Vísir - 11.10.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 11.10.1957, Blaðsíða 4
& VlSIR Föstudaginn 11. október 1957 ■%VaIter Líndal: Tke Saskatehewán Icelunders Prentaö hjá Thg Columbía Press Ltd., Winnipeg. I. Bók þessi kom út í fýrra, svo raö segja má, að ég sé í seinna lagi méð ritdóminn. Er það þó ekki af því, að bókin vérðskuldi ■ekki íuila athygli. Walter Líndal dómari í Winnipeg er maður vel Ttunnur.Hann er ekki aðeins einn af fremstu lögfrœðingum í Mani- •töba-fylki, heldur iiefur iiann Tiaít með höndum þýðingarmikil störf fyrir Canadastjórn. Hann átti árum saman sœti í nefnd, er tfjallaði um atvinnuleysistrygg- ingar, og síðustu árin hefur Ihann verið formaður í nefnd þeirri eða ráði, sem hefur yfir- "timsjón með öllum ráðningar- skrifstofum iandsins (National rEmployment Committee). Walter Líndal tekur mikinn þátt í félagslííi íslendinga. Segja :má, að saga íslenzkra félagsmála skiptist í tvo kapítula, — tvö tímabil. Frá landnámsöldinni og allt fram til vorra daga hefur verið iialdið uppi al-íslenzku fé- Tagsstarfi, meðal Vestur-lslend- inga. Kirkjan og þjóðrœknisfé- Tagið, auk blaðanna, hafa fi'aman •áf árum miðað starf sitt við hina •eldri itynslóð, sem talaði íslenzku •og vildi iíta á sig sem Islendinga, •enda þótt þeir byggju í Vestur- Tiéimi. Þessi kapítuli er merkur •og að mörgu lajrdómsríkur, En nú er sá tími kominn, að íslenzk- an fer að lúta i lægra haldi ogJ jhin yngzta kynsióð hlýtur að lita á sig sem Kanadamenn fyrst og .fremst. En þá hefur orðið þörf ::fyrir hreyfingu, sem stefnir aö því, að gera hinn ísienzka arf að arðbærri vöru í hinu enskumæl- •ándi þjóðfélagi. Einn af forystu- Trtönnúm þessarar hreyfingar er Walter Líndal dómari. ,,Ieeland- áe-Candadians", er nafnið á fé- Taginu og sömuleiðis tímariti þvi, •er það gefur út. Þessi hreyfing Ter ekki í gagnstæða átt við hina rfyrri þjóðræRhshreyfingu, hél'd- nr rhá segja, að verkinu sé hald- 5ð áfram við breyttar aostæður. Einn megin-tiigangur þjóðrækn- dshreyfingarinnar er nú , að kynna fyrir „öðrum þjóöum“ þ'ann skerf, er íslendingar leggja til sameiginlegrar menningar Tandsins. En þetta væri óvinn- andi verk, ef hin eldri kynslóð Tiefði ekki haldið dauða-haldi í íslenzkan menningararf og ís- lenzkt mál, svo lengi sem unnt er. II. Þegar vér dæmum um hina nýju bók Lindals, verðum vér að hafa i liuga, að hún sr fyrst og fremst rituð fyrir anharra þjóða fólk, er þó lifir í námunda við Is- lendinga, og í öðru lagi fyrir af- komendur íslenzku landnem- anna, sem ekki hafa ástæður til að rannsaka sögu íslenzka land- námsins út frá þeim gögnum, er fyrir liggja á íslenzku. Höfundurinn hefur átt um tvær leiðir að velja. Hann hefði getað rætt um allar hinar dreifðu byggðir fylkisins í heild, og rakið sögu einstaka félags- j samtaka eða menningargreina hverrar fyrir sig, svo sem kirkju- j mál, þjóðræknisfélögin, leiklist- j ina, skólamálin o. s. frv. — Að sumu leyti hefði slík bók verið aðgengilegri fyrir þá, sem hafa . sérstakan áhuga á einhverju á-1 kveðnu máiefni. —Hin aðferðin, | sú er höfundur hefur valið, er að , taka hverja byggð fyrir sig, land i nám hennar, þr.óun og sögu. — | Samt sem áður eru í ritinu j nokkrir yfirlitskaflar, sem skýra ' þróun og mótun Islendingsins yfirleitt, eins og hann kemur höíundi fyrir sjónir i kanadisku menningarlifi. Má segja, að höf- undur skirrist eklci við, að fara langt aftur í aldir til að leita upp hafsins að því, sem gerist á slétt- unum í Vestur-Kanada. 