Vísir - 30.11.1957, Blaðsíða 7
Laugardaginn 30. nóvember 1957.
V í S I R
%
Sfgjlka éskasf
til eldhússtarfa.
Veitingastofan Vega. >
Að þetta skyldi þurfa að koma fyrir í kvöld, þegar Emilio vai
úti að skemmta sér með unnustunni, hugsaði hann gramur með
sér. Hann hefði þurft á Emilio og vélbátnum að halda núna.
Colette kom aftur og hann sýndi henni verkfærin, sem þurfti
að sjóða í einurn katlinum. Og svo gaf hann Pietro sprautu.
Þegar hún hafði hjálpað honum í sloppinn og sett á hann
munnklútinn, gleymdi hann lienni alveg. Nú var hún ekkert
nema tvær hendur, sem lýstu með vasaljósinu þar sem hann
vildi, og réttu honum verkfærin sem hann bað um. Hann sá
ekki bláu döpru augun yfir hvíta munnklútnum og tók ekki eftir
að vasáljósið skalf í hendinni á henni. En hann talaði við hana
og útskýrði fyrir henni hvað hann væri að gera.
— Eg þarf að ná burt flísinni, sem þrýstir að heilanum, en
eg kemst ekki hjá að gera opið stærra —•' svona. Það er til að
ganga úr skugga um að fleiri flísar verði ekki eftir í sárinu.
Hann kaus að gera þetta hanskalaus. Og nú einbeitti hann
sér svo að því sem hann hafði fyrir stafni, að hann gleymdi öllu
öðru. Líf drengsins var í höndum hans.
Collette lét ekki heyra í sér andardráttinn, þar sem hún stóð
við hliðina á honum, og andlitið á henni var jafn hvítt klútnum,
sem hún hafði bundið fyrir munninn. Lucia bætti eldsneyti í
ofninn, eins og henni hafði verið sagt — til að halda vatninu
sisjóðandi og auka hitann í eldhúsinu. Á eftir kraup hún á kné
með talnabandið milli fingranna.
— Teldu æðarslögin hans!
John kepptist við tímann meðan hann var að berjast við sinn
gamla óvin — dauðann. Andardráttur drengsins varð jafnari er
hann hafði hreinsað sárið, og hann rétti snöggvast úr sér og
svitinn rann af honum. Nú var eftir að saga beinþynnu til að
græða yfir brotstaðinn. Colette þerraði svitann af andliti hans
án þess að hann bæði hana um það, en hann var svo annars
hugar að hann tók ekki eftir því.
Nú mundi hann allt í einu eftir Colette. — Við megum ekki láta
drenginn vera með gat á hausnum, sagði hann glaðlega. En
þessi plata grær við hans eigin bein smátt og smátt, svo að hann
verður heill eftir sem áður.
— Heldurðu að hann lifi? hvíslaði hún gegnum munnbindið,
lafhrædd við sína eigin spurningu, eftir allt sem hún hafði séð
að drengurinn hafði orðið að þola.
— Það vona eg. Heyrirðu ekki hve andardrátturinn er jafn?
Svo leið löng stund án þess að hann segði nokkuð.
Takið andlitsbað í kvöld . . .
SjáiS mismuninn strax í fyrramálið!
1. Haldið heitu þvottastykki við andlit yðar í nokkur augnablik —
sérstaklega í kringum augun — til þess að svitaholurnar opnist. Takið
eftir' hvað þetta veitir andlitinu mikla hvíld og afslöppun.
2. Velgið Lanolin Plus Liquid glasið í heitu vatni. Nuddið L'anolin
Plus Liquid léttilega yfir andlitið, vel í kringum aúgun, þar til smávegis
erting gerir vart við sig í hörundinu. Eftir r.okkrar mínútur þerrið þér
andlitið og sjáið að húðin er orðin sléttari.
3. Nuddið enn nokkrum dropum af Lanolin Plus
Liquid inn í hörundið, áður en þér gangið til hvílu
— sérstaklega í kringum augun. Á meðan þér sofið •
mun hinn gullni vökvi endurnæra húð yðar. Morg-
uninn eftir munið þér finna að húðin ér sléttari
og þjálli og „fuglafæturnar:: lagðar á ílótta. —
Kynnið yður einnig þessar
frægu Lanolin Plus vörur.
Lanolin PIus Handlotion
Lanolin Plus Shampoo
Lanolin Plus For The Hair
Lanolin Plus Liquid Cleanser
Lanolin Plus Liauid Make-Up
LIQUID
platan vár komin á sinn stað saumaði hann sárið saman, og nú
hreyfði Pietro sig aðeins.
— Nýja sprautu. Litla nálina þarna, já. Hann verður að liggja
grafkyrr. Og svo reynum við að fytja hann í rúmið — varlega.
Þegar John gekk að vaskinum sá hann að Lucia lá enn á
hnjánum og bað. Hann klappaði henni á öxlina og brosti. — Þú
baðst meðan eg var að bera að brotinu, og nú sér Guð um það
Þegar j sem eftir er. Pietro er hraustbyggður og sterkur, og það verður
E. R. Rurroughs
TARZ4N
2.1««
— Þjónn, skammturinn virð-
ist hafa minnkað.
— Það er bara missýning,
herra minn. Síðan veitingastof-
an var stækkuð sýnist hann
minni.
★
— Hvað er verra en að borða
kjötkássu á veitingahúsi og vita
ekkert hvað í henni er?
— Að borða hana heima og
vita það.
Hefi eg ekki rakað yður áðux-,
herra minn?
Nei, ég fékk þetta ör í stríð-
inu.
— Si, si! Gömlu konunni létti auðsjáanlega er hún heyrði að
Pieti'O væri ekki dáinn, og að læknirinn var rólegur. Hún flýtti
sér út með Biöncu og John sneri sér að Colette.
— Eg þarf á hjálp að halda, sagði hann alvarlega og velti
fyrir sér hvort hann kreíðist ef til vill of mikils af stúlkunni.
— Getur þú hjálpað mér, eða þolir þú kannske ekki að sjá blóð?
Hún var föl en stillileg. — Eg skal hjálpa þér, sagði hún rólega.
— Það er gott. Náðu í töskuna með verkfærunum mínum.
Þar eru sótthreinsaðar svuntur og gríma og allt sem við þurfum.
Hún var horfin út að vörmu spori. Dugleg stúlka, hugsaði hann
annars hugar meðan hann setti lítið borð, undir verkfærin, við
hliðina á stóra eldhúsborðinu og færði sjúklinginn til þannig að
ljósið félli betur á höfuðið.
Ekkert gerir konuna eins unglega
og fallegt, silkimjúkt hörund. Ekk-
ert gerir húðina eins fallega og silki-
mjúka og Lanolin Pus Liquid. Þessi
gullni vökvi, sem inniheldur mikið
magn af hreinu lanolin með hinum
dýrmætu esters og cholesterols kemst
næst þeiri’i næringu, sem fitukirtlai'
húðarinnar sjálfir framleiða.
Tarzan var leiddur upp
; að hásætinu og í annað. sinn
I varð hann undrandi og nú
enn meir en í hið fyrra
skipti, því Leera drottning
var hvít kona, ung fögur og
glæsileg álitum. Á sama
tíma var fundur samsaéris-
manna í helli nr. 5 'þar sem
hinn undirförli Remu und-
irbjó hlutverk handá Betty
Cole.
(Breiðfii'ðingabúð)
Sími 1-2423.