Vísir - 30.11.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 30.11.1957, Blaðsíða 4
VÍSI* Laugardaginn 30. nóvember 1957 WISMWL D A G B L A Ð Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsiður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á mánuði, , ! kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. 1. desember. Fyrsti dagur desembermánaðar mun alltaf verða minninga- dagur, meðan ísland verður j byggt, þótt aðrir dagar sé ! meiri og merkilegri á ferli ] þjóðarinnar. Um þessar ! mundir eru liðin 39 ár, síð- ! an Danir veittu íslendingum j viðurkenningu fyrir full- ! veldinu, og þegar menn líta I um öxl og virða fyrir sér j þær breytingar, sem orðnar ] eru á öllum sviðum síðan, 1 finnst mönnum sém íslend- ingar hafi lifað ævintýr. ] Þjóðin var að sumu leyti á ! miðaldastigi fyrir fjórum ] áratugum, en nú stendur hún ’ á mörgum sviðum jafnfætis ! þeim, sem lengst eru komn- ar í mörgum efnum. Framfarirnar hafa verið eink- um miklar á efnahag þjóð- ' arinnar, og mátti hann sann- arlega batna eftir margra * alda vesaldóm og kröm. En ' efnahagurinn er ekki allt, og ]' ef öðrum verðmætum er 1 fórnað, verður hann bara lít- f ils virði í augum manna. Þjóðin má ekki einbílna svo ] á þau margvíslegu gæði, sem , hún hefir fengið að kynnast á síðustu árum, að hún gleymi öllu því, sem hélt í henni lífinu áður fyrr, þeim andlegu verðmætum, sem yljuðu henni um langt, kalt svartnætti. Ef hún gerir það, þá hefir hún tapað um leið og hún hefir grætt. Ymsir straumar, sem borizt hafa hingað frá útlöndum, hafa verið okkur til góðs, en aðrir til skaða, og er við slíku að búast. Við höfum hinsvegar ekki kunnað að vinsa úr, eins og skyldi, held- ur gleypt margt hrátt, talið allt menningu, sem hefir verið hin mesta ómenning. Þess vegna hafa þessi ár verið okkur erfið, og við þurfum að vaxa úr grasi að því leyti — læra að vega og meta hlutina, bæði innlenda og erlenda. Það er einn þátt- urinn í að kunna að standa á eigin fótum og kunna þeim forráð. Við þurfum að læra þetta sem fyrst, því að kot- þjóð eins og við hefir ekki efni á að gera margar vit- leysur, jafnvel þótt fullvalda og sjálfstæð geti kallazt. KosningahræÍsia. Kratar og kommúnistar hafa tekið mikið viðbragð vegna prófkosninganna, sem sjálf- stæðismenn efna til þessa dagana í sambandi við und- ’ irbúning bæjarstjórnarkosn- ' inganna. Segja blöð þeirra rauðu, að kosningar þessar sé aðeins látnar fram fara til f að blekkja almenning, ekk- ! ert sé að marka þær, ekki ] verði farið eftir úrslitum ] þeirra og þar fram eftir göt- unum. Skelfing þeirra er slík, að það er eins og bæjarstjórnar- ' kosningarnar eigi að fara 1 fram á sunnudaginn en ekki 1 . eftir tvo mánuði. Og það má j til sanns vegar færa, því að val fulltrúanna á lista sjálf- stæðismanna, er fram fer þessa dagana, mun ráða miklu um úrslit kosning- anna, er þar að kemur. Kommúnistar og kratar ætla ekki að efna til prófkosninga fyrir stuðningsmenn sína. Þeir vita þó, að almenningur mundi fagna tækifæri til að láta álit sitt á leiðtogunum í ljós með því móti. Þess vegna þurfa þeir fyrir alla muni að gera kosninguna hjá sjálfstæðismönnum tor- tryggilega. En það tekst ekki — og þegar gengið verður að kjörborðinu í janúarlok mun gildi prófkosningarinnar koma í ljós. Fjarri fóíkinu. Þessi flokkar eru nefnilega svo furðulega fjarri fólkinu, sem þeir þykjast vera að þjóna, að ekki verður jafnað til J annars en ,,alþýðuflokk- anna“ austan járntjaldsins, í en þykjast vinna alþýðunni allt en gera henni þó einung- is tjón. Gott dæmi þess er það, að það er hrein hending ef verka- r menn eða verkakonur kom- ast á þing á vegum þessarra flokka, er telja sig byggja starfsemi sína og fylgi að öllu leyti á þeirri stétt. Hvað skyldu til dæmis vera mörg ár, síðan verkamaður hefir verið