Vísir - 18.03.1958, Blaðsíða 4

Vísir - 18.03.1958, Blaðsíða 4
vfsnt « Þriðjudaginn 18. marz 19o® vísir D AGBLAÐ Víslr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Sk-rifstofur blaðsins eru 1 Ingólfsstrætl 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: (11660 (fimm línur) Vísir kostar kr. 20.00 í áskrift á mánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Erfitt tíðarfar. Dr. Smetacek stjórnar tónleik- um Symfóníuhfjómsveitarinnar. Á efnisskránni eru 4 verk, sem hafa ekki verið flutt hér áður. Undanfarnar vikur og mánuði hefir tíðarfarið verið að mörgu leyti erfitt til sveita, enda þótt veður hafi yfir- j leitt verið hagstætt við sjáv- arsíðuna, svo að unnt hefir verið að stunda sjósókn af kappi, án þess að ógæftir hafi hamlað verulega. Vet- urinn hefir verið mjög gjaf- frekur víðast í sveitum, og sums staðar hefir orðið að hafa búpening allan á gjöf mánuðum saman, eða frá því fyrir áramót. Hefir það vakið nokkurn kvíða bænda, ! þegar ekkert lát hefir virzt á vetrarhörkunum og „ofan gefið snjó á snjó“ um langt skeið. Það er haft eftir bændum sums staðar, að annar eins vetur hafi ekki komið í byggðarlögum þeirra um tveggja áratuga skeið eða jafnvel lengur. Menn muna þetta betur í sveitinni en ' bæjunum, þar sem margt ! dreifir huganum, og veður- I farið hefir ekki eins mikil á- hrif á daglegt líf manna. 1 Hefir því gengið mjög á heyjaforða bænda, enda þótt þeir muni víðast vel birgir, > enda ágætt heyskaparsumar r f f a siðasta ári, svo að bændur hafa sjaldan staðið betur að vígi að þessu leyti um langt skeið. Kemur það sér vel í 1 annari eins tíð og verið hef- ir undanfarið. En þetta hlýtur að benda mönnum á það, hversu nauðsynlegt það er, að bændur geti vei'ið óháðir 1 veðurfarinu, að því er snert- ir heyskapinn. Nú væri víða 1 vá fyrir dyrum í sveitum, ef síðasta sumar hefði verið ó- hagstætt eða síðustu sumur, því bændur búa ekki þannig, að þeir geti þurrkað hey sín með vélaafli í vætutíð. Það Eitt heizta áhyggjuefni bænda um þessar mundir er sú offramleiðsla, sem farin er að gera vart við sig og hlýtur að fara mjög í vöxt á næst- unni, ef bændur nýta til fulls alla þá miklu aukn- ingu ræktaðs lands, sem verið hefir brotin síðustu ár- in. Það er gífurlegt flæmi, sem undirbúið hefir verið til og er þó ekki allt komið í gagnið enn. síður en sjávarútveginn, því Það virðist því greinilegt, að hefir komið greinilega í ljós, þegar komið hafa óþurrka- sumur, og þótt bændur hafi vafalaust gert sér grein fyr- ir vandamálinu, mun lítt hafa þokað í þá átt að finna lausn á því, þótt mikilvægt sé. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að bændur hafa stór- aukið ræktunina á síðustu árum, en þó eru þeir engu nær því marki að geta full- nægt heyjaþörf sinni, ef veðurguðirnir eru þeim ekki hliðhollir. Heyskapurinn er því að sumu leyti „happ- drætti“, eins og síldveiðarn- ar, en þó hefir vinningur verið heldur öruggari á þurru landi, þótt aldrei verið sagt fyrir um hann frekar én vinninga í öðrum slík- um „lotteríum“. Það er hins- vegar mögulegt að tryggja sér vinninginn, heyfenginn, en það verður ekki gert með ræktuninni einni. Bændur hafá eignast mikinn fjölda véla á síðustu árum, bíla og hey- og jarðvinnu- tæki, og er það gleðilegur vottur um batnandi efna- hag og trú á framtíð bú- skaparins. En landbúnaður- inn er ekki að full tryggður með því, og vafalaust væri einhver fjárfesting margs bóndans betur komin í tækjum til að þurrka hey- fenginn en sumum öðrum vélum, sem hann hefir fest kaup á. Ættu forvígismenn og samtök bænda að leggja stórum aukna áherzlu á þetta framvegis, því að það virðist hafa verið vanrækt að miklu leyti. Betra ráð finnst varla í fljótu bragði gegn kenjum íslenzkrar veðráttu og vandræðum, er af