Vísir - 31.08.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 31.08.1957, Blaðsíða 4
VÍSIR Laugardaginn 31. ágúst 1957 Páll S. Pálsson, hæstarétt- arlöginaður, flutti í sunmr í útvarið um heimanám barna. Par sem slíkt snerth’ mikinn fjöhía lieimila, og yngstu böniin hef ja nú einmitt skóla- göngu eftir helgina, liefur Vísir farið þess á leit við höf- uiHlinn, hann heimilaði blaðinu birtingu á erindinu, 1 og hefur hann góðfúslega orð- | ið við þeim tilmælum. Eg hef fallizt á, (með hálfum Ihug þó vegna hinna mörgu, er á mál mitt hlýða og betur vita), að flytja nokkrar hugleiðingar um heimanám barna, frá sjónarmiði mínu sem foreldris, þar sem ég á fjögur börn á skólaskyyldu aldri, nokkur enn yngri og fékkst þar að auki við barna- kennslu endur fyrir löngu. Það, sem hér verður sagt, mið- ast við aðstæður hér i Reykja- vik. Svipað mun eiga við í öðr- am kaupstöðum og kauptúnum. Hins vegar er hætt við að það, sem hér verður drepið á, eigi að- eins við aðlitlu leyti i sveitum. Fyrsta vandamálið: Eesturinn. Fyrsta vandamál okkar for- eldranna í sambandi við heima- nám barna er lestrarnámið, en það er undirstaða fyrir öllu síð- ara námi barnsins. Þetta vita all- ir foreldrar og þvi er eigi að undra þótt við viljum leita svars við þeirri spurningu, hvernig toezt verði tryggt að barnið verði fluglæst eins og það er kallað. Þetta spjall mitt hér, um heimanám barna, er miðað við toarnaskólaárin, þ. e. þegar börn- Sn eru 7—12 ára, en þó get ég ekki stillt mig um, vegna lestr- arnámsins, að minnast á heima- nám barna á því sviði, áður en skyldunámið hefst. Reilt um aðferð. Sérfræðingum kemur illa sam- an um, hvernig lestrarnámi barn- ^ anna skuli hagað. Er þess ^ skemmst að minnast, er miklar blaðadeilur urðu um það, hvort réttara væri að nota svonefnda stöfunaraðferð eða hljóðaðferð við lestrarkennslu. Báðir deilu- aðilar höfðu nokkuð til síns máls, og sennilega er bezt að tolanda þessum aðferðum saman, til þess að sem skjótastur árang- ur náist. En það er að líkindum ekkert álitamál, að ef börnin, eiga að læra að lesa að einhverju leyti eða öllu á heimilum foreldra sinna, þá er gamla stöfunarað- ferðin, sem flestir núlifandi for- eldrar á íslandi hafa lært að lesa eftir, sú eina aðferð, sem getur komið til greina við heimanám toarna í lestri. Að læra fyrst lieiti stafanna, læra síðan að kveða að og loks að lesa heil orð og setningar, stöfunaraðferðin, er seinleg að- ferð, en hún er örugg og hefur þann kost, að börnunum verður orðmyndunin hugstæðari og þau eiga léttara með að muna ritliátt j orðamia, en eftir liljóðaðferðinni svonefndu. Eg minnist á lestraraðferðina fyrst vegna þess, að margir kenn- arar halda því fram, að við for- eldrar spillum stórlega fyrir lestrarnámi barnsins í barna- skólanum, með því að veita því heimatilsögn í lestri. Þetta á ekki alltaf við. Ef kennarinn notar stöfunaraðferð- 5na, þá er flýtisauki að þvi, að toarnið stafi heima. En ef kenn- srinn notar hinsvegar hljóðað-1 ferðina, þá mun það rétt vera, að heimakennsla með stöfunarað- ferð getur haft óheppileg áhrif á lestrarnámið. Hemianám yngstu barnanna. Skyldunámið hefst, er bömin hafa náð 7 ára aldri. Sumir for- eldrar láta börnin ekki læra að lesa, áður en þau fara í barna- skóla. Aðrir kenna þeim að lesa heima eða setja þau i tíma- kennslu á aldrinum 5-6 ára, svo að börnin hafi sem mesta lestrar íyrir morgundaginn. Aðrir láta sér nægja að barnið lesi kafl- ann einu sinni yfir. Og heimanániið eykst. Þarna hefst heimanám hjá barninu. Því hefur verið „sett fyrir" og það á að skila árangri næsta dag. 1 reikningi hefst heimanám einnig mjög snemma. 