Vísir - 22.01.1958, Side 6

Vísir - 22.01.1958, Side 6
vism Miðvikudaginn 22. janúar 1953 VÍSIR D A G B L A Ð Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsiður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. y Skrifstofur blaðsins eru i Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18.00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: (11660 (fimm línur) Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Visir kostar kr. 20.00 í áskrift á mánuði, Félagsprentsmiðjan h.f. ,.Lærdómsríkt fordæmi." í gær birtist í Tímanum löng grein — forustugrein — sem hét ..Lærdómsríkt fordæmi á Akureyri um samstöða gegn íhaldinu“. Er þar skýrt frá því, að flokkar þeir, sem standa að ríkisstjórninni, haíi gert með sér samkomu- lag um það ó Akureyri, að hala samvinnu eftir kosn- ingarnar, eí þeim lánast að ná meirihluta. Telur Tím- inn, að þetta tákni þáttaskil í sögu bæjarmálefna á Ak- ureyri, og má það til sanns vegar færa, en hitt er öld- ungis óvíst, hvort umrædd þáttaskil þyki eins merkileg síðar og blað framsóknar- manna telur þau nú. Þeir þrír flokkar, sem gert hafa með sér samkomulag um stjórn bæjai-málanna á Ak- ureyri, hafa setið í ríkis- stjórn í hálft annað ár. Margvíslegir erfiðleikar höfðu steðjað að íslending- um um mörg undanfarin ár 1 végna moldvörpu- og eyði- leggingarstarfs kommúnista, er hafa magnað verðbólguna með öllum hugsanlegum ráð- urn í hvert skipti, sem þeir hafa talið tækifæri til. Fram- sóknarmenn töldu, að þeir gætu fengið afbrotamann- inn til að hætta afbrotastarf- inu með því að taka hann í stjórnina, en þeir gleymdu því, að þótt þeir heiðruðu skálkinn, hélt hann áfram að skaía þá með afleiðing- um fyrri gerða sinna. Meiri hluti landsmanna hefir skömm á öllu samstarfi við kommúnista, og' ekki sízt þegar nokicur reynsla er fengin af þeim í núverandi ríkisstjórn. Á því leikur enginn efi, að þótt forustulið stjórnarflokkanna á Akur- Það verði eyri hafi gert samning um samvinnu, hrýs öllum al- menningi hugur við þvi samstarfi í ofanálag á það, sem þegar hefir tekizt og fer fram í stjórnarráðinu. Það er því síður en svo tryggt, að yfirlýsingar stjórnar- flokkanna um samstarf á Akureyri verði ..trekkplást- ur“ fyrir þá, þegar fólk gengur að kjörborðinu á sunnudaginn. Hér í Reykjavík var revnt að koma á samskonar sam- starfi, og er haft fyrir satt að forsætisrácherrann liafi gengið manna ötulast fram í tilraunum til að koma því á Jafnvel foringjar kommún- ista, sem aldrei hafa talið éftir sér vökur eða strit í sambandi við slíkar umleit- anir, þurftu ekki að ómaka sig að neinu ráði, og misstu engan svefn. Forsætisráð- herrann tók af þeim ómakið, en hafði ekki erindi sem erf- iöi, og þótti honum það víst manna sárast af þeirn, er nærri komu. Þessi úrslit má vafalaust telja nokkurt happ fyrir andstæð- inga Sjálfstæðisflokksins, því að vafalaust hefðu Sjálf- stæðismenn fengið tíu eða ellefu menn kjörna i bæjar- stjórnina, ef andstæðingarn- ir hefðu sameinazt, því að þá hefði jafnvel stuðnings- mönum stjórnarinnar verið nóg boðið eftir stjórnleysi ríkisstjórnarinnar. En þótt samvinna hafi ekki tekizt hér veit almenningur. hvað reynt var að gera, og þess vegna mun hann girða fyrir, að stjórnarflokkarnir geti síðar komið slíkum áform- um fram með því að efla Sj álfstæðisflokkinn: of seint. Tíminn er óvenjulega orð- heppinn, þegar hann talar um samvinnu stjórnarflokk- anna á Akureyri og nefnir hana ..lærdómsríkt for- dæmi“. Mönnum mun áreið- anlega lærast sitt af hverju af reynslunni af því ,.heil- aga bandalagi“, sem þessir þrír flokkar ganga í. Þó ættu menn að vera búnir að læra svo mikið af þeirri reynslu, sem ríkisstjórnin hefir miðlað öllum landsins börnum síðustu 18 mánuði, að þeir forðuðust að gera bæjarfélög sín að samskon- ar tilraunadýri og ríkis- heildin hefir verið. Það kann svo að fara. að Ak- ureyringar þekki ekki sinii vitjunartíma og verði fyrir því óláni og skakkafalli að kalla yfir sig aðra stjórn „hinna vinnandi stétta". Þá mun það bæjarfélag sannar- lega veita öðrum lands- mönnum „lærdómsríkt for- dæmi“, en það er hætt við, að lærdómurinn berist Ak- ureyringum of seint. Til- raunadýrin græða litið á þeim niðurstöðum, sem vís- indamenn komast að við kvikskurð og þvílíkar til- raunir á þeim. Svo fer einn- ig á sviði stjórnmála og efnahagsmála — ekki sízt, þegar þeir, sem sækjast eftir völdunum, hafa ekkert til brunns að bera annað en löngun í völdin. 