Vísir - 13.09.1957, Blaðsíða 5

Vísir - 13.09.1957, Blaðsíða 5
íostudaginn 13. seprember 1957 VlSIB * Mikil bókaúfgáfa hjá Leiftri í haust. Aíls gefur fyrirtækið út 20-30 bækur, þar af 12-14 barnabækur. Viðtal við Gunnar Eiitarssou forstjóra. Bókaútgáfufyrirtækið Leiftur sendir á milli 20 og 30 bækur á aiiarkaðinn á þessu ári, en það er orðið í röð stórlækustu út- sefanda hér á landi. Vísir hitti Gunnar Einarsson forstjóra að máli og innti hann írétta af væntanlegri útgáfu- .starfsemi i haust. — Eitthvað kom út í vetur hjá okkur — sagði Gunnar. Meðal annars var Dönsk-íslenzk orða- bók eftir Jakob Jóh. Smára og Þýzk verzlunarbréf eftir þá TNIagnús Teitsson (Max Keil) og Gisla Ásmundsson. — Er von á nokkrum bókum t'rá Leiftri á næstunri? Sjö bækur í næstu viku. 'i— Sjö bókum í næstu viku að öllu forfallalausu, en alls koma um eða yfir 20 bækur út hjá Leiftri til jóla. — Hvaða bækur eru það? — Meiri hlutinn eru barna- bækur en ég hefi alltaf sérstaka ánægju af því að gefa út bækur iyrir börn og unglinga. Af bók- um fyrir fullorðna skulu þessar taldar: „Guðfræðingatal" próf. Björns Magnússonar. Þetta er endurút- gáfa, allmikið aukin og telur alla þá guðfræðinga, sem útskrifazt hafa frá því fyrri útgáfan köm og til þessa dags. "Oræna eyjan. Þá er bókin „Græna eyjan", -eftir Axel Thorsteinsson blaða- mann, er segir frá ferðum sin- um um Irland, einkanlega um TNorður-írland, en hann fór einnig suður til Dyflinnar og er sérstakur kafli um þá ferð, en fremst er yfirlitsgrein um Ir- land og Irlendinga. Þetta er 8 arka bók með fjölmörgum myndum, falleg bók og fræð- andi, og leggur höfundurinn mikla áherzlu á söguleg tengsl 3 wiii írlands og.lslands og skyld- 2 Ika þjóðanna. Guðrún á Lundi ^kril'ar enn, - Von er á nýrri bók eftir hina Tkunnu skáldkonu Guðrúnu frá Lundi, það er skáidsaga sem' nefnist „ölduföll" og er ekki •eftirbátur fyrri bóka hennar'. Leiftur gefur út „Nokkrar xæður" eftir hinn kunna kenni mann og gáfumann síra Eirík Aibertsson frá Hesti. Þetta er úrval úr ræðum hans frá ýms- ii m tímum. ¦ Áður hefur verið getið í bloð- um Ijóðabækur séra Sigurðar E'.narssonar í Holti, svo óþarít er að geta hennar nánar. Eftir Helgu Sigurðardóttur !?"•""• út bók sem hún nefnir t,Hráir grænmetisréttir". Það er litil bók og í áþekku sniði og bók hennar „Jólagóðgæti" sem kom út á siðasta ári. . Keunslubækiu*. Þá er von tveggja kennslu- bóka. Annars vegar er 2. hefti af kennslubók í ðörisku eftir þá Harald Magnússon og Erik Sönd- erholm og hins vegar- stór og mikil lestrarbók i ensku, sem Sigurður L. Pálsson mennta- -skölakennáii á" Akureyri héf ur tekið sarrian. Þessibók verður uotuð -til stúdentsprófs vi-við .tnenntaskólaná og sennilegaj að einhverju leyti einnig við Há- skóla Islands. — Hverjar verða svo barna- bækurnar? Margar barnabækur. — Alls eru væntánlegar 12— 14 barna- og unglingabækur frá Leiftri fyrir næstu jól og þær fyrstu væntanlegar í næstu viku. Af þeim má geta tveggja nýrra Hönnubóka, en tvær eru áður komnar út og hafa náð miklum vinsældum. Þá er og endur- útgáfur á tveim bókum eftir Stefán Júlíusson kennara, en báðar löngu uppseldar og eftir- spurðar. þessar bækur eru „Kári í sveit" og „Auður og Ás- geir." Ungur höfundur, vestfirzkrar ættar, er nefnir sig örn klóa, skrifaði ekki alls fyrir löngu lið- lega bók „Dóttir Hróa hattar". Nú sendir hann frá sér aðra bók og nefnir hana „Jói og sjóræn- ingjastrákarnir". Eftir Guðrúnu Jacobsen kemur út ný bók „Jóla- gestur" skreytt litmyndum eftir Halldór Pétursson listmálara. Af