7 ára börnum er gjarnan sett fyrir dæmi að reikna heima. Og heimanámið eykst, er lesgrein- arnar, kristinfræði, saga, landa- fræði og náttúrufræði bætast Páll S. Pálsson, hrl: Hvað «r við það að afhicga, og hvernig má það bæta ? þekkingu, er þau hefja nám i barnaskólanum. Fyrri aðferðinni hefur verið mæit með á þeim rökum, að ólæst barn sé betur sett að til- einka sér lestrarkunnáttu á skólabekk, (þar sem oftast sé notuð hljóðaðferð) heldur en barn, sem komið er stutt áleiðis með lesturinn, og hefur lært eftir stöfunaraðferðinni. En þá kemur það til athugun- ar, hvort ekki sé æskilegt, að barnið hafi lært að lesa, áður en 7 ára skyldunámið hefst. Ég hefi ^ haft reynslu af hvoru- tveggja, . að bíða með lestrar- nám barns, unz skyldunámið hófst, og að kenna barni að lesa heima áður, svo að það var orðið sæmilega lesandi, er það settist á skólabekkinn. Af þess ari reynslu er ég sannfærðuv um, að það er æskilegast, ef nokkur tök eru á, að barniö haf' lært að lesa, áður en þaö liefur nám í barnaskólanum. Þetta ekki hvað sízt við um börn, sem eru námfús og fremur bráð- þroska. Þegar skyldunámið hefst. Hér i Reykjavík er 7 ára börn- unum skipt í stofudeildir (bekki) eftir lestrarkunnáttunni, Því ,er meiri hætta á að börn, sem eru mjög misjöfn að námshæfni til, lendi saman í stofudeild, ef þau fara ólæs i skólann. En það er heppilegast, að börn i hverjum bekk séu á sem svipuðustu þroskastigi. Um byrjunarlesturinn hefur áður verið rætt. En lestrarnám- ið heldur áfram, eftir að þarnið hefur náð fyrstu leikni í iestri. Barninu er fengin lesbók í skólanum og þvi sagt að lesa tiltekinn kafla heima. Sumir kennarar segja barninu að lesa kaflann yfir mörgum sinnum við. Fljótt vaknar i þessu sam- bandi spurningin hjá foreldrun- um: Eigum við að spyrja þarn- ið daglega, hvað þvi hafi verið sett fyrir i skólanum og eigum við að líta eftir því, að barnið geri heirnaverkeíninu góð skil? Hvert sem svarið er við þess- ari spurningu, þá er vist, að meginþorri foreldra hefur hvorki tíma né tækifæri til þess að hjálpa börnunum við heima- nám, eða lita eftir því, hvernig börnin rækja það. Reyndin verður þvi sú, að heimanámið verður að mestu levti háð ákvörðun og vilja barnsins sjálfs, undir því eftir- liti einu, er skólinn veitir. Skilyrðin til hehnanáms eru níjög misjöfn. Ég áiít mjö'g varhugavert, að skóli geri strangar kröíur til heimanáms barna. I skóla- stofunni er aðstaðan tii náms- ins sama hjá öllum'börnunum. Þau hafa öll sama næðið til námsins, sitja á góðum stólum og við. hentug borð, Heirna fyrir qru aðstæður jafn ó.líkar og börnin eru mörg. Húsnæðisskort ur og þrengsli í heimili, fjöldi heimilisfólks og e.t.v. hávaða- ] söm umgengni getur valdið því, að nokkur hluti barpanna hafi engar ástæður til að .gera heima-j verkefninu skil, Þegar i skólann j kemur næsta dag er munurinn: auðfundinn. Sumt af bornunum j hefur lesið vel og iært lexíurnar: utan að. Öniiur hafa varia opnað bókina heima. Það or ómögulegt fyrir kennaraim að dæma um það, hver orsöiún er fyrir hinu siðarnefnda. Það gat verið svo rnargt og m.a. heimilisástæð- ^ urnar, sem