Vísir - 07.10.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 07.10.1957, Blaðsíða 10
10 VÍSffi Mánudaginn 7. október 1957 Agatha Phristie jUlar teiíit y tíýfja tii... 37 þeirra. Hún fékk þó ekki betur séð, en að allt væri eins og það ætti að vera. Af starfsemi Olíuviðargreinarinnar draup hunang alheimsfriðar. Efnt var til ýmiskonar mannfunda, þar sem mönn- um var borinn ávaxtasafi og eitthvert snarl með, og á slíkum samkundum kom Viktoria fram sem einskonar húsmóðir. Hlut- verk hennar var að gefa sig a tal við hvern sem var, kynnaj gestind innbyrðis, og vinna yfirleitt að vaxandi vinfengi meðal manna af hinu ólíkasta þjóðerni, því að ella var viðbúið, að menn stæðu og störðu illúðlega hver á annan, og sinntu aðeins veitingunum, án þess að skipta sér af háleitum hugsjónum. Viktoria hafði augu og eyru hjá sér, en hún gat ekki með neinu móti orðið vör við neinn hættulegan .undirróður, samsæri eða klíkur, er kynnu að hafa eitthvað illt í huga. Allt virtist heiðarlegt og af því tagi, að það mundi þola nákvæma rann- sókn, óskaðlegt eins og vatnsblönduð mjólk — og dæmalaust leiðinlegt. Ýmsir þeldokkir, ungir menn gerðu tilraun til að stíga í vænginn við hana, eða lánuðu henni bækur, sem hún leit í rétt sem snöggvast en fleygði svo frá sér, af því að henni fund- ust þær svo leiðinlegar. Viktoria var nú flutt úr gistihúsi Tios, og bjó ásamt mörgum öðrum stúlkum af ýmsu þjóðerni í.húsi nokkru á vinstri bakka fljótsins. Meðal þeirra var Katrín, og fannst Viktoriu, að Katrín virti hana oft fyrir sér með talsverðri tortryggni, en ekki tókst henni að komast að niðurstöðu um það, iivort tortryggni Katrínar stafaði af því, að hún grunaði hana — Viktoriu — um njósnir eða væri afbrýðisöm vegna Edwards. Hún gerði sér í hugarlund, að Katrín væri afbrýðisöm, því að allir vissu, að Edward hafði útvegað Viktoriu stöðuna, og marg- ar stúlknanna virtust hafa horn í Síðu hennar af þeirn sökum. Sannleikurinn var sá, hugsaði Viktoria þunglyndislega, að Edward var alltof föngulegur. Stúlkurnar voru allar bráðskotnar i honum, og ekki dró það úr, að hann var einstaklega vingjarn- iegur við þær allar. Hann hafði gert um það samkomulag við Viktoriu, að hvorugt léti í ljós aðdáun eða ást á hinu. Ættu þau að komast á snoöir um eitthvað, sem slægur væri í, mætti engan gruna, að þau störfuðu saman. Edward kom þess vegna fram við hana nákvæmlega eins og hinar, og þó .var hann jafnvel heldur kuldalegri í hennar garð. Þótt Viktoria sæi ekki betur en að Olíuviðargreinin væri alveg óskaðlegt fyrirtæki, fannst henni, að yfirmaðurinn, dr. Rathbone, væri í öðrum flokki. Hún hafði nokkrum sinnum orðið þess vör, að hann virtí hana fyrir sér þungbúinn og hugsi, og þótt hún svaraði honum með sínu blíðasta brosi, fann hún um leið ótta- titring fara um sig. Einu sinni, þegar hún hafði farið til hans, til þess að gefa skýringar á nokkrum villum, er siæðst höfðu inn í bréf, sem hún hafði vélritað, gaf hann sig á tal við hana. „Yður fellur vistin vel hjá okkur, vona eg,“ tók hann til máls. „Já, það get eg sagt með sanni, herra,“ svaraði Viktoria, og bætti síðan við: „Mér þykir það bara afskaplega leiðinlegt, hvað mér verða á margar villur.“ „Við tökum það ekki svo nærri okkur, þctt skekkjur komh fyrir," mælti dr. Rathbone. „Við mundum ekki geta notazt við| nokkurn mann, sem ynni eins og sálarlaus vél. Það, sem við^ krefjumst fyrst og fremst, er æska, örlyndi andans og víðsýni ::í öllum efnum.