Vísir - 29.12.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 29.12.1957, Blaðsíða 4
VÍSIR Laugardaginn 29. desember 195? 'WÍSSR Ð A G B L A Ð Vúir kennur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsiður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skriístoíur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Rit-stjómarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Síml: 11660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á nánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasöhu Félagsprentsmiðjan h.f. Mvörun sovétstjórnarinnar. Síðustu tvö til þi’jú árin hefir Miðjarðarhafsbotn verið einn ókyrrasti staðurinn í heim- j inum, og er það raunar engin 1 furða, því að kommúnistar j hafa unnið markvíst að því að efna þar til úlfúðar 'og j deilna. Jafnframt hefir þó ekki skort fagrar lýsingar á j þvi. hversu ötullega komm- ! únistar — og einkum ráð- j stjórnin — vinni að því að j eíla friðinn af öllum hugsan- legum mætti. Það einkena,- lega er hinsvegar, að friður- j inn heíir jafnt og þétt orðið j ótryggari eftir því sem kom- 1 múnistaríkin hafa eflzt að á- ’ hrifum, og er það mjög eðJi- leg þróun. Vesturveldin töldu hyggilegast að halda hinum órólegu öfl- ! um fyrir botni Miðjarðar- hafs í skefjum með því að j selja ríkjunum þar ekki vopn. Þau höfðu engin tök á ! að framieiða vopn til eigin ! nota — hvað þá fyrir aðra ] — svo að friðurinn átti að vera sæmilega tryggður, meðan enginn léti þeim vopn og skotfæri í té. Og meðan þeirri reglu var fylgt, var allt með kyrrum kjörum þar eystra og þótti vitanlega harla gott. En því miður voru ekki allar ríkisstjórnir sam- mála um það, að rétt væri að varðveita friðinn þar með banni á vopnasölu. ~ Öllum heimi er kunnugt um framhaldið. Vopn tóku skyndilega að streyma til margra ríkja Araba frá lönd- um kommúnista, og um leið var úti úm kyrrðina og frið- inn. Er raunar ekki búið að bíta úr nálinni með þetta, því að enginn vafi leikur á því, að menn hafa aðeins fengið að sjá forleik stærri tíðinda. Kommúnistar eru rétt að byrja með því að byrgja Arabríkin vopnum, og þeim er ætlað að verða eitt af þeim peðum, sem tefi verður fram í þágu heims- kommúnismans og kúgunar, þegar lokasóknin á að hefj- ast. Míirkjn og trúntnl: Sftjörnur og barn. Öðrum er það óheimilt. ■JÞótt Arabaríkin greini á um margt, eiga þau þó það sam- eiginlegt, að þau vilja öll koma Israel fyr-ir kattarnef. [ Israelsmenn telja einnig, að ; vopnakaupum Arabaríkja sé j meðal annars stefnt gegn sér, og mun það satt vera, þótt ætlunin sé vitanlega að ! beita vopnunum gegn stærri andstæðingum, þegar þar að j kemur. ísraelsmenn hafa j þess vegna hug á að kaupa ! ■ vopn til að standa sem bezt að vígi gegn herskörum Ar- aba. Vopnakaupin hafa hins- ' vegar ekki verið auðsótt, því j að þrátt fyrir athæfi komm- ! xinistaríkjanna hafa vestur- veldin ekki viljað láta vopn í té. En nú virðast horfur á því, að ísrael fái vopn í V.- Þýzkalandi. Þegar fregnin berst út um það, rýkur sovétstjórnin allt í einu upp til handa og fóta. Hún lætur tilkynna stjórn Israels, að hún líti það mjög alvarlegum augurn, ef efnt verði til vopnakaupa í V.- Þýzkalandi. M. ö. o. að þegar kommúnistar eru búnir áð ausa vopnum í Arabaþjóð- irnar og gera jafnvel Sýr- land að bækistöð sinni og stökkpálli til árásar á ná- grannaríki þess, þá leyfist minnsta rikiftu þarna ekki að. kaupa vopn til að verja hendur sínar. Tvennskonar reglur. Kommúnistar vilja, að í heim- inum gildi tvennskonar reglur. Þeim, samherjum þeirra og leppúm sé heimilt að gera hvaðeina, sem þeim kann til .hugar að koma, en ! öllum öðrum sé slíkt liið r sama óheimilt. Um þetta er I hægt að nefna óteljandi 'sannanir. Beztar eru þó þær, sem fjalla um afskipti þeirra af frelsi ■ og sjálfstæði annarra ríkja. I Kommúnistum finnst fyrir í neðan allar hellur, þegar I Bretar og Frakkar ráðast á J Egypta. en þejm finnst sjálf- ,J sagt og lofsvert, ,að bryn- 4 eveitir Rússa .myrði tugþús- ir í Ungverjalandi eða hneppi í þrælabúðir. Þeir bera öðrum þjóðum á brýn nýlendustefnu, þótt