íslenzkum höfundum má svo enn geta nýs höfundar, Ingólfs Jónssonar (Guðnasonar skjala- varðar) er sendir frá sér ævin- týri fyrir börn „Dvergurinn með rauðu húfuna". Annar ungur maður myndskreytir bókina. Af útlendum barnabókum, þýddum á íslenzku ber að nefna skemmtilega drengjasögu „Jafet í föðurleit" eftir hinn kunna unglingabókahöfund Marryat. Sögu þessa þýddi Jón Ólafsson ritstjóri endur fyrir löngu og varð þá mjög vinsæl og mikið lesin. Tveir nýir, stórir og bráð- skemmtilegir unglingabókaflokk ar eru á döfinni. Annar heitir „Matta Maja" — alls 14 bækur — eftir norska skáldkonu og fyrsta bókin í þeim flokki er „Matta Maja í dansskólanum". Hinn bó.kaflokkurinn er eftir heimsþekktan þýzkan höfund, Karl May, sem skrifaði aðallega Indíánasögur. Kvaðst Adolf Hitl- er m. a. hafa lært hernaðarlist af sögum Karl Mays. Fyrsta bók in í þessum flokki „Bardaginn við Bjarkagil" er ein af þessum víðkunnu Indíánasögum hans. Loks skai getið tveggja ungl- ingabóka. Annað er telpusaga „Lóretta" eftir norskan höfund og hlaut sagan fyrstu verðlaun í samkeppni um beztu unglinga- bækur þar í landi. Hin bókin er eftir hinn heimskunna kýmni- höfund Mark Twain og nefnist „Tumi á ferð og flugi". Eru þá upptaldar flestar þær bækur eða allar, sem ákveðið. hefur yerið að Leiftur gefi út í haust. Fraftitíðarskllyrði búfjárræktar hér á laitdf ágæt. Rætt við dr. Hammond. Blaðamenn voru í fyrradag boðnir á fund dr. Hammonds, hins kunna vísindamanns á sviði lífeðlisfræði og búfjár- ræktar, sem undangengna 10 daga hefur ferðast um hér á landi, á vegum BúnaíVarfélags Islands. Ræddi dr. Hammond nokkuð hvernig honum líst á framtíð- arskilyrðin hér á sviði búfjár- ræktar og svarði fyrirspurnum. Viðstaddir voru Gísli Kristjáns- son ritstj., Halldór Pálsson, Ólafur Stefánsson ráðunautar o. fl. í ferðalaginu var kcmið í ýmsar stofnanir, á tilraunabú og í tilraunastöðvar aus^an fjalls, í Borgarfirði og nyrðra. í fyrradag var dr. Hammond á hrútasýningu í Hrunamanna- hreppi, þar sem voru sýndir á annað hundrað hrútar, og gsfst honum þar gott tækifæri til þess að skoða íslenzka féð. t Gott gras. Dr. Hammond kvaðst þegTir hafa veitt athygli hinu kjarn- góða grasi íslenzku túnanna, og hcfði hann hvergi í álfunni réð safaríkara og fallegra gras. Jafnframt hefði hann un. 'trast hve mikið væri gert að þurrkun og ræktun landsins og þa." af leiðandi væru miklir framtíð- armöguleikar, vegna vaxandi fóðuröflunar, sem væri mikil- væg með tilliti til framtíðar fjáreignar. Ofbeit í hálendinu mætti hindra með því að beita þeim fjárfjölda, sem við bæt- ist í framtiðinni á láglendinu, taka upp skiftibeit í byggð á lík- an hátt og á Nýja-Sjálandi, og féð valið. sérstaklega til þeirrar beitar, Dilkar á slíkri beit (ræktuðu landi) mundu verða Jbetri til frálags. — Hin aukna jræktun leiðir íil þess að hægt ,er að halda áfram að auka fjár- istofninn, sagði dr. Hammond. I Nautak jötf ramleiðsla. | Dr. Hammond kvaðst þeirrar skoðunar, að rétt væri að miða að þvi að koma því til leiðar, að hafin yrði framleiðsla nauta- kjöts til útflutnings samhliða mjólkurframleiðslunni.og henni til styrktar og jafnvægis. Hann kvað kjötið af holdanautunum í Gunnarsholti fyrirtak og væri það samkvæmt þeim kröfum, sem gerðar væru í Evrópu, og þar væri nóg eftirspurn að slíku nautakjöti. íslenzku hestarnir. Dr'. Hammond var spurður að því, hvernig honum litizt á ísl. hestana og kvaðst hann furða sig á mergð þeirra, en hestum færi alls staðar fækk- andi og markaður enginn fyrir hross. Drap hann á hvort