Vísir - 30.12.1957, Blaðsíða 6

Vísir - 30.12.1957, Blaðsíða 6
6 VÍSIR Mánudaginn 30. •desember 1957 WSIXl D A G B L A Ð Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. RitStjómaxskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18.00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á Tiánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölm Félagsprentsmiðjan hJI. Við áramótin. Það ár, sem nú er senn á enda, heíur á margan hátt verið mjög viðburðaríkt. Á það ekki aðeins við um þá atburði, sem gerzt haía úti í heimi, því að þar haía gerzt stórtíðindi á mörgum sviðum og ekki öll góð, heldur á það einnig við hér á landi, þvi að ekki verður þvi haldið íram, að hér haíi verið tíðindalaust með öllu, enda þótt menn muni ekki á einu máli um það, hvernig dœma skuli þá viðburði, sem hér hafa vakið mesta athygli. Tiðarfarið á líðandi ári hefur á margan hátt verið landsmönnum hagstcett, en ekki fylgdi þvi að sama skapi hagsœld á öllum sviðum. Til sveita var árið víðast hvar mjög gott, svo að heyfengur, sem búskapurinn byggist svo mjög á, var víðast góður og sumsstaðar með ágœtum. Hefur því hlutur bóndans verið góður að þessu leyti, þótt ekki sé allt fengið með því. Við sjávarsiðuna var tiðarfar einnig yfirleitt hagstœtt, svo að hœgt var að sœkja sjóinn af kappi. ” Ekki var afli samt alltaf auðfenginn, þvi að enn sem fyrr brást einn tekjustofn útvegsins og lands- manna í heild, því að síldin lét vart sjá sig frekar en áður. lítvegurinn á þvi sem fyrrum i miklum erfiðleikum, og þeir hafa þvi miður farið fremur i vöxt en hitt, en það er meðal annars að kenna þeirri stefnu, sem stjórnin hefur fylgt að undanförnu. Engum blandast hugur um, að þótt ísland sé á maraan hátt harðbýlt land, er hœgt að lifa hér góðu lífi. Til þess eru flest skilyrði — dugandi fólk og augug fiskimið umhverfis landið, sem þjóðin hefur þegar ausið miklum auði úr og á vonandi eftir að ausa auði úr áfram. Þegar landsmönnum hafa ver- ið fengin taeki til að létta lifsbaráttuna og auka af- raksturinn, hafa þeir sýnt, að þeir kunna með þau að fara til hagsbóta fyrir öll landsins börn. Við deilum um það, hvort stjórnarstefnan sé rétt eða ekki. Það er .ekki nema eðlilegt, þar sem hér er lýðrœðisþjóðfélag, þótt menn sé stundum — ekki að ástœðulausu — vantrúaðir á það. En um hitt deilum við ekki, að framtið þjóðarinnar bygg- ist á því, að hún geti nýtt fiskimiðin áfram. Þess vegna er það mikilvœgasta mál þjóðarinn- ar, eins og ástatt er, að íslendingar fœri út landhelgi sína eins mikið og unnt er, til þess að vernda þau hafsvceði, sem eru hin raunverulega auðsuppspretta okkar, af þvi að þar eru uppeldisstöðvar ungfiskj- arins. Þetta hlýtur að verða gert fyrr eða síðar, en þvi fyrr sem ráðizt verður i það, þvi fyrr ber það árangur i vaxandi aflabrögðum og hagsceld. sceld. Þess vegna er það mikilvcegt, að ekki liði fleiri ár, án þess að hafizt verði handa. Þess vegna er það óskandi, að stigið verði hið nœsta skref i þessu máli á þvi ári, sem nú fer senn i hönd, og í þeirri von Óskar Vísir öllum landsmönnum Cj(!i (eg-t tnjár ! Sig'. Þ. Skjaldberg’. (jj!e!ií!egt mjár! Þökk fyrír viðskiptin á liðna árinu. tVe*ilu»utv JtnUiþoincuíj Cj(e!i(cgt mjár ! H,f. Hamar. Cj(e!i(c(gt mjár ! Korkiðjan h.f. - Prjónastofan Hlín. Cj(e(i(ecjt mjár ! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Verzíunin Fram. Verzlunin Vík. Cj(e!i(egt mjár ! • Æh . Laugavegi 63. Cj(e(i(egt nijár ! Þökk jyrir liðna árið. Sölumiðstöð hraðfrystihúsaitna. Cj(e!i(ccjt nijár ! Þökk fyrir viðskiptin á. liöna árinu. Kjörbarinn, Lækjargötu 8. SIIMDRI H.F. Þakkar öllum sinum viðskiptamönnum fyrir viðskiptin á liðna árinu og■ óskar þeim FARSÆLS KOMANDI ÁRS. Cj(e(i(cjl njár ! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. B R V M J A Upprisa Sipur5ar á Bataskarii. Ævisaga Sigurðar Ingjalds- sonar frá Balaskarði, ritnð a£ honurn sjáifum. 2. i'it- gáfa. Útgefandi: Bókfclls- útgáfan, Reykjavík. 1957. Freysteinn Gunnarsson skólastjóri ritaði formála og sá um útgáfuna. Eg skanunast mín fyrir utS segja frá því: Eg hafði aldrei heyrt Sigurðar frá Balaskarði getið, né heldur ævisögu hans, fyrr en núna fyrir skemmstu, að Bókfellsútgáfan sendir frá sér þetta verk í annari út- gáfu, og með þvílíkum glæsi- brag, að mér varð starsýnt á bókina, — ekki kom mér hins vegar til hugar að innihald hennar svaraði til útlitsins, byrjaði þó loksins á lestrinum. Og eg rak upp stærri og stærri augu, þetta var meira en maður á að venjast um minn- ingabækur, sjálfsævisögur, að mörgum þeirra ólöstuðum, þetta var hinn mikli frásagna- maður af guðs náð, séniið, ann- ar Jón Indíaíari, — hvernig í ósköpunum stóð á að maður hafði ekki heyrt þessarar bók- ar getið frá blautu barnsbeini, lesið hana, að minnsta kosti ;lesið úr henni kafla í lestrar- bók Nordals eða einhverju slíku? Aldrei hefur manni ver- ið sýnd breiðari, fjölbreyttai'i, lifigæddari mynd 19. aldarinn- ar á íslandi en hér. Og það al- merkilegasta við þessa bók er það, að þess verður eiginlega hvergi vart undir lestrinum, að höfundurinn geri sér þess grein að hann sé að semja bók, hann er bara að segja frá — einhverjum sem er að hlusta á hann, kannski helzt unglingi, frænda sínum eða vini, því svo frjáls og upprunalegur er frá- sagnarmáti Sigurðar — svo laus við bókmálsstirfni, að pappír og penni virðist hata verið víðs fjarri meðan höfund- urinn rakti veraldarsögu sína úr hugskoti sér, sitjandi í litlu húsi vestur í Manitoba. Ævi- sagan kom fyrst út í tveim bindum, hið fyrra 1913, hið síð- ara 1914, — þriðja bindið kom tæpum tuttugu árum síðar, en það er ekki með nýju útgáf- unni, enda talið standa hinum tveim mjög að baki. Vel var því ráðið að sleppa því hér. í formála fyrir 2. bindi 1914 seg- ir höfundur að sér hafi verið borið á brýn grobb í fyrsta bindi. Það var eftir mörland- anum! Eg veit ekki betur en í sumum byggðarlögum hérlend- is sé það enn í dag talið mont og spjátrungsskapur að ganga uppréttur, enda hlægilegt, og þeir einir fullkomlega normal, sem slangra áfram heyktir í hnjám og herðuin með hend- urnar grafnar í buxnavösun- um upp að olnbogum. -— En það gerði aldrei Sigurður frá Balaskarði. Hann óð fannir sinna fjallvega háleitur og kjarkmikill og sigldi sinn krappa sjó um hákarlamiðin upplitsdjarfur og vonglaður, og þessi sömu einkenni ber frá- sagnarlist hans. Óvenjulegur maður, Sigurður, og þó skilget- ið barn sinnar tiðar, og kjör hans og ævistörf öll hin sömu og almennings. En það er satt sem . .Freysteinn Gunnarsson segir í sínum góða formála, að ekki er vísnaskáldskapur Sig- urðar. bókarprýði. Hann hefur lítið eð'a ekkert skynbragð bor- ið á bókmenntir, en ósjálfrátt og fyrh'hafnarlaust að því er virðist hefur hann með ævi- sögu sinni unnið slíkt bók- menntaafrek, að ... það muni seint fyrnast. Guðm. Dan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.