Vísir - 22.01.1958, Side 3
Miðvikudaginn 22. janúar 1958
VÍSIR
3
Ingóifur Mölfer skipstjórí:
eioinger
Jólahátíðin er nýlega liðin,
hátíðin, sem eignuð er börnun-
um. Flestir eiga líklega ein-
hverjar ljúfar endurminningar
um jól á æskuheimili sínu. Eg
minnist til dæmis, hve mikla
ánægju það veitti mér að
kveikja á mínu eigin kerti á
jóladagsmorguninn og þá
kannske að lesa í bók, sem eg
hafði fengið í jólagjöf.
Nú eru breyttir tímar — nú
er bara kveikt á rafmagnsljósi,
og það er hversdagsleg athöfn.
Ljósið er orðið svo sjálfsagt,
að við tökum ekki eftir því,
nema í þau fáu skipti sem það
bilar. Þá söknum við þess.
Við eigum nú að fara að
velja menn til að fara með mál-
efni bæjarins okkar í næstu
fjögur ár. Það eru boðnir
fram fimm hópar manna, sem
hverjum um sig finnst öllu vel
borgið, ef hans hópi verður
falin ábyrgðin.
SjáKstæðismenn hafa stjórn-
að málefnum bæjarins eins
lengi og núverandi kosninga-
fyrirkomulag hefur verið við-
haft. Eg tel líka, að ekkert vit
sé í öðru en að efla þá mjög,
til áframhaldandi stjórnar á
málefnum bæjarins, öldnum og
óbornum til blessunar.
,,Hugsjónir“ kommúnista.
Hina fjóra hópana gef eg lít-
ið fyrir, en þó minnst fyrir
kommúnistana. Þeir eru auð-
vitað löngu hættir að kalla sig
kommúnista, því að orðið
kommúnisti er löngu búið að
fá merkingu smánaryrðis.
Kommúnisti! Hvað er það
eiginlega? Upphaflega átti það
að vera sósíalisti, sem rændi
völdunum í þjóðfélaginu með
hvaða ráðum sem væri, ekkert
undanskilið. Völdin sagðist
hann ætla að nota til þess að
koma á algjörlega jöfnum lífs-
kjörum handa öllum mönnum.
Þetía er auðvitað mjög fögur
hugsjón, en á meðan maðurinn
er g'æddur sjálfsbjargarlöngun.
verða lífskjörin aldrei eins hjá
letingja og dugnaðarmanninum.
Nú vill svo til, því miður, að
síærsta ríki verldar lýtur stjórn
kommúnista. Kommúnistanir
' okkar hafa löngum — ekki nú
í seinni tíð — sagt okkur, að
þar væri að finna fyrirheitna
landið.
Þar var ekkert of sagt.
Bíðum nú við og sjáum nú til.
Þetta mikla ríki er o.rðinn okk-
' ar stærsti viðskiptaaðili. Við,
sem sjóinn stundum, höfum því
' margir — um nokkur ár —
átt þangað margar ferðir. Við
; erum því farnir að verða t.ölu-
vert kunnugir í ýmum hafnar-
. borgum ríkisins. Eftir að eg
hafði komið í fyrsta sinn til
. einnar helztu borgar þessa
mikla ríkis, lét eg á þessum
stað hafa nokkuð eftir mér um
álit rnitt á ástandi og kjörum
þar. Nú, fimrn árum seinna, er
eg viss um að þar var ekkert of
sagt.
Þegar Malenkoff var forsæt-
isráðherra, var almenningi
austur þar leyft að hafa meiri
samgang við erlenda sjómenn
— um aðra útlendinga er ekki
að ræða. Þessu aukna frjáls-
ræði hefur fólkið haldið. Mögu-
leikarnir á því að tala við fólk-
ið jukust þá auðvitað mikið.
Eg hefi notað hvert tækifæri til
að tala við fólkið um stjórn-
mál. Eitt sinn átti eg samræður
í sex klukkutíma við mann,
sem talaði mjög góða ensku.
Auðvitað bar margt á góma,
eins og geta má nærri. Maður-
inn var trúaður marxisti, hafði
drukkið fræðin í sig með rnóð-
urmjólkinni og ekki hafði hann
aðra trú en marxistiska, en
hann langaði til að fræðast
eitthvað um guðs trú og skýrði
eg guðstrúna fyrir honum eftir
beztu getu.
Kostnaðurinn hverfur!