50% af tekjum fiskimanna verði uncSanþegin útsvari. Ástsorun F.F.S.Í. tii bœjjarstjjámai ftt>fjkjja t'í/i u /•- Á fundi í stjóm FFSI rnánu- daginn 13. janúar s.I., var eft- irfarandi ályktun samþykkt samhljóða: „Samkvæmt ósk Skipstjóra og stýrimajmafélagsins „ALD- AN“ Reykjavík, mælist stjórn FFSI til þess aí háttvirt Bæj- arstjórn Reykjavíkur sjái sér fært að samþykkja nú þegav að 50% af skattskyldum tekj- um fiskimanna, lögskráðum frá Reykjavík, verði undan- þegin útsvari til Bæjarsjóðs Reykjavíkur." í greinargerð segir: Það er því miður staðreyud og sorgleg reynsla, að verr hef- ir gcngið að fá menn til starfa á fiskiskipum en til flestra I annari a starfa, og er nú svo komið að nokkur. hundru'; er- lendra manna vinna að þeim störfum, og kcsta tekjur þeii'ra lega í erlendum gjaldeyri. Veruleg útsvarsíríðindi til handa íslenzkum fiskimönnum mundu örva þá til þessarra b 'ác nauösynlegu starfa, en það er mikið alvörumál fyrir þjóð- ina ef kjarni okkar dugmiklu sjómannastéttar telur sig neyddan til að leita frá fisk- veiðistörfum til tekjumeiri en áhættuminni starfa i landi. Útsvarsfríðindi þau, sem hér unr ræðir, er vicarkenning til íslenzkra sjómanna á hinu þýð- ingarmiklá starfi þeirra, og þau myndu eflaust stuðla að því að dugandi menn teldu eftirsókn- arvert að gera sjómennsku að lífsstarfi sinu. Því verður ekki neitað að tekjur sjómanna, sem oft á tíð- um verða að dveljast langtímum fjarri heimilum sínum, reyn- ast að mun ódrýgri en tekjur þeirra, sem vinna i landi heima hjá sér og geta notað frístund- ir sínar til fyrirgreicélu og um- önnunar við heimili sín. Sjó- maðurinn verður oft að kaupa heimili sínu aðstoð í fjarveru sinni, framyfir þá rnenn, sem geta stundað vinnu sína heirna og sinnt slíku starfi sjálfir, án sérstakra útgjalda. Rétt er einnig að benda á að sjómaðurinn á þess ekki kost, vegna fjarveru sinnar, að njóta þeirra skattfríð'inda, sem mönnunr í landi eru veittar samkvæmt lögum, í sambandi yið eigin vinnu við húsbygg- ingar. Kaup og kjör sjómanna hafa ekki þótt eftirsóknarverð og starfsskilyrci þeirra venjulega lakari en í landi. Auk þess fvlgir allri sjómennsku mikil slysahætta, fram yfir flesta eða alla aðra vinnu. Það er einróma álit stjórnár FFSI að útsvarsfríðindi þau, sem hér er farið fram á til handa fiskimönnum í Reykja- vík, myndu, ef til fram- kvæmda kæmu, gjörbreyta við- horfi yngri sem eldri manna og verða bezta vörnin gegn þeirri hættu, sem felst í því að lítil sem engin endurnýjun he'.ir orðið í íslenzkri fiskimanna- stétt undanfarin ár. (Frá stjórn Farmanna- og fiskimannasambands íslands). þjóðarb ri.T tugi milljóna kr. ár- „Hin nýja stétt“ komin út á íslenzku Mikilvægasta bók, er ritu5 hefir veríð um kommúnlsmann. Bók júgóslavneska komm- únistaleiðtogans fyrrverandi, Milovans Djilasar, kernur í bókaverzlanir í dag. Útgefandi er Almenna bókafélagið. Fáar bækur hafa vakið gíf- urlegri athygli en þessi, né verið rneira lesin um heim allan frá því hún kom út fyrsta sinni í Bandaríkjunum á síð- asta liðnu sumri. Höfundur bókarinnar situr, eins og kunnugt er, í fangelsi í Júgóslaviu, dærndur fyrir bókina, en handriti hennar hafði verið smyglað út úr land- inu til bandarísks útgáfufélags. Hin nýja stétt er einhver mikilvægasta bókin, sem rituð hefur verið um kommúnismann og þyngsta ásökunin á þá