kennarinn, hversu góður sem hann er, getur engin áhrif haft á. i Kennararnir brýna börnin. Þegar kennarinn verður var við það að einljver barnanna slá slöku við heimanámið, reynir liann að hvetja þau og brýna eftir beztu getu að vinna sam- vizkusamlega og lesa betur heima. Og skyldurækninni er stimd- mn misboðið, Skyldurækni er hverjum manni í blóð borin, þótt í mis- jafnlega ríkum mæli sé, og börnin eru þar ekki eftirbátar fullprðinna. En sá er munurinn, að börn taka yfirleitt nær sér en fullorðið fólk, ef þau finna, að þau geta ekki framkvæmt það, sem til er ætlast af þeim. Uppeldislega er því hæpið að rétt sé að farið, að ætlast til heimanáms af öilum börnum, jafphliða skólanáminu, þar eð mörg af þeim búg við erfið skil- yrði til heimanáms og geta ekki uppfyllt þessa skyldu, þótt þau langi, tjl. Hinsvegar er svo um önnur börn, að þau vanrækja heima- námið, án þess að gildar af- sakanir séu ; fyrir þvi. Það er heldur ekki gott, að börnin kom- ist áfram með það. að gera ekki skyldu sina, eingöngu af þeim ástæðum. að svo erfitt er að fylgjast með því af kennurum og foreldrum, hvort heimanámið er vanrækt og einkum, að þ\'í er kennarana snertir, hverjar or- sakirnar eru. Samband kenhara og foreidra. Samstarf kvenna og foi'eldra um þetta vandamál getur rutt mörgum hindrunum úr vegi. Það er mjög æskilegt. einmitt að þvi er varðar heimanám barnanna, að kennarar liafi samband við foreldrana, segi okkur hversu heimaverkefnirj eru unnin og leiti frétta um ástæður og á- stundun barnsins við bóknámið heima. En þó að þetta sé sett I hér fram sem ósk, þá er Ijóst, að kennarar við barnaskóla í kaupstöðum hafa það miklu verkefni að sinna við kennslu margra barna, að timi þeirra leyfir ekki mikla vinnu t;’ kynn- ingar á heimilum barnanna. Upprifjun iniyndaðs lærdoms. Ég er helzt á þeirri skoðun, að skólarnir ætlist um of til þess að börnin læri námsfögin heima fyrir. Kennslustundin' verour oft á tiðum einskonar upprifjun eða endurskoðun á því, sem kennar- inn imyndar sér að börnin hafi lært heima. vegna þess að hann sagði þeim að læi'a heima fyrir þessa kennslustund. Það er mjög athugandi, hvort ekki sé vænlegra til árangurs, að skólanámið byggi ekki á heimanámi barnanna. Aðrar leiðir. Lestur námsbókanna gæti far- ið fram í skólanum sjálíum, ! annaðhvort þannig, að hverri ] kennslustund í lesgrein væri skipt milii námsbókalesturs og I viðræðu kennarans við börnin, eða t.d. með þeim hætti, að síð- ustu kennslustundinni á degi hverjum sé varið til námsbókar- lesturs fyrir næsta dag. Lestur námsbóka undir eftir- liti kenrjara hefur þann kost, að kennurum gefst tækifæri til að leiðbeina börnunum við nám- ið. Það er ekki sama, hvemig lesið er. Börnin komast af með langtum minni tima en ella ef skýrt er fyrir þeim að þekkja aðalatriði frá aukaatriðum og á hvern hátt fljótiegast er aö til- emka sér kjarnann i hverri frá- sögn, Tilsögn 3i þessu tagi myndi verða vai'anlegra veganesti til seinni tíraans en marg't annað, sejn kennt er á barnaskólastjg- inu. Ég kynntist eitt sinn sem nem- Frh. á 9. síðu. Þessi myud er tekin við inngöngu bænahúss Móhameðstrúar- manna í París. er haldin var guðsþjónusta til minningar um Aga Klian. Eins og allstaðar í hinum móhammeðanska ljeimi hafa memj dregið skó af fótum sér, áður en gengið var inn í hið helga bænaliús.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.