Vísir - 22.10.1957, Blaðsíða 8

Vísir - 22.10.1957, Blaðsíða 8
Kkkeri MaS u édýrara I áikrift en Ví«ir. Látlð hann fsera yður fréttip •£ nnnað lestrarefni heim — án fyrirhafnar af ySar hálfn. Sími 1-18-8». wíswm. tnnnið, að þeir, tem gerast áskrifenðnr Vísia eftir 10. hvera mánaðar, fá hlaðil ókeypis til mánaðamóta. Þriðjutlaginn 22. október 1957 Yeiðar Riíssa í Barentshafi haka Norðmönnum áhyggjur. Var aflabresturinn við Lófót í fyrra afleiðing af ofveiði Rússa? j '/ Frá fréttaritara Vísis. —■ Osló í okt. Hinn kunni fiskifræðingur, <Gunnar Rollefsen flutti nýlega fyrirlestur >' Bergen um börfina á enn víðtækari rannsóknum á göngum nytjafiska, og hugs- anlegum aðferðum til að auka veiðimagnið ón ]>ess að skerða um of fiskistofna, en Norð- menn og aðrar hjóðir eru nú nmjög uggandi vegna minnk- andi veiði ár frá ári. Eins og kunnugt er varð aflabreztur við Lofoten í fyrra vetur. Var þar ekki um að ræða gæftaleysi, heldur var ó- venjulítil fiskigengd á miðin og olli aflaleysið efnaliagslegu öngþveiti í mörgum fiskibæj- ttm við Lofot og víðar. Rollefsen kvað það vera mjög mikið vandamál, hve veiði Rússa á ungfiski í Bar- entshafinu hefði aukist undan- farin ár. Á nokkrum árum hefir aflamagnið aukist úr 170 þúsund lestum í 340 þús- und lestir. Ekki er hægt að segja með vissu, enn sem kom- íð er hve mikil áhrif þessi afla aukning Rússa í Barentshafi hefur á skreiðarframleiðslu Norðmanna, því okkur skortir ákveðnar upplýsingar til að geta sannað að veiðin í Barents hafi hafi áhrif á Finnmerkur- þorskinn. Við getum ekki hindrað aðrar þjóðir í að veiða, en við horfumst í augu við þá stað- reynd að aflamagnið þverr á amiðunum við Noreg og út- flutningur fiskafurða dregst anjög saman. Það er tvennt, sem við getum gert til að halda uppi aflamagninu. Við getum sjálfir farið til veiða í Barentshafi og tekið þar upp samkeppni við aðrar þjóðir og svo hitt að við getum reynt að 'jkoma á alþjóðlegri samþykkt um að tekin verði upp reglu- Igerð um stærri möskva á botn vörpum. Það er tilgangslítið að stækka möskvana úr 75 í 80 það verður að gera betur ef gagn á að verða af. Niðurstöður af rannsóknum í þessu efni veita nokkra von í þá átt að stórauka megi afla- magnið með því að stækka möskvana. Er það talið liklegt að þjóðir, sem veiðar stunda í Norðursjó og eiga þar sameig- inlegra hagsmuna að gæta, komi sér saman um að notaðir verði enn stærri möskvar en hingað til og sé það eina leið- in til þess að ná úr Norður- sjónum því, sem hann getur látið, án þess að um rányrkju í sé að ræða. Til dæmis sagði Rollefsen að ef við rauðspettu- veiðar er notað troll með 150 mm. möskvastærð myndi afl- inn aukast um 100 prósent. 