Vísir - 05.02.1958, Blaðsíða 3

Vísir - 05.02.1958, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 5. febrúar 1958 VÍSIR 3 vissi ekki, í hve genpr afiur. Skömmu áður en lieims- styrjöldinni fj*rri Iauk, rakst bandarískur flugmaður í Frakk landi, Lee Ðuncan að nafni, á flækingsíhund af Schafer-kyni og tók hann að. sér. Hundurinn var svo vitur, að dæmi þess þekktust ekki, og fór Duncan með hann til Banda ríkjanna, en síðan vestur til Hollywood, til að bjóða þjón- ustu hans. Hundur þessi var kallaður Rin-Tin-Tin, og munu margir fullorðnir íslendingar muna greinilega eftir honum, því að hann varð vinsæll mjög hér sem annars staðar. Myndir með Rin-Tin-Tin voru meira að segja svo vin- sælar, að hundurinn bjarg- aði fjárhag Warncrfélagsins, sem rambaði þá á barmi gjaldjjrots. Og eigandi hundsins græddi cinnig milljónir dollara. Rin-Tin-Tin er nú dauður fyrir löngu, en afkomandi hans í fjórð'a lið er um þessar mundir í Hollywood og leikur í kvik- mynd, sem er um ævi 'langa- langafa hans og heitir „Ævi- ferill Rin-Tin-Tins“. Duncan er leikinn af hinum vinsæla leikara James Stewart. Hún oskilin enn Leikkonan Claudctte Col- bert var einu sinni spurð að því, hvers vegna hún væri svo ungleg útlits. „Svarið er mjög einfalt," svaraði hún. „Eg geri allt sem menn leggja ekki í vana sinn í Hollywood: Eg drekk ekki, eg borða það, sem mig langar í, og þvæ mér með sápu — og eg er enn gift fyrsta mannin- um mínum.“ ©© ára all aldri. Þann 24. des. s.l. lézt hin fræga, vinsæla kvikmyndaleik- kona Norma Talmadge, sem frægust varð fyrir Ieik sinn í hinum þöglu kvikmyndum á árunurn 1911 til 1930. Hún lézt í svefni að heimiii sínu í Las Vegas 60 ára að aldvi. Hún lifði þar kyrrlátu lífi. Hafði hún liðið af liðagigt und- anfarin ár og varð að vera í hjólastól af þeirn sökum. Undanfarin ár varð hún að halda alveg kyrru fyrir vegna sjúkdómsins, en áður hafði hún ýmist dvalið í Las Vegas, Pahn Springs í Kaliforníu eða Tuc- son í Arisona. Síðan 1946, er hún giftist í þriðja sinn dr. Carvel James, hefur hún þó lengst af verið i Las Vegas. Byrjaði 14 ára. Þegar Norman hætti að leika árið 1930 vissi hún ekki einu sinni sjálf í hve mörgum myndum hún hafði leikið. Þeg- ar hún var 14 ára varð hún varaleikkona og fékk 2.50 doll- ara í daglaun, en síðasta árið. sem hún lék, er talið að hún hafi haft 5 milljónir dollara i tekjur. Foreldrar Normu áttu í miklum erfiðleikum. Faðir hennar var auglýsingasölu- maður. Tekjurnar voru rýrar og Norma varð '-snemma að fara að vinna til þess að létta undir með foreldrum sínum. Það var ekki fyrr en 1915 að hún komst upp í 250 dollara laun á viku. Stofnaði fyrirtæki. 1917 giftist hún Joseph M. Schenck kvikmyndaframleið- anda. Hann var henni mikil stoð í baráttunni í heimi kvik- myndanna. Lék hún nú í hverri myndinni á fætur annari og á- vann sér frægð og vinsældir. Um 1920 setti hún á fót sína eigin kvikmyndaframleiðslu og brátt græddist henni mikið fé. Árið 1930 var hún orðin mjög rík og búin að tryggja sér góða framtíð og fjölskyldu sinni. Þar á meðal hafði hún hjálpað systrum sínum tveim og varð önnur þeirra, Con- stance einnig fræg kvikmynda- stjarna eins og kunnugt er. Ákvað hún nú að draga sig í hlé og hætta að leika. Má segja, að þá hafi hún verið á hátindi frægðar sinnar. Gift — skilin. Árið 1934 skildi hún við mann sinn, Joseph Schenck. Sama árið lézt rnóðir hennar. Hún giftist aftur mánuði eftir að hún skildi við Schenck, George Jessel útvarpsskop- leikara nokkrum. Það hjóna- band stóð í fimm ár og skildu þau hjónin árið 1939. ■v ■ ■ Víða í suðlægum löndum er hiti í lofti og vatni svo mikill, að ástæðulaust er að hita sér baðvatn, eins og hér þarf að gera. Þess vegna gctur þessi litla snót á Ceylon fengið bað í ánni, sem rennur fram hjá þorpinu hennar, án þess að að lienni slái. Dauð hjón eru bezt. Kvikmyndafélögin í Holly- wood hafa sitt eigið eftirlit með kvikmyndum til að gæta velsæmis. Er eftirlitið svo strangt, að ekki má taka mynd af karli og j konu í rúmi saman, nema þau sé hjón — eða bæði andvana. sagt er, að andvana hjón hafi beztan „sjans“ til að komast á léreftið. Aformuð kvtkmyud um kínverskt eíni vekur sremju á Formósu. í myndinni leikur Ingrid