Vísir - 19.08.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 19.08.1957, Blaðsíða 4
VlSIR Mánudaginn 19. ágúst 1957 "VlSIR. D A G B L A Ð ?Mr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsiður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifctoíur blaðsins eru í lngólfsstrætí 3. Rititjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—16.00. Aígreiðsla Ingólfsstrjeti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. .1 Simi 11660 (fimm línur). Útgefandi: BLADAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á mánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Dælustöð hitaveitu í Hlíðar byggð á næstuol Búið að steypa alla aðalstokk- ana og Eeggja í þá jafnöðuni. Skipað í triinaðarstörf. Það er hyeí-ri þjóð kappsmál og mikil nauðsyn, að i sendi- sveitir hennar erlendis og fulltrúalið veljist úrvals- menn, enda mun viðast reynt að búa svo að slíkum starfs- mönnum, að starfsferilj í ut- anríkisþjónustu verði eftir- sóknarverður og hún geti valið inenn eftir hæfileiku.m en þurfi ekki að taka bverj- um sem er. Þótt biðin gt-ti oft orðið löng, er þó jainan framundan hið þráða mark, að verða fulltrúi lands sírur a orlendum vettvangi, verð'a. ialin forsjá s.endiráðs, því aö slikt, er ein mesta trúnaðar- staða, sem hægt er að voiía nokkrum manni, eða svo i mun á þetta litið viðast hja' : þeim þjóðum, sem við þekki-. um eitthvað til. Yel getur yerið^ að eirihver j önnur sjónarmið eigi að ráða, að því er utamikisþjónust'u Islands snertir. Menn getur ' og greint á úm, hvort íslandi sé eins nauðsynlegt og öðrum þjóðum að hafa mjög skel- egga .utamikisþjónustu, því að þjóðin sé hvort sem er svo htil, að hennar gæti aldrei, hvernig sem þeir menn eru, sem til fulltrúa- starfa veljast erlendis. Skai enginn dómur á það lagður hér, hvort þetta er rétt, en það getur vafalaust farið eftir flokkum, hverjum aug- um menn líta þetta, Og er það sennilega flokkaskipt- ingin, sem ræður. Þrívegis hefir það gerzt á rúmu ári, að losnað hefir um sendi herrastöðu fyrir ísland, og þrívegis hefir það einnig skeð, að gengið hefir vc-rið framhjá þeim mönnum, ssm gengið hafa í utanríkisþjón - ustuna og starfað þar leng* á ýmsum stöðum lil að bíjöla' þá þjálfun,'sem nauðsynle^ er til að geta tekið við fór- stöðu sendiráða. Enginn þessara manna hefir verið talin hæ'fur til að gegría því starfi, sem þeir hafa hlotið þjálfun til að inna af hendi. Alltaf hafa fundizt einhverj- ir menn, er hæfari hafa þótt pg.því borið sigur úr býtuni. Leiðiniegar nafngiftir. Almannarómur er rneira skáld cn Shakespeare var einu sinni sagt hér á landi. og þótti mörgum sannmæli. Einnig er vís.t. að almanna- rómur er furðu fundyís á allskonar nafngiftir, svo sem allir vita. Leiðiniegt er hinsvegar, þegar virðulegir aðilar lenda milli tanna al- mennings, eins og til dæmis utanríkisþjónustan nú,' því að svo er nú komið, að hún er vart nefnd annað manna á'meðal en elliheimilið eða ruslakistan. Skýringin á þessu liggur í aug- um uppi. Það er ráðstöfun mikilvægra embætta þess- arrar greinar opinberrar þjónustu með ofangreindum hætti, sem ræður nafngift- um þessum, og koma þær mönnum raunar ekki á ó- vart. Þeir menn, er hafa veri? settir í embætti þessi, cru vafalaust hæfir í störf, sem þeir hafa fengið þjáífun fyrir, en þeir hafa verið t ¦ ¦ i teknir fram yfir áðra menn, er hafa margfalda hæfileika . fram yfir þá í utanríkisþjón- I ustunni, og verða sennilega að vinna fiest verkin fyrir þá. Og svo getur farið, að erfitt verði að fá góða menn í ¦ utamikisþjónustuna, framavonin verður engin. ef og starf. Síðustu embættaveiti.ngar rík- isstjórnarinnar ¦ að því er utanríkisþjónustuna snertir benda ótvírætt til þess, að stjórnin vill gera tvennt í • senn: Hvíla aldna stjórn- málamenn og láta þá hafa nokkuð fyrir stafni. Sé það tilgangurinn, er vaí'alaust hægt að fara aðra leið en að misb.ióða öðrum mönnum, er eiga rétt á þeim stöðum: sem -hinir.