hundruð milljóna hafi fengið sjálf- stæði og frélsi síðustu árin — en á sama- tíma hafa þeir sVift um það bil jafnmarga öllum mannréttindum, og telja sig hafa frelsað þá frá sjálfum sér. Það er óþarfi að telja upp fleiri ávirðingar kommúnista. All- ur almenningur kynnist þeim æ betur eftir því sem tímar líða, og mun þakka fyrir þjónkun hinna „íslenzku“, þegar færi gefst —- við kjör- ÚQróið.. „Mennirnir muna ekki nógu vel eftir stjörnunum", segir Helgi Péturss. Það má sjálfsagt til sanns vegar færa. Fyrrum urðu menn að gefa þeim meiri gaum en nú. Þeir höfðu ekki átta vita og urðu að stýra eftir stjörn um, þegar eigi sá til jarðneskra leiðarmerkja. Og þeir höfðu ekki heldur klukku og urðu að spyrja stjörnurnar. hvað tímanum liði að nóttu til. En stundum sá ekki til stjarna. ,.Er hvorki sá til sóí- ar né stjarna marga daga og ill- viðrið, sem á lá, var eigi litið, þá var loks öll von úti um það, að vér kæmumst af“, segir í sjó- ferðaþættinum fræga i Postula- sögunni. Þeir menn, sem hafa fjallað um Biblíuna, verða ekki sakaðir um það, að hafa ekki munað eftir stjörnunum. En þegar þeir minntust þeirra, minntust þeir Guðs. Hann hafði skapað hin skínandi djásn í hvolfinu og þau vegsömuðu hann og fluttu boðskap frá honum, eins og öll hans verk. Og þótt allar stjörnur hyrfu. lifði hann, lýsfi og ríkti. „Himnarnir segja frá dýrð Guðs og festingin kunn- gjörir verkin hans handa“. ..Lofið hann, sól og tungl, lofið hann allar lýsandi stjörnur". ..Þá er ég horfi á himininn, verk handa þinna, tunglið og stjörn- urnar, er þú hefir skapað, hvað er þá maðurinn þess, að þú minnist hans og mannsins barn, að þú vitjir þess? Drottinn, herra vor, hversu dýrlegt er nafn þitt um alla jörðina!" Þannig standa innblásin skáld Biblíunnar frammi fyrir undri uppheima, í svimandi lotningu og tilbeiðslu. „Stjarna ber af stjörnu í ljóma“, ■segir Páll. Kirkjan man eftir stjörnunum. Ó, hve dýrleg er að sjá * alstirnd himinfesting blá. þar sem ijósin gullnu glitra glöðu leika brosi og titra og oss benda upp til sín. Við vitum meira um stjörnu- geiminn en boðberar Biblíunnar, meira af því, sem finna má með firðsjám og öðrum vísindatækj- um. En að sama skapi sem þekk- ing hefur aukizt, hefur og undr- ið vaxið. Ef við kennum ekki þeirrar iotningar á heiðri vetr- arnótt, sem endurrómar í sálm- um Biblíunnar og kirkjunnar, þá er það væntanlega helzt af því, að hjartað hefur eitthvað minnkað eða . einhverjar heila- frumur dottið upp fyrir í öllum asanum. Og það horfir ekki til frámfará né fremdar. Ljósið, sem berst í kvöld að augum þér frá einni af stjörn- um Karlsvagnsins, ioefur verið meira en sjö áratugi á leiðinni hingað til jarðar. Birtan frá Sjöstjörnunni, sem hýrgar.okkur nú um þessi áramót, fór af stað að heiman frá sér fyrir þremur öldum og vel það — Hallgrímur var þá varla fæddur. Og frá sumum þeim stjörnum, sem við erum að horfa á í skammdegi þessa árs, hefur ljósið, sem er fyrst- nú að ná augum okkar, farið af stað áður en Ingóifur settist að í Reykjavík, já, áður en Kristur fæddist í Betlehem,- jafnvel ennþá miklu löngu fyrr; . Þú yeizt 3j;Ufsagt, .hvað ljós- ið fer langt á klukkustund, á> degi, á- einu ári?. Sá baðskápuÍY sem geislarnir hljóðlátu frá stjömugeimnum flytur þér um stærð alheimsins, er svo feikn- Iegur, að hugur þimi rúmar ekki nema öreindarbrot af veruleik hans. „Þegar ég horfi á himininn, verk handa þinna, ... hvað er þá maðurinn þess, að þú minnist hans, mannsins barn, að þú vitjir þess?'" Þessi gamla spurn- ing er ekki orðin ótimabær. Það er mjög svo timabært að hug- leiða hana einmitt um jólaleytið. Einhver hafði það í flimtingum, að brátt myndi gervimánasigl- ingum komið svo langt, að geng- ið yrði úr skugga um það, að Guð sé hvergi finnanlegur í geimnum! Þetta er gamall brandari í nýrri útgáfu, hund- gamall, eins og flest, sem heið- ingjar halda að sé speki. Það stendur ekki til, að Guð láti elta sig uppi með hundtikum gervi- mánaaldar eins og útigangs- sauð á afrétti né að hann verði parrakaður með öðru sláturfé. Allur þessi undrastóri heimur