Vísir - 11.10.1957, Blaðsíða 3

Vísir - 11.10.1957, Blaðsíða 3
Föstudaginn 11. október;1957 VlSEB Hvað gerðist raunverulega? Fallhlífahermenn frá Englandi unnu á Heydrich á Prag-götu. ^Véihn§ssan 99ktikkaöiiA% en spwengjan hrást ekkL Eftir Sidney Z. Ehler. í sepíember 1941 var S.S.-foringinn Eeinhard Heydrich útnefndur ríkisverndari í Bæheimi og Mæri. Hann var einn af J>eim, sem sköpuðu öryggislögregluna þýzku og menn óttuðust hann mjög. Nafn hans var tengt hinum miklu hreinsunum, f arigabúðumum og aftökunum. -.. Þegar- HeydriCh várð ríkis- verndari, sté hann. i fyrsta sirin irafa úr liáíffökkri lögreglunnar. i<o£? í.. kastljós^ stjörnmálanna. Hann var aðeins 37 ára og að dómi margra hækkandi stjarna meðal názistaleiðtoganna. Hann ætlaði sér ekki að vera lengi í Prag. Og sennilega hefir hann hugsað sér að hann fengi enn hærri stöðu þegar hann kæmi til Berlínar, yrði ef til vill eftir- maður S.S.-foringjans Himmlers, sem • hann áreiðanlega skaraði fram úr að mörgu leyti. Verk hins nýja rikisverndara var tvöfalt: að eyðileggja hina andnazistisku * hreyf ingu og þrýsta fólkinu í Tékkóslóvakíu til meiri þátttöku í styrjöldinni. Heydrich hafði næga reynslu í aðférðum til að koma þessu í verk. Fyrsta daginn eftir komu sin.a til Prag skipaði hann svo fyrir;'til a,ð kénna mönnum og hfæðá þá, ' að •. f ramkvæmdar skyldi margar aftökur. t fyrstu virtist. svo, sem alls- konar 'niehn'* hefðu verið teknir af lífi, en í raimmni höfðu þeir verið. valdir af ráðnum hug: t.d. stjórnmalamehnj föðurlandsvin- ír úr andspyrnuhreyfingunni, verkamenn úr verksmiðjum, á- kærðir fyrir skemmdarverk, og bændur, sem'voru á éftir tímah- nm með að afhenda afurðir sín- ar. Og aftökurnaf héldu áfram allan valdatima Heydrichs, en við endalok valdatímans riáðu þær þó furðulegasta hámarki. „Anthropoid". Langt frá Prag, í Norður Skot- landi, var stofnun með litið á- berandi nafni. „Sérstakur þjálf- tmarskóli" hét hún.'Þar voru út- valdír hermenn' þjálfaðir fyrir sérstök störi á meginlandinu, sem hersetið vár af nazistum. Meðal þeirra beztu sem gengu á þennan- - „skemmdarverkahá- skóla" voru tveir liðþjálfar \vc her- Tékkóslóvakíu ú Bretlandi,, Jan Kubis og Josef Gabcik. Var sá fyrri Tékki frá Mæri en sá siðari var Slovaki. Þegar þeir höfðu lokið þjálfun sinni mynd- uðu þeir tvimennings„flokk", er hafði afar áríðandi verkefni. Á leynimáli fékk flokkur þeirra nafnið „Anthropoid". Þann 28. des. 1941 fóru þeir af stað yel útbúnir með fölsk vega- bréf, vopn og peninga frá Ing- meri-flugvellinum fyrir utan Lundúnir, með Halifaxflugvél. Klukkan tvö um nóttina var þeim sleppt út í snjó og vetrar- veðri yfir Bæheimi, sem nazistar réðu fyrir. . Lending fallhlifahermannanna tókst ekki vel. Flugstjórinn hafði reiknað skakkt og skot frá loft-. varnarbyssunum þýzku gerðu líka sitt til. Þeir lentu hér um bil 22 km. frá Prag í staðinn fyr- ir áætlaðan stað í vesturhluta. Bæheims. Þegar þeir komu niður meiddist-Qabcik einnig á öðrum fæti, svo