Vísir - 23.12.1957, Side 1

Vísir - 23.12.1957, Side 1
AUK4BLAÐ B VI IR AUKABLAÐ B '67. árg. 1 Mánudaginn 23. deseinber 1957 300. tbl. Leiðin lá til föðurlandsins eftir hálfrar aldar útivist. Þrjár systur, sem áttu ísl. föður setjast hér að eftir yfir 30 ára dvöi í Brazitíu. Erie allar liIjóinlistark«»nur. Þegar Gullfoss kom hér í fyrri viku voru meðal farþega Jsrjár systur, komnar hingað til að setjast hér að, eftir rúmlega 30 ára dvöl í Brazilíu, en systur þessar, sem áttu íslenzkan föður, hafa alla tíð haldið sínum íslenzka rikisborgararétti, og liér í Reykjavík eru þær allar fæddar, en fluttust héðan með foreldrum sínum, er þær voru komungar, fyrir rúmlega hálfri öld. Það var síra Sigurbjörn A. Gíslason, sem var svo vinsam- legur að segja mér frá þessum óvanalegu farþegum, og nú hefi eg fundið þær að máli vestur á Elliheimili, þar sem þær starfa um stundarsakir eða þar til þær hafa stofnað hér heimili. Og eg var svo heppinn að hitta þær allar þrjár og eiga með þeim skemmtilega og óvanalega við- ræðustund, því að það er ekki á hverjum degi, sem fólk af ís- lenzkum ættum kemur hingað frá Brazilíu — og þar á ofan til þess að setjast að á ættjörð sinni, því að þess varð eg var þegar er eg fór að rasða við þær systur, að þær höfðu alla t íð verið bundnar íslandi trausturn ættarböndum, þótt þær færu svo ungar að heiman, að segja mætti, að þær hefðu verið rétt byrjaðar að hjala, en nú eru þær þegar byrjaðar að læra ís- lenzku, en þær eru annars jafn- vígar á dönsku, þýzku og portúgölsku. Áform þeirra er að stunda hér músikkennslu. Allar hljómlistarkonur. Áður en eg gekk á fund þeirra systra fékk eg að líta á vega- bréf þeirra. Þau eru gefin út. íJcliH tftaAefield: | Við Drrustuhúl. Um puntínn vindurinn napur næðir og nístír hríslur á veikri rót. Stormýfðum fjöðrum fálkinn gæðir flug yfir kumblsins höggna grjót. Stormur ber laufið yfír engi og ofan í rykið við fætur manns. Forðum hrærði hann hjartastrengi til hersöngva í brjósti Rómverjans. Þarna handan við háu leitin — með hornablæstri í trylltum ham — í rómverskri fylkingu Rómasveitin röðuðum skjöldum þusti fram. Enskir hogmenn á augabragði undan hrökkluðust tvist og bast, en róitwerski herinn hió og lagði að hætti Rómverjans títt og fast. Þaðan, sem ærnar una í hjörðum j: í aftan skugga við kví og stekk, með riddarans lík á skildi skörðum, :j skjaMsveinninn burt frá hildi gekk. •j Und'r la’^stormsins iðulirapi •: óh’ó-* ^r’Hir í dvsjarnar. j: Sof^ ’ k°stasveinn og knapi, ý sveit??'ó’r»ar og kotungar. í: Karl ísfeld íslenzkaöi. „Það var margt, sem viðlþær hefðu rekizt á íslendinga aldrei gátum fellt okkur við, í í Brazilíu eða fólk af íslenzk- af íslenzka sendiráðinu í Wash- ington. Systurnar eru: Eufemia f. 1899 í Rvík, atvinnugrein cellisti, Lydia, pianisti f. í Rvík 1902 og Concordia f. í Rvík 1903, en hún er fiðluleik- ari. Faðiriim var úr Gaulverjabænum. Eg bað þær systur, að segja mér frá foreldrum sínum og ferli og sagðist þeim svo frá: „Faðir okkar hét Jón og var ættaður úr