Vísir - 25.07.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 25.07.1957, Blaðsíða 4
4 VÍSIR Fimmtudaginn 25. júlí 1957 D A G B L A Ð JTI«ir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíöui. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. y Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Rltitjómarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Aígreiðsla Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími 11660 (fimm línur). i Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á mánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Þeir voru hrifnir af öllu nema verðlaginu. Norsku landsliðsmösinunuin fannsl furðulegl að bílstjóri skyldi fá kr. 6000 á mánuði og að gosdrykkur kostaði 13.50. Hættuíegur samanburður. Eins og allir vita eiga næstum allir kúgaðir og ofsóttir, hvar sem er í heimirjum, öruggan og ódeigan málsvara, þar í sem Þjóðviljinn er. Hann lætur sér ekki nægja að verja lítilmagnann hér heima fyrir í allskonar ofbeldi og ofríki, heldur nær samúð hans með þeim, sem eiga í vök að verj- j ast í frelsisbaráttu sinni, til næstum allra landa og hann ; sparar ekki pappír og prent- svertu við að kynna samúð sina og illmennsku þeirra, sem eru ekki sama sinnis og hann. í fyrradag birti Þjóðviljinn til dæmis grein um hernaðinn í Alsír, en þar er nú barizt að mikilli ákefð og algeru misk- unnarleysi. Greinin fjallar ; um hernað Frakka gegn þjóðernissinnum, er berjast fyrir sjálfstæði Alsírs, og : heitir „Oss hefir tekizt að j hæfa öll skotmörk vor“. Eins ! og gefur að skilja er grein þessi ádeila á Frakka ög stefnu þeirra i Alsir-málinu, } önda mundi -Þjóðvilj.in.h ekki ljá henni rúm, ef hún væri ekki rituð í þeim anda. Hún er eftir franskan blaðamann, sem snúizt hefir gegn stjórn sinni í Alsírmálinu. Vafalaust er allt rétt og satt, sem sagt er í greininni, en manni verður á að hugsa við lestur hennar : Skyldi nokkur rússneskur blaðamaður, er ! fylgdist með atburðum í Ungverjalandi eða viðar, þar sem rauði herinn hefir verið hotaður til samskonar af- reka og hinn franski í Alsír, hafa ritað grein af þvi tagi, er franski blaðamaðurinn, sem getið ' er hér að ofan, hefir ritað, og fengið hana síðan birta í rússnesku blaði? Eða hafa menn nokkru sinni séð Þjóðviljann minn- ast á það, að eitthvað kunni að vera bogið við réttlætið hjá kommúnistum? Þjóðviljinn gerir sér ekki grein fyrir því í blindri hlýðni sinni við hina útlendu hús- bændur sína, að með því að birta greinar eins og þá, sem getið er hér að framan, hlýr- ur hann ósjálfrátt að fá les- endur sína til að gera 'nættu- legan samanburð. Þeir reyna að rifja upp fyrir sér, hvort Þjóðviljinn taki sömu af- stöðu til ofbeldisverka í Ung- verjalandi og Alsír, og sam- anburðurinn leiðir aðeins til einnar niðurstöðu, sem er á þá leið, að herir kommúnista megi fremja hvaða ofbeldis- verk sem er, án þess að mál- gagni lítilmagnans og hinna kúguðu hér á landi linnist . það tiltökumál eða eitthvað annað en alveg sjálfsagt. Þeir menn, sem segja já og amen við öllum þeim morð- um, sem kommúnistar hafa gert sig seka um á síðasta ári —- þótt ekki sé farið lengra aftur í tímann — eiga ekki að gerast. vandlætarar gagnvart öðrum. Þeim finnst ekkert að því, þótt blóð streymi í stríðum straumum og tekizt hafi að hæfa „öll skotmörk“, ef það eru kommúnistar, sem láta blóðið streyma og hæfa skotmörkin. Þá er allt harla gott og hægt að loka augun- um, engin ástæða til að birta greinar um hörmungarnar eða myndir af litlum börn- um, sem sitja grátandi yfir líki móður sinnar. Þar hafa góðverk verið framin, engin níðingsverk! Það hlýtur að vera gott að hafa eins sveigj- anlega samvizku og komm- únistar! Öðruvísi mér á5ur brá! í gær var það tilkynnt, að borin hefði verið fram tillaga um gerðardóm í farmannadeil- unni. Var það sáttanefndin, sem unnið hefir að lausn deilunnar, er borið héfði fram tillögu þessa, og gerði hún það vafalaust. með sam- þykki eða beinlínis að und- irlagi ríkisstjórnarinnar —• þar á meðal