kjörinn á þing fyrir þessa flokka? Þeir hafa að vísu komizt sem uppbótar- menn fyrir tilviljun, en vit- andi vits, hafa floksstjórn- irnar aldrei ætlað slíkum mönnum örugg sæti við framboð. Kirtiga og ivántttl: ADVENTA. Hvað þýðir þetta undarlega orð? Það þýðir koma og er lat- ína. Þannig heitir fyrsti kafli kirkjuársins, en það hefst á morgun, — ár kirkjunnar er ekki hið sama og almanaksárið, það hefst fyrr og er miðað við það að benda á og hugfesta hin stóru sannindi kristinnar trúar hvert af öðru frá einum áfanga tímans til annars. Þannig lyftir kirkjan hvelfingu eilífðar yfir tímann og varðar vegu jarðlífs- ins himneskum eyktamörkum. Aðventan er sá tími, er kirkjan minnir á tilkonni Drottins síns. Það hefur þríþætta merkingu. 1 fyrsta lagi: Jólin nálgast. Því heitir þessi fyrsti þáttur kirkju- ársins einnig jóiafasta, en það heiti minnir á, að við eigum að búa okkur undir jólahátíðina. Jólin eru möndull þeirra sann- inda, sem fyrsti kafli kirkjuárs- ins snýst um og ljós þeirra skín yfir boð.skap allra helgidaga allt fram að níuviknaföstu, en þá beinist athyglin að langafrjádegi og páskum. Aðventan er m. ö. o. í fyrsta lagi áminning um komu Krists í þennan heim. Við upp- haf árs síns, að aðfaranda jólum, lifir kirkjan nokkuð af eftir- væntingu og þrá kynslóðannna, sem fengu hugboð eða fyrirlieit um komu frelsarans, hinn mikla konung lífs og friðar, máttar og kærleiks. Jesús benti sjálfur ótvírætt á það með atferli sínu, er hann kom til Jerúsalem í síð- asta sinn, að þau fyrirheit voru komin fram, hann var konungur- inn, sem uppfyllti vonir aldanna. Guðspjall dagsins segir frá því (Matt. 21,1—9). Inntak þess er: Sjá, konungur þinn kemur til þín. Og kirkjan svarar og játar í orðastað alls mannkyns: Bless- aður sé sá, er kemur, í nafni Drottins. I öðru lagi áréttar kirkjan að upphafi árs síns það, sem er kvikan í tilbeiðslu hennar og boðun: Jesús Kristur kemur, hann er sífellt hinn komandi. Hverju sinni sem hringt er til helgra tíða, þá er sá hljómur að kunngjöra komu konungsins. Hvort sem það eru fleiri eða færri, sem gá klukknakallsins og sækja helgidóminn, þá er það víst, að liann kemur. Hann kem- ur í orði sínu, stendur við dyr hvers hjarta og knýr á. Hann kemur í sakramentum sínum. Þegar barn er borið að skírnar- laug, þá er hann þar fyrir og segir: Leyfið börnunum að koma til mín. Þegar altarisborð hans er búið, þá er það hann, sem kemur, býður til lifssamfélags við sig og segir: Komið til mín allir, ég mun veita yður hvild, minn frið gef ég yður. Yfirskrift allra ára, ahs lífs kristinnar kirkju er vitundin, játningin og lofgjörðin: Blessaður sé sá, sem kemur, Kristur Jesús, konungur dýrðarinnar. En allt þetta bendir loks til hinnar þriðju, stóru staðreynd- ar, sem aðventan boðar: Jesús Kristur mnn koma, öllum opin- ber, gjörvöllum alheimi augljós konungur, sem allt vald er gefið á himni og jörðu og hvert kné verður að beygja sig fyrir. Þá rennur albjartur dagur rikis hans og yfirráða. Allur tími hef- ur það innra borð, það eilífa mið, að konungur alkærleikans er að koma, öll saga er aðventa, kirkj- an heyrir fótatak hans i atburð- um sögunnar, sér dagsbrún hans á tindum. „Liðið er á nóttina, en dagurinn í nánd. Leggjum því af verk myrkursins og klæðumst hertýgjum ljóssins" (Róm. 13, 12). Aðventa — Jesús Kristur kem- ur. Allt annað fer, allt jarðneskt’, öll tímans börn, allt hverfur hjá og liður burt, líka voldugustu verk tímans, einnig þeir menn, sem mestir voru og frægastir, — þeir fjarlægjast meir og meir, sökkva dypra og dýpra í gleymskunnar sökkvisæ. Meira að segja guðirnir, guðir tímans, sem aldrei voru annað en skuggamyndir sinna eigin til- biðjenda, þeir „reka sinn brot- hætta bát á blindsker í hafdjúpi alda.