Vísir - 30.11.1957, Blaðsíða 8

Vísir - 30.11.1957, Blaðsíða 8
Efekert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir og annað lestrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. VISIR Laugardaginn 30. nóvember 1957 Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Fyrir styrjöldina var Sir Malcoln Campbell frægasti maður í Iieimi fyr- ir að ná ofsahraða í bifreiðum. Átti hann Iengi met í kappakstri, og síð- ar einnig í kapp- siglingum á vél- bátum. Nú hefur sonur hans tekið við á síðara svið- inu, og á röskum tveim árum eða frá júlí 1955 liefur hann bætt hraða- met vélbáta fjór- um sinnum — þrí- vegis á Englandi og einu sinni á Mead-vatni, sem er fyrir ofan Boulder-stífluna í Coloradófljóti í Bandaríkjuiium. Núgildandi met er 239.07 enskar míl- ur eða um 385 km. á klsti — Bætti Campbell það í nóvember 22.5 km. f annari umferðinni náði hann 418 km. Iiraða á klst. Campbell er 36 ára gamall. — Mynd- irnar sýna hann hressa sig eftir að setja metið síðast — og bátinn á fullri ferð. íslenzkir áhugamenn um Grænland sameinast Nauðsynlegt að hefjast handa um Grænlandsmálið strax. A mörgum undanförnum Jþingum Farmanna og fiski- mannasambands íslands liefir mikið verið rætt um réttarkröf- ur íslands til Grænlands og nauðsyn þess að fá þeim luöf- um framgengt og margar á- lyktanir gerðar um þaú efni. Nýafstaðið 18. þing F.F.S.Í. kaus fimm manna nefnd til að undirbúa stofnun landssam- bands Grænlands-áhugamanna. Nú hefir nefnd þessi í samráði ,við ýmsa áhugamenn og félaga- samtök, ákveðið að boð'a til stofnfundar sambandsins 1. ’desember nk., sem haldinn .verður í Iðnó og hefst kl. 2.30. Það er metnaðarmál þjóðar- innar að endurheimta rétt sinn til Grænlands og lífsnauðsyn fyrir fslendinga að nytja sem fcezt fiskimiðin við Grænland og reisa þar útgerðarstöðvar í landi. — Þetta er mesta hags- jnunamál fslendinga um sinn ásamt úrfærslu fiskveiðitak- ínarkanna. Mönnum er nú að verða það ljóst, að á þessari kynslóð hvílir sérstaklega þung ábyrgð í Grænlandsmálinu, bæði vegna sögulegrar skyldu Og brýnni þörf á stórauknum fiskveiðum við Grænland, sagði Henry Hálfdánarson er hann, ásamt nefndarmönnum, ræddi við fréttamenn í gær. Nefndin er skipuð þessum mönnum: Þorkeli Sigurðssyni, vélst.; Sigurjóni Einarssyni, frkv.stj.; Erni Steinssyni, vél- stj.; Þorsteini Stefánssyni og Henry Hálfdánarsyni. ara vopn r I Frá fréttaritara Vísis. — Oslo í nóvember. Fréttir frá Narvik herma, að elztu lieimildir um dvöl manna í norðurhluta Noregs hafi ný- loga fundist nálægt bóndabýli %. Ballangensveit. Þar fannst spjótsoddur úr bergkristal í kartöflugarði. Spjótsoddurinn er nú geymdur í fornminjasafninu í Tromsö. Talið er að hann sé 4000 ára gamall. Aðeins einn slíkur í Noregi og á öllum Norðuilönd- spjótsoddur hefur áður fundist um hefur aðeins fundist nokkr - ar jafngamlar fornminjar. Stúlka fremur djarflegt rási og efbeldi í Khefn. FBaug tll N.-Afríkis á fund unnustans fyrir þýfflH. Frá fréttaritara Vísis. — Khöfn í fyrradag. Tvö rán og Iíkleg tilraun til ráns — einstæð atvik í danskri afbrotasögu — voru framin í 3 verzlunum í fjölförnu hverfi- í Kaupmannahöfn í byrjun vik- unnar. Þar var að verki ung stúlka vopnuð skammbyssu, en með snarræði tókst lögreglunni að komast að því, að þetta var Birthe Dahl Jensen, sem í gær- kvöldi var handtekin af lög- reglunni í Casablanca í Mar- okko. Ránin voru framin á mánu- daginn á eftirfarandi hátt: Seint um daginn kom ung stúlka inn í blómabúð í innri hluta Kaup- mannahafnar. Hún gaf af- greiðslustúlkunni — 16 ára - — Aflaleysi hjá togurum - lítið af fiski til frystihúsa. 3 skip lönduðu í Reykj'avík seinni hluta mánaðarins. Mjög lítið liefLr borizt af fiski til frystihúsanna í Reykjavík í nóvember. Orsökin er aflaleysi á miðum við ísland. Það virðist nokkurnveginn sama livar reynt er, allsstaðar er fiskleysi, hvort reynt er fyrir vestan land, norð- an, sunnan eða austan. 1 vikunni, sem er að liða hefur aðeins eitt skip landað. Það var Úranus, sem lagði hér upp 160 lestir á mánudag. 1 dag er svo verið að landa 60 lestum úr Jóni forseta, en skipið varð að koma inn af veiðum vegna veikinda- faraldurs um borð. 1 vikunni frá 17 til 23 þ. m. landaði aðeins eitt skip, Marz, sem kom með 221 lest. Vikuna 10 til 17 lögðu þrjú skip upp afla i Reykjavík, Neptúnus, Marz og Hvalfell. Aflinn var alls um 500 lestir. 