að hann átti erfitt um að hreyfa sig í nokkurar vikur. Nærri teknír til fanga. Allt þetta gerði að engu þær fyrirskipanir, sem þeir höfðu fengið og varð þess valdandi, að þeir hröktust til og frá og varð það ertandi fyrir taugar þeirra og oft lá við sjálft', að þeir væru handteknir af þýzkum hermönn- um. Það liðu vikur áður en þeir gætu komið sér fyrir og verið hlutfallslega öruggir hjá áreið- anlegum andspyrnufjölskyldum í Prag. Þá fyrst gátu þeir farið að búa sig undir að fullgera starf sitt. Af mestu þolinmæði söfnuðu þeir sér fræðslu um dag- legt starf ríkisverndarans, því að ifisssaKsesEeSBíí SS-hershöfðinginn Reinhard Heydrich, einn miskunnarlaus- asti lögregluforingi nazista, var útnefndur verndari Bæheims og Mæris í september 1941. Níu mánuðu msíðar dó hann af sár- um sínum í sjúkahúsi í Prag. verk þeirra var hvorki meira né minna en það, að greiða ban- vænt högg forustumanni nazista- lögreglunnar, að myrða Rein- hard Heydrich. Með hjálp ýmsra leiðbeininga frá. neðanjarðarhreyfingunni, sem teygði sig í allár áttir,' voru' nú gerðar mai;gar áætlanir og þeim aftur hafnað: áfás með skriðdrekabana á einkalest Heydrichs; sprenging í skrif- stofu hans; árás á bíl h'ans með því að strengja linu yfir skógar- veg nálægt Panenske Breyany, sem var höll fyrir utan Prag og hinir þýzku ríkisverndarar höfðu slegið hendi sinni á, sem opin- beran bústað. Loksins í mai 1942 var árásin fastákveðin. Hún átti að gerast í einni af útborgum Pragar, en þar ók Heydrich dag- lega um á leið til skrifstofu sinn- ar. Þann 26. mai ákvað Heydrich nokkrar mikilvægar breytingar á stjórnarfari verndarrikisins. Ýmisar greinar, sem Tékkarnir áttu sjálfir að sjá um, svo sem vinnumál og glæpamál, áttu nú [ að heyra undir hiria þýzku stjórn. Jafnframt fékk hin svo- kallaða tékkneska stjórn skipun um að koma á skylduvinnu fyrir allan tékkneskan æskulýð. Næsta dag ætlaði Heydrich að fljúga til Berlinar' til þess að gefa skýrslu um hinar róttæku aðgerðir sinar. En það varð ekki af flugferðinni. „Refsinornin" hafði fyrir löngu hafið undir- búning sinn og var nú lóks reiðu búin til að láta höggið dynja. Hirti ekki um lifvörð. Morguninn 27. maí var skin- andi og hlýr sólskinsmorgunn. Ríkisverndarinn átti öflugan, op- inn Mercedes-Benz bíl og hann lagði þennan morgun af stað í sína daglegu ferð til Prag. Heyd- rich var ætlaður lífvörður og voru'það 4 lögreglubílar, en hann var svo viss um örýggi sitt að hann vildi ekki hafa lífvörðinn. Hánh hafði einn mann með sér, Klein að nafni, sem var úr líf- veröi hans og var bílstjóri hans. Þetta gerði árásina auðveldari. Staðurinn fyrir árásina var vel valinn, það var kröpp beygja í útborg Pragar, þar sem allir bíl- ar urðu að hægja á sér, svo að ferðin varð á við fótgangandi 20,000 Tékkar týndu tífinu. Bardagarnir að baki Fyrir rúmum 15 árum þ. 27. maí 1942, myrtu Tékkar Reinhard Heydrich ríkis- verndara Bæheims o^* Mæris og forystumann öryggislög- reglu Hitlers. Samkvæmt skoðun