Bergman trúboða. „Gírta44 setur sig á hest. Síeinttar ns, tíw°a skaöahœtaw\ esa Fyrir nokkru vakti það stór- kostlegt hneyksli í Róm, þegar óperusöngkonan Maria Meneg- bini Callas neitaði að syngja í óperu nokkurri, þegar fyrsti þáttur var á enda. Þóttist hún hafa misst rödd- ina, en sumir töldu, að hún hefði reiðst af því, að hún taldi að sér bæri meira lófaklapp en hún fékk. Varð af þessu mikill úlfaþytur, enda var forseti IfalíU meðal gesta í óperunni, og þótti mönnum söngkonan vera kenjótt um of. Nú er nýtt hneykslismál komið upp á Ítalíu og ef það í sambandi við Ginu Lollo- brigida, sem allir kannast við. Hún hefir nefnilega stefnt iðju- höldinum og kvikmyndafram- leiðandanum Angelo Rizzoli i Milano og krafizt 200 milljóna líi’a skaðabóta, en það mun vera um það bil 5 millj. ísl. króna. Rizzoli er hinsvegar hvergi hræddur, því að hann heimtar 40 milljónir lira af Ginu, sem hún hafi fengið i „forskot“ vegna kvikmyndar,1 sem nú verður hætt við. Mynd- . in átti að heita „Keisaraleg Venus“, og átti að fjalla um' ástalíf Pálínu Bonaparte Borg- J hese, er var talin vergjarnasta kona Evrópu, meðan hún var „upp á sitt bezta“. Ætlunin var, að myndin yrði tekin fyrir breiðtjald og í litum, m. a. til að reyna að minna almenning um heim allan á ítalskan kvik-1 myndaiðnað, sem lialdinn hefir verið af uppdráttar- sýki upp á síðkastið. En þegar til kom, treysti | framleiðandinn sér ekki til að verja eins miklu fé til myndar- innar, og hugsae hafði verið. svo að hann hvarf að „svart-1 hvítri“ mynd, venjulegri breidd og þess háttar. En Ginu fannst sér misboðið með þessu, því að hún taldi, að hún væri svo rnikil Stjarna, að „aðeins það bezta væri nóg'u gott“, og seg- ist ekki vilja leika í „smá- mynd“. Stendur hnífurinn í kúnni, og hafa málaferli verið hafin á báða bóga. Meðal annars hef- ur bandariski leikarinn Lex Barker, sem átti að leika síð- asta elskhuga Pálínu, stefnt Ginu fyrir að gera kvikmynda- tökuna að engu, því að Barkef tapar við þetta stórfé. Á eynni Formósu er Siafin öflug barátta gegn kvikmynd- inni „The Inn of Six Happi- ness“, sem 20th Fox félagið á- formar að framleiða, en aðal- ldutverk á Ingrid Bergman að leika. Þingleiðtogar eru í farar- broddi, mótmæla og krefjasl þess af utanríkisráðuneyti For- mósustjórnarinnar, að það leggi bnn á kvikmyndina. Hvað er það þá, sem hefir- vakið reiðiöldu þjóðarleiðtog- anna á Formósu, að þeir telja hana óhæfa til sýningar þar á eynni. Kvikmyndin byggist á skáldsgu eftir Alan Burgess og heitir saga hans „Tho Sma) Wonian“ (Litla konan). Þa- er lýst reynslu ensks kventrú- boða í Kína um 1930, og er gef- ið í skyn í bókinni, að þá haí það enn tíðkast, að reyra fætur telpna, svo að þær yrðu sem smáfættastar, og það eru eink- um kaflar, sem eiga að svna atrið þessu varðandi, er hafa vakið gremju manna á For- mósu. Hið rétta er, að slík með- ferð sem þessi á telpum var bönnuð með lögum í Kína árið 1911, cn það tekur oft tíma að uppræta alda gamlar venjur, og hin gamla venja hélzt með leynd allmikið lengur. Ingrid Bergman á að leika kventrúboðann og er eitt. atriði myndarinnar, að hún tekur viðjar af fótum þriggja ára barns. — Blöð þjóðernissinna taka þátt í baráttunni, og er ekki ólíklegt, að hætt verði við áformin um töku myndarinn- ar, sem átti að hefjast í sl. mánuði, nema kvikmyndafélag ið breyti áætluninni um gerð myndarinnar, þannig að hún verði talin hæf til sýningar á Formósu. Önnur umferi á Skákþinginu. Önnur umfcrð í Skákþingi Reykjavíkur var tefld í gær- kveldi. Helztu úrslit urðu bau. að Jón Þorsteinsson vann Guð- mund Ágústsson, Ingi R. Jó- hansson vann Sigurð Gunnars- son, Eggert Gilfer vann Har- ald Sveinbjörnsson, Benóný Benediktsson vann Eið Gunn- arsson og Kári Sólmundsson vann Gylfa Magnússon. Jafn- tefli gerðu Haukur Sveinsson og' Hermann Jónsson, Óli Valdi marsson og Guðlaugur Guð- mundsson. i Þriðja umferð verour tefld n. k. fimmtudagskvöld kl. 19.45. Brezki heimspekingurinn og stærðfræðinguiinn Bert- raiul Russcll 'hefir hloti'ð svonefnd Kalinga verðlaun, sem veitt eru þeim, scm gera vísindalegar rannsókn ir aðgengilegri almenningi. Verðlaunin nema 1000 stpd.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.