þeim geta leitt. sú offramleiðsla, sem nú gerir vart við sig, sé ekki nema lítill hluti þess, sem síðar mun verða að óbreytt- um aðstæðum. Fer því ekki þjá því, að nauðsynlegt verði að finna rekstrargrund völl fyrir landbúnaðinn ekki sður en sjávarútveginn, því að vitanlega þarf að búa svo um hnútana, að enga fram- leiðslustyrki þurfi að greiða. Vafalaust- á það þó langt í land, ef að líkum lætur. Synfóniuhljómsveit fslands mnn í kvöld halda tónleika i Þjóðleikhúsinu. Hefjast þeir kl. 8.30. Stjórnandi er téklíneski hljómsveitarstjórinn dr. Vaclav Smetacek. Dr. Smetacek er íslendingum að góðu kunnur frá því hann var hér á ferð fyrir rúmu ári síðan. Hann stjórnaði þá tvennum tón- leikum hér við geysimikla hrifn- ingu áheyrenda. Dr Smetacek er doktor í tónlist og var áður óbó- leikari og lék þá með hinum fræga blásarakvintett í Prag. Síð- an stjórnaði hann útvarpshljóm- sveitinni í Prag og nú er hann stjórnandi borgarhljómsveitar- innar þar. Hann hefur ferðast víða um lönd og stjórnað hljóm- sveiturri við fádæma góðar undir- tektii-. Björn Ólafsson fiðlulejkari verður einleikari með hljómsveit- inni að þessu sinni. Er óþarfi að kynna hann þar sem hann hefur um 20 ára skeið verið lífið og sál- in i tónlistarlifi bæjarins. Hann K. R. efnir til sundmóts í Sundhöll Reykjavíkur anna'ð kvöld kl. 8,30 e. h. og taka þátt í því rúmlega 80 keppendur frá 8 félögum. Mót þetta átti upp- haflega að fara fram í kvöld, en vegna bilunar á vatnslögn- um Siuidhallarinnar verður að fresta því til annars kvöld. Keppt verður í 11 greinum, en þær eru: 100 m. sju’iðsund karla, 50 m. baksund drengja, 100 m. bringusund kvenna, 100 m. bringusund karla, 50 m. bringusund drengja innan 14 ára, 100 m. skriðsundidrengja, 100 m. baksund karla, Í00 m. skriðsund kvenna, 50 m. bringsund drengja 14-i—16 árá, 50 m. bringusund telpna og lýður svo á 4X50 metra skrið- sundi karla. Auk þess verða dýfingar sem sýningargrein. Félögin, sem senda þátttak- endur til keppni eru Reykja- víkurfélögin, þ. e.: Ármann, Í.R., K.R. og Ægir, en auk þeirra íþróttabandalag Akraness, íþróttabandalag Keflavíkur, Sundfélag Hafnarfjarðar og Héraðssamband Þingeyinga. — Meðal áþttttakenda eru ýmsir beztu sundmenn og sundkonur landsins og má búast við mjög harðri keppni í ýmsum grein- um og að sett verði ný sund- met. Meðal annars er búizt við Meðal ?átttakenda eru ýmsir harðri keppni og jafnvel nýju íslandsmeti í 100 m. skrið- sundinu á milli þeirra Péturs Kristjánssonar og Guðm. Gíslasonar og jafnvel búist við að Hrafnhildur Guðmundsdótt- ir bæti metið í 100 m. bringu- sundi kvenna. Úrslitariðillinn í 100 metra bringsundi karla er svo jafn að ekki er unnt að spá um úrslit, en þar keppa þeir um Sindrabikarinn Einar Krist- insson Á., Torfi Tóinasson Æ., hefur haldið marga tónleika auk þess sem hann hefur komið fram sem einleikari með Synfóníu- hljómsveitinni nokkrum sinnum. Að þessu sinni eru á efnis- skránni 4 tónverk. Ekkert þess- ara tónverka hefur verið flutt hér áður. Fyrsta er synfónía eftir ungt tékkneskt tónskáld, Jean Klusak. Hann er aðeins 24 ára gamall en hefur eigi að síður samið mörg tónverk og er talinn eitt efnileg- asta unga tónskáld Tékka. Næst á efnisskránni er fiðlukonsert eftir Dvorak. Er það einn allra vinsælasti fiðlukonsert, sem leik- inn er, létt og lýriskt verk. 3. verkið er Lítil svíta eftir pólska tónskáldið Wilold Lutoslawski, sem er álitinn eitt af fremstu tónskáldum Póllands af yngri kynslöðinni. Loks er svo synfón- ía nr. 4 eftir Tékkann Jaen Hugo Vorisék. Er þetta eina synfónia höfundarins, en hann dó aðeins 34 ára gamall. Ólafur Guðmundsson Á. og Þorsteinn Löve Í.R. í 100 metra baksundi karla er jafnvel búist við að Guðmundur Gíslasón bæti eldra met sitt, og sömuleiðis Ágústa