Hitlers var Heydrich óbætanlegur maður, ehda varð eftirleikurinn eftir því. Um það bil 20.000 Tékkum (þar á méðal öllum karlmönn um í smábœnum Lidice) var á næstu vikum stillt upp gagn vart byssukjöftum aftöku- sveitanna. Kommúnistar í Prag gera nú lítið úr morðinu á Heydrich, aðallega af því að sá, sem framkvæmdi það, kom frá Englandi en ekki Kússlandi. En tékkneski pró- fesorinn Sidney I. Eliler segir hér fi-á atburðum og hefur hann eytt mörgum áriun í að rannsalca þetta mál og talað við marga eftirlifandi Tékka. Tala atburðirnir sínu máli og eru æsandi lýsingar á bardag- ánum bak við vígstöðvarnar i síðari hehnsstyrjöldinni. mann. Þegar Mercedes Benz-bill- inn nálgaðist beygjuna, gengur maður með regnfrakka á öxlinni í veg fyrir hann, varpaði af sér frakkanum og kom þá i ljós vél- byssa,sem hann bar upp að öxl sér. Maðuririn var Jósef Gabcik, ein af beztu skyttunum í her Tékkóslóvakíu í Bretlandi. En ekkert gerðist. Hann þrýsti æðisgenginn á gikkihn og skild- ist Gabcik þá, að byssan var eitt- hvað í ólagi og henti frá sér gagnlausu vopninu. I sama augnabliki tók hinn maðurinn þátt í'árásinni. Einhver hlutur dökkur og egglaga þaut gegnum . loftið. Jan Kubis hafði varpað. sprengju, sem sprakk aðeins tvo metra fyrir framan bílinn. Hann molaðist sundur. og riam staðar. Ekki dánir. . En farþegarnir. vortt ekki daúð ir. Þeir skriðu, út úr eýðilögðúm bílnum pg reyndu að elta árásar-, mennina með byssurnar á lófti. Þeir komust þó ekki langt. Heyd- rich féll á götuna eftir riokkur spor og blæddi honum mjög. Hann hafði fengið sár vinstra megin, aftan til á mjöðm. Klein,, bílstjóri Heydrichs, var skotinn niður af Gabcik, eftir nokkra skothrið, við dyrnar á slátrara-' búð þar nálægt. En á meðan þetta gerðist komst allt í uppnám í götunni, strætisvagn hafði numið staðar rétt hundrað metra frá árásar- staðnum. Hann var fullur af fólki. Rúður vagnsins sprungu af loftþrýstingi frá sprenging- unni og farþegarnir æddu um óttaslegnh- og gerði það að verk- um að. árásarmennimir tveir gátu sloppið án þess að eftir, þeim væri verulega tékið. Nú lá. hinn, hávaxni maður. þarna á götunni, í rifnum ein- kennisbúningi og engdist af kvöl- um, og það leið nokkur stund áð- ur en það'þekktist að þarna var ríkisyerndaririn sjálfur, sem menn óttuðust. Og hann var á- varpaður. gætilega á lélegri þýzku. Bulovka sjúkrahúsið var þarna skammt frá. Tékkneskur lögregluþjónn stöðvaði flutn- ingabíl, sem fór hjá og nú var rikisverndaranum ekið til sjúkra hússins innan um sápukassa, sem á bílnum voru og klukku- tíma síðar var gerð á honum skurðaðgerð af áhyggjufullum þýzkum skurðlækni. Röng aðgerð. Meiðsli Heydrichs — brot úr bílnum höfðu fafið inn i miltað Framh. á 9. síðu. Ði'otíiiáni Miissolinis. Það var eitt mesta dirfsku- fcragð styrjaidaráranna. ! Adólf Hitler gekk inn í her- bergið hægum skrefum. Hann heilsaði okkur með uppréttum armi — kveðju, sem okkur var kunn af ótal ljósmyndum. Harin ; var í látlausum, gráum