3 vikur þangað til dregið verður í símahappdrættinu. Styrkið lamaða og fatlaða. Rúmar þrjár vikur eru nú þangað til dregið verðm' í Síma- happdrætti styrktarfélags lam- I aðra og fatlaðra. Fjölbreytt skemmtiatriði á fuESveldisfapaði Heimdallar. Heimdallur, Félag ungra sjálf- stæðismanna efnir til fullveldis- fagnaðar í Sjálfstæðisliúsinu annað kvöld kl. 8,30. Baldvin Tryggvason lögfræð- ingur mun flytja ávarp, síðan mun Helga Valtýsdóttir leikkona lesa upp úr verkum ungra skálda, þá mun Karl Guðmunds- son leikari skemmta með eftir- hermum og jafnframt gamanvís- um. Kristinn Hallsson óperu- söngvari mun syngja og að lok- um verður dansað til kl. 1 og Didda Jóns syngja með hljóm- sveitinni. Varla leikur vafi á, að unga fólkið mun fjölmenna á skemmt- un þessa, því ekki er hér að- eins um óvenjufjölbreytt skemmtiatriði að ræða, heldur eru kvöldvökur einkar vinsælar og jafnan færri komist þar að en viljað hafa. Aðgangsverði er að jafnaði mjög stillt í hóf og skal fólki ráðlagt að tryggja sér miða í tíma, en þá má panta í síma 12339. • Mexikanski málarinn Diego Rivera dó, 70 ára, þ. 24. nóv. úr krabbameini. En happdrættinu er þannig háttað, eins og skýrt hefur verið frá í blöðum, að simnotendur hafa keypt happdrættismiða með sinu eigin símnúmeri. Kostar miðinn 100 krónur. Aðalvinningar eru tveir: 1. Fokheld íbúð, tveggja herbergja með hitalögn, eldhúsi og baði, verðmæti kr. 135,000 og 2. Fok- held íbúð, tveggja herbergja, með eldhúsi, baði og hitalögn, vermæti kr. 125.000. Þá eru auka- vinningar næstu númer fyrir of- an og neðan, ávísun á vöruút- tekt eftir frjálsu vali, hver að upphæð kr. 10.000. Sala happdrættismiða hófst um miðjan október og verður henni haldið áfram til 20 des- ember, en þá verður dregið. Vegna inflúensufaraldurs eiga margir enn þá eftir að sækja miða sína og er vonast til að menn geri það sem fyrst, en annars verða þeir seldir öðrum. í skyn að hún ætlaði að skoða blóm. Er hún hafði fullvissað sig um að þær væru einar í búðinni, tók hún byssuna úr töskunni og neyddi ungu stúlk- una til að afhenda sér innihaid peningakassans — um 90 krón- ur. Síðan neyddi hún afgreiðslu- stúlkuna til að fara inn í bak- herbergið og hvarf á brott við svo búið. Þótt skefld væri hafði af- greiðslustúlkan samt hugsun á að hringja umsvifalaust til lög- reglunnar, sem komst brátt að því, að 75 ára gamall hjólhesta- sali í sama hverfi hafði verið sleginn niður í verzlun sinni og lagður slasaður inn á sjúkra- hús. Þegar maðurinn var orð- inn svo hress, að hægt væri að yfirheyra hann, kom í Ijós að lýsing hans á tilræðismanninum var samhljóða lýsingu stúlk- unnar í blómabúðinni. Ung stúlka hafði komið inn í verzl- un hans og heimtað peninga. Þegar hann sagðist enga peninga hafa, sló stúlkan hann í höfuð- ið með hamri, en þegar haus- inn losnaði af hamrinum, greip hún skrúflykil og barði gamla manninn, þar til hann féll í öng- vit. Síðan stal hún veski með 1500 kr. úr vasa hans. Þegar lýsing af ræningjanum var send út í útvarpi og blöð- um, kom í Ijós að enn einn kaupmaður hafði að öllum lík- indum fengið heimsókn hennar. í þeirri verzlun þóttist hún ætla að kaupa hanzka og ætlaði að greiða með ávísun. En eig- andinn vildi ekki taka við henni. Þá fór stúlkan. Lögreglan var fyrst þeirra skoðunar að hér hlyti að vera um dulbúinn karlmann að ræða, sem hefði framið þessi ruddalegu og vel heppnuð rán. En í gær fékk hún upplýsingar, sem bentu á hið gagnstæða. Af þeim kom í ljós, að stúlkan hafði stigið upp í flugvél er fór til Casablanca með viðkomu í París, aðeins tveim tímum eftir hin djarflegu rán. Hún ætlaði til Casablanca til að hitta unn- usta sinn, sem er á skipi, er leg- ið hefur þar undanfarna daga. Móður sinni sagði hún, að hún hefði „fengið peninga til fararinnar hjá útgerðarfélaginu, sem hefði sérstakan sjóð í slík- um tilgangi‘. Það var náttúr- lega ósatt. Ekki er vitað, hvers vegna hún þurfti endilega að heimsækja unnustann. Ef til vill hafa þau verið ósátt, og hún viljað bæta úr því. Skömmu eftir að danska lög- reglan hafði símað til Casa- blanca, var stúlkan handtekin og ákærð fyrir tvö rán. Sagt er að leikfangsbyssa sé mikilvægasta sönnunargagn lögreglunar. Byssan var seld ungri stúlku ekki fjarri ráns- Framhald á bls. 4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.