128. tbl. „offleiðir hafa flutt arþeua milii landa á tíu árum. ¥oru sekir um fugSadráp. Frá fréttaritara Vísis. — Akureyri í morgun. Lögreglan á Akureyri hefur þandtekið tvo menn sem valdir eru að óleyfilegu fugladrápi. Hafði lögreglan áður fengið vitneskju um það að einhverjir óþokkar höfðu gerzt brotlegir um æðarfugladráp úti á Eyja- firði og sömuleiðis höfðu kærur borist um menn, sem skotið höfð'u á fugla, aðallega endur, úr bílum á Eyjafjarðarvegi. Um hvítasurmuna tókst lög- reglunni að handsama tvo menn og m. a. fundust æðar- fuglar í báti annars þeirra þegar hann kom úr veiðiför ut- an af firði. Báðir mennirnir hafa nú játað brot sitt, en málið er tiJ frekari rannsóknar og domur ekki fallinn í því ennþá. 20 þús. I. olíuskíp rekst á tundurdufí. Fregnir hafa borist um, að 20 þúsund lesta olíuskip hafi lask- ast, sennilega eftir að það rakst á tundurdufl. Eru nákvæmar fregnir um þetta ekki enn fyrir hendi. Skipið ,,World Jury" var statt skammt frá suðurenda Suez- skurðar er þetta gerðist. Var það á leið frá Pesaflóa með olíuíarm. Flugvélar félagsins hafa flogið 11-12 millj. km. á þeim tíma. ^larfsisiCBBai £élagsiits eru bisi vfir 200. Þ. 17. júni næstkomandi verða 10 ár liðin frá því er fyrsta íslenzka millilandaflug- vélin fór héðan í fyrstu áætlun- arferðina til útlanda, en þann dag fyrir 10 áruni fór Hekla Loftleiða frá Reykjavík til Kaupmannahafnar með 36 far- þega. Þáverandi stjórn Loftleiða, en formaður hennar var Kristján' Jóh. Kristjánsson, hóf árið 1945 undirbúning þess að kaupa' millilandaflugvél og ári síðar eignaðist félagið flugvél af Skymastergerð, sem nefnd var j Hekla, en það var þó ekki fyrr ' en í júní mánuði 1947 að hún var fullbúin til íslandsferðar. Flugvélinni var flogið frá New Haven um New York til Winni- peg og þaðan kom hún með 27 farþega til Reykjavíkur 15. júní 1957, en þar var henni fagnað af miklum mannfjölda, er saman var kominn á flug- vellinum. Fyrstu mánuðina var Banda- ríkjamaðurinn Byron Moore flugstjóri á Heklu, Alfreð Elías- son var fyrsti íslendingurinn, sem fékk flugstjóraréttindi á Skymasterflugvél, en það var 28. ágúst 1947 að þeir Kristinn ; Olsen fóru héðan til Kaup- : mannahafnar með Heklu undir stjórn Alfreðs, sem þá var bú- , inn að ljúka tilskildum prófum BátBsmíðastöð Hríseyinga brann til ösky í gær. í stöðinn var smíði vandaðra ferju langt komið og brann hún. Frá fréttaritara Vísis. — Akureyri í morgun. Mikill eldsvoði varð í Hrís- ey á Eyjafirði í gær er báta- smíðastöð Hríseyinga brann til kaldra kola og allt sem í henni var, þ. á m. skip sém var í smíðum. Þarna var um að ræða stóra • braggabyggingu úr járni klædda að innan. Hafa Hríseyingar smíðað þar nokkura báta á undanförnum árurh en nú var þar í smíðum ferja sem hrepp- urinn hafði í smíðúm og átti að halda uppi ferðum milli eyjar og lands. Vár þétta hið vand- 'aðasta skip og smíði þess all- langt komin. Brann það inni á- samt öllum vélum, tækjum og smíðaáhöldum stöðvarinnar. Mun bæði húsið og áhöld öll hafa verið lágt tryggð og tióniv"? því í senn mikið og tilfinnan- j legt. Yfirsmiður bátastöðvar- innar var Júlíus Stefánsson. Eldsins varð vart um sexleytiö^ síðdegis í gær, magnaðist hann ört og varð ekki við neitt ráðið svo húsið og það sem í því var brann til ösku á f áum mínútum. i Um eldsupptök er ekki kunn- j ; ugt, en rannsókn í málinu verðr 1 ur hafin fljótlega. I flugstjóra. Útlendingunum, sem upphaflega unnu við ýmsa þætti flugstjórnarinnar, fækkaði smám saman eftir því sem hin- um íslenzku starfsmönnum Loftleiða fjölgaði, og í septem- bermánuði 1947-fór fyrsta al- íslenzka áhöfnin héðan með Heklu til útlanda. Fyrstu mánuðina var ein- göngu haldið uppi áætlunar- flugi, en síðar voru allmargar leiguferðir farnar, einkum til Suður-Ameríku og var fyrst lent í Caracas í Venezuela 16. desember 1947. Önnur millilandavél var keypt árið 1948 og 25. ágúst það ár var farið frá Reykjavík í fyrstu áætlunarferðina til Bandaríkjanna. Árin 1950—1952 átti félagið við ýmsa