1 íyrstu i köflum bókarinnar gerlr hann j grein fyrir ýmsurn höfuðþáttum, ^ er grundvalla islenzka menningu j og þjóðareinkenni lieima á ælt- j landinu, norrænum crfða-ein- j kennum, og sýnir, livernig ást þjóðarinnar á alþýðumenning- unni, þjóðfrelsinu og tungunni sjálfri hafi orðið lil að móta iandnemana í Kanada frá byrj- un. 1 sumu.m seinni köflunu.m lýsir hann viðhorfi Islendinga og viðbrögðum til þess, sem gerist j í sögu Kanada. Má þar nefna j styrjaldirnar tvær, er landiö hef- ur átt í, kreppuna, stjórnmála- stefnur og atvinnuþróun. III. Því hefur löngum verið við brugðið, að íslénzkir sögumenn hefðu áhuga á.persónusögu, og í því efni sver Lindal sig í ættina. Hann birtir t. d. skrá yfir land- námsmenn hinna einstöku byggða, og þó að höf. sjálfur geri ráð fyrir, að einhverjar skekkjur hafi komizt inn í þá skrá, er áreiðanlega mikill feng- ur að henni fyrir kanadíska byggðasögu. Eins og vænta má, dregur höf. upp giöggar og oft skeinmtileg- ar myndir frá iífi landnemanna, stundum smámyndir, persónu- legar' mitiningar, sem gera frá- sögnina lifandi og skemrntilega. En saga Vestur-lslendinga verð- ur ekki skilin rétt, ef menn halda, að orka þeirra hafi ekki beinzt að öðru en þvi að ryðja landið. Það var auðvitað fyrsta skrefið, að brjóta landið og grundvalla landbúnað og þá atvinnuvegi, er af honum leiddu, svo sem verzl- un. En landnemarnir settu sér snemma það mark að inennta börn sín, svo að þau væru hlut- gengir borgarar á við hverja aðra, og þeir glöddust yfir hverj- uvn þeim unglingi, sem sýndi kjark og hæfileíka til að keppa við aðra i hinu almenna atvinnu- og menntalífi. Það þótti því ekki litlum tíðindum sæta, er sumir Islendingar fóru að ganga skóla- veginn, eða þeir urðu þess um komnir að brjóta sér braut til á- hrifa í verzlun, viðskiptum og stjórnmálum. — Gg á styrjaldar- árunum vildu íslendingar ekki standa öðrum að baki, þótt hern- aðariðjan væri sizt í samræmi við uppeldistakmark íslenzkrar aiþýðu á seinni •öklum. 1 bókinni eru smáþættir aí körlitm og konum frá Saskat- j citewan, er gátu sér góðan orð- stir á menntabraut, eða í at- hafnalífi. Það er auðvitað erfitt að dæma, um val höfundar- ins á slikum fulltrúum, t. d. hvort ekki sé einhver ótalinn, er vel hefði sómt sér í hópnum, en um hitt verður ekki deilt, að tilgangi höfundarins er náð, með þvi að sýna lesendunum fram á, að hið íslenzka þjóðarbrot hefur lagt fram sinn skerf til móts við aðra. Þegar sögð er saga einstakra byggða, er persónusagan einnig mjög áberandi, og er þess fylli- lega að vænta. Stundum virðist betta þó um of, og slítur nokkuð í sundur hina almennu sögu byggðarinnar. Sjálfsagt er erf- itt að gera með nokkrum orðum yfirlit yfir sögu hverrar byggð- ar, en í aðalatriðum hefur þetta tekizt vel. Þó get ég ekki stilit mig um að finna mjög ákveðið að þvi, hversu iitið er rætt um kirkjusögu Vatnabyggðanna, einkum Wynyard, sérstaklega þegar Sameinaða kirkjufélagið á i hiut. Eg man þó ekki betur en að undirbúningsfundurinn undir stofnun þess kirkjufélags væri haldinn i Wynyard, og þó að það sé vafalaust rétt, að ísienzku kirkjulífi í byggðinni hafi hnign- að á síðari árum, á byggðin eigi ómerkari kirkjusögu en margar áðrar. IV. Það má ef til vill finna það nokkuð að þessarribók, aðhún sé nokkuð að þessar bók, að hún sé um slikt er ekici að sakast, þar eð efttið er mjög yfirgripsmikið, og víða komið við. Hitt ber að þakka, hversu mikið höfundi hefur tekizt að fá með í mynd- ina. Sem uppsláttarrit um marg- háttað efni er bókin gagnleg, og einmitt vegna þess, hvernig bún er byggð, er tiltölulega auðvelt fyrir þá lesendur hér heima á ís- landi, er ekki hafa áhuga á hverju einu, að velja það úr, er þeir helzt vilja fraíðast um. Þó að efnið gæti víða gefið tilefni til þurrar fráragnar, hefur höf- ’ undur alls staðar lag á að vera ■ léttur, lipur og auðveldur, og er það ekki litill kostur á bókinni, að hún er skrifuð af miklu lífi og j áhuga. Auðfundið, að höfundur j ann v.ðfangsefnir.u, því að elia i hefði liann varla lagt út í slíkt verkefni meðfram yflrgripsmikl- um embættisönnum. Eg vænti þess, að margur. sem hefur áhuga á sögu Vestur-ís- lendinga verði Walter Lír.dai þakklátur fyrir bókina. Hún er fallega gefin út, prýdd mörgum myndum, og að öllu hin smekk- legasta. Jakob Jónsson. Liigreglan í Varsjá heiíti kylfum í fyrrakvöld gagn- vart ungmennum — fimmta kvöldið í röð. Var iiópunum fijótlega dreift, margir voru handteknir. Stúdentar hafa ekki tekið þátt í Iiópgönguni undangengin tvö kvöld. ý-e Fyrstu álmennu þingkosi.