er „verk hans handa“, „öll veröldin er veikt og lítið skar í veldis- hendi þinnar dásemdar", segir Matthías. Það er bókstaflega satt, að allur þessi ægivíði og undradjúpi heimur er ekki ann- að en eins og skar milli fingra hans, smæm og vanmegnugri fyrir honum en kertisloginn er í augum þér. Þú skapar ekki neistann á skarinu. Guð hefur skapað alit þetta — allt hið sýni- legá og óendanlega miklu meira. Ertu sú smásál, að þú kennir ekki hrolls við þessa hugsun? Það er þessi Guð, sem minnist þín, vitjar þin. Því eru haldin jól. Hann kom. Stjörnurnar geta sagt þér á sinu hljóða máli nokkuð um það, hvað hann er mikiil. En hann vildi segja- þér, hvað hann er góður. Því köm hann. Ekki i fljúgandi diski, ekki í gervihnetti, ekki i einum gervi- tilburðum yfirleitt, ekki í til- rauna skyni. Hann kom í barni, í manni af holdi og bióði. I því barni sló hans eigið hjarta. Og það bai-n var bróðir þinn og frelsari þinn. Vitnisburður þess hjartalags, sem skapari allra hnatta og öreinda ber til þín, birtist í iífi og dauða Jesú frá Nazarét. Og sá vitnisburður er þessi: Eg elska þig, örsmáa, sakfallna jarðarbarn, ég vil frelsa þig, kom til mín, trú þú, i treystu mér. Því hann, sem á þennan undra- geim og öllu ræður á hnöttum þeim, er bruna um himinbrautir, þá rún, er veg mínum ræður hér, hann reit í miskunn á hjarta sér um lífs míns Ián og þrautir. Og ljósið stærsta, þá sólna sól, hann sendi niður á jarðarból til líknar lýðaharmi, svo þekkja fengjum vér föður þann, sem faðmi vefur hvern sekan mann, er flýr að föðurbarmi. (Fr. Fr.). Þegar rafmagnið bilar. Fregnir herma, að svo hafi bor- ið til, er fólk hlýddi á aftansöng á aðfangadag jóla, hafi Ijós öll slokknað skyndilega, i kirkjunni og þorpinu öllu, vegna bilunar, sem ekki tókst að kippa i lag svo að menn gætu notið jólagleðinn- ’ar við birtu og yl, eins og menn höfðu vonast til, en margir urðu að sitja í kulda, því að raforka er mikið notuð til húsaupphitun- ar í Borgarnesi, og margir fengu ekki heitan mat á aðfangadag- inn. Þessi fregn sýnir mjög ljós- lega hverjum óþægindum heil þorp og bæir geta orðið fyrir, er rafmagnið bilar. Getur gerzt hvar sem er. Og það, sem gerðist uppi í Borgarfirði á aðfaiigadag og varð þess valdandi, að menn úrðu að híma kaldir og 'hálf- svangir í myrkri á jólanóttina, getur gerzt hvar sem er. Það er að vísu jafnan brugðið við fljótt til viðgerða, hvernig sem viðrar, og furðu fljótt tekst að kippa öllu í lag oftast, en svo getur það komið fyrir, að viðgerð táki margar klukkustundir eða jafn- vel lengur — því að veðurs og færðar vegna kann að vera erf- iðleikum bundið að komast á bilunarstað. Varúðarráðstafanir. Eru ekki óþægindin, sem menn hafa orðið fyrir af völdum bil- ana, það mikil, að vert sé athugr unar fyrir öll heimili, jafnt 5 Rvik sem utan, að gera varúðar- ráðstafanir til þess að vera jafn- an viðbúin, ef bilanir verða. Það er vissast, að hætta ekki á, að láta þá varúðarráðstöfun nægja, að heimilin eigi 1—2 olíulampa, og eitthvert upphitunartæki, ,ef ekki. hagar svo til, að hægt sé að kveikja upp í ofni eða miðstöð. Kaupmenn, sem hafa hentugt tæki, sem gætu komið sér vel fyrir fólkið að hafa, er rafmagn- ið bilar, ættu að vekja athygli á þeim, er eitthvað kemur fyrir líkt því sem í Borgarnesi, þvi að þá eru mestar líkur fyrir, að menn bregði við og láti sér reynslu annarra að kenningu verða. Iskyggilegar horfur í Suður-Afríku. Btakkir menn og hvítir berjast ví5a í landinu. í frcgnum frá Höfðaborg segir, a8 áframhald sé á kynr þáttaóeirðum í Jóhannesarborg og viðar. Tugir manna hafa verið drepnir og menn hafa særst í hundraða tali Barist, er með. rýtingum og öðrum vopnum og þar sem.-verst er hefur lög- regla eklú fertgið- við neitt ráðiði Hafa menn áhyggjur miklar af þessu, en gagnrýnendur stjórnarinnar hafa lengi háldið því fram, að afleiðing stefnu stjórriarinnar í málum varð- andi hörundsdökka menn hlyti að verða þessi — og jafnveí enn alvarlegri. Margir óttast styrjöld núlll blakkra manna.og hvítra. ■ ^

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.