Vísir - 22.03.1958, Blaðsíða 8

Vísir - 22.03.1958, Blaðsíða 8
Kkkert blað er ódýrara í óskrift ea Vísir. Litið hann færa yður fréttir og annað lestrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. VtSIR Laugardaginn 22, marz 1958 Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur ■ Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Hvergi sér enn á dökkan díl í Eyjafirði. Fóðiirltœdsskorhir aiisian Vadlalieiðar. Stúdentaguðs- þjónusta. Á morgnn, sunnudaginn 23. 1>. in., tekur Félag guðfræðinenia upp þá nýbreytni, að hafa stúd- entaguðþjónustur í Háskólakap- ellunni. batna tíl norðanlands. lúnavatnssýslum ílestir færir og Skagafiröi og Eyjafiröi aö opnast. Frá fréttaritara Vísis. A'kureyri í gær. Undanfarna þrjá mánuði lief- ur Vaðlaheiði verið að mestu leyti ófær bílum vegna snjóa- laga og er af þeim sökimi farið að gæta fóðurbætisskorts austan heiðarinnar. Fóðurbirgðafélag, sem starf- ■and er í Fnjóskadal tryggði sér nokkurt magn af fóðurbæti s.l. haust og geymdi það í Skógum, •en nú er það að mestu leyti geng ið til þurrðar. Síðustu dagana hafa Fnjósk- •dælir flutt allmikið magn af fóð- urbæti og öðrum vörum á ýtu- sleðum yfir Vaðlaheiði og hafa þeir flutningar gengið að óskum. Unnið er að snjóruðningum á vegum í Eyjafirði eftir því sem við verður komið og er nú þegar allgóðar samgöngur við innhér- aðið allt. í gær var unnið að því að ryðja veginn út Svalbarðs- strönd, en þar hefur vegurinn verið lokaður bílum mánuðum saman að undanförnu og snjóa- lög þar geysimikil. Þá er enn- fremur unnið að því að opna Dalvíkurveginn, en ekki ennþá verið rutt út á Þelamörk. Á Akureyri er hin versta ó- færð fyrir bíla, þvi þeir vaða niður úr krapinu og sitja unn- vörpum fastir. Hvergi sér á dökkan díl að heitið getur i Eyjafirði og hvergi hagar komnir upp, enda er hlák- an mjög hæg og aðallega af sól- bráð, því ekkert hefur rignt og frost á hverri nóttu. Síðastliðna nótt var gaddfrost norðanlands. Hins vegár hefur veður verið hið fegursta, bjartviðri og blíðviðri og sólbráð á hverjum degi. Togarinn Svalbakur kom í fyrradag til Akureyrar með um 100 lestir af fiski, sem landað var í hraðfrystihúsið. Bókamarkaður í Ingólfsstræti 8. í dag hefst í Ingólfsstræti 8 f jölskrúðugur bókamarkaður. Verða til sölu mörg hundruð teguudir bóka, flestar mjög ódýrar. Er verð alls borra bók- anna aðeins lítið brot þess verðs, sem nú er á bókum, Bækurnar, sem til sölu eru á markaði þessum, eru af ýmsu tagi. Þar er mikið úrval skáld- sagna, þjóðlegur fróðleikur ýmissa konar, sagnaþættir, ævisögur o. fl., margar teg- undir bóka handa börnum og unglingum, ljóðabækur og margt bóka ýmislegs efnis. — Einnig er þar að finna fáein eintök sjaldséðra bóka. Viðskiptl við Pólverja. Að undanförnu hafa farið fram í Reykjavík viðræður um viðskipti milli íslands og Pól- lands. Lauk þeim fimmtudag- inn 20. marz með undirskrift viðskiptasamkomulags, sem gild ir frá 1. marz 1958 til 28. febrú- ar 1959. Samkomulagið undir- rituðu Guðmundur í. Guð- mundsson, utanríkisráðherra, og Leonard Lachowsky, for- maður pólsku samninganefnd- arinnar. í samkomulaginu er gert ráð fyrir, að íslendingar selji Pól- verjum freðsíld, saltsíld, fiski- mjöl, gærur, lýsi og garnir, en kaupi í staðinn kol, vefnaðar- vörur, járnvörur, gips fyrir sementsverksmiðjuna, búsá- liöld, vélar, verkfæri, efna- vörur fyrir málningarverk- smiðjur, sykur, ávaxtapulp, sí- koríurætur og fleira. íslenzku samninganefndina skipuðu Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri, sem var for- maður, Pétur Pétursson, for- stjