Vísir - 22.08.1957, Blaðsíða 5

Vísir - 22.08.1957, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 22. ágúst 1957 Ví SIR Axel Thorsteinson: Heimsdkn í Calder Hall í Cumberland. Þar var garð fyrsta mikia tiiraunin í heim- inum tii framleiðslu rafmagns úr kjarnorku Að kvölcli föstudag-sins 21. júní Högrðum við fréttamennirnii’ af stað frá Lundúnum i nætuiiest áleiðis til Seascale, sem er á norðurströndinni milli Anglesey og' Liverpool, en þar til norð- vesturs er eyjan fornfræga, Mön á Irlandssjó. — í þessari ferð skyldi skoða Calder Hall kjarn- orkustöðina. Er til Seascale var komið kl. rúm.Iega 8 að morgni var haldið rakleitt til Scawfell-gistihúss og sezt að morgunverði. Áttum við góða stund á þessum kyrrláta og fagra sumardvalarstað við sjó frammi. Þaðan var svo haldið á járnbraut til Sellafield og ekið baðan i bifreiðum til Calder Hall, nállægt Windscale í Cumberland. Kjarnorkuöld. Við vorum þarna á vegurn kjarnorkumálastjórnar Bret- lands (The United Kingdom At- pmic Energy Authority) og tóku helztu sérfræðingar þeir, sem í Calder Hall starfa, á móti okk- ur í Sellafield. Af mnnd þeirri, sem hér er birt fá menn allglögga hug- mvnd um stöðina, eins og hún blasti við augum okkar, á leið- inni frá Sellafield, með sínum margbrotnu og mikilfenglegu rnannvirkjum, er úr fjarlægð- inni vekja mann til nýrrar um- hugsunar um, að kjarnorkuöld er upp runnin, með stórkostleg- itstu tækifærunum, sem hlotnast hafa, með beizlun kjarnorkunn- ar, til framkvæmda, er gætu ger- breytt högum mannkyns og orð- ið því til blessunar. Á hinu leit- inu er svo sú hætta, að kjarn- orkan verði notuð til tortíming- ár, leiði meira böl yfir mannkyn en sögur fara af, þvi að margra sérfróðra manna ætlan, vofir eyðing mikils hluta heimsbyggð- arinnar yfir, ef til kjarnorku- styrjaldar kæmi. Til slíks kemur þó ekki. ef lialdgóðar reynast bær \’onir þjóðanna, s.em byggj- ást á fyrirætlunum um samstarf til friðsamlegrar hagnýtingar kjarnorkunnar. Radioisotopar. Bretland er sem stendur mesti framleiðandi radioisotopa í heim- inum. Dr. Seligman, forstjóri ísóptopa-deildarinnar í Harwell, skýrir_ s.vo frá, að útílutningur isótopa frá Bretlandi 1954 hafi verið meiri en frá öllum öðrum löndum samanlagt. Útflutningur þeirra frá Harwell og Amersham hefur aukizt stöðugt frá 1947 og var framleiðslan komin upp í 22.000 1956, að verðmæti 483.000 stpd. Þar af fór !á til útflutn- ings. Notkun þeirra í brezkum iðnaði er sivaxandi, — stöðugt virðast opnást nýir möguleikar til notkunar þeirra á því sviði, og sömuleiðis við ýmiskonar rann- sóknir á sviði landbúnaðar. Kjarnorkan til rafmagnsframleiðslu. Þar hafa Bretar forystu. Hinn 26. jan. 1953 tilkynnti brezka stjórnin að til íhugunar væru á- form um að koma upp kjarn- orkustöð til rafmagnsíram- leiðslu (prototype atomic power Station)'. Það var því næst til- kynnt, að slík stöð yrði reist í Calder Hall og vinnan hófst sumarið 1953, en hinn 1. marz var tilkynnt ákvörðu.nin um að koma á fót kjarnorkustöð í til- raunaskyni til rafmagnsfram- leiðslu, í Dounray, Caithness, Ekotlandi, og í febrúar 1955 var birt hin mikla kjarnorkuáætlun stjórnarinnar, en samkvæmt henni skyldi reisa á fyrstu 10 ár- unum (1955—1965) 12 kjarn- orkustöðvar til rafmagnsfram- leiðslu og verja til þess 300 millj. stpd. Gert var ráð fyrir, að raí- magnsframleiðslan mundi nema frá 1500—2000 megaw. 