til- ,tækilegt væri að hefja hér fram leiðslu á hormónalyfjum (úr fylfullum hryssum), en slík lyf (er nú erfitt að fá. Slík lyf eru mikið notuð í stóru fjárræktar- löndunum. í hinni nýju stjórn í Brezku Guiana, sem mynduð var eftir kosningarnar, er dr. Cheddi Jagan verzlunar- og iðnaðarmálaráðherra, i kona hans, Janet, fer með verka- lýðsmál, heilbrigðis- og hús- næðismál. l'rír aðrir eru úr sama flokki, framsóknar- flokknum, — Aðrir ráðherr- ar erú 6. Fittings pípur svartar og galv. N ý k o m i S r Helgí Magnússon & Co Hafnarstrætí 19. — Símar 1-7227 og 1-3184. TILKYMIIG tíl skattgreiðenda í Reykjavík um gjalddaga og dráttarvextí. Annar gjalddagi þinggjalda 1957 var 1. þ.m. og bar mönnum þá að greiða annan fjórðung þmggjaldána, svo samtals er nú í gjalddaga fallinn helmingur þeirra. Hafi þessi hluti gjaldanna ekki verið greiddur í síð- asta lagi 15. þ.m., falla skattarnir allir í eindaga og eru lögtakskræfir, og kemur frekari skipting á þeim í gjald- daga þá ekki til greina. Jafnframt falla dráttarvextir frá 1. ágúst s.L á alla skatta, sem ekki hafa verið greiddir að hálfu 15. þ.m. ToUstjóraskrifstofan, Arnarhvoíi. Úrskurðurinn" j» Framh. af 1. síðu. jafnan verið, og innan nefndar- innar eru meðal annars sam- herjar þeirra manna, sem „úr- skurðinn" pöntuðu, svo áð fimm menningarnir ættu að geta afl- að þar upplýsinga um vinnu- brögðin í nefndinni. Virðist ráðherrann vilja banna vélar þær, sem notazt er við til hjálpar, og byggir „úrskurðinn" meðal annars á notkun þeirra. Samkvæmt því ætti að endurskoða alla álagníngu ýmissa skatta, sem framkvæmd er með sömu vélum, og ætti ráð'- herrann að geta bent fjár- málaráðherra á nauðsyn slíkrar endurskoðunar. * Bæjarstjórn og niðurjöfnun- arnefnd munu taka ákvörðun um, hvernig bregðast skuli við „úrskurðinum". Ný niðurjöfn- un með öllum frestum mundi aðeins tef ja fyrir innheimtu út- svara en.ekki létta þau útsvör, sem mönnum yrði um síðir gert að greiða. Prófun á „úrskurð- inum" fyrir dómsfólunum mundi taka enn lengri tíma, en mundi um síðir bera að sama brunni, hvað útsvör einstakl- inga og félaga snerti. Árangurinn yrði aðeins sá, að bærinn mundi verða að fresta alls konar fram- kvæmdum, láta þær fylgjast með innheimtu útsvaranna, og verður ekki annað séð, en að sá sé einmiltt tilgangurinn íneð „úrskurðinum". En það . eru sannariega ábyrgir „bæj arfulltrúar", öem gera sér • leik að slíku, ag ætti ekki að verða erfMt fyrii- kjósendur að taka afsiöðu úl þeirra manna, þegar næst verður efnt til bæiarstjórnarkosn- inga. ¦ Hfiiinisvarði í Þrastaskógi. Minnisvarði um Aðalsteia Sigmundsson verður afhjúpaður í Þrastaskógi n. k. sunnudag. Ungmennafélag íslands lætur reisa minnisvarðann. Aðalsteinn Sigmundsson var fæddur 10. júlí 1897 og hefði því orðið sextugur á þessu ári^ hefði honum auðnast líf. Hann var skólastjóri á Eyrarbakka 1919 til 1929 og þar stofnaði. hann bæði ungmennafélag og skátafélag. Hann var sam- bandsstjóri Ungmennafélags fs- lands um 9 ára skeið og rit- stjóri Skinfaxa frá 1930" til 1941. Árið 1942 var hann kos- inn formaður 'Sambands is~ lenzkra barnakennara. KIPAUTCCRÐ „HERÐUBREir austur um land til Vopná- fjarðar hinn 17. þ.m. — TekiH á móti flutningi til Horna- fjarðar, Djúpavogs, Breiðdab- víkur, Stöðvarfjarðar, Fá~ skrúðsfjarðar, Borgarfjarðar og Vopnafjarðar, í dag. Farseðlar seldir á mánudag. „Skaftfellíngur" I fer til Vestmannaeyja í kvöld. Næsta ferð á þriðjudag. —• Vörumóttaka daglega. ; I Laugaveg 10—Sáni 13S61?-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.