Þorsteinsdóttir í 100 m. skrið- sundi kvenna, en þar á hún þegar eitt bezta sundmet ís- lendings, sem hún setti á dög- unum á 1:07.0. mín. í 100 m. skriðsundi kvenna er keppt um Flugfreyjubikarinn. íslenzk tónverk á norrænni hátíð. Dómnefnd sú, er kjörin var til að velja verk til flutnins á næstu tónlistahátið Norræna tónskálda ráðsins, hélt fundi sína í Osló dagana 10. og' 11. þ. m. Tvö íslenzk verk voru valin, þ. e. strengjakvartett eftir Jón Leifs og píanókonsert eftir Jón Nordal. Tónverkið „Draumur vetrarrjúpunnar" eftir Sigur- svein D. Kristinsson hlaut 16 stigeinkanir og vantaði ekki nema eitt stig til að verða kjörið til flutnings. 1 dómnefndinni áttu sæti einn fulltrúi frá hverju Norðurland- anna fimm, og var dr. Hallgrím- ur Helgason fulltrúi Tónskálda- félags íslands, enda sendi hann í þetta sinn ekki sjálfur verk eftir sig til úrskurðar. N.-Kórea skilar flugmanni. Bandaríska flugmanninum, sem bjargaði sér í fallhlíf, er orustuþotan, sem' hann flaug, var skotin niður yfir N.-Kóreu 6. marz, var skilað í Panmun- jom í morgim. Offranleiðsla iandbúnaðarins. Sundmóti K.R. frestað til annars kvölds. Keppendur yfir 80 frá 8 félögum. „Húsfreyja" skrifar: Vörugæði. „Að undanförnu hefur við og við verið minnst á mjólkurmálin í „Bergmáli" og þykir mér vænt um, að því sé haldið vakandi, að allt sé gert sem hægt er, til þess að við fáum sem bezta mjólk. Við kaupum mjólkina háu verði og mjólkurreikningurinn er hár á flestum heimilum, og sjálfsögð og eðlileg krafa, að menn fái fyrsta flokks mjólk. Vænt þótti mér líka um, að fá gleggri upp- lýsingar en ég áður liafði, uni eftirlit með gæðum mjólkur og með hreinlæti í mjólkurbúðum af hálfu bæjaryfirvaldanna. Eg vildi, fyrir mitt leyti, leggja á- herzlu á tvennt aðallega, úr því að ég drep á þetta, og hið fyi-ra er, að mér finnst mjólk sú, sem við fáum, ekki nógu kostarík, og fitumagn minna en æskilegt væri. Afturför. Hið síðara er, að haldið verði áfram að bera fram kröfurnar um heimsendingu mjólkur til þeirra, er þess óska. Sú vai’ tíðin, að það var hægt að fá flösku- mjólk senda heim til sín hér í bænum. Hér er ekki um framför að ræða, heldur afturför, allir verða að sækja mjólkina í mjólkurbúðirnar, hversu sem viðrar. Mér finnst það sanngjörn krafa, að mjólk og rjómi á flösk- um verði sent heim til þeirra, er þess óska. Óhreinn sykur. 1 vetur höfum við orðið að sætta okkur við, er við förum í búðirnar til þess að kaupa strá- sykur, að taka við brúnleitum strásykri, sem oft hefur verið svo óhreinn, að mig sannast að segja furðar á, að nokkur kaup- maður bjóði upp á slíka vöru. Nú mun aftur fáanlegur hvitur og fallegur sykur, a.m.k. i sumum verzlunum. Rúsínur. Þá hefi ég orðið fyrir því, sem fjölda margar aðrar húsmæður, að verða að taka við rúsínum mjög lélegum að gæðum, með furðulega miklu rusli i. Þetta er ekki heldur boðleg vara. Annað virðist ekki hafa verið fáanlegt um tíma? Hvers vegna er fólki boðið upp á slíkt? Hvers vegna er svona gæðarýr og óhrein mat- vara flutt inn? Er innflytjendum kanske nauðugur einn kostur, að flytja inn svona vöru? Spyr sá, sem ekki veit. Húsfreyja“ BRIDGE: Hörður vann. I gær háðu bridgesveitir Stefáns Guðjolinsen’s og Harð- ar Þórðarsonar einvígi urn meistaratitil Bridgefélags Reykjavíkur. Sveit Harðar Þórðarsonar sigraði og hélt meistaratitlinum frá í fyrra. Bridgemót Reykjavíkur hefst eftir viku, eða 24. þ. m. og er öllum heimil þátttaka. Búist er við mikilli þátttöku í mótinu, enda þrjú félög í bæn- um sem hafa bridge á stefnu- skrá sinni og munu öll senda fleiri eða færri sveitir í keppn- ina. -fc- Hjúkrunarkona er stundaði Texas-milljónara tvö síð- ustu æviár lians, hlaut 5,5 millj. doilara að honum látnúm.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.