1965. Raforkujrörfin. í hinni opinberu skýrslu um þessi mál var gerð grein fyrír vaxandi rafoi’kuþörf landsins. Talið var að raforkustöðvar landsins myndu þurfa 65 smá- lestir kola, eða jafngildi orkunn- ar i þvi kolamagni 1965, og 100 millj. smálesta 1975, miðað við 40 millj. smál. 1955. Það sem á hefur vantað til þessa hefur fengizt með auknum innflutn- ingi olíu, og sumar hinna nýrri raforkustöðva eru útbúnar með tvennskonar vélum, svo að hægt er að nota ýmist kol eöa olíu. En gert er ráö fyrir svo mjög vax- andi orkuþörf, að aukin kola- framleiðsla mundi hvergi nærri duga né aukinn olíuinnflutning- ur. og væri því sérstök þörf á því i Bretlandi, að gera eins stórt „Calder A“-hlutiiui í fullri notkun. átak og frekast væri unnt til hagnýtingar kjarnorku til raf- magnsframleiðslu. Fyrsta tilraunin í stóruni stíl. Með kjarnorkustöðinni til raf- magnsframleiðslu i Calder Hall er gerð fyrsta tilraunin á Bret- landi — og að því er vitað er i öllum heiminum, til þess að nota kjarnorku til rafmagnsfram- leiðslu í stórum stíl. 1 maí í fyrra var stöðin farin að framleiða rafmagn til eigin þarfa, og smám saman voru færðar út kviarnar. Fyrri hluti þessarar miklu kjarnorkustöðvar (Calder Hall A) var opnaður af Elisa- betu drottningu 17. október 1956. 1 henni eru tveir kjarnorkuofnar (reactors). Raforkuframleiðslan nemur 92.000 kw., en með síðari hluta stöðvarinnar (Calder Hall B) eykst framleiðslan upp í 184 000 kw. Sá hluti stöðvarinnar verður fullbúinn 1958—59, og af því magni fara 150.000 kw. inn í landskerfið (írá Calder Hall A 65.000 kw.). Rafmagn framleitt úr kjarnorkú er ekki talið munu verða dýrara en úr kolakyntum raforkustöðvum. • Yfir 20 kjamorkuofnar. Kjarnorkúmállastjórnin hefur nú komið upp 21 kjarnorkuofni að meðtöldum þeim sem eru í smíðum. Tveir eru í Windscale til framleiðsslu á plutonium, fjórir í Caldér Hall, og fjórir í Chapel Cross, Skotlandi. Þeir eiga að framleiða plutonium og rafmagn frá þeim verður leitt inn i landskerfið. Hinir eru i til- raunastöðvum, en frá stöðinni í Dounray verður leitt nokkuð raf- magn inn í landskerfið. Aðeins á valdi sérfræðinga. Það er að sjálfsögðu ekki á minu valdi, að lýsa stöð sem Calder Hall, því að til þess þarf mikla sérkunnáttu, og hætti ég mér ekki út í það, en vildi benda á nauðsyn þess, að þróuninni á þessu sviði verði meiri gaumur gefinn hér en hingað til, og fróð- leiksfúsum almenningi gefinn kostur á, að fylgjast sem bezt með þróuninni á þessu sviði,. og þá fræðslu verður að fela þeim mönnum, sem hafa þá sérþekk- ingu, er til þess þarf. Þá er vert að geta þess, að á Bretlandi hafa mörg fjársterk fyrirtæki sameinast til rann- sókna og átaka á þessu sviði. Þeirra meðal rafmagns- og véla- framleiðslufyrirtæki, eins og Associated Electrical Industries og John Thompson Ltd! í Wol- verhampton, er stofnuðu saman AEI — John Thompson Nuclear Engergy Co., til að framleiða kjarnorkuvélar og koma upp að fullu kjarnorkustöðvum á Bret- landi, og vafalaust fi'amleiða vél- ar til útflutnings — General Ele- ctric Co. og Simon Carves, (iðn- fyrii-tæki í Stockport), sem fram- leiðir vélar í efnaverksmiðjur, katla og hitabreytitæki, og enn má nefna Nuclear Power Plant Co., sem var stofnað í samein- ingu af 8 félögum. Enn má nefna þessi kunnu félög og fyrii’tæki: English-Electric og Wilcox-Tay- lor Woodrow samsteypuna, Imp- erial Chemical Industries Ltd., Mitchell Engineering Co. í Lond- on og Peterbórough, Vickers- Ai’mstrong, Rolls Royce og Fost- er Wheeler og Hawker Siddeley samsteypuna, sem hefur með höndum rannsóknir varðandi fi-amleiðslu kjarnorkuhreyfla í