Vísir - 28.08.1957, Blaðsíða 7

Vísir - 28.08.1957, Blaðsíða 7
Miðyikudaginn 28. ágúsj; 1957 Vf SIB * k f f |gatha | HRVST1E tfilar ItiUt lifflja tii... 5 toara gaman að því.“ Síðan sagði hún Edward alla söguna, af eftir- Jhermum sínum og viðureign við Greenholtz á eftir, en Edward frestaði för sinni á vinnustað á meðan. „Þér eruð stórkostleg leikkona, Viktoria," sagði Edward. „Þér rettuð að vera starfandi við leikhús." Viktoria brosti við lofinu, en benti Edward svo á, að hann yrði að hraða sér á fund húsbónda síns, til þess að hann yrði ekki rekinn sjálfur. „Rétt er það,“ svaraði hann, „því að mér mun ekki veitast eins auðvelt að fá vinnu og yður. Það hlýtur að vera gott að vera vel að sér í hraðrrtun," bætti hann svo við, og Viktoria heyrði ekki toetur en að öfundar gætti í röddmni. „Satt að segja er ég alls enginn snillingur á því sviöi,“ sagði 'Viktaria, sannleikanum samkvæmt, „en til allrar hamingju er lítill vandi að fá vinnu við hraðritun eða vélritun, ef maður gerir ekki of háar kaupkröfur. En hvað staríið þér annars? Eg geri ráð fyrir, að þér haíiö verið í hernum á stríðsárunum." „Já, ég var orustuflugmaður. Flugherstjórnin er okkur ákaflega hjálpleg við að utvega okkur vinnu, en sannleikurinn er sá, að rið erum eiginlega engin gáfnaljós, enda var þess ekki þörf i flughernum. Eg var settur í skrifstofu, þar sem ég átti að glíma viö alls konar tölur, og ég reyndist ónothæfur. Við sliku er víst ekkert að gera. En manni bregður talsvert í brún við- að uppgötva það, að maður er liðónýtur." Viktoria kinkaði kolli með samúð og hann hélt áfram: „Eg hafði engan grun um það, meðan ég var í flughernum, því að ég fékk meira að segja heiðursmerki fyrir vasklega framgöngu. Jæja, ég verð víst að halda áfram, en væri það mikil frekja — mig langar ákaflega til — mætti ég biðja yður ...“ Viktoria rak upp stór augu, og þá tók hann fram litla myndavél. „Mætti ég taka mynd af yður?“ spurði hann. „Eg fer nefnilega til Bagdad í fyrramálið.“ „Til Bagdad?“ sagði Viktoria, og varð sýnilega fyrir miklum vonbrigðum. „Já. Úr því sem komið er, vildi ég helzt ekki fara, þótt kominn væri mikill ferðahugur í mig í morgun.“ „Hvers konar vinnu hafið þér fengið þar?“ „Æ, hún er nú af leiðinlegra taginu. Hún er öll í sambandi við toókmenntir, menningu og þess háttar. Húsbóndinn heitir dr. Rathbone, og hann er í óteljandi fínum féiögum. Hann ætlar að fara að opna bókabúð í Bagdad, eins og víðar, og svo lætur hann þýða Milton og Shakespeare og önnur skáld á alls konar hrogna- inál. Þetta er barnaskapur, og svo held ég, að Brezka menningar- ráðið hafi somu störf með höndum. En þetta er að minnsta kosti launað starf, svo að ég þarf ekki að kvarta." „Og hvað eigið þér eiginlega að gera?" spurði Viktoria. „Eg á víst að vera eins konar þeytispjald hjá karlinum, sjá um alls konar smáatriði fyrir hann, meðal annars bókasendingar og þess háttar. Þegar komið verður til Bagdad, á ég víst að verða allra vinur, því að ætlunin er að sameina allar þjóðir. Þetta verða vafalaust meiri leiðindin." Viktoria gat ekki huggað hann að neinu ráði, svo að Edward kom aftur að fyrra efni: „Væri yður sama, þótt ég tæki vanga- mynd af yður og svo aðra beint að framan'— já, þetta var ágætt ...“ Hann smellti tvisvar af myndavélinni, og Viktoria var hin ánægðasta eins og ungra stúlkna er siður, þegar karlmenn veita þeim eftirtekt. „En það segi ég satt,“ mælti Edward, „að mér þykir fyrir því að vera að fara, þegar ég hef einmitt hitt yður. Mig langar til að hætta við allt saman, en það kemur víst ekki til mála.“ „Þetta «r kannske ekki eins leiðinlegt starf, og yður grunar,“ sagði Viktoria. „Ne-ei,“ svaraði Edward hugsi. „Það skrítna er bara, að ég hef það einhvern veginn á tilfinningunni, að ekki sé allt með felldu við þetta ... Já,“ hélt hann áfram, er Viktoria leit spyrjandi á hann, „en ég veit ekki, hvað þessu veldur — mér finnst það bara einhvern veginn.“ „Haldið þér kannske, að karlinn — þessi dr. Rathbone — sé ekki sá, sem hann þykist vera?“ spurði Viktoria. „Eg skil ekki, að hann gæti villt þannig á sér heimildir. Eg vona, að hann sé heiðarlegur í alla staði, enda er hann meðlimur i alls konar vísindafélögum, og umgengst erkibiskupa og alls konar slíkt stórmenni. Nei, ég hef þetta aöeins á tilfinningunni — jæja, það kemur vafalaust i ljós með tímanum. En verið þér nú sæl. Ég vildi óska, að þér slægjust í hópinn.