Maðurinn trúði til dæmis
þeirri firru, að þegar fram-
leiðslan væri komin á eitthvert
mjög hátt stig — það hefur
víst aldrei verið tilgreint ná-
kvæmlega hvert það stig er —
væri kostnaðurinn orðinn jafn
NÚLLI. Þessi sami maður sagði
mér að hann teldi að allir, sem
dóu í stríðinu austur þar, hef'ðu
verið heppnir, því þeir hefðu
ekki þurft að lifa eftirstríðsár-
in. Nú er það almennt viður-
kennt austur þar, að lífskjörin
í dag séu aðeins dálitlu betri en
fyrst eftir stríðið. Af þessu má
því draga nokkurar, ekki ófróð-
legar ályktanir. Sögur af hin-
um mjög misjöfnu lífskjörum,
sem mun vera a. m. k. vestur-
álfumet í ójöfnuði, hirði eg
ekki um að hafa eftir, enda nú
oroið alkunna.
f lok þessa spjalls, sagði
þessi kunningi við mig: Fyrir
fáum mánuðum hefði eg ekki
getað setið og talað við þig í
iíkingu við þetta. Það hefði
löngu verið búið að ónáða okk-
! ur. til að ganga úr skugga um
i hvað væri á .seiði.
Þegar við kvöddumst sagði
> kunningi minn við mig': „Þakka
I þér kærlega fyrir samræðurn-
ar. Eg hef fengið mikið til þess
að hugsa urn. Líklega ert. þú
fyrsti hreinskilni maðurinn,
sem að eg hefi talað við á
ævinni.“
I
Heimsókn í samyrkjubú.
j Eitt sinn er eg var austur þar,
lét eg tilleiðast að fara meí á-
j róðursmanni í heimsókn á
samyrkjubú fiskimanna. Við
gengurn hús úr húsi á búinu.
Allsstaðar var þulin yfir mér
svipuð saga um byggingu hús-
anna og lífskjörin. í einu eld-
húsi var mér sérstaklega bent
á vatnskrana yfir vaski og
sagt, að þarna væri rennandi
vatn og frárennsli. Mér þótti
það auðvitað ekkert stórvirki.
í þessu sama húsi var mér sýnt
vatnssalerni; „en nú komst upp
um strákinn Tuma“. Eg þurfti
nefnilega að nota þau þægindi
lítillega; en þá var ekkert vatn!!
Stundu seinna fórum við þarna
skammt frá aftur og þá sá, eg
hvar maðurinn úr salernishús-
inu stóð við vatnspóst og dældi
vatni í fötur!
Við könnumst við söguna af
rússneska prófessornum, sem
spurði, hvort Melaskólinn væri
| skólinn, sem við hefðum til
þess að sýna.
J Svona er það. Það er beitt
jöllum brögðum til þess að láta
menn halda að undir ráðstjórn
sé tilveran allt önnur en hún
raunverulega er, en raunveru-
leikinn er nefnilega ákaflega
einfaldur. Þar gildir hið forn-
kveðna: „Mitt er að skipa, þitt
að hlýða“. Guð hjálpi þeim,
sem reynir að brjóta þetta boð-
orð ráðstjórnarinnar.
„Eg' kaus frelsið“.
Athyglisvert er það mjög, að
þegar tuttugasta þings ræðan
var flutt, var með henni stað-
fest margt af því sem segir í
bókinni „Eg kaus frelsið“. Bók
þessa höfðu kommúnistar
stimplað sem borgaðan lyga-
! áróður forfallins eiturlyfja-
neytanda, og fyllilega gefið í
skyn, að greitt hafi verið með
eiturlyfjum.
Menn þurfa ekki annað en
fletta upp kaflanum í „Eg kaus
frelsið" um ástandið í Moskvu
rétt fyrir innrás Þjóðverja, til
þess að finna frásagnir, sem
tuttugasta þings ræða staðfest-
ir. Hér ber að sama brunni.
Kommúnistar segja bara eins
og þeim þykir heppilegt hværju
sinni, og um orð þeirra getur
mað'ur aðeins slegið föstu, að
þau geta ekki síður verið stað-
lausir stafir, en sannleikanum
samkvæm.
Um menn.. sem þannig er á-
statt um, má með sanni segja,
að þeir séu einskis trúnaðar
verðugir. Beittustu vopn gegn
kommum eru þeirra eigin orð.
Sé farið nógu langt aftur í
tímann, er alltaf hægt að finna
í orðum þeirra og athöfnum
mótsögn við það sem að
þeir segja og gera í dag. Til
dæmis „LANDRÁÐAVINNNA
— LANDVARNAVINNA“! Nei,
kommúnismi er hringavit-
leysa.
