Vísir - 28.01.1958, Síða 7

Vísir - 28.01.1958, Síða 7
Þriðjudaginn 28. j.anúar 1958 VÍSIR 7! finningunni, að hún mundi alltaf harma það, að hann skyldi ekki fá tækifæri til að kyssa hana að skilr.aði. Svo sneri hún þegjandi við og gekk inn í husið. En Davíð greip Iiann í faðm sér og hélt honum þar stundar- korn. Því næst sleppti hann honum snögg.lega og gekk aftur á bak. — Vertu sæll, drengur minn, sagði hann, sneri cér við og gekk upp stigann eins og hermaður. Bruce stóð kyrr og horfði á hann. Því næst steig hann upp i vagninn og settist við hlið Pompey. — Jæjá, Pomp, sagði hann. — Þá er víst bezt, ao við leggjum af stað. Skipið lá á leg.unni fram undan bryggjunni. Bruce sá há jnöstriii. Og aftur varö hann var eftirvæntingar. Nú var bátur- inn kominn að brygjunni. — Flýttu þér, Pomp, skollinn sjálfur. Þeir bíða eftir okkur. — Áfram, sagði Pompey. — Sjáðu til, Pomp. Eg lief sagt þér áður, að það er erfitt land, sem eg fer ti). Eg þarf á ölu mínu að halda. — Eg veit það. En það er kvenmaöur þarna, sem er að horfa á þig. Er það ekki, hera Peterson. Bruce sneri sér við. Jo stóð þarna, skammt frá þyrpingunni. Hún hélt á vasaklút. — Láttu far^ngurinn i léttibátinn, sagði Bruce. — Segðu þeim, að eg komi strax. Svo gekk hann til hennar. kvtíldvökuimi Ef maður biður um meiri sykur í Englandi, þá réttir hús- freyjan manni ósköp lítinrt mola úr karinu. í írlandi réttir hún manni kerið og biður mann að gjöra svo vel. En ef maður aftur á móti kvartar um það í Skotlandi að teið sé ekki nógu sætt segir húsfreyjan: Þér hafið ef til vill gleymt- að hræra ., . . ? * 2. KAFLI. Þetta varð allt auöveldara en á horfðist í fyrstu. Faðir hans hafði dáið nákvæmlega tveim dögum eítir að hann fór i heim- sókn sína til Petersonshjónanna. Þegar búið var að lesa erfða- skrá hans kom í ljós, að faðir hans hafði ánafnað honum fimrn þúsundum dollara, auk hluta hans í jörðinni. Við þetta hafði Davíð bætt fimm þúsund dollurum sem greiðslu fyrir hluta Bruce í ekrunum. Þá var öllum hindrunum rutt úr vegi og Bruce fannst brautin greið framundan. Hann var þegar ferðbúinn. Hann var léttklæddur, því að hann hafði heyrt, að mcnn þyrftu ekki fín föt í Kaliforníu. — Skollinn sjálfur, sagði Davíð. — Það er að vísu mikið að gera, en eg gæti vel sleppt úr einum degi og fylgt þér til Charl- eston, drengur minn. — Nei, sagði Bruce. — Nei, þakka þér fyrir, Davíð. Eg kæri mig ekki um að þurfa að kveðja þig við skipsfjöl. Það er allt annað hér. Það væri alveg eins og eg væri að skreppa til borg- arinnar snögga ferð. -----• — Það verða mörg ár, sagði Davíö og það var kökkur í hálsinum á honum. — Það verður ekki mjög langt, sagði Bruce. — Eg kem strax og eg hef grætt fyrstu milljónina. Þeir þögou stundarkorn og horfðu hvor á annan. — Bíddu hérna stundarkorn, Davið, sagði Bruce. — Eg ætla að kveðja pabba. Davíð kinkaði kolli og sagði ekki neitt. Bruce gekk burt frá húsinu. Hann gekk upp gamla stiginn, sem lá upp á flötina, þar sem eikurnar stóðu. Þeir höfðu grafið gamla manninn þar, í rjóðri, þar sem eikurnar stóðu, og lagt hann við hliðina á móður þeirra, sem þeir höfðu aldrei þekkt. Faðir þeirra hafði verið ekkjumaður í tuttugu og sjö ár, því að honum hafði fundizt sem engin kona gæti komið i stað hennar. Hann stóð við legstaðinn með hattinn í hendinni. Vindurinn hjalaði við trén, en fuglarnir voru þögulir. — Vertu sæll, pabbi, hugsaði hann -— og þú líka mamma. Þarna var mjög friðsælt — og þau voru þarna saman — hlið við hlið. — Það >eina, sem eg get gert fyrir ykkur, hugsaði hann — er að lofa ykkur því að verða ykkur aldrei til skammar. Hann gekk að gröf föður síns og kraup þar niður. Hann reyndi að biðja, en orðin komu ekki. Hann kraup þar þvi lengi í djúpri þögn. Þegar hann stóð á fætur, hafði hann öðlast frið hið mnra með sér. Og það var eins kcnar bæn, þótt