Gaulverjabænum. Afi okkar, Guðjón, var bóndi þar, en bæjarnafnið höfum við aldrei heyrt svo við munum. Faðir okkar lærði skósmíði. Hann fór ungur utan og var í Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Skotlandi og víðar. Hann lézt í Brazilíu fyrir tveimur árum, 92ja ára að aldri, en móðir okkar lézt þar 1942. Hún var dönsk, hét Karen, f. Andersen, og var frá Svendborg. Foreldr- ar okkar fóru heim til íslands og voru þar um tíma, og vorum við öll systkinin, fimm, fædd hér, en tvö eru dáin. Það var árið 1904 sem foreldrar okkar fluttust héðan. I Hamborg. Foreldrar okkar fluttust með okkur til Hamborgar og þar vorum við til ársins 1925. Við systurnar lögðum allar stund á músiknám. Lydia, í Wienar- músikakademiunni, Concordia hjá dr. Sakom, rússneskum fiðlumeistara og Eufemina hjá Heinrich Bandler koncert- meistara í Hamborg. Að námi loknu stunduðum við músik- kennslu, fyrst í Hamborg, síðar í Sao Paulo, Brazilíu. Frá Ai-gentinu sigldum við á argentisku skipi til Hamborg- ar með búslóð okkar og hljóð- færi og svo hingað á Gullfossi. Og nú ætlum við að setjast hér að og förum að koma okkur fyrir, því að við höfum þegar fengið húsnæði með aðstoð ætt- ingja og vina, en hér í Elliheim- ilinu vinnum við til bráða- birgða, því að iðjulausar getum við ekki verið.“ Hvers vegna þær komu heim. Mér virðist það liggja nokk- urn veginn Ijóst fyrir, að þær systur hafi aldrei í rauninni verið bundnar traustum bönd- um við neitt land — að minnsta kosti ekki eins traustum og þeim tengslum, sem þær alla tíð hafa verið við land föður síns, sem m. a. kom fram í því, að þær vildu aldrei gerast rík- isborgarar í öðru landi, og eru nú heim komnar á sínum ís- lenzku vegabréfum. Þær syst- ur staðfestu, að þetta væri svo, og sögðust aldrei hafa unað vel í Brazilhi, þótt landið væri fag- urt. þessu fagra landi, svo sem hversu kjörum manna er mis- skipt, en þar eru menn ann- aðhvort vellauðugir eða bláfá- tækir. Hinar efnuðu millistétt-, ir, sem svo víða eru traustar menningarstoðir, vantar þar. Dálítið ýtti það líka undir okk- ui’, að láta tii skarar skríða, að koma heim til íslands og setj- ast hér að, því að nú er ákaflega erfiðir tímar í Brazilíu, en ann- ars höfðum við hugsað um þetta lengi.“ Fátt um íslcndinga í Brazilíu. Spurningu minni um hvort stofni svöruðu þær neitandi. í Saó Paulo, sem er orðin mill- jónaborg, vissu þær ekki um neina ísiendinga, sem þar hafa varanlega búsetu, en nokkur hundruð Skandinavar eru þar og hafa með sér félagsskap, sem í eru bæði Danir, Norðmenn og Svíar. Þær systur láta í ljós mikla gleði yfir að vera komnar hing- að — sú gleði ljómar í andlit- um þeirra — og við bjóðum þær velkomnar og óskum þeim góðs gengis, er þsér nú eru komnar heim til síns foður- lands. 1 a. QL&L, jót! Iðnaðarbankinn. QLtiLq jót! | 1 IADGAVEG 10 - SfMI 3387 GtMg jól! L m H. & K. útífáfan óskar öllum viöskiptavinum sínum ýie&iietyra jóia * og farsœls nýs árs. QLSilé', jót! gtá&i jót! lo

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.