Það er alveg eins.
Fyrir nokkuð mörgum árum
sagði mér maður, sem búsettur
var í Moskvu, að það væxá
venjulegt, að margar fjöl-
|skyldur byggju í sama 'herbergi.
Satt að segja þótti mér þetta
jafskaplega ósennilegt. Eg sagði
því öðrum kunningja mínum
fyiúr austan tjald frá þessu.
Eg hafði varla sleppt orðinu,
þegar að hann svaraði: „Það
er alveg eins hér“!
Kommúnistar hér hjá okkur
þykjast nú vilja hjálpa ein-
staklingum, til að eignast eig-
in hús eða íbúcár, og hugsa sér
víst að fá mörg atkvæði út á
það, en yfiiTýst stefna þeir:a
er, að ríkið eigi að eiga allar
íbúðir.
Þetta er auðvitað eft.ir
„reseptinu" heppileg stefna í
dag. í fyllingu tímans tökum;
við þetta svo hvort eð er allt
aftur, hugsa þeir.
Þeir eru fljótir að breyta..
mikilsverðum lögum um mann -
réttindi, liðsmenn glímukapp-
ans.
Góðir samboi’garar! Það er
með frelsið eins og ljósið. Á
meðan maður hefur það, tekur
maður ekki eftir því, en missi
maður frelsið, þá verður ekki
eins auðvelt að endurheimta
það og að fá gert við rafmagn-
ið.
REYKVÍKINGAR, ELDRI
SEM YNGRI! Tökum liönclum
sarnan og sendum minnst NÍU
sjálfstæðismenn í bæjarstjórn-
ina.
Fyrsta Viscoantvélm
í Græniandsflugi.
Á sunnudaginn lenti Vis-
countvél frá Flugfélagi íslands
í fyrsta skipti á Grænlandi.
; Það var Gullfaxi, sem send-
ur var norður til Meistaravík-
I ur með 37 Dani og hálfa aðra
lest af vörum.
' Flugvélin fékk mótbyr á leið-
inni norður og var hátt á
þi’iðju klukkustund á leiðinni
til Meistaravíkur, en í bakaleið
var hún aðeins hálfa aðra
klukkustund.
Veður var bjart og fagurt. og
á leiðinni sást ísbi’eiða 40 míl-
ur norður af Horni og náði
breiðan svo langt sem augað
eygði norður.
I Jóhannes Snorrason var
flugstjóri.
IHéiislu eftir þessu ..
© o
26. júlí 1947 ávarpaði WiIIiam V. S.
Tubman forseti löggjafarsamkundu
Liberíu og minntist framkvæmda lýð-
veldisins Líberíu fyrstu hundrað árin.
Líbería varð sjálfstætt ríki 1847, en það
var stofnað fyrir atbeina amerískra
mannvina, et“ vildu tryggja leysingjum
öruggt hæli. Tubman forseti liefur
verið endurkosinn forseti síðan 1944.
Undir nafninu „Bodor Shad“ (Shadrach
bróðir), hefur hann unnið að umbótum
á sviði menntunar og fjámtála og að
bættum Iífskjörum þjóðar sinnar.
12. desember, 1949 var opnuð í hinni
sögufrægu höíuðborg Pucrto Rico, San
Juan, Caribe Hilton Hotel, 10 hæða hús.
Hvert herbergi er með svölum er snúa
út að Karibíska hafinu. Það var hátíð
fyrir Puerto Ricobúa og hina mörgu
gesti, er koxnu til að sjá þessa mjall-
hvítu byggingu. Byggingin var teiknuð
af Puerto Rico fyrirtækinu Toro, Ferrer
og Torregrosa og skreytt múrmyndum
eftir Julio Rosado de Vallax. Ríkis-
stjórnin lét reisa hótelið en bað er
leigt og rekið af amerísku fyrirtæki.
1934 dvaldi ameríski heimskauta-
könnuðurinn Byrd aleinn í sex mánuði
í veðurathugunarstöð 200 km. sunnan
við höfuðstöðvar 2. Byrd suðurheims-
skautsleiðangursins. Þennan tíma gerði
hann fyrstu miklu veðurfræðirann-
sóknirnar á hessu svæði. Þannig leit
hann út, er íélagar hans komu til hans
í litla kofann hans, 9X13 fet, sem var
niðurgrafinn í snjó. Byrd aðmíráll veitti
forstöðu 5 miklum leiðöngrum til suð-
urskautsliéraðanna, fyrst 1928. Hann
lézt 11. marz 1957, 68 ára að aldri.