Vísir - 16.11.1957, Blaðsíða 7
Ví SIB
Laugardaginn 16. nóvember 1957
7
r^wvvwvvywvvwvvVíAiVv
.■wwwvwww
O
S
2.)orotl(f
Quentin:
K
A
. n
ASTÆRSAGA
John þakkaði honum fyrir hjálpina og fcr svo með streng-
brautinni upp í bæinn til að fá sér eitthvað að borða.
Eftir góða máltíð í litlu matsöluhúsi tók hann sína töskuna
í hvora hönd og fór niður að bryggjunni, sem var þarna skarnmt
frá. Hann svipaðist um, forvitinn. Þarna var lítill gufubátur, en
svo að sjá sem hann «mundi ekki fara fyrst um sinn.
Grannur strákur með ljóst, hrokkið hár, gulljarpur á hörund
og með augu sem voru jafn blá og vatnið, kom róandi upp að
bryggjunni í klunnalegum báti. Stráksi góndi og kallaði eitthvað
á ítölsku. John hristi höfuðið en varð ekki lítið forviða er hann
á næsta augnabliki heyrði stráksa tala beztu ensku.
— Eruð þér Englendingurinn, sem ætlar að veröa í Albergo
Pionetti? Hvers vegna ætlið þér til okkar? Það er nóg af góðum
gistihúsuin hérna í bænum. Ha'nn benti fyrirlitlega á Strand-
götuna.
John brosti. Nú sá hann það. Þessi tötralegi, frakki, töfrandi
strákur, var alls ekki strákur heldur stelpa. Hálfgert barn.
— Eg kæri mig ekkert um neinn íburð, sagði hann fastmæltur.
— Eg vil hafa ró og næði og ef til vill veiðá. Mér var sagt að
hægt væri að fá það hjá ykkur. En hvernig vissuð þér af mér?
— Nú, hann Peppone — burðarkarlinn — sagði Emilio af því,
þegar hann var að ná saman ferðamannahóp sem átti að fara
til Morcoté, sagði stúlkan, eins og ferðafólkið væri bögglar, sem
ætti að útbýta í þorpunum kringum vatnið. Hún bætti við, efins:
— Við erum ekki vön að taka á móti fastagestum. Aðeins mið-
degisverðargestum og þess háttar.
Hún benti yfir vatnið. — Gandria er þarna. Það er fallegur
staður fyrir listmálara. En þér eruð ekki málari — er það?
— Eg mála dálítið.
Þau horfðu hvort á annað í sterkri sólarbirtunni. John var
skemmt, en stúlkan var dálítið tortryggin. Hún sagði barnslega:
— Eg sagðist skyldu flytja yður yfir, ef mér fyndist þér vera
í lagi!
— Og.... er ég þá í lagi? spurði hann brosandi og horfði fast
inn í bláustu augun, sem hann hafði nokkurn tíma séð.
— Eg skal taka yður. En þér megið ekki kvarta úr því að þér
komið yfir á annað borð.
Báturinn skreið hægt og jafnt yfir blátt, spegilslétt vatnið.
Stúlkan gerði ekkert til að halda samtalinu við, hún spurði að-
eins hvað maðurinn héti.
— Eh.... Johnson, svaraði hann dræmt. Hann langaði til að
kynnast Colette Berenger án þess að hún vissi að hann kæmi frá
Castletown. Hann vildi láta halda að hann væri venjulegur
ferðalangur, sem dundaði við að mála í írístundunum. — Þér
munuð vera ein af Fionetti-fjölskyldunni? spurði hann.
Hún leit við og horfði á hann. — Eg heiti Colette Berenger,
sagði hún ofur blátt áfram.
John var sem steini lostinn, en tókst þó að láta ekki á neinu
bera.
Hún leit aftur við og benti: — Þarna er Gandria!
John horfði á ströndina, sem alltaf færðist nær. Þarna voru
hyitmáluð einstaklingshús með stórum grindum úr smíðajárni,
og vegir niður að einkabryggjum — íburðarmikil milljónamær-
ingaheimili. Bak við þau voru minni hús. með vafningsviði upp-
eftir veggjunum, og ennfremur smáhús með þrepum beint niður
að vatninu. En öll þessi fegurð fór fram hjá honum, þvi að þessa
stundina gat hann ekki um annað hugsað en að þessi sterki
og fimi strákur, sem sat þarna undir árum, skyldi vera dóttur-
dóttir Helen Stannford.