“ I Viktoriu tókst að setja upp svip, sem sýndi ákefð hennar og andlegt örlyndi. „Menn verða að hafa tekið ástfóstri við störf sin,“ hélt hann áfram. Menn verða að vilja fórna öllu fyrir markmið það, sem þeir setja sér, því að þeir eiga einungis að horfa fram á veginn, til framtíðarinnar. Er yður áreiðanlega þannig innanbrjósts, stúlka mín.“ „Þetta er allt svo nýtt og óvenjulegt í mínum augum,“ svaraði Viktoria. „Eg er eiginlega alls ekki viss um, að eg sé búin að gera mér fulla grein fyrir því, sem þér berjist fyrir." „Aðalatriðið er, að ungt fólk um heim ahan hittist og tali saman um áhugamál sín. Allt annað veltur á þessu eina atriði. Hafið þér gaman af kvöldunum, sem þið verjið til umræðna og samvista í skemmtilegum hópi?“ „Já, það segi eg satt,“ mælti Viktoria, sem hafði raunar ímugust á slíkum kvöldum innan um hinar stúlkurnar. Eindrægni, ekki fjandskapur og flokkadrættir — bræðralag, ekki andúð og hatur. Þetta fer hvort tveggja í vöxt, hægt og bítandi — finnið þér það ekki?“ spurðl hann enn. Viktoriu varð hugsað til slvakandi, smásmuglegrar afbrýði- semi, sem var altaf að stinga upp koUinum þrátt fyrir eindrægni og bræðralag, hún minntist logandi andúðarinnar, sífelldra orða- hnippinga, móðgana og krafna um að beðið væri afsökunar á hinu og þessu, og hún vissi varla, til hvaða svars væri ætlazt af sér. „Það er stundum einstakléga erfitt að lynda við sumt fólk,“ sagði hún með gætni. „Eg veit.... eg veit það,“ mælti dr. Rathbone og stundi þung- an. Djúpar hrukkur mnduðust á gáfulegu enni hans og hann spurði: „Hvað er hæft í því, að Michael Rakounian hafi slegið Isak Nohoum til blóðs?“ „Æ, þeim lenti saman af engu tilefni,“ svaraði Viktoria. Dr. Rathbone varð ákaflega hugsi á svipinn. „Langlundargeð og trú á málstaðinn eru fyrir öllu,“ sagði hann. Viktoria tautaði eitthvað, sem átti að tákna, að hún væri honum algerlega sammála, og sýndi síðan á sér fararsnið. Þá mundi hún allt í einu eftir því, að vélritaða blaðið með villunni lá enn á borðinu hjá dr. Rathbone, svo að hún snerist á hæli, til þess að taka. Augnatillit doktorsins skaut henni skelk í bringu, Hann virti hana fyrir sér með tortryggni mikilli, og hún velti því fyrir sér, hversu nánar gætur væri á sér hafðar, og hvaða álit dr. Rathbone hefði eiginlega á henni. Fyrirmæli þau, sem hún hafði fengið frá Dakin, voru ótvíræð. Hún átti að fara eftir sérstökum reglum, ef hún þyrfti að ná sambandi við hann til að koma til hans skilaboðum. Dakin hafði fengið henni gamlan, bleikan vasaklút, og þyrfti hún að til- kynna honum eitthvað, átti hún að ganga niður að fljótinu, skammt frá þeim stað, þar sem hún bjó, þegar sól væri að hníga til viðar. Þar var mjór stígur milli húsanna og fljótsins, og átti hún að fara eftir honum, en frá honum légu þrep niður fljótinu, og var ryðgaður nagli í öðrum staurnum fyrir ofan þau. Viktoria átti að rífa örlítið horn af vasaklútnum og krækja því á nagl- ann, ef hún þyrfti að ná fundi Dakins. Fram að þessu, hugsaði Viktoria gremjulega, hafði hún ekki haft neina ástæðu til þess að reyna að ná fundi Dakins. Hún vann aðeins illa launuð störf hangandi hendi. Edward sá hún einungis við og við, því að dr. Rathbone var alltaf að senda