hann gerði sér það ekki ljóst. Hann gekk niður stiginn til hússins. Davíð kom út og stað- næmdist við hlið honum. — Jæja, drengur minn, sagði Davið. — Þá er víst bezt að kveðja, Davíð, sagðí Bruce og rétti íram höndina. Það var fólk á bryggjunni, sem þau þekktu bæði. Það var alltaf þannig, þegar skip komu. En Bruce Harkness gekk fram hjá þeim án þess að kveðja, án þess að láta sem hann þekkti þá, án þess aö láta sem h.ann sæi þá. Hann stóð þegjandi fyrir framan hana. Vasaklúturinn rifn- aði í tvennt milli handa hennar. Hún horfði á vasaklútinn og léí hann svo detta. Hún sagði ekkert. Jafnvel varir hennar voru hvítar. Bruce greip hendur hennar milli handa sinna. Þær voru hel- kaldar. Fólkið á bryggjunni þagnaði. Það horfði á þau, sumt undrandi, annað með ijlgirni. — Jo, sagði Bruce. — Bruce, hvíslaði hún. — Ó, Bruce. Hún tyllti sér á tá og varir þeirra mættust. Varir hennar voru votar af gráti. Hún þrýsti sér upp að honum og titraði öll. Hann þrýsti henni fast að sér. — Áfram, Bruce, sggði Pomp, — þeir bíða! Svona nú! — Rétt strax, sagði Bruce. Svo kyssti hann hana aftur. Því næst sleppti hann henni og gekk eitt skref aftur á bak. — Vertu sæl, Jo, sagði hann. Hún svaraöi honum ekki. Hún steig hálft skref áfram, svo stanzaði hún, lyfti hendinni, eins og í draumi og strauk yfir andlitið á honum, eins og hún ætlaöi að festa sér andiitsdrætti hans í minni. Því næst sneri liún sér við og gekk burtu með lútandi höfði. Mannfjöldinn vék til hliðar og leyfði henni að .komast leiðar sinnar, en hélt áfram að stara. — Eg held þú ættir að fara að koma þér út i bátinn, herra Bruce, sagði Pompey. Bruce stóð á þilfari skipsins Flugfiskurinn og horfði á strand- lengju Carolina um leið og skipið fór hjá. Öll segl voru uppi og skipið þaut áfram. Eftir hálftíma var Charleston að baki og hvít rák stóð afturundan skipinu. Hamingjan góða, sagði hlýleg rödd að baki honum. Hann heyrði á málhreimnmn, aö þetta var Suðurríkjamaður. Ham- ingjan góða! Hvílíkt skip! Tæpa fjörutíu klukkutíma frá Balti- more til Charleston — það eru um fimmtán hnútar á klukku- tíma, er ekki svo? Bruce sneri sér við. Maöurinn var hár vexti. Um fimm þuml- ungum hærri en hann sjálfur, sem var fimm fet og níu þumlung- ar. Hann var rauðhærður og freknóttur. Bruce sá, að hann var góðlegur á svipinn, glettnislegur, ófriður en glaðlegur. — Eg býst við því, sagði hann. — En satt að segja er eg ekki vel að rnér i sjómannamáli. Eg veit, hvað míla er, en eg veit ekki, hvað hnútur er. Maöurinn glotti. — Það er eins um mig, sagði hann. — Eg heyrði fyrsta — Mamma hvers vegna viltu ekki leika við mig? — Eg hef engan tíma til þess.. — Hvers vegna hefur þú ekki tíma? — Eg er að vinna. — Hvers vegna ertu að vinna? — Til að fá peninga. — Hvers vegna þarftu pen- inga? Til að gefa þér að borða. Smá þögn. — Eg er ekkert svöng. ★ — Þér viðurkennið að hafa gefið konu yðar kinnhest inni í þessum helli. — Já, herra dómari, það við- urkenni eg. •";' . — Hvað hafið þér fram að færa yður til málsbóta? — Já, herrá minn — það var svo skrambi gott bex-gmál þan inni. ★ í Suður-Evrópu voru eitt sinn hræðilegir jai'ðskjálftar og hjón nokkur sendu strákana sina til frænda þeirra, þar sem. þeir voru óhultir. Nokkrum dögum seinna kom símskeyti: — Sendi drengina til baka. Sendið jarðskjálfta í staðinn. ★ Lítill einmana drengur: — Eg vildi að eg væri orðinn tveir litlir hundar. Þá gæti eg: leikið mér saman...... PfPUR E. R. Burroughs — TARZAIM 2.Í3ÍÍ fiitérpipur Clipper - pépur * Trumbuhljóðið hljómaði hóps. Állir hlústuðu ótta- spiirði Frank .Garvey frá Farið á brott úr landi gegnum skóginn og vakti slegnir. Mónopol kvikmyndafélag- . dauðans, þýddj Tarzan. Far- ugg í hug hins ferðlúna Hv,. hvað segja þeir? inu. . ' ifí. eða þolið Jiefnd „Vof-

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.