COLETTE LEIÐBEINIR.
— Það var gott að Colette skyldi snúa bakinu að honurn,
hugsaði John með sér. Annars mundi hún vafalaust hafa furöað
sig á svipnum á honum. Þessi upplitaða bómullarskyrta og stag-
bættu buxurnar voru vafalaust hversdagsfatnaður Colette, og
liklega gerði hún sér ekki ljóst hve lík hún var tatara.
En hann jafnaði sig brátt eftir fyrstu furðuna. Honum þótti
gott að hann lrafði ekki sagt stúlkunni sitt rétta nafn. Honum
fannst ótrúlegt að hún skyldi vera orðin tuttugu og tveggja ára,
og aö hún gæti verið barnabarn frú Stannisford og Væntanlegur
erfingi að Osterkey House og miklum auöæfum.
— San Salvadore, sagði Colette og benti á fjall til vinstri.
Tindurinn hinu megin heitir Monte Bré. Það eru strengbrautir
alla leið upp á topp, og mörg gistihús þar uppi. Á kvöldin er
hægt að sjá ljósin frá strengjabrautinni, alveg eins og stiga....
| Hún tifaði fingrunum til að útskýra það. — Alveg eins og stjörnu-
stigi upp að allra stærstu stjörnunni.
Hann sá strax að hún var ekki aö reyna að miklast yfir
staðnum. Hún var aðeins leiðbeinandi. John renndi augunum
lengra til gömlu, skrítnu þorpanna, sem voru fjær. — Lugano er
fallegur bær, en eg lreld að eg kjósi litlu þorpin fremur, sagði
hann.
Og hún brosti þegar hann sagði það.
— En við höfum enga baðklefa og ekki heitt vatn í herberg-
unum, sagði hún.
John andaði djúpt að sér krystallstæru loftinu. — Eg býst við
að eg, komist af án heita vatnsins, sagði hann vingjarnlega.
— Og það er fuilgott handa mér að baða mig í vatninu. Eg er
að hugsa um að synda í kvöld.
—; Vatnið er kalt.ennþá. Við erum ekki vön að synda þar á
þessurn tíma árs. Ekki fyrr en eftir nokkrar vikur.
— Eruð þér vön að fara með fólk í ferðir og sýna því?
Hún hló glaðlega. — í þessari gömlu lekabyttu? Ekki nema
sjaldan, en hann Emilio fer með fólkið í vélbátnum. Hann heitir
„Pegasus“ og hann flýgur áfram. En hann er ekki borgaöur
ennþá og hann er skrambi benzínírekur. Við notum þennan bát
hérna þegar við förum í veiði, eða þegar svo ber undir að við
þurfum að sækja mann, eins og til dæmis yður núna. Og þegar
eg er send í búðir, bætti hún við. — Þetta er báturinn minn. Eg
nota hann oft.
— Það get eg séð. — En það hlýtur að vera erfitt fyrir stúlku
að eiga við svona stóran bát.
— Uss! Eg er sterk. Miklu sterkari en eg sýnist. Og báturinn
kostaði ekki nema fimmtíu krónur, því að nágranninn okkar
þóttist ekki geta notað hann lengur. Vélbáturinn kostaði tvö
þúsund, og það verður langt þangað til Emilio á hann skuld-
laust.
Tvö þúsund krónur var eiginlega ekki mikið verð fyrir vélbát,
hugsaði John með sér. Og þegar hann drap á það við hana, leit
hún á hann og forvitnin skein úr augunum. — Þér eruð vafa-
laust ríkur. Ef þér eruð það þá getum við grætt mikið á yður
meðan þér verðið hjá okkur, sagði hún mjög blátt áfram.
