Vísir - 30.11.1957, Blaðsíða 5
Laugardaginn 30. nóvember 1957
VÍSIR
5
! Tom var ungur maður, sem
'dréymdi dagdrauma. Hann sá sig
í anda sem glæpamann, sem
Skemmdarverkamann, eða sem
bíræfinn málafærslumann, sem
stakk undan fé viðskiptamanna
sinna. Tom var eins hyskinn í
Starfi sínu og lagði eins lítið á
sig og frekast var hægt.
Tom var dauðhræddur við
vinnuveitanda sinn, Johnson for-
stjóra, þó að Johnson léti hann
algjörlega afskiptalausan. 1
raun og veru leiddi Johnson Tom
alveg hjá sér.Fyrirtækið og skrif
stofurnar voru í dimmum húsa-
kynnum í City.
Lögreglufulltrúinn krafðist
þess af Tom, að hann undirritaði
skýrsluna, þar sem hann með-
gekk afbrotið. Hann hafði verið
tekinn fastur fyrir innbrot og
það hafði fundizt skammbyssa í
vösum hans .... Það var einhver
að klappa á öxlina á honum. þeg-
ar hann leit upp sá hann að frök-
en Swift, stóð við hliðina á hon-
•um. Fröken Swift var einkarit-
ari forstjórans.
— Voruð þér sofandi? spurði
hún.
— Nei, sagði Tom.
— Hann vill tala við yður.
Tom andvarpaði og fór inn til
lierra Johnsons. Johnson gekk á
móti honum og það þar þessi
sjálfsbyrgingsháttur í fasi hans,
sem Tom gat ekki þolað.
— Tom, sagði forstjórinnC það
kölluðu hann allir Tom, eins og
þeir vissu ekki hvað hann hét).
Eg hef hérna verk fyrir yður.
Það er ekki létt verk, en áhætt-
an er ekki mikil, ef þér eruð of-
nrlítið kænn. Skiljið þér?
Hann beið á meðan Tom var
að átta sig. Tom hlustaði með
athygli. Hann hafði aldrei staðið
í stórræðum, nema þegar hann
lét sig dreyma.
— Nú ætla ég að segja yður,
hvað þér eigið að gera, sagði
herra Johnson. Þér eigið að fara
til Parísar á morgun og koma
aftur til baka daginn eftir. Eg
sendi yður með „Gullnu örinni.“
En— hann hækkaði röddina —
þetta er ekki eingöngu skemmti-
ferð eða til hvíldar. Þér eigið að
taka þetta hérna með yður. Hann
hélt á seðli upp að andlitinu á
Tom.
— Vitið þér hvað þetta er?
Þetta er þúsund dollara seðill.
Þúsund dollarar eru miklir pen-
ingar. Ef þér verðið tekinn fast-
ur verðið þér að taka afleiðing-
unum sjálfur. Það þýðir ekkert
fyrir yður, að segja, að ég hafi
gefið yður seðilinn. Það mundu
allir trúa mér, en enginn mundi
trúa yður.
Alit í einu virtist Johnson
verða ofsareiður. — Þér skuluð
ekki reyna að leika á mig. Ef þér
reynið það, læt ég senda yður í
fangelsi. Ég veit hvað þér eruð
að hugsa. Hérna er bjáni, sem
lætur mig hafa þúsund dollara
seðil. Eg tek til minna ráða, þeg-
ar ég kem til Parísar og fíflið
þorir aldrei að gera ráðstafanir
gegn mér, því þetta er ólöglegur
verknaður. Þér farið á morgun
og komið heim daginn eftir og
hittið mig strax og segið mér
hvernig allt hafi gengið, svo fer
ég til Parísar daginn þar á eftir.
Guð hjálpi yður, ef þér reynið að
leika á mig.
Nú megið þér fara, en komið
aftur klukkan tíu í fyrramálið
og ef þér segið eitt orð um þetta
við nokkurn mann, þá verður
þetta siðasti dagur yðar hérna í
skrifstofunni. Lögreglan skal
fá að vita hversvegna.
Tími dagdraumanna var lið-
inn. Þetta var allt nógu raunveru
legt.
Hann mætti á skrifstofunni
klukkan tiu daginn eftir.
— Sjáið nú til, rumdi í herra
Johnson. í þessu umslagi er þús-
und dollara seðillinn. Þér sjáið,
að það er engin utanáskrift á
umslaginu.
Tim jánkaði því. Það var rétt.
Það var enginn utanáskrift,
hvorki mannanafn né heimilis-
fang.
— Þetta þýðir það, að þér get-
ið hvorki blandað mér i þetta eða
neinum öðrum, þó að þér verðið
tekinn fastur. Þér farið með lest-
inni, sem kemur til Norðurjárn-
brautarstöðvarinnar í París kl.
sex. Á mínutunni klukkan sjö
verðið þér að vera kominn á St.