örðugleika að stríða og árið 1951 stöðvaðist flug- reksturinn um tíma, en frá 1952 hefir starfsemin aukist örugg- lega og farþegafjöldinn farið sívaxandi. Frá 17. júní 1947 til 10. júní 1957 hafa Loftleiðir flutt rúm- lega 80 þúsund farþega milli landa. Flugvélar félagsins hafa verið rúmlega 36 þúsund klukkustundir í lofti og vega- lengdin, sem þær hafa farið er samtals á tólftu milljón kíló- metra, en það samsvarar um 15 ferðum fram og aftur milli tungls ög jarðar. Loftleiðir halda nú uppi á- ætlunarflugi milli Bandaríkja Norður-Ameríku og níu staða á meginlandi Norður-Evrópu og Bretlandi. Frá því um miðj- an s. 1. maímánuð hafa ferðirn- ar milli Ameríku og Evrópu verið daglega, og á flugvell- inum, þar sem hin gamla Hekla Loftleiða lenti í fyrsta skipti Framhald á 7. síðu. Eiin engin brauð að fá í bænutn. Enn hefur ekki náðst sam- komulag um brauðverðið, og brauða þvi ekki að vænta á morgun. Nú eru liðnir 12 dagar frá því brauð voru seld í brauð- búðum og allt útlit er fyrir að enn líði nokkur tími áður en brauð verði á boðstólum. f stað brauðs kaupir fólk nú kruður og rúnnstykki og hefur sala þeirra aukizt rnjög. Myndin er frá Hnausahrauni á Snæfellsnesi. Verið er að slökkva eld, sem kom upp í hrauninu á mánudaginn. Tión varð ekki mikið. idar hefur enn ekki orðlð vart fyrir norðan. Síld á stóru svæði út af Austf jorð- um. Ægir vildi ekkert segja um síldarleitina. Frá fréttaritara Vísis Siglufirði í morgun. Þær síldarfréttir berast nú að skip á siglingu fyrir austan land hafi orðið síldar vör á dýptarmæli. Annað er norska tunnuskipið, sem kom til 'Rauf- arhafnar á miðvikudag. Hafði það mælt síld á 25 faðma dýpi 110 sjómílur austur af Dala- tanga og nokkuð upp undir landið og á siglingaleið frá Glettinganesi norður á Bakka- flóa mældist einnig síld á svip- uðu dýpi. Þá mældi færeyskt skip 130 sjómílur austur áf íslandi einn- ig stórar síldartorfur, en norð- ur af Færeyjum voru rússnesk skip að síldveiðum. Ekki hefur orðið síldar vart fyrir Norðurlandi. Togbátar, sem eru að veiðum á þessu svæði hafa ekki orðið varir við síld. Togarinn Elliði, sem ú er að landa 240 lestum af karfa og þorski, sem hann veiddi fyrir norður og vesturlandinu, hefur heldur ekki orðið var við síld. Kom togarinn hingað norðan af Töngum, en hafði ekki séð eða lcðað síld á þeim slóðum. Vilja ekkert segja. Varðskipið Ægir var hér í gær og fór aftur út í morgun. Skipið hefur verið að leita síld- ar fyrir vestan og norðan land, en skipverjar höfðu ekki séð neina síld. Ekki vildu þeir láta hafa neitt eftir sér um það hvort sildar hefði orðið vart á dýptarmælir eða um átuskil- yrði á þessum slóðum. Ægir heldur áfram síldarleit í viku tíma enn, en fer síðan til Siglu- fjarðar til móts við G. O. Sars, sem verið hefur við síldarrann- sóknir austur af íslandi. Árang- urinn af hafrannsóknunum verður birtur eftir 20. þ. m. Þrátt fyrir það að síld hafi ekki sést fyrir norðurlandi enn, búast menn til að taka á móti mikilli síld, og eru allir í óða önn að undirbúa móttöku síld- arinnar. Það sem einkum glæð- ir vonir manna er að rauðátu hefur orðið vart á Skagagrunni, en sakir kuldans hefur hún ekki komið á yfirborðið að neinu ráði. Nú hefur hlýnað í veðri og eru þá meiri líkur til þess að síldin gangi á miðin. Erlander Iteiisi- sækii* Júgóslava. Erlander forsætisráðherra Svíþjóðar heimsækir Júgó- slaviu. Muri hann dveljast þar 6 daga og heimsækja ýmsa bæi. — Þá mun hann ræða við stjórnmála- leiðtoga Júgóslavíu. Afdralur maður deyr af sSysförum. Banaslys varð <> Raufarhöfn í gær, begar unnið var við upp- skipun úr Jökulfelli, sem kom- ið hafði með tunnufarm. Meðal þeirra, sem unnu á bryggju, var Þorsteinn Stefáns- son, á sjötugsaldri. Varð hann fyrir stoð, er höfð var með tunnufarminum a þilfarinu, en datt niður á bryggjuna, þegar losað var um tunnurnar. Lénti stoðin í höfði Þorsteins, sem muh hafa látizt samstundis. -^- Hann var maður kvæntur og átti sex uppkomin börn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.