öJdnu stríosiákar éru • settir í:'Það mætti til dæmis | hugsa sér, að þreyttum al- þýðuflokksmönnum væri út-' veguð vitavarðastörf á ann- nesjum. Þar sem tæki eru flest sjálfvirk er starfið létt, en enginn efást um mikilvægi þess — og auk þess nóg tóm til að hugsa um landsins gagn og nauðsynj- ar. Og vafalaust gerði ekki til, þótt vitavörðurinn hefði aðstoðarmann, svo- að hann misstl ekki svefn á stbrma- : sömum - nóttum, þegar sér- staklega þarf að fylgjast með því, að öll tæki sé í lágí. Iíeykjavíkurbær hefur fyrir hönd hitavcitunnar ákveðið að ganga að tilboði í dælur, stjórn- tæki ag annaii útbúnað fyrir væntanlega dælustöð hita-i veitunnar í Hlíðahverfi, og er tilboð þetta frá þýzkri verk- smiðju. Jafnframt hefur bæjarráð falið þeim Helga Sigurðssyni hitaveitustjóra og Jakobi Guð- johnsen verkfræðingi að ganga endanlega frá samningum og kaupum á þessum tækjum. Hefur gjaldeyrisleyfi fengizt fyrir þeim, en greiðslu heimild er enn ekki fyrir hendi. Nýlega kom hingað til lands þýzkur verkfræðingur frá verk- smiðju þeirri sem selur hingað dælurnar og var erindi hans að kynna sér aðstæður allar hér heima. Dvaldi hann hér í' viku og var mjög\ hrifinn af hita- veitunni og framkvæmdum bennar öllum. Dælustöð í Drápuhlíð. Samkvæmt uppiýsingum:sem Vísir hefur fengið hjá hita- veitustjóra og verkfræðingi hans er nú þegar búið að grafa fyrir grunni dælustöðvarhúss fyrir Hliðai-hverfið, er verðu í Drápuhlíð 14—16. Verður bygging stöðvarinnar boðin út á næstunni. Hlutverk dælu- stöðvarinnar er fólgið í því að dæla heita vatninu, sem verður tekið úr aðalæðinni uppi á Golf- skálahæðinni og leitt í sérstök- um stokk og jarðgöngum niður í dæíuhúsið, þaðan út til hús- anna i hverfinu . og frá þeim aftur. Þegar vatnið hefur. farið sína hringrás um húsinu verður því dælt upp i hitaveitugeym- ana á Öskjuhlíð, þar blandað sjóðheitu vatni, er fellúi- síðan 80—85 stiga heitt um bæjar- kerfið. Með þessu móti. nýtist vatnið og hitinn til fullpustu, enda þótt stör hluti bæjarins er ekki naut liitaveitu áður verði hennar nú aðnjótandi. Þess má geta. að þetta er mikið og dýrt mannvirki og m. a. kostar hver metri í jarð- göngunum sem steyptur var fyrir aðalhitaveitustokkinn frá Glofskáiahæðir.ni röskar fjögur þúsund krónur. . Búið er að steypa megnið.af götustokkuriumvog leggja jafn- óðum í þá. sýo hægt sé að ganga frá þeim-' í götunum jafnharðan.. .¦ ,' Dælustöðm sjálfvirk. Dælustöðin i Drápuhh'ðverð- ur algerlega sjálfvirk, þannig að ' þar þarf engan mann að staða-ldri) aðeins eftirlitsmann til þess að smyrja vélarnar og líta eftir þeim endrum og eins. Hvenær heitavatninu verður hleypt á Hlíðahverfið er ein- göngu'háð því hyenær vélarnar og stjórntækin koma til .lands- ins og hvenær greiðsluheimild fæst fyrir þaim. Ber brýiía nauðsyn til þess að þessum írairikvæitidum verði hraSað fyrir veturinn, því annars gæti farið svo að allir stokkarnir sem búið er að steypa, eyðilegg ist með öllu, auk þess sem vinnan við þá yrði öll unnin fyrir gýg. Hættan er fólgin í því að ef höið frost gerir áður en hitinn kemst í stokkana þá getur þrýstingurinn frá hin- um frjósandi jarðvegi molað dælustokkana og eyðilagt þá. • Er nú svo komið að Hliðabú- ar fá eygt hitaveitu í hús sín áður en langir tímar líða. Vandaður bíil á Víkurleið. I gær var vígður á íslenzkum vegum einhver vandaðasti og dýrasti áætlunarbíll, sem kom- ið hcfur hingað til lands til þessa. Er hann af þýzkri gerð, tek- ur fjörutíu og tvo farþega og er eign Katfpfélags Skaftfellinga í Vík í Mýrdal. Af tilefni þessa bauð kaup- félagsstjóri Kaupfélags Skaft- fellinga, Oddur Sigurbergssori', blaðamönnum og fleiri gestum í reynsluferðina og var farið austur í Vík og þaðan til baka aftur eftir talsverða viðdvöl í Vik. En