stefnu til þessa. Bókin er beizkur á- vöxtur af reynslu hreinskilins kommúnista, er komst í fremstu röff valdamanna í landi sínu, en tók að efast-um grund- vallaratriði hinna kommúnist- ísku hugmynda, meðan hann stóð enn á hátindi valda sinna. Hin nýja stétt tætir í sundur fræðilega réttlætingu komm- únismans og sýnir með óræk- um rökum, á hvern hátt og hvers vegna stefnan fær eigi Btaðizt. Þessi bók á tvímæla- laust eftir að hafa mikil áhrif, því aö hún skelcur sjálfa undir- stöðu hins kommúriistíska heims. Stalin gamli sagði um Djilas, að hann væri hreinskilinn mað- ur, er segði jafnan það, sem honum byggi í hug. Nú iýsa blöí' kommúnista honurn með þeim ljótustu orðum, sem þau eiga til, kalla bókina „and- kommúnískt aurkast gerspillts og brjálaðs manns“, lifandi „arftaka Göbbels" o. s. frv. Eitt er víst, að sérhver sá, sem kynnast vill eðli stjórn- mála nútimans, kernst ekki hjá því að lesa þessa bók. Þýðendur bókarinnar eru þeir Magnús Þórðarson, stud. jur. og Sigurður Líndal, stul. jur. Símnotandi liefur hér orðið. Hann segir: „Mig hefur löngum undrað á hvað ég hef fei.gið misjafna þjónustu símastúlkna, sem vinna í húsi póst- og símastjórn- arinnar í Reykjavik. Tvennskonar þjónusta. Eg hef á undanfömum árum þurft, sem kaupsýslumaður, að tala mikið við viðskiptamenn mína úti á Iandsbyggðinni í gegnum landssimann. Sú þjón- usta, sem landssíminn hefur veitfc mér, er með þeim ágætum að þar hef ég ekki undan neinu að kvarta, en hinsvegar oft og ein- att undrast þolinmæði og lipurð símastúlknanna. Er sama á hverju gengur, þvi ég hef alltaf hlotið kurteis og lipur svör. En ég hef lika þurft allmikið á að halda simaþjónustu innan- húss í landssímahúsinu í Reykja vík og með þá þjónustu er ég ekki jafnánægður. Óratima í sambandi. Það skal játað að visu að þjón usta símastúlknanna er ærið misjöfn. Stundum fær maður skjóta og lipra afgreiðslu, en furðu oft bæði seina og slæma. Stundum verður maður að biða langan tima eftir svari og oft hef ég hreinlega orðið að gefast upp áður en stöðin svaraði. Það er þvi líkast, sem enginn sé við afgreiðslu í skiptistöðinni. Það, sem mér þykir þó öllu verra, et þegar ég bið um samband við einhvern innanhússima og við- komandi er ekki við og enginn i skiáfstofu hans, þá er ég ekki látinn vita í langan tíma og sambandið ekki heldur rofið, þannig að ég venð að sitja uppi eins og glópur með sambands- lausan símann. Þeir. sem eitt- hvert skyn bera á kaupsýslu og yfirleitt annir á skrifstofum vita hversu bagalegt þetta getur ver- ið. Stundum er það líka svo, að það er eins og símastúlkan á simstöðinni vakni af draumi etfir óralanga bið og vill þá vita við hvern maður hafi ætlað að tala, því þá var hún að sjálf- sögðu búin að gleyrna því. Og svo hefst biðin aftur. Verður að ráða bót á. Nú getur vel veriö að stúlkurn ar hafi mikið að gera og þetta sé þvi ekki viðráðanlegt. En mér finnst, að það ætti sízt að.vera hlutverk bæjarsímans í Reykjavík að veita veiTi síma- þjónustu en aðrar stoínanir eða. fyrirtæki í bænum, heldur að sjá til þess að úr verði bætt og nægilega margt starfsfólk sé ráðið til þess að gæta skipti- boi-ðsins, svo viðunandi sé fyrir viðskiptavinina." Þannig lauk kaupsýslumaður- inn og símanotandinn máli sínu. „Bergmál" lofaði að koma kvörtun hans á framfæri og hef- ur hér með gert það. Tilinæli fuglavinar. Þá hefur sveitamaður, nú bú- settur í Reykjavik, komið að máli við Bergmál og minnst á fuglana og harðindin og mælzt til þess við bæjarbúa að þeim verði gefið á rneðan harðindiif vara. Sjálíur kveðst hann vera alinn upp við það í sveitinni, að þegar harðindi gengu í garð hafi fuglunum ávallt verið gefið, einkmn hafi það verið moð úr jötum eða görðum. sem fuglttn- um var gefið, en þaö er hin á- gætasta fuglafæða. Hér í bænum fást .ævinlega ýmsar matarleifar, svo sem

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.