kommúnista, en sjávarútvegsmálaráðherra hefir að sögn lagt nótt við dag við að reyna að levsa deiluna. Hér áður fyrr voru kommúnist- ar ekki til viðtals um gérð- ardóm. Þeir töldu, að ekki kæmi til mála að láta slíkan aðiia hafa nein völd, að því er vinnudeilur snerti, og hafa ævinlega barizt hatramlega gegn honum. Nú eru það þeir, sem stinga upp á því, að gcrðardómi verði komið á, og þ'egar Þjóðviljinn sagði frá þessu í gær, var hann því ekki andvígur. Væntan- lega munu kommúnistar því ekki andmæla því i íramtið- inni, ef stungið verður upp á þvi, að notazt verði við þetta nýjasta ráð þeirra í vinnu- deilum. í norsku blöðunum hefur allmikið verið ritað um milli- landakeppnina í kriattspyrnu í Reykjavík á dögunum og er tónn blaðanna yfirleitt léttur, sem von er, eftir sigurför norska landsliðsins. í dagblaðinu „Larvik Morg- enavis“ er viðtal við einn af landsliðsmönnunum, sem fóru til ,,Sögueyjunnar“ eins og Norðmönnum er tamt að kalla ísland. Til gamans er hér birt- ur útdráttur úr viðtalinu: „Víkingaferðin tókst vel á allan hátt, bæði keppnin og ferðalagið“, sagði Thorbjörn Svensson við heimkomuna. „Svo maður byrji nú á endin- um, þá fengum við alveg dá- samlegt veður. Okkur var sagt að svona gott veður eins og við fengum, hafi ekki komið á ís- landi síðustu 40 ár. Sólin skein í raun og veru bæði nótt og dag og okkur leið eins vel og hægt var að hugsa sér. Við fengum ágætt húsnæði og' það vai' hugsað vel um okkur af hinum gestrisnu íslendingum allan tímann, sem við vorum þar. Það voru ferðalög til Þing- valla og til hverasvæða, svo eitthvað sé nefnt og það var veizla eftir hvern kappleik og svo bauð ríkisstjórnin okkur til hádegisverðar einu sinni. | Heimsókn xun borð í Bergensfjord. Ég má ekki gleyma því, að |við vorum boðnir um borð í jBergensfjord, sem kom til Reykjavíkur á férð sirini til 1 Norður-Noregs. Eintómir vell- i ríkir Ameríkanar um borð. Þeir höfðu borgað 10 þúsund d'ollara fyrir 44 daga siglingu. Og svo allt þar að auki sem þeir þurfa að borga, það er ekkert smá- ræði. Þegar skipstjórinn komst að því að við vorum norskir landsliðsmenn bauð hann okk- ur til hádegisverðar. Svo ég víki að kappleiknum. Það var strax auðséð að við myndum vinna leikinn gegn íslendingunum og mér finnst, að við hefðum átt að hafa fleiri mörk í hlutfalli við styrkleika.' íslendingarnir léku af miklum krafti og það sýndi sig líka í leiknum móti Dönum, að ís- lendingarnir höfðu ekki dregið af sér þegar þeir léku á móti okkur. Leíkur Dana gegn ís- ^ lendingum var skemmtilegur og mun betri en leikur okkar. Áhorfendur voru heldur ekki í neinum efa, að Danir myndu sigra okkur. En hinsvegar vor- um við alveg vissir um að sigra Dani, og þannig fór líka. Við unnum með 3 gegn 1, en það hefði ef til vill verið rétt- látara hefðum við sigrað með 4 gegn 1. | Um leikirin gegn Dönum verð ég að segja það, að. ég hefi ekki séð norska landsliðið leika betur en þá. Danirnir virtust líka hissa og þetta kom eins flátt upp á þá og að þeir heíðui fengið kalt steypibað/1 | Hvað um nýja leiltvanginn í Reykjavík? ,,Hann er reglulega góður og það var gaman að vera með að vígja völlinn. Grasvöllurinn er alveg prýðilegur, en svolítið þungur ennþá. Það er búið að byggja áhorfendapalla fyrir 13 þúsund áhorfendur, en full- gerður á hann að rúma 30 þúsund áhorfendur.“ Hvernig er það með bún- ingsklefa og slíkt? „Það er jafn fínt og annað. Við komum þangað daginn áð- ur en keppt var, þá var þar um ,að litast eins og um borð í skipi nokkrum stundum áður en x'eynsluförin hefst. Allt á ring- ulreið. Iðnaðarmenn að vinna allsstaðar. Þegar við komum þangað daginn eftir, var allt komið í röð og búningsherberg- in stóðu tilbúin. Herbergin eru hituð með vatni, sennilega frá hverunum.“ Hvernig er á Islandi í dag? „Það er verðgildi peninga sem gei'ði okkur undrandi. ís- lendingur sem við kynntumst, sagði okkur að hann keyrði brauðbíl og hefði fyrir það 6000 krónur í mánaðarlaun. Beztu sætin á leikvanginum kosta 60 króriur, lítil flaska af gosdrykk kostar kr. 13,50 á veitingastað á íslandi. Okkur fannst alveg furðulegt að rekast á annað eins.