Lazare-járnbrautarstöðina. Þér
skuluð taka leigubil þangað þeg-
ar klukkan er fimmtán minútur
yfir sex. I stöðinni er matsölu-,
borð. Þér farið fram hjá því og
gangið upp stigann. Farið þar
inn á vínstofuna, en verið eins
nálægt dyrunum og hægt er. Þá
mun koma til yðar maður og
spyrja hvort þér séuð Monsieur
Tom. Kunnið þér svo mikið í
frönsku að þér skiljið Monsieur
Tom?
Tom sagðist skilja nóg i
frönsku til þess að skilja það.
— Annars er maðurinn Eng-
lendingur, baulaði Johnson. Þið
skuluð setjast saman við eitt
borðið og þar fáið þér honum
bréfið. Þegar hann er búinn að
gá að því, hvað í því er, mun
hann fá yður mynd af konu og
tveim börnum. Þegar þér af-
hendið mér myndina, veit ég að
þér hafið afhent peningana í
réttar hendur. Endurtakið nú
allt, sem ég hef sagt yður.
Tom endurtók þetta allt orð
fyrir orð og þegar klukkan var
ellefu var hann seztur upp í
„Gullnu örina". Hann hafði látið
umslagið i brjóstvasann.
1 vínstofunni í lestinni sátu
tveir stórvaxnir menn og drukku
bjór. Hann tók umslagið úr
brjóstvasanum og lét það í bak-
vasann á buxunum sinum. Menn-
irnir horfðu á hann gera það.
Han fór út úr vínstofunni.
Beint á móti honum í klefanum
sat maður og las i blaði. Tom
datt þá í hug að umslagið væri
betur geymt í vestisvasanum og
flutti það þangað. Hann sá að
maðurinn með blaðið starði á
hann á-'<j*8$an.
— Eg held*a6 þér hafið misst
eitthvað, sagði ókúnhí maðurinn.
— Nei, ég missti ekkert, svar-
aði Tom. Eg týni aldrei neinu.
— Maður verður að fara var-
lega á svona ferðalagi, sagði mað
urinn. Það eru allskyns menn í
þessum hraðlestum. Þjófar,
smyglarar og snuðrarar líka.
Tom fór aftur inn í vínstofuna.
Mennirnir sátu enn við bjór-
drykkjuna. Tom keyppti sér gos-
drykk.
Allt í einu ldappaði einhver á
öxlina á honum. Honum brá við.
Það var annar bjórdrykkjumann
anna stóru.
— Afsakið herra minn, en er-
uð þér ekki herra Higgins?
Nei, stamaði Tom.
— Fyrirgefið, en þér eruð svo
likur honum. Þér eruð alveg eins
og herra Higgins. Hvernig er það
annars hafið þér það ekki gott?
— Jú, ágætt, sagði Tom.
— Þér megið til með að af-
saka, sagði maðurinn og gekk
aftur yfir til félaga síns.
Þetta eru náttúrlega leynilög-
reglumenn, hugsaði Tom. Hann
flýtti sér aftur inn í klefann sinn
og var meira en lítið glaður, þeg-
ar hann sá að maðurinn með
blaðið var farinn. Nú var til-
kynnt i lestinni, að hún væri að
nálgast Dover og í sömu svifum
komu bjórdrykkjumennirnir
tveir inn í klefann. Maðurinn,
sem hafði yrt á Tom, brosti til
has og það fannst Tom ills vili.
Svo nam lestin staðar.
Þegar Tom fór um borð um
ferjuna í Dover, hljóp hann beint
í fangið á mönnunum tveim.
— Nú, við hittumst þá aftur,
sagði maðurinn. Þeir gruna mig
auðvitað, hugsaði Tom. Þeir geta
tekið mig fastan hvenær sem er.
Hann gekk nú alls staðar úr vegi
fyrir þeim. Ef hann sá þá í vín-
stofunni flýtti hann sér út á þil-
farið, og ef hann sá þá koma út
á þilfarið hljóp hann inn í vín-
stofuna.
Þetta var ensk ferja, svo þeir
gátu tekið hann fastan þar um
borð.
Loksins voru þeir komnir yfir
til Frakklands. Þegar hann var
seztur inn í klefan í lestinni, sett
ist stóri maðurinn þar beint á
móti honum. Það var ekki um
það að villast, að þeir voru að
snuðra um hann.
-— Voruð þér sjóveikur, spurði
stóri maðurinn.
Tom hristi höfuðið.
— Eg verð aldrei sjóveikur,
sagði maðurinn, þó fer ég oft
yfir sundið. Er er innkaupastjóri
í stórri verzlun. Kaupi nærfatn-
að, ull.