200 mm. möskvavídd á botn- vörpu myndi auka þorskveiði um 100 prósent. Það verður seinlegt verk að koma á alþjóðlegasamþykkt um möskvastærð fyrir Barents- hafið. Fyrst verðum við að fá óyggjandi sannanir fyrir því, að kenning ckkar sér rétt og til þess þarf langan rannsókn- artíma, en það verður að keppa að því marki að stöðva rán- yrkjuna áður en það er um seinan. Maður Furtsevu fær embætti. Eiginmaður einu konunnar, í sem er I miðstjórn rússneska kommúnistáflokksins, forfram- aðist talsvert nýlega. Nikolaj Firjubin, sem var um skeið sendiherra í Belgrad, liefir verið gerður að varautan- ' ríkisráðherra, og eru menn með þeim titli þá orðnir fimm. Minna má ekki gagn gera. Eiginkona jFirjubins lieitir Katarina Furts- eva. Harding lætur af embætti á Kýpur. Hinn 1. des. n. k. teknr nýr iandstjóri vlð á Kýpiu-. Harding landstjóri lætur inn* an skamms af embætti sem hernaðarlegur landstjóri á Kýp- ur, en við tekur Sir Hugh Foot, landstjóri á Jamaica, og verður hann borgaralegur landstjóri. Blöðin segja í þessu bendingu, sem ætti að hafa góð áhrif í samkomulagsátt. Brezka stjórnin segir stefnu sína í Kýpurmálinu óbreytta og að Harding hafi tekið starfið að sér 1955 með því skilyrði, að hann gegr.di þvi aðeins 2 ár. Fer hann nú frá að eigin ósk. Úiigöngufé finnst Aðalheiður Gunnarsdóttir heitir þessi umga blómarós. Hmn á heima í símstöðinni í Ilrútafirði og leikur scr öllum sttuadum við livolpana hennar Pellu, sem jafnan er nálæg og fylgist með fóstrunni. Myndu ekki börnin í Reykjavík viija eiga svona leik- félaga, sem aldrei segja frá — þótt eitthvaS komi fyrir? (Ljóssn. Gunuar Rúnar). í Eyjafirði. Untræða um kæru Sýrlands á allsherjarþingi. Kuwatly vifldi málaniiðltim Sauds konumgs. 1,4 millj. manna frá 74 löndum sóttu sýningu í Berlín. Þar voriHí srndai' Iielz'rfu nVjmi^a i* * li^gin^aiiisá í lieíiiiiiiiun. Nýlegu er lokið í Berlín mikilli iöyggingar og skipulagssýningu, rsem staðið liefir samfleytt í þrjá anánuði. Sýningargestir urðu næstum 1,4 milljón frá 74 löndum, og þess er sérstaklega getið, að 36% gestanna hafi verið frá A.-Þýzkalandi, er lék hugur á að sjá, hvernig menn byggðu vestan járntjaldsins. Af útlend- Ingum voru sérfræðingar á sviði Ibyggingariðnaðar stærsti hópur- inn, og var tekið eftir því, hvað tnargir komu frá Sviss og Norð- lirlöndum, en viðurkennt er, að þar er bezt búið að almenningi, 1 að því er húsnæði snertir. Sýning þessi var mesti við- burður af því tagi í borginni sið- an 1896, er efnt var til hand- verkssýningár, og útlendingar hafa aldrei verið fleiri siðan á OL 1936. Alls komu á sýninguna 490 blaðamenn frá 43 löndum. Dýrasta byggingin á sýning- unni var 17 hæða sambýlishús, er teiknað var af Le Corbusir, frægaSta arkitekt, sem nú er uppi. Það kostaði 15 milljónir marka, en hver fermetri kostaði um 1700 kr. og var það minna en í mörgum öðrum byggingum, * AUsherjarþingið tekur í dag fyrir ákæru Sýrlands á hendur Tyrklandi fyrir liðssamdrátt á landamærunum í ógnunar- og innrásarskyni. Segir hún sjáf- stæði Sýrlands teflt í hættu, en Tyrkland hefur neitað öllum ásökunum í þessu efni. Það er nú talið, að Kuwatly forseti hafi fallist á tilboð Sauds konungs í Sudi-Arabíu um mala miðlun í deilunni, en tekið hafi verið fram fyrir hendur hon- um, og tilkynnt, að Sýrland vildi enga málamiðlun, heldur að málið gengi sinn gang á vettvangi allsherjarþingsins. Það var um það leyti, sem til- boðið var lagt fram, sem Ku- watly var sagður hafa veikst og