“ _______ Skemmtíferðir um næstu helgi. Vcrið við vííjslii S a u i* * bœ jj a 1* k i rkj u. Um næstu helgi efnir Ferða- skrifstofa ríkisins til níu skemmtifcrða uin nærljggjandi sveitir, Á laugax-daginn Verður farið til Krísuvíkur og Kleifarvatns í bifreiðum; farið fi'íðándi frá Varmadal í Mosfellssyeit að Tröllafossi í Hvalfiyði; siglt út í Viðey; og skroppið upp á Akranes, bærinn og- mannvirki þar skoðuð, ekið með Akra- fjalli í Vatnaskóg og hvalstöð- ina á heimleið. Á sunnudaginn verður efnt til hópferðar að Saurbæjar- kirkju í tilefni af-vígslu hennar, sem fram fer þá um daginn. Verður farið með m.s. Akra- borg til Akraness og ékið það- an inn Hvalfjarðárströnd. Einn- ig verður farið með bifreiðum héðan úr bænum á kirkjustað- inn og verið þar við al’nöfnina, eix síðan ekið um Dragháls í Borgarfjcrð og t.il Akraness og fárið þaðan sjóleiðis með m.s. Akraborg til Reykjavíkur. Þá er þriðji ínöguleikinn eftir. sá að sigla upp á Akranes og fara síðastneínda leið úr hinni att- inni og heim um Hvalfjörð og Kjós. Véi'ður mönnum einnig gefinn kostur á því. Lóks veröur á suxxnudagiiin „G. Á.“ skrifaði Bergmáli bréf fyrir nokkrum vikum, og verður að biðja velvii'ðingar á því, að þaö hefur ekki verið birt fyrr. Ástæðan er einungis sú, að það fór undir önnur ski'if á skrif- borði ,,Bei’gs“ og kom ekki í leit- irnar fyrr en eftir langa mæðu. Bi’éfið er á þessa leið: Ávaxtahýði. „Oft hef ég gramizt yfir hirðu- leysi fólks, að því er snertir hýði af ávöxtum þeim, sem fá- anlegir hafa verið i verzlunum hér að undanförnu. Hvar sem maður er á ferð, blasir við manni liýði á götunum, stórir eða smá- ir hýðisbitar eftir ástæðum, og sums staðar liggur það eins og hráviði umhverfis sorpílát, sem sett hafa verið upp á almanna- færi. Hættnlegt. Allir vita, að það er stórhættu- legt að stíga á bananahýði, og vita margir dæmi þess, að bein- brot hafi af hlotizt. Þrátt fyrir þetta má sjá bananahýði hingað og þangað á götum og gangstétt- um. Þó er margfalt meira af appelsínuhýði, og er það hvim- leitt, enda þótt það sé ekki eins hættulegt og bananahýði. Von- andi athugar fólk, hver sóða- skapur er í þessu fólginn.“ Unglingar að vcrki. Eg minnist þess, að ég var ein- mitt staddur niðri á Lækjartorgi' um það leyti, sem „G. Á.“ skrif- aði pistil sinn, og þar var appel- sinubörkur, niðurrifinn í smá- bita, eins og mý á mykjuskán. Manni gat komið til hugar, að einhverjir hefðu bókstaflega gert sér leik að þvi að rífa börk niður og strá honum á þenna fjölfarnasta blett í borginni. Annars munu það einkum vera unglingar, sem eru sekir í þes'su efni, og hef ég þó séð fulloi’ðná fleygja frá sér appelsínuberki einnig. Ekki er það til fyrii'- myndar. Klnkkur SVR. Ragnar skrifar: „Um daginn gerði ég mér leik áð því að ganga á milli sti’ætisvagnanna á torginu, líta inn i þá og athuga, livað klukkan í þeim væri. Nið- urstaða „rannsóknarinnar“ var á þessa leið: 1 tveim af átta vögn um, sem ég leit inn í, var klukk- an nákvæmlega í samræmi - við klitkkuna á torginu, en í hinum skeikaði frá tveim til þrem min- útum upp i þrjá t-íma. Spurning- in er þessi: Væri ekki rétt að selja klukkurnar í vögnunum, i'eyna að fá nokkrar ki’ónur fyr- ir þær frekar en gera 'gys að fólki með því að láta þær ganga i'ammvitlaust?“ Oriðð er laust um klukkurnar. Beiíð um eina rússneski dráttarvél? I þættinum „Spurningnr og svör“ í búriaðarblaðinu Frey cr birt spurning varðandi inn- ! flutning á rússneskum dráttar- |Vélu'nr og svar við henrii: Sp. 32. Vei’ður innflutntngui’ á rússneskum dráttarvélum I , Vor? — J. S. J Svar: Nei. Bifreiðar og land- búnaðarvélar h.f. upplýsir, að beðið hafi verið um eina rúss- neska dráttarvél, en gjaldeyris- leyfi fyrir henni er ófengið, þegar þetta er skráð. i - efnt til ferðar í Heiðmörk og |tveggja skemmtifei’ða út i Við- * ' ' j' .» lú.a

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.