“ „Sama segi ég,“ svaraði Viktoria. „Hvað ætlið þér annars að taka til bragðs, úr því að þér eruð nú búin að missa -atvinnuna?“ spurði Edward. „Eg fer bara til ráðningarskrifstofu St. Guildrics, og reyni að fá þar aðra stööu,“ mælti Viktoria, og var allt í einu orðin al- vörugefin aftur. „Jæja, ég verö að kveðja, þótt það sé eins og Frakkar segja, aðj deyja að nokkru leyti,“ sagði Edward. „Þeir vita, hvernig þeir eiga að koma orðum að hlutunum. Það er dæmalaus vitleysa, þetta orStak okkar Englendinga — að maöur flnni sætan sársauka við skilnaðinn." „Góða ferð, Edward, og gangi allt vel.“ „Eg get vist ekki búizt við því, að þér hugsiö nokkru sinni um m'g aftur.“ „Jú, það mun ég vissulega gera “ sagöi Viktoria. „Þér eruð svo frábrugðin öllum stúlkum, sem ég hef nokkru sinni séð áður — ég vildi bara óska ...“ Kirkjuklukka sló stund- arfjórðungshögg og Edward tók viðbragð enn einu sinni. „And- skotinn — ég verð að taka á sprett ...“ Hann gekk hratt á brott, og var brátt horfinn í manngrúa Luhdúnarbörgar, en Viktoria sat eftir á bekknum, niðursokkin í hugsanir sínar. Hún tók eftir því, aö hugleiðingar hennar voru aðallega tvenns konar. Hún hugsaði aö nokkru leyti um Romeo og Júlíu. Hún sá ekki betur en að líkt væri ástatt fyrir henni og Edward og þeim ógæf.u- sömu elskendum, enda þótt Rómeó og Júlía hafi ef til vill komizt betur að orði í samræðum sinum. En aðstaða þeirra var alveg eins. Þau hittust óvænt, löðuðust samstundis hvort öðru, fengu ekki að njótast, urðu að skilja, þótt hjörtu þeirra ætluðu aö springa, Og Viktoria sá, að ef eitthvað ætti að gerast í þessu máli, yrði hún að hafa frumkvæðið. Annars mundi engin breyting verða. Þegar hún var búin að komast að þessari niðurstöðu, spratt hún á fætur, burstaði brauðmylsnu af pilsi sinu, og gekk hröðum skrefum út úr garöinum. Förinni var heitið til Gowan-strætis. Viktoria var nefnilega búin að taka tvær ákvarðanir. Önnur var sú, að hún ætlaði sér að klófesta þenna unga mann, af því að hún elskaöi hann. Hin var sú, að hún ætlaði að komast til Bagdad sem fyrst, af því að þessi ungi maður hlaut að verða þar í náinni framtíð. Um- hugsunarefni hennar var þess vegna það, hvernig ,hún gæti hrund- ið þessu í framkvæmd. Viktoria var ekki í neinum vafa um það. að sér mundi takast þetta með einhverju mó.ti. Hún var bjart- sýn að eðlisfari og einbeitt, ef í það fór. „Eg verð,“ sagði hún við sjálía sig, „að komast til Bagdad með einhverjum ráðum.“ • •V ij k*v*ð*i*d*v*ö«k*u*n*n*l Sú prédiku.n, sem frá sálinni kemur, fær mestu áorkað á sálina. — Fuller. ★ Dauðinn er sá gullni lykill, sem opnar höll eilífðarinnar. Milton. ★ Montgomery lávarður hefir sagt sögu um herdeild sína, sem kvartaði yfir því, að kexið væri allt of þurt og gamalt.. — Lofið mér að bragða á því, piltar, sagði Montgomery og þegar hann hafði tuggið það vandlega sagði hann: — Heyrið mig, piltar mínir. Eg finn ekkert að þessu kexi. í>að er meira að segja ágætt. Hvers vegna haldið þið, að það sé svo gamalt? — Ja, það er nú saga að segja frá því. Þegar við opnuðum eina dósina, fundum við rniða jnni í henni frá stúlkunni, sem þaíði raðað í hana og á miðan- um stóð; — Gangi ykkur vel, piltar. — Og gjaldið nú bölv- uðum Búimum rauðan belg fyr- ir gráan. ★ Þegar kaupsýslumaðurinn hafði „gert upp“ urp mánaða- mótin .taldi hann í peningakass anum og sagði örvinglaður: — Ekkert botna eg: í þessu: Það eru 150 krónur eííir í kass- anum. Hver af lánardrottnum gettur það verið, sem, eg, heft gleymt. ★ Enginn vitur maður hefir nokkru sinni óskað éftir að vera ýngri. — Svift. ★ Fertugsaldurinn er elli æsk- unnar; fimmtugsaldurinn er æska ellinnar — Victor Hugo. ★ Strax og kunningjarnir fara að hafa orð á því við einhvern ’mann, að hann sé unglegur, get- ur sá hinn sami verið þess full- viss, að þeim finnst hann vera farinnn að eldast. — Washing- ton Irving. ir Eftir því sem við eldumst, verðum við hvort tvegja í senn, kjánaleg'fi og vitrari. — La Rohefoucauld. C & Sumufki -TARZAN — 2131 Kúlurnar komu í vatnið. alls •staðar sór l vatnið. En hann var of seinn, hann gæti'kafað. Cross rak upp ill-i bessi aumi fiskur sleppur ekki, hve? umhverfis Tarzan; scm skildi að ekki. þ.ví hann varð' fyrir. fcúlu áður, en glrnislegröskur og.kallaði: Flýttu þér, jam-hann er.. var um annað að gera en að. henda

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.