“ En Jesús Kristur kemur, hann er ekki liðinn, saga hans ekki fortíð. Hann er framundan, hann er framtiðin. Hánn einn getur komið lífi þinu í mark, gert þessa fleygu andrárstund ævi þinnar, sem óð- fluga hendist áfram inn í dökkva dauðans, blessaða í nafni Drott- ins, gegnlýsta eilífu ljósi, gagn- tekna lífi, sem er himneskt, kær- leikur. Sjá, konungur þinn kemur til þín. Laugardagssagan — Framh. af 5. síðu. Þetta verða tímamót í lífi minu, hugsaði Tom, þegar hann leit út um gluggann. Johnson setur mig áreiðanlega í betri stöðu og lætur mig fá verkefni, sem eru hættuleg og spennandi. Eitthvað, sem er dularfullt. Á meðan þeir voru í lestinni á leiðinni til strandar bauð inn- kaupastjórinn honum hressingu. Tom þáði boðið. Þegar þeir komu út úr tollbúðinni í Dover greip innkaupastjórinn í handlegginn á honum. — Komið með í þessum vagni, sagði hann og reynið ekki að sleppa. Tom þorði ekki að óhlýðnast þessu, en hann komst brátt að því, að hér var engin hættu á ferðum. — Ég hélt að þér væruð leyni- lögreglumaður, sagði hann. Ég hélt það allan tímann. Leynilögreglumaðurinn anzaði þessu engu, en brátt sat Töm i bíl með fjórum lögregluþjónum og tollþjóni. Þeir leituðu á hon- um og Tom hló. Þeir fundu bréf- ið til Johnson og Tom brosti ögrandi. Þeir opnuðu bréfið og drógu upp þúsund dollara seðil. — Getið þér lesið þetta? spurði maðurinn, sem Tom hafði haldið að annaðist innkaup á nærfatn- aði. Tom las: „Það litur út fyrir, að þér hafið ætlað að leika á mig, kæri Johnson, með því að senda mér falskan þúsund doll- ara seðil, nema þér hafið verið svona grátt leikinn sjálfur. Þér eruð þá meiri asni en ég hélt. Það á líka við bjánann, sem þér senduð.“ Málshættir og' orðtök um tafl. I Bergmáli i gær var getið ágætrar greinar, „Að tafli“, sem birt er i Almanaki Þjóðvinafé- lagsins, og teknir upp kaflar úr henni. Þar var þess m.a. getið, að íslenzk tunga bæri þess ærnar menjar, að mikið hafi verið telft hér á landi. Eru í Almanakinu nokkrir málshættir og orðtök, sem dregin eru af tafli, og höf- um vér tekið oss bessa-leyfi að birta málshætta þessa og orð- tök: Málshættir um tafl: Auðurinn bætir alla skák, ef ei er mát á borði. Ein bót nægir í senn, segja allir skákmenn. Flipar hönd á feigu tafli. Hver má tefla við þann kost, sem hann hefur upp tekið. Ljúft er að tefla þá vel fellur. Mörgum misteflist fyrir sins misgánings skuld. Mörgum tekst vel upp, sem teflir illa að lyktum. Sá á leikinn, sem siðar teflir. Sá verður að tefla á tvær hætt- ur, sem vinna vill. Sjaldan vinnur taflmaður fyrsta tafl. . Skýzt um skák hverja. Svo er hver leikur, sem að heiman er ger. Teflir hver um tvo kosti, að tapa eða vinna. Treystu ei tafli hálfunnu. Það er skák og jafntefli, ef báðir bera minnkun úr málum. Það eru taflslok, ef leikið er í stanz. i Orðtök um tafl. Að bæta úr skák. Að færa sig um reit. Að sjá sér leik á borði. Að skáka í hróksvaldi. Að skáka í því skjólinu. Að tefla einhverjum upp (koma einhverjum í vand- ræði). Að tefla á tvær hættur. Að tefla við páfann (bregða brókum) Að þola (standast) ekki mátið. Að þykjast sjá taflslok á mál- um sínum. Brögð í tafli. Eitthvað bætir úr skák. Um lífið að tefla. Sfúika — Framliald af bls 8. stöðunum. Afgreiðslustúlka í verzluninni kannaðist við ungu stúlkuna, sem keypti byssuna, og lánaði henni andvirði henn- ar. Álitið er að þetta sé byssan, sem ræninginn notaði við ránið í blómabúðinni. Birthe Andersen býr í hverf- inu þar sem hún framdi afbrot- in. Hún hefur aldrei komizt í kast við lögin og ekki er gott að skilja hvernig hún fann upp á þessum ótrúlegu afbrotum, þau hljóta að hafa verið vel hugsuð og voru framkvæmd af mikilli hörku. Hjólhestasalinn hlaut 17 áverka á höfði. Stúlkan hefur stundað nám og síðan haft ýmsar lausa- vinnu. Undanfarið hefur hún verið atvinnulaus. — B. J.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.