ekki geta sótt fimd þann, er Saud vildi hafa með Arabaleið togum í Beyrut. Brezkt herskip heimsækir Haifa. Bretar hafa tilkynnt, að að- eins eitt brezkt herskip fari í kurteisisheimsókn i stað fimm, eins og upphaflegá var ákveðið. Segist stjórnin ekki vilja hvika frá hefðbundinni venju um slíkar kurteisisheim- sóknir, en vegna þess að tím- arnir séu viðsjárverðir sé rétt að forðast allt, sem misskiln- ingi gæti valdið, og því fari að eins eitt herskip í heimsóknina. Macmillan á fund Eisenliowers. Nokkrum klukkustundum eftir komu Elísabetai’ drottn- ingar og manns hennar til Lundúna í dag leggur Macmill- an af stað ■ til Washington til fundar við Eisenhower for- seta, og líta menn svo á, að vel heppnuð heimsókn drottn- ingar, muni mjög Macmillan í hag, og sé höfuðhlutverk hans — segja blöðin — að leggja traustan grunn að sem nánastri brezk-bandarískri samvinnu, ekki sízt á tæknilega sviðinu, og samræma þurfi stefnu Breta og Bandaríkjamanna í nálægum Austurlöndum. Eitt af mörg- um málum sem þeir munu ræða Macmillan og forsetinn er deil- an milli Sýrlands og Tyrk- lands. Frá fréttaritara Vdsis. —• Akureyri í gær. Fyrir skemmstu fundust úti- göngu kindur í Mjaðmárdal, sem er á Mimkaþverái-afrétti í Eyja- firði. Er óvanalegt ef ekki einsdæmi að fé gangi úti á þessum slóðitm að vetri til. Þarna var um tvo veturgamla hrúta að ræða og voru báðir í ágætum holdum. Eigendur hrútanna voru þeii' Tryggvi Jónatansson á Litla Hamri og Halldór Sigurgeirsson á Öngulsstöðum. Coty ræðir vtð Mollet og Pinay. Coty, forseti Frakklads, hej- ir rætt við Mollet og Pinay. Vill hann reyna að koma því til leiðar, að jafnaðarmenn og íhaldsmen gerist aðilar að sam- eiginlegri áætlun til viðreisnar og bjargar Frakklandi. Schumann hafnaði boði um að mynda stjórn. Hann er kristilegur lýðræðissinni. Engar flugsamgöngur innanlands í dag. IFyrsta vetrarhriðin hindrar flugferðir austur og norður. Fyrsta Ihríðim á Biaustiim stöðvaði f lugsamgömgiiH' innan- lands í morgun. Utanlandsflugið gekk sinn vanagang. Hrimfaxi fór sam- kvæmt áætlun til Kaupmanna- hafnar og Glasgow í morgun og önnur vél frá F. 1 kom frá Thule í morgun. Þar var bjart og gott veður. í Reykjavík var alldimmt aí éli annað slagið en lendingarskil- yrði voru þó sæmileg. Annars- staðar á landínu var veður slæmt, snjöhríð og stormur. Á- ætlunarferðir átti að fara til Ak- ureyrar, Egiisstaða, Vestmanna- eyja, Blönduóss og Sauðárkróks, en á öilum þessum stöðvum var ófært og flugskiiyröi yfir land- inu mjög sieem. Er þetfca í fyrsía skipti í haust að ailir fiugveliir utan Reykja- víkur lokast í einu sökum veð- urs. Etnn rænulaus. Kristján Guðmundsson, er varð fyrir bifreið í Borgartúni aðfaranótt s.l. laugardags hef- ur verið rænulaus síðan slysið vildi tli. Líðan hans í morgun er hvorki talin betri eða verri að því er Vísi var tjáð í morgun. • Paul Henri Spaak, framkvstj. Nato, er væntanl. til London i byrjun næsta mánaðar, til viðræðna við brezku stjórn- ina. Spaak áformar að heira- sækja öll Natolöndin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.