flugvélar. Allt á liröðum framfaraveg'i. Allt er á hi’öðum framfaravegi — í öllum iðngi’einum er skygnst um af séi’fi’óðum mönnum, og þi’eifað fyrir sér — alls staðar j virðast möguleikar fyrir hendi j -— til þess að nota hina nýju 1 þekkingu og reynslu, sem menn eru að öðlast með í’annsóknum sínum á kjarnorkusviðinu, er hið opinbera, fyri’nefnd félög og i ótal mörg önnur vei’ja hundruð- um milljón til. Hin friðsam- lega hagnýting kjarnorkunnar boðar nýja tíma og bættan hag. Ef vel tekst til um samstarf i þjóðanna í þessu efni munu hin- ! ar smærstu njóta góðs af hinni nýju þekkingu. Verdensrevyen, scgir fréttir úr heimi skevimtanalífs og kvik- mynda. — NA, nor'ska myndablaðið, er hlið- stœtt Billedbladet. .. Norsk ukeblad, fjölbreytt heimilisblað, flytur margar skemmti- legar greinar og sögur.. Kvennasíða, drengja- síða, myndasögur, Aiidrés önd o. fl. í sein- ustu blöð ritar Ingrid Bergman framhalds- greinar um líf sitt og starf. Rlaðaturninn Laugavegi 30 B. BEZT AÐ AUGLÝSAIVÍSI Stjórnandi, sem vill fá oltu. Hann og forfeður hans hafa lengi deilt við imaminn. í Mið-Austurlöndum eru til tvær tegundir af stjómendum — þeir sem eru rikir af olíu og þeir sem vilja verða rikir af olíu. Soldáninn Said bin Taimur, þi;ettándi maður af konungsætt- inni í Muscal og Oman er í síð- ari hópnum. Brezka stjói’nin og bandai’isk oliuflög hafa sams- konar vonir og það gerir vanda- mál hans ei’fitt og áríðandi. Þetta var ein af ástæðunum til þess að soldáninn bað sína góðu vini í flugher Breta að ráðast á vii’ki imamsins í Oman, Chalib bin Alis sheiks. Bi’etar og olíufé- lagið i Irak hafa i tvö ár verið að leita að oliu i Oman. Soldáninn og forfeður hans hafa átt í ei-jum við imaminn og til þess að halda honum í skefj- urn. En í þetta sinn var það ekki nægjanlegt. Omansbúar hafa hingað til haft gamaldags rifla, en nú hafa þeir fengið sjálfvii’k' vopn — og hafa sumir haldið því fram að þau hafi komið yfir eyði mörkina frá Saud í Saudi Ara- bíu. Olían gæti lapazt. Ef imaminn vinnur- að þessu sinni, gæti soldáninn og Ii’ak- félagið misst olíuna en félagið er rekið af Rretum þó að Frakkar og Bandaríkjamenn séu þar hlut- hafar. Bretar vonast eftir stórri uppsprettu. á þægilegum stað, t. d. austurodda Arabiu, sem hægt: er að verja, í stað olíulindanna við KuWait og Bahr-ein, sem eru illa settar innst við Pei’saflóa. Soldáninn skilur allt þetta. Hann er menntaður í Baghdad og á Indlandi meðan Bretar réðu þar enn í’íkjum og talar ensku eins og menntaður Indverji. Soldáninn veit, að ef hann og Bretar tapa Oman, geta hann og Bretar ef til vill líka tapað vin- inni Bui’aimi, sem er hernaðai’- lega mikilvæg og þá gæti kom- ið í’öðin að 7 litlum hei-radæm- um, sem Bretar stjórna fyrir norðvestan hann. Þá væri stjórn Breta á Kuwait og Bahi’ein í hættu og allur Pei’saflói gæti fallið í hendur Saud konungi og ei’indrekum Gamels Abdels Nass er.s, forseta Egyptalands. Soldáninn veit, að fyrir gettir komið að Bretar tapi og að hugs- ast getur að engin olia sé í Om- an og hann bíður átekta. Við ströndina í suðui’héraði hans, Dhofai’, eru tvö Banda- ríkjafélög og hafa leyfi til að leita að oliu. Það getur verið að hann hafi ekki farið þangað í ár af því að hann hafi búizt við vandræðum í Oman, en annars er ástæða fyrir hann að fara þangað frá hinum ofsalega hita í Muscat, þvi að loftslagið er miklu betra í Salala, sunnan til í Dhofar. Þó að hann eigi Chryslerbíl, SIMt Z-41-44

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.