á þeirri leið á þessi á- ætlunarbíll að vera. Kaupfélagið í Vík hefur nú keypt séiieyfin, bílana og veit- ingahúsið af Brandi Stefáns- syni, hinum kunna ¦ garpi, og verður sonur hans, Jóhannes, bílstjóri á hinum nýja áætlun- arbíl. Á þá Kaupfélag Skaft- fellinga 18 bíla. Hinn nýi og vandáði áætlun- arbíll reyndist ágætlega í þess- ari fyrstu ferð. Móttökur kaup- félagsstjórans, Odds Sigurbergs sonar voru hinar ágætusut, veitingar stórmannlegar, en auk þess lét hann aka með gest- ina upp í Reynisfjall og austur að Hjörleifshöfða. Lagt var af stað klukkan tæplega tíu í gær- morgun, en komið í bæinn kl. um 3 í nótt. Borgarstjórinn þorpari. var ítalska lög:reglan tók fyrlr nokkru höndum borgarstjór- ann í þorpinu Roghudi, fert- ugan itiami. Hannvar sakaður um að hafa rænt kennslukonu þorpsins, 28 ára, og falið hana í helli) uppi í f jöllum í Kalabriu. — Þegar málið kom fyrir rétt í Reg'gio afturkallaði Franc- esca Zavattieri kennslukonu fyrri yfirlý&ingii, er var þess efnis, að Iiiiii vildi giftast Pié: tro Nucera borgarstjóra. Kvaðst bún hafa lý"st Jiessu yfir, er hún fannst í hellinuhi, af því að hún óttaðLst hefnd gagnvart sér eða fjiilskyldu sinni. Eg féllst aldi'ei Á, að „lata ræna mér, né lui ;uVi £g að giftast boiium", sagði Francesca, Eftirfarandi bréf barst blað- inu í fyrradag frá konu hér í bænum, sem er algerlega sam- mála „Borgara" um happdrætt- in. „Eg las í „Bergmáli" í dag um happdrættafarganið, ég er al- veg sammála „Borgara" og mér finnst stóru vinningarnir alltof fáir. MótfalILn stóru vinning'unum. Eg væri afár glöð að vinna 50 þúsund vinning, en 500 þúsund vinningur kæmi mér alveg úr jafnvægi, fyrir utan það; að láta auglýsa sig sem eiganda slíkra auðæfa. 500 þúsund kr. vinning- ar mundi gjörbreyta lífi þess sem fengi hann og mér finnst það hreint og beint ábyrgðar- hluti og ég er viss um, að það væri miklu vinsælla að liafa fleiri og smærri vinninga, lika meiri líkur til að vinna eitthvað. Smærri vmningar gætu lrjálpað inörg-um. 50 þúsund kr. gætu hjálpað mörgum úr kröggum, en það er alls ekki hollt f>T.ir menn að fá meira fyrirhafnarlaust upp í hendurnar. Eg held að margir séu mér sammála. Margir sammála. Það er alve|^Niþarft að full- yrða, að þessi kona mælir fyrir munn margra. Blaðinu hafa þeg- ar borizt íleiri bréf i þessum dur og eins hefur fólk hringt, og lát- ið í ,ljós sama álit og höfundur bréfsins. Að því ér virðist leggst almenningsálitið hér á sörnu sveif, og væntanlega taka for- ráðamenn stóru happdrættanna óskir almennings til greiria. — Engu verður umþokað í þessu efni fyrr en með byrjun næsla „happdrættisárs", en þá gefst tækifæri til að verða við skyn- samlegum og sanngjörnum ósk- um„manna, án þess að hagur happdrættanna þurfi neitt að versna við það. Enginn gar&ur fékk 1. verólaun í ár. Dómiiefnd Fegrunarfélags Reykjavíkur hefiu* hú orðið sam- mála um, að enginn Jieirra val fegiirsta skrúðgarðsins í garða, sem til greina kqma við Reykjavík 195" skari það fram úr að mögulegt sé að gera upp á inilli þeirra. Þess vegna leg.gur nefndin til. að enginn skrúðgarður vefði til- nefndur sem iegursti garður árs- ins. Hinsvegar hefur dómnefndin verið sammála um, að þessir garðar séu nú fegurstir: Langholtssókn: að Laufskála við Álfheima. Bústaðasókn: að Hólmgarði 10. ; - : Nessókn: á Kvisthaga 23. Dómkirkjusókn: að Sólvalla- götu 28. Hallgrímssókn: að Miklubr. 7. Laugarnessókn: að Sigtúni 53. Háteigssókn: að Blönduhlíð 28. Sérstaka viðurkenningu fyrir ötult starf að innflutningi nýrra tegunda blóma og runna hlýtur frú Sigríður Benediktsdóttir, Sól- eyjargötu 31. Dómnefndina skipuðu þau frú Aðalheiður Knudsen, Björn Krist ófersson, formaður Félags garö- yrkjiimanna, og Hafliði Jónsson, garðyrkjuraðunautur, ¦ og ¦ var hann formaður neíndarinnar.-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.