- ingarnar í Pakistan verða haldnar í nóvember að ári. Það er freinur fátítt, að sjá mynáir, sem teknar eru austan járntjalds, en liér er ein, sem sýnir pólska síjörnufræðinga og áhugamenn á því sviði síunda rannséknir sínar. gangast undir algert þagnarheit ^ 5 þessu máli. Eg vonast til að íá i íréttir frá yður hið fyrsta. Eg óska yður innilega velgengni". Við tókumst í hendur og skild- tum sið’an. Þessar íáu mínútur, sem samtalið stóð, en mér virt- ust óendanlega langar, leit Hitler aidrei af mér augunum. Það leið nokkur stund eftir að ég kom út úr herberginu, áður en ég náði valdi á hugsunum trnínum. Eg kveikti í vindlingi og :fór að hugsa málið. Fyrst jhringdi ég upp Karl Radl, undir- :mann minn í Berlíti og skipaði honum að velja fimmtíu menn, «r allir töluðu itölsku. Svo fór ég 1 að gera kerfisbundna áætlun um hvað vopn og sprengjur væru Hentugust. Litli flokkurinn minn varð að vera sem bezt skotvopnurn bú- inn, en samt léttvopnaður. Vel gat verið, að við þyrftum að lenda með fallhlífum, svo nauð- synlegt yrði að haía tvær vél- byssur fyrir hverja níu-manna sveit, og hinir þyrftu allir að hafa vélskammbyssur að vopni. Einnig yrðum viö að hafa hand- sprengjur; „eggjategundin", sem hægt var að troða í vasa, vaari hentugust. Huhdráð og fimmtíu pund af föstu sprengiefni mundi nægja; bezt væri að nota ensku tegundina, sem við höfðum tekið af handteknum mönnum í IIoI- landi, og reynzt hafði betur en okkar gerð. Þennan iista sendi ég simleiðis til Berlínar. Síðan fór ég að áthuga, hverra manna minna ég gæti sízt verið án. Þegar ég var búinn að semja þa'm-lista, síiriáð' ég Rad! aftur. „V:ð sveiturrist b!óði“, sagöi hánn. „Hvcrn.'g get.'ö bc’r búizt við að unnt verði að koma öllu þessu í verk fyrir morgundag- inn?“ „Frá því er, fjandinn h.afi það, eftkef.t undanfæri — og cnnþá er ýmisiegt ótalið“, sagði ég hvat- skeytlega. „Ég lccppist líka \':ð. Þetta er bein skipun frá sjálfum foringjanum". Ný og ný atriði, som g'.tu , verið þýðingármikil, komu upp i huganum: ferilskot fyrir vélbyss j urnar, ef berjast þyrfti í myrlcri, neyðarkalls-flugeldar, ltjúkrun- armenn . . . kiukkan var nærri hálffjögur, þegar ég slmaði Radl síðasta sinn ttm nóttina. Daginn eftir flaug ég með Student hershöfðingja til Fras- cati, liíillar, fallégrar smAtoorgar, sem þýzki herinn á ltalíu itaíði aðaistöðvar sinar í, und.'r stjórn Kesselrings marskáiks. Skömmu siöar fóru menn mínir að tínast þahgáð. Gkkur bárst til evrna fjöldi sögusagna um afdrif Mussolínis. Siúnirsögöu að hann heíði fram- ið sjálfsmorð, en áðrir sögðu að hárm væri mjög veikur og hefði veríð 'SCttur i sjúkrahús; Ei við komumst að engri öruggri niður stöðu. Þáð einá'Sem vlð fengum fulla vissu fyrir, var, að Muss- olini hafði farið til viðtals við konunginn, gegn ráðum konu sinnar, kvöldið 25. júií, og ekki sézt siöan. iNIargir dagar liðu svo, að ekkert frekar gekk í þessu efni, en svo kom einkennileg tilviljun okkur t'l hjálpar. í veitingahúsi eir.u i Róm rákurnst við-á mat- vörukaupmann, sem oft heini- sótti viðskiptavini síua i Terra- cino, litilli borg við Gaeíeflóann. • Bezti viðskiptavinur hans hafði vinnuiconu, sem var trúlófúð her- manni úr herlögregiunni, er var í setuliðinu á Ponzaey, sern er fanganýienda. Þar sem hnn fékk sjai’dan burtfararleyfi, var hahn' vanur að skrlfa kærustu sinni, og í einu af bréfum háns var óbeir.t gefið í skyn, að' háttsettur fangi hefði komið t;l eyjarinnar. j Þessi ávæningur staðíesti af óvarlegum ummælum, er ungur, ítalskur sjóliðsforingi hafði við- j liaft — að þann 7. ágúst hefðt Mussolini verið tekinn frá Ponza og siglt með hann á herskipi til Frh. af 4 s.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.