Vísir - 20.12.1957, Blaðsíða 7

Vísir - 20.12.1957, Blaðsíða 7
Föstudaginn 20. aesember 1957 VÍSIB 7 Vonandi verður hún lesin af mörgiun og verður aBvörun. „Eg »ræí að uiorgni" er efíir- tekíarverð Iiwk. Allir menn munu vera þann- ig gerðir, að þeir hafa ánægju af einhverju tagi af að fræðast, lesa eða heyra, um náungann. Þetta kemur heim við hið forn- kveðna, að „maður er manns gaman“, en þó er það oftast svo, að menn hafa meiri áhuga fyrir að lesa um raunir annarra en velgengni. Þess vegna eru til dæmis allskonar svaðilfara- sögur svo vinsælar hér á landi, og af sömu ástæðu gleypir fólk í sig — fólk á öllum aldri, öll- um stéttum og næstum af hvaða menntunarstigi sem er — efni þeirra tímarita, sem flytja að nafninu tl sannar sögur, sem vitanlega eru ekkert annað en reyfarar af lakasta tagi. Þetta er orðinn nokkuð lang- ur formáli, en hann er nauð- synlegur til þess að benda mönnum á það, að það er ekk- ert einkennilegt, þótt bók leik- konunnar Lillian Roth, ,,Eg græt að morgni“, skuli hafa orðið metsölubók vestan hafs og hvarvetna mikið lesin, þar sem hún hefir verið gefin út. Hún hefir tvo kosti, sem gera hana eftirtektarverða — í fyrsta lagi, að hún er óvéfengj- anlega sönn, og í öðru lagi, að hún fjallar um það vandamál. sem einna erfiðast er við hð eiga, áfengisvandamálið. Það er ástæðulaust að rekja nákvæmlega feril LilliamRoth. en tvennt vekur einkurn at- hygli. Lillian komst á hátind frægðar og vinsælda, og hún sökk í dimmustu djúp niður- lægingar og eymdar. Milli þess- arra tveggja atriða á braut hennar er löng leið og erfið. Hún er sannarlega þj-rnum stráð, og þó væru þyrnar senni- lega sem rósir í samanburði við kvöl og hugarstríð áfengis- sjúklingsins. Og Lillian Roth andi Améríkumanna, að sú verði ekki raunin á, hvorki í Ameríku né á íslandi. Boðskapur minn til ykkar er því þessi: Það er til sú Ameríka, sem mörg vkkar þekkið ekki. Það er til sú Ameríka, sem lítur neonljósin og nælonsokkana og kvikmynd- irnar frá Hollyvvood sem skemmtilegan, en þó yfirborðs- kenndan þátt hins mannlega lífs. Þetta er sú Amerika, sem liggur á bak við Ijóshafið og hið glampandi straumlínusnið yfir- borðsins — sem snýr að ferða- manninum, er hann kemur i fyrsta sinn til amerískrar stór- borgar." Höf. ræðir því næst hina | „földu Ameríku" og þann „þátt hins ameríska þjóðfélags," sem við finnum til dæmis i smáborg- um og á afskekktum bændabýl- um, þar sem fólk lifir hóværu lífi ósnortið af hraða og hávaða stórborganna", — og hann ræðir hinn merkilega þátt „ameriskr- ar nútímamenningar, sem tengd ur er menntaskólum og háskól- um, er liggja víðsvegar um Bandaríkin." Einar Haugen hefur margt fleira um þetta að segja en hér er rakið — og erindi á til þjóð- arinnar allrar og unga fólksins sérstaklega. — 1. fer ekki í launkofa með neitt, að þvú er virðist, og lesandinn fyllist innilegri samúð við henni og' segir oft við sjálfan sig: „Getur þetta verið? Hvílík eymd!“ Bók Lillian Roth á það skilið, að íslendingar lesi hana eins og fleiri þjóðir. Hún er aðvörun, sem'- er nauðsynleg og tímabær, eins og ástandið í áfengis- málunum er nú hér á landi. Vonandi verða margir til að lesa hana, og vonandi verður hún til þess að opna augu þeirra, sem kunna að vera á hættulegri braut. S. Sœjarfréttir Útvarpið í kvöld: | 20.30 Daglegt mál (Árni ’ Böðvarsáon cand. mag.). —j 20.35 Erindi: Þjóðlegt og al- | þjóðlegt uppeldi (Jónas Jónsson frá Hriflu). 21.00 Tónleikar (plötur). 