Tom heyrði varla hvað hann
var að sagja. Hann hugsaði
ekki um annað, en að þetta
heppnaðist nú hjá honum. Dem-
antsmyglarinn mikli smyglaði
gimsteinunum frá London til
Parísar þrátt fyrir allar tilraun-
ir ensku lögreglunnar til að
koma upp um hann.
■— Eg fæst við viðskipti líka,
sagði Tom.
— Með hvað verzlið þér?
spurði maðurinn.
— Það eru ekki þess konar
viðskipti, sem þér haldið, sagði
Tom hreykinn.
— Hm, sagði maðurinn
— Hm, ég skil, sagði maður-
inn kuldalega.
Lestin nam staðar á Norður-
stöðinni og Tom ráfaði út. Hann
hlakkaði til að skoða París.
Þegar klukkan var fimmtán
mínútur yfir sex tók hann sér
leigubíl og ók til St. Lazare
stöðvarinnar. Hann fór upp stig-
ann og upp i vínstofuna og stóSf
rétt hjá dyrunum. Áður en hon-
um veittist tími til að kaupa sér
hressingu kom litill, horaður,
maður með lítið yfirvararskegg,
til hans.
— Monsier Tom, spurði hann.
— Já, ég meina oui, sagði Tom.
—- Þér þurfið ekki að tala
frönsku. Komið. Eruð þér með.
það á yður?
— Oui, sagði Tom og sperrtí
sig.
Þeir settust vi?i borð og Tom
rétti fram umslagið og spurði
um ljósmyndina. Maðurinn
hristi höfuðið. Hann sagðist
þurfa að rannsaka hvað í ums-
laginu væri fyrst. Tom skildi það
og fékk honum umslagið. Mað-
urinn stóð upp samstundis.
— Hvað eruð þér að gera,
spurði Tom æstur.
— Hm, sagði maðurinn. Þér
eruð tortrygginn náungi. Haldið
þér að ég þori að opna þetta
hérna. Biðið augnablik.
Hann flýtti sér og Tom glápti
eftir honum. Plann mundi aldrei
sjá meira af honum.
— Var ég lengi? spurði mað-
urinn, þegar hann kom aftur.
— Nei, nei, alls ekki, svaraði
Tom og varpaði öndinni léttara.
Fæ ég nú myndina?
— Hún er í umslaginu, sagði
maðurinn og rétti honum snjáð
og óhreint umslag, sem var límfc
aftur. En það er líka smá til-
kynning í því. Tölur! Hann hló.
Fáið Johnson það, en ég mundi
ekki opna það, ef ég væri í yðar
sporum. Eg býst ekki við, að
hann kæri sig um að þér séuð
að snuðra í hans einkamál. Það
er nú það. Verið þér sælir!
Tom fór líka burt af stöðinni
og honum létti, þegar þessu var
nú öllu lokið. Hann var í Paris
um nóttina, en hann vissi ekki
hvað hann átti að taka sér fyrir
hendur. Það var ekki svo erfitt
að vera smyglari, en það var ekki
auðvelt að hafa ofan af fyrir sér
í stórborginni, þar sem maður
var ókunnugur. Hann drattaðist
loks inn i kvikmyndahús og sá
þriðja manninn í fjórða sinn.
Svo fékk han sér herbergi rétt
hjá Norðurstöðinni og daginn
eftir, þegar hann steig upp í
„Gullnu örina", leið honum alveg
prýðilega.
— Þetta kalla ég skemmtilega
tilviljun, sagði maðurinn, sem
sat á móti honum í klefanum.
Það var innkaupastjórinn — sá
sem kaupir nærfatnaðinn.
— Góðan daginn, sagði Tom.
_ Hvernig gengu viðskiptin?
spurði maðurinn.
— Hvernig gekk yður? spurði
Tom þurrlega.
— Svona sæmilega.
— Ágætlega hjá mér, sagði
Tom.
Framh. á bls. 4
HLUTAVELTA
Glæsélegasta hlutavelta ársins verður haldin í Verkamannaskýlinu
á morgun, sunnudaginn 1. desember kl. 2.
Á hlutaveltu þessari eru ógrynnin öll af góðum og dýrmætum munum. Meðal þeirra ágætismuna sem þarna eru á boðstólum má nefna:
Kjöt í heilum skrokkum, olía í tonna tali, kol í tonna tali skipsferð út um allt land, húsgögn, silfurmunir, allskonar fatnaður og fataeini
og margt fleira.
Fjölmennið á þessa ágætu hlutaveltu. — Ekkert happdrætti.
Freistið gæfunnar, styðjið gott málefni og fáið jólagjafirnar á hlutaveltunni.
Kvennadeild Siysavarnafélags Islands, Reykjavík