einkenn- . isbúningi með opnu hálsmáli, er ' sýndi hvíta skyrtuna og svárt hálsbíndi. Á vinstra boðangmim . sá ég járnkrossinn af æðstu gráðu, er hann hafði ferigið í fyrri heimsstyrjöldinni, ásamt svartá borðanum, merki um sár : á vígvelli. Eg stóð þarna í réttstöðu her- ¦ írianna með fim'm öðrum liðsfor- ingjum; tvéimur úr hernum, tveimur úr ílugherrium og ein- um úr SS-sveitunum. Þetta var 23. júlí 1943. Við höfðum allir ver ið kallaðir í skyndi til leyni- stöðva foringjans, langt inni í skógum Austur-Prússlands. Hitler bað aðstoðarforingja sinn að kynna þann okkar, sem stóð lerigst til hægri fyrir sér. Eg heyrði hinn dimma málróm hans, er hann spurði hvatskeytlega hokkurra spui'ninga. Málróminn kannaðist ég við úr útvarpinu, hann var auðþekktur. I þetta skipti veitti ég sérstaklega eftir- tekt hinum mjúka, austurriska málhreim. Allir liðsforingjarnir, sem voru á undan mér, skýrðu á stuttorð- an og hermannlegan hátt frá hernaðarferli sínum. Að síðustu stóð Hitler fyrir framan mig og rétti mér höndina. 1 fjórum setn- ingum skýrði ég frá fæðingar- stað mínum, menntun, hernaðar- ferli og þáverandi starfi. Hann horfði beint framan í mig og hafði ekki augun af mér. Svo gekk hann nokkur skref aftur á bak, leit yfir röðina og spurði hvatskeytlega: „Hverjir ykkar eru kunnugir á Italiu?" Eg var sá eini sem svaraði. „Eg hef tvisvar komizt suður til Neapel, foringi." Hann beindi annarri spurngu til þess, sem hann hafði spurt fyrst: „Hvað er álit yðar á Ital- íu?" Spurningin kom okkur á óvart og við tókum hana eins og henni væri beint til okkar allra. Svör- in voru hikandi: „ítalía ... Mönd- ull samherji ----- kommúnista bandalag ..." Eg sagði skyndilega: „Eg er Austurríkismaður, foringi!" Það virtist óþai-ft að segja meira, þvi að missir þýzka Suður-Týróls, fegursta staðar á jörðunni, var viðkvæmasta umræðuefni hvers Austurríkismanns. Adolf Hitler starði á mig lengi og gaumgæfilega áður en hann sagði: „Hinir liðsforingjarnir mega fara. Eg vil að þér séuð kyrr, Skorzeny höfuðsmaður." Við stóðum tveir einir, augliti til auglitis. „Eg þarf að fela yður mjög á- riðandi erindi," sagði hann. „Mússolini, vinur minn og sam- herji, var svikinn af konungi sin- Um i gærdag og tekinn höndum af samlöndum sínum. Eg get ekki og vil ekki bregðast ágæt- asta syni Italiu. Eg ætla að halda tryggð við hinn ágæta samherja minn og bezta vin; það verður að frelsa hann i skyndi, þvi ann- ars verður hann seldur í hendúr Bandamönnum. Eg ætla að fela yður á hendur framkvæmd þessa björgunarstarfs, sem er ákaflega áríðandi að þvi er snertir fram- hald stríðsins." „Auk yðar mega aðeins fimm aðrir menn vita um þetta. Þér verðið að vinria með flughernum og fáið skipanir yðar frá Student hershöfðingja. Þér megið ekki tala við neinn annan og fáið all- ar nánari upplýsingar frá hon- um. Þér verðið fyrst og fremst að komast að hvar Mussólíni er niðurkominn. Eg endurtek, að þér verðið áð

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.