21.30 Upplestur: „Jónsmessunæt- urmartröð á Fjallinu helga“, skáldsögukafli eftir Loft ' Guðmundsson (Höf. les). — 22.00 Fréttir og veðurfregn- ir. 22.10 Upplestur: Séra Sveinn Víkingur les úr bók sinni „Efnið og andinn“. — 22.30 Sinfóníuhljómsveit ís- landsleikur; Wilhelm Schle- uning stjórnar (Hljóðritað á tónleikum í Þjóðleikhúsinu 10. þ. m.) — til 23.05. Eimskipafélag Islands: Dettifoss fór frá Ventspils á mánudag, væntanlegur til Reykjavíkui- á morgun. Fjallfoss fór frá Akureyri í fyrradag til Liverpool, Lon- don og Rotterdam. Goðafoss fór frá Reykjavík fyrir 9 dögum til New York. Gull- foss fór væntanlega frá Ak- ureyri í gærkvöld til Reykja víkur, með viðkomu á Tsa- firð'i og dýrafirði. Lagarfoss kom til Riga í fyrradag, fer þaðan til Ventspils. Reykja- foss fór frá ísafirði i gær til Akraness og Reykjavíkur. Tröllafoss fór væntanlega frá New York í gær til Reykja- víkur. Tungufoss fór frá Ak- ureyri í fyrradag til Hofsóss, Sauðárkróks, Skagastrandar, Djúpavíkur og þaðan til Austfjarða, Gautaborgar, Kaupmannahafnar og Ham- borgar. Drangajökull fer frá Hull um 27. þ. m. til Leith og Reykjavíkur. Vatnajök- ull lestar í Hamborg um 27. þ. m. til Reykjavíkur. Eimskipafclag Reykavíkur: Katla er í Riga. Askja fór frá Dakar síðdegis s.l. miðviku- dag áleiðis til Caen. Kratinn var á bandi kommýnista. V.-þýzkur sósialdemókrati ljef ur verið leiddur ’fyrir sambands dómstólinn í Karlsruhe, sakaður um að Iiafa þegið fé af komm- únistum. Hafði hann fengið fé til að stofna rannsóknarstofnun á sviði efnahagsmála og gefa út tímarit um sömu efni, enhvort tveggja studdi málstað komm- únista.Maður þessi, dr. Argatz, var til skamms tíma efnahags- málaráðunautur sambands v,- þýzka verkalýðsfélaga, en rek- inn á s.l. ári vegna vinfengis síns við kommúnista. í eldsvoða, er varð í s.l. viku í smábæ í Wisconsin-fylki vestan liafs, misstu hjón átta börn sín. Jóíatorgsala Austurbæjar á horni Eiríksgötu og Barónsstígs. Góður jólavarningur. Reyníð viðskiptin. Góð afgreiðsla. WALT DISNEY Lísa Myndirnar úr þessari fallegu litskreyttu bók eru teknar úr kvikmyndinni um LÍSU í Undralandi. Litbrá Fyrsta flokks Serinelli píanóharmonika til sölu, ódýrt. Uppl. í síma 10348. Hygea réttir yður hjálparhönd um val á: lEmvötnum Snyrtivörum Gjafakössum o.fl. Fyrir dömur. Fyrir herra. HYGEA (Reykjavíkur Apóteki). Sími 1-93-66. Stórkostlegasta jólabókin í ár er: ÉG GRÆT AÐ M0RGNI ævisaga Lillian Roth Bókin var metsölubók í Bandaríkjunum, seldist í milljón- um eintaka og hlaut Crystopher-verðlaunin, einnig var hún kvikmynduð og kemur myndin hingað síðar. — F.imm ára er Lilian farin að leika, tvítug er hún orðin fræg j kvikmyndastjarna í Holly- wood. Þrítug hefur hún afl-* að og eytt 1 milljón dollara. Fátæk, yfirgefin drykkjukona, sem að baki sér á fjögur hjónabönd, hvert öðru verra og geðveik af óreglu j sinni er hún lögð inn á geð- veikrahæli. Þaðan kemur hún eftir hálft ár, byrjar aftur að drekka. Þegar öllu virðist lokið, ekkert fram- undan, nema sjálfsmorð, kynnist hún félagsskap fyrr- verandi ofdrykkjumanna, með þeirra hjálp nær hún tökum á lífi sínu, og þar kynnist hún góðum manni og giftist honum. Þúsundir manna hafa skrifað henni og tjáð henni, að þessi djarfa frásögn hafi veitt þeim ómetanlegan styrk1. Uígefandi. við eina aðalgötu bæjarins er til sölu nú þegar. Leigusamningar um lóð til 8 ára. Semja ber við Konráð Ó. Sævaldsson endursk.. Sími 33465., HRINGIJNUM FRA C/ (J NAfNAAfTR 4 Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir MAGNÚS H. JÓNSSON prentari, Lambhól, andaðist 19. b.m. Sigurlína Ebenesardóttir, dætur og tengdasynir. Þökkum innilega auðsýnda hlutlekningu og vinarhug við fráfall og jarðarför, ÁRNA EINARSSONAE, kaupmanns. j Vígdís Kristjánsdóttir, Sigríður B. Árnadóttir, Egill Árnason.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.