hann út um hvippinn og hvappinn, og nú var hann til dæmis ný- kominn frá Persíu. Meðan hann var fjarverandi, hafði hún stutt og heldur ófullnægjandi samtal við Dakin. Hún hafði fengið fyrirmæli um að fara til gistihúss Tios, og spyrja þar, hvort hún hefði skilið eftir rykfrakka. Henni var svarað neitandi, en þegar hún ætlaði að fara, birtist Markús, og hann hafði endilega viljað bjóða henni einhverja hressingu. Þegar þau sátu úti á flötinni, kom Dakin röltandi þangað, og Markús bauð honum að setjast hjá þeim. Skömmu síðar, þegar Dakin var farinn að sötra límonaði sitt, var Markús kallaður á brott, svo að þau urðu ein eftir, Viktoria og Dakin. Það var dálítill begur í Viktoriu, þegar hún játaði það fyrir Dakin, að sér hefði ekkert orðið ágengt, en hann tók því með stakri ró. „Góða mín,“ mælti hann, „þér vitið ekki einu sinni, að hverju E. R. Rurroughs — T A K Z Æ 1^1 2463 Tarzan i'lýtti sér á staðinn, þar sem orrustan stóð milli Jim Cross og svertingjanna undir forystu George Rocke. Það mátti ekki seinna vera, því riffilkúla frá Cross hafði sært fulltrúa trygging- arfélagsins alvarlega. Örva- drífan, sem stefnt var gegn Jim Cross varð stöðugt þétt- ari, og' að lokum fór svo, að hann sá þann kost vænstan, að varpa sér fyrir borð þeim megin, sem frá snéri. — Hvers vegna kemur þú of seint í skólann í dag? spurði kennslukonan. — Eg bið afsökunai', svaraði drengurinn, — en eg lagði svo seint af stað að heiman. — Og hvers vegna gazt þú ekki farið fyrr af stað? — Það var orðið of seint að fara fyrr. ★ Á leiðinni heim til sín ákvað sá ölvaði að dylja ástand sitt fyrir konu sinni og taka sér bók í hönd og lesa, því hver hefir heyrt þess getið, að fullur mað- ur sé niðursokkinn í bókalest- ur? hugsaði hann. Skömmu síðar heyrði kona hans einhvern hávaða í bóka- herberginu, fer niður og intt í herbergið: Hvað ert þú eigin- lega að gera þarna? spyr hún kuldalega. Eg er að lesa, góða mín, draf- aði í þeim drukkna. Uss, hættu þessum fíflalátum og legðu frá þér krosssaums- bókina mína, sagði hún reiði- lega. Reyndu að koma þér í bælið. ★ Frænkan: Hvenær ætlið þið svo að gifta ykkur? Jóna: Ja, sennilega dregst það eitthvað, því þegar hann er full- ur þá vil eg það ekki. Nú sé hann ófullur, tekur hann það ekki í mál. ★ Hún; Hvaða fýlusvipur er þetta á þér. Finnst þér kjóllinn minn ljótur? Hann: Nei — — ekki kjóllinn, sussu nei. ★ Jói Jitli: Geturðu skipt tíeyr- ing, pabbi? Pabbinn: Hvernig viltu fá honum skipt? Jói litli: í tvo tuttugu- og- fimm-eyringa! 'k — Og hvernig gerði strákur- inn það svo á prófinu? — Hann stóð sig miklu betur. Hann var næstum því efstur af þeim, sem féllu. * í Kleppsvagninum: — Vagnstjóri, maðurinn sem situr á móti mér er áreiðanlega vitlaus. Hann segist vera Eisen- hower Bandaríkjaforseti. — Rólegar, frú, ég skal reyna að koma honu mút úr vagnin- !um. (Hrópar) Næsta stoppistöð, Hvíta húsið! k Rödd í símanum: — Nonni ; Jóns getur ekki komið í skóiann |í dag. Kennarinn: — Ilver er þetta, : með leyfi? Röddin: — Það er hann pabbl : minn. X Hann kunni öll svörin. Aðkomumaður: — Er for- I stjórinn við? Nýi sendillinn: — Eruð þér söiumaður, rukkari eða kunn- ingi hans? — Allt þetta. — Hann er á fundi. Hann skrapp út úr bænum. Gjörið svo vel og gangið inn fyrir og talið við hann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.