Alþýðublaðið - 12.11.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.11.1928, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUbLAÐIÐ JLLÞÝÐUBLAÐIÐ 1 kemur út á hverjum virkum degi. j ; Aígreiðsla í Alpýðuhúsinu við j : Hveriisgötu 8 opin irá ki. 9 árd. j I til ki. 7 síöcl. t 1 Sirrlífitoía á saroa stað opin kl. j ; S'/s-lOVg ártí. og kl. 8—9 síðd. t | Simar: 988 (afgreiðBlan) og 2394 > ' (skrífstofan). t j Verðlags Áskriftarverð kr. 1,50 á j ; másiuði. Auglýsingarverðkr.0,15 [ i hver mm. eindálka. j ; Prentsmiðja: Alpýðuprentsmi&jan J (i sama húsi, simi 1294). L. Músalelgaekrill. Jðfnuður íhaldsins og réttlæti. Jafna'ðarstefnan á ekkert erindi tdl íslands, segja íhaldsmennimir hér. Hér er enginn stéítamunur, hér er alt fólk alþýðufólk, hér em engir rikir og engir fátækir, eða að minsta kosti- engir mjög ríkir og engir svo fátækir, að |)eir líði skort- Þessum pjöðlygum hampa svo íhaldsblöðin sýknt og heilagt, reyna að telja almenníngi trú um, að hér séu allir jafnir, reyna að blekkja pá, sem bágt eiga, svo að peir ekki fari að gera saman- burð á kjömm sínum og h'nna, sem lifa yið allsnægtir og auð, auð, sem safnað hefir verið með pví að borga of lágt kaup fyrir vinnu fátæklinganna, eða selja þeim of dýrt þarfjr þeirra, svo sem fæði, fatnað, húsnæði og annað slíkt- Að eins 1/10 hluti þeirra íbúa Reykjavíkur, sem tekjuskatt greiða, eða innan við 1000 manns, eiga yfir 5000 króna virði bver. Hinír 9/10 eiga allir mtnna, flestir alls ekkert- En pessi 1/10 hluti skattgreiðenda á líka 60—70 millj- óna króna virði, eða 60—70 þúi. hver að meðaltali- En meðaltaian segir ekki nema lítið brot af sann- leikanum. Langflestir pessara 1000 manna eiga tiltölulega litlar eign- ir, 5000—20000 krónur hver. 1C0 til 200 menn eiga mestan hluta pessara 60—70 milljóna. En íbúa- tala Reykjavíkur er nú um 25 púsund. Svona er nú jöfnuðurinn á skift- ingu eignanna. En líiskjörin? Búa ekki flesíir bæjarmanna við svipuð líískjör? Því svara húsnæðisskýrslurnar. Hér í blaðinu hafa öðru hvoru verið birtar lýsingar á ýmsum í- 'búðum h.ár í bænum og sýnt fram á, að lökustu íbúðirnnar eru lang- dýrastar. Allur porri verkalýðs- ins býr í svo slæmum húsakynin- um, að heilsa hans og barna hans er í afskaplegri hættu. „Ibúðin er köld, rök, dimm og par af leiðandi h&llsuspillandi,“ stendur skráð í fjölda skýrslna peirra, sem safnað hefir verið. Þrengslin eru svo afskapleg að engu tali tekur, og pægindi af skornum skamti eða alls engin. Og pessar íbúðir eru svo að segja undantekningarlaust le'gðar við tvöfalt til prefalt hærra verði en hiýju, björtu og purru íbúð- irnar, sem efnaða fólk.ð býr í, og fylgja peim pó venjulega öll ný- tízku pægindi- Hversu aískaplegur munur er á hibýlum manna hér og le:gu- kjörum sést á eftirfarandi dæm- um: I. dæmi: Hjón með 1 barn búa í lofíher- bergi undir súð. Herberg'ð er purt, bjart og sæmilega hlýtt Gólfflöíur pess er 6,73 íla armetr- ar og rúmmálið 14,19 rúmmetr- ar. Rúmmál á íbúa hvern verður pví 4,73 rúminetrar og gólfflöíur 2,24 flatarmetrar. Leigan er ' 47 krónur á mánuði eða 564 krónur á ári. Verður pað kr. 3,31 fyrir rúmmetra á mánuði, eða kr. 39,72 á ári. Herberginu