John hló. Þetta var stúlkan, sem hafði neitaö að taka við
miklum auði. Hann átti bágt með að skilja það, en nú lék honum
forvitni á að fá að vita sem mest um liðna ævi stúlkunnar og
viðhorf hennar til tilverunnar. Hann sagði þurrlega: — Nú hef
eg að minnsta kosti fengið aðvörun. En hver er Emilio, og hvers
vegna er honum nauðsynlegt að hafa vélbát? Mér sýnist þér
komast af meö þennan bát, og hérna eru sjálísagt fáir, sem
þurfa að flýta sér.
Hún lraliaði sér fram á árarnar og sagði með meðaumkvunar-
svip. — Skiljio þér það ekki. Svo benti hún út á vatnið. Það er
langt á milli allra þessara þorpa. Gandria er þarna. Melide er
þarna niður frá, sem brúin er, og fyrir handan Melide er Morcoté,
E. R. Biíiroiiíjhs
- TARZAW
24S>4
Hin hressnega r^oa Tarz-
ans herti upp huga svert-
ingjanna og nokkrir buðust
strax að fylgja honum til
bardagans. Raemu bauð sig
líka fram. Þú hefur gefið
mér Jíf oð því mun eg yerða
þinn auðmjúkasti og dygg-
asti þjónn, sagði hann og
brosti gleitt, ,en það var svip-
ur á honum þégar Tarzan
hafði snúið við honum baki.
Þá skein bæði grimmd og
slægð úr Ijótuin svip hans.
Kvillasamt
vestan hafs.
Á tæpum 3 mán. fengu
30 millj. Asíu-influensu.
í Washing-ton hafa vei’ið birtar
skýrsiur, sem sýna að um 30
millj. manna hafa fengið slæmt
kvef eða slæma inflúenzu, háls-
bólgu og lungnabólgai frá 15/7
til 5/10.
Talið er að 8.5 millj. manna
hafi verið rúmliggjandi einn dag
eða léngur vikuna, sem éndaði
5. okt.
Um 2.500.000 manna lágu i'rúm.
inu hvern dag þeirrar viku.
Frá 15/7 fengu 30 millj. kvef
og fylgikvilla, en í byrjun kvef-
faraldurs þá voru um 200.000
rúmliggjandi daglega þar til tala
þeirra var komin upp í 2.5 millj.
á byrjun mánaðarins.
Einn af læknum heilbrigðis-
málaráðuneytisins segir, að eng-
inn vafi sé á því, að mikill hluti
þessa fólks hafi verið með Asíu-
inflúensu.
Ghana vantar 300
millj. stpd.
Ghana, nýja brezka samveldis-
landið í Afríku, skortir lánsfé
— hvorki meira né minna en 300
millj. stpd.
Féð á að nota til virkjunar
Volta árinnar og er þetta risa
áform, næstum á borð við Ash-
wan-áform Egypta.
Fjármálaráðherra Ghana sagði
nú í vikunni, að ef vestrænu
þjóðirnar vildu ekki lána féð
yrði „bara“ leitað annað“.
Gjaldeyrisskortur
á Indlandi.
Gjaldeyrisskortur er svo
mikill á Indlandi, að stjóínin.
hefir skorið innflutning niður
að verulegu Ieyti.
Til að byrja með verður al-
gert bann við innflutningi á
sumum vörum næstu sex mán-
uði — og er það einkum alls-
konar neyzluvarningur, sém
þetta bitnar á. Stjórnin vonast
til að geta sparað með þessu
móti erlendan gjaldeyri sem
svarar 220 milljónum dollara
á einu ári.
50 slasast í eleiu og
sama hílslysi.
í fyrradag varð óvenjulcgt
bílslys við Hoo, suðaustur af
London.
Sex farartæki lenta þar í éih-
um og sama árekstri — þrír
almenningsbílar, tveir fólks-
bílar og bifhjól. — Fimmtíu
manns slösuðust, en aðeins tveir
alvarlega. Málið er svo flókið,
að lögi’eglan veit ekki enn,
hvernig slysið vildi til.
Kennarar.
Fræðsluráð hefir samþykkt
ráðningu eftirtaldra stunda-
kennara. — Gagnfræðaskól-
inn við Vonarstræti: Einar
Magnússon, Erling Tómas-
son, Hörður Lárussón,
Magnús RunólfSson, Krist-
inn Pétursson, Njörður
■ Njarðvík, Einar Óaísson og
Ingunn Vatýsdóttir. -v |