fylgir svoiíál eldhúskompa, sem ekki er reikn- uð með í rúmmálinu. Rafljós er í íbúðinni, en engin pægindi önn- ur. II. dæmi: Maður með ráðskónu býr í 7 herbergja íbú'ð, auk eldhúss o. s. frv. Rúmmál íbúðarimnar er 410,08 metrar og gólfflötur 138,63 fer- metrar. Rúmimál á íbúa hvorn verður pví 205,04 rúmmetrar og gölfflötur 69,32 fla armetrar. Rúmmál á íbúa ex pannig 43 sinin- um meira en í fyrra dæminu. Leigan er 250 krónur eða 61 eyxi fyrir rúmmietra á mánuði. Er pað tæplega 1/5 hluíi pess, sem greitt er fyrir rúmmietira í íbúð- inni í fyrra dæminu. Þess parf ekki a,ð geta, að íbúð- in er björt, hlý, rakalaus og með öllum nýtízku pægindum, svo sem .miðstöðvaihitun, baðherfcergi, gasj, rafmagni o.. s. frv. Auk pess fylgir eldhús og geymsia, er pað ekk,i reiknað með í rúmmáli íbúð- arinnar fremur en í fyrxa dæm- inu. Þess parf heldur ekki að geta, að pað er fátækur maður, sem býr í fyr töldu íhúðinni og greiðir 331 éyxi á mánuði fyrir rúmmetr- ann, en hátekjumaður, sem býr í hinini síðar töldu og greiðir 61 eyri á mánuði fyrir rúmimetrann. Svona er jöfnuðurinn á híbýla- hátíum og lífskjörum hér, par s .m íhaldsmenn segja að allir séu jafnir. Þess skal getið, að dæmi pe-si eru tekin sitt af hvorum enda, ef svo mætti segja. Þau eru tekin til að sýna andstæðurnar. 1 síð- ara dæminu er greint frá þeirri leiguíbúð, par sem mest rúmmál kemur á íbúa hvern, af peim í- búðum, sem ritstjóri Alpýðublaðs- ins hefir séð skýrslur yfir, en í hinu fyrra er leigan fyriir rúm- metra sú haista, sem hann hefir séð í skýrslunum, En íbúð sú, sem um getur í síðara dæminu, er líka margfalt betii en margax aðrar, hún er ekki J talin dimm, rök eða heiisuspSll- andi. Víirleitt eru röku, pröngu, dimmu, köldu og heilsuspillandi íhúðirnar, sem engiin pægndi fylgja, dýrastar. Húsale'guokr.ð bitnar á fá.ækl;ngunum.. Svona er jöfnuðurinn — og rétt- lætið. Stúdeetabúgarður. I Stúdentablaðinu frá 1. þ. m. er birt v;ð:ál við Baldur Sveins- son blaðanmnn út af tillögu, sem honum hefir komíð til hugar í því skyni að draga úr námskostnaði stúdenía hér við háskólann. Tillaga Baldurs er sú,- að stú- dentar komi sér upp búi og noíi afurðir þess sér til Viðurværis að vetrarlagj. „Ef ég ætti að veija búi pessu stað,“ segir hann, ,,pá myndi ég velja Krýsivlk. Hún er að vísu í lengsta lagi fxá Reykjavik, en ef bifreiðavegur væri iagður pang- að úr Grindavik, pá mætti fara héðan fram og aftur á 6—7 kilukkutímum. Á hinn bóginn hef- ir Krýs;v;k marga kosti umfram aðrar jarðir. Þar er landrými af- ar-mikið, skijyiði góð til pess að auka tún að vild, jarðhiti, fugla- tekja í bjargi og góður úíigangur. Þar mætti haía mörg hundruð fjár og fjöídia kúa. Jörð pessi hef- ir nú verið lítt‘ setiin undan farin ár og húsakynni eru þar sVo lítil, að pau hleypa ekki fram jarðax- vexðinu, og tel ég pað heldur kost, að stúdentar geti sjálfir ráð- ið húsiagerðinni frá upphaíi.“ „Hvernig hugsiar pú pér þá búi komið upp parna?“ spyr ritstjóri Stúdentablaðsins. „Ég geri ráð fyrir að stjórnar- völdin nryndu styðja petta fyrir- tæki með hagkvæmu láni og ekki þyrfti að byrja í mjög stórum stíl. Bráðabirgðahúsum mætti koma upp cg pyrfti ekki að Vanda rnjcig til peirra, pví að hægðarleikur væri að hita þau með hveravatni. Fyrstu aðflutningarnir myndu reynast auðveldasíir sjóleiðina, pangað til vegurinn kæmist á,“ „Og búskaparreksturinn ?“ „Ég hefi hugsað mér, að ráðið verði eitthvað af vinnuvönu fólki til pess að sjá um búið alt árið. En aðalvinnuikraftinn ætlast ég til, að stúdentar leggi til sjálfir, Ég ætlas.t til, að peir skifti pann- ig með séx verkum, að hver peirra vinni háífan mánuð á meðan kensla stendur yfir í háskólanum eða á tímabilinu frá 1. okt. — 1. maí og séu þá jafnan jiafnmarg- ir í hóp og yrðu þeir að sjálf- sögðu að koma sér saman u:m pað að haustinu, á hvaðia tíma hver flokkur ynni. Þegar tíð leyfði yiði unnið að jarðabötum og húsabótum, en pað er margra ára verk; pví að ég. ætlast til, að öll hús yxðu par úr stein- steypu. Fyrst yrði að koma upp rúmgóðum skála úr timbri ogf bárujámi og hita hann með hvtera- vatni og má par svo steypa steinBl í byggingar allan veturinn, hvem- ig sem viðrar. En síðan verðuE hlaðið pegar veður leyfa. Með' þessu móti ætti að vera hægt að! koma upp tiltölulega ódýruml húsum.“ „Og hver yrði pá hJutur stú- denta ?“ „Ég ætlast til, að búið greiðij peim stúdentum venjulegt kaup, sem vinna par að sumrinu, en peir geta verið fleiri eða færrC eftir ástæðum og eftir pví, sem búið Jjarf á að halda.“ „Og fram tíðarmöguleikamir ?“ „Eru alveg ótakmarkaðir. Þarna gæti með tíð og tíma risið upp mjög stórt bú og par mætti i; d., auk sauðfjáx og kúa, hafa7 fjölda alifugla. Þar eru og ágæt skilyrði fyrir alls konar ræktuni í vermireitum, . . .“ „En eru nú ekki einhverjir örð- ugleikar á pessu, sem pú hefir ekki komið auga á?“ „Það má vitanlega finna pessu eitthvað til foráttu, og mér er L d. kunnugt um, að sumir pykjasf sjá, að þessi jörð sé ekki vel! valin. En öllum mun ijöst, að pessari ráðagerð getur aldrei orð- ið pað að fótakefli, pó að fengini væri önnur betri. Annars sé ég ekki betur en að stúdentar eigi pað alveg undir sjálfum sér, hvernig pessu máli reiðir af,“ svaraði Baldur. Veðrið. KI. 8 í morgun var austlægur stinn'ngskaldi á Suðurlandi, en norðausta.nrhvassviðri á Breið'a- firði og Vestfjörðum. Allhvass austan og störrigníng í úisveitum á Norðausturlandi. — 6—8 stiga -hiti sunnan lands, en 2—5 stig fyrir norðan. Vedurútlit í kvöld og nótt: SuZvetirL nd: Stinnings- kaldi á austan og norðaustan., Skúrir. Faxaflói: Allhvass á norð- austan og síðan norðan. ÚTkomu- lítið, Frostlaust. VestfirZtr: Hvass á npr'ðaustan. Rign;ng eða bleytu- hríð, — Engar fregnir hafa borist frá togurum á Halamiðum og hafa þeir sennilega leitað hafnar í gær. — Á Norðursjónum er hæg vestanátt, en mun hvessa með kvöldinu. Slátrun. Samkværnt frásögn „Tíma'ns!“ hefir verjð slátrað í haust hjá Sláturféiagi Suðurlands um 35 púsundum fjár hér í Reykjavík og 3 pús. á Akranesi. Er kjötið af fé pessu nálega alt ætiað til neyzlu í Reykjavík. Vetrarforðann handa fjölskyldu dró unglings- piltur, Baldur Kolbeinsson, Hverf- isgötu 53, á hiu'.aveltu fpróttafé- lags Reykjavíkur z gær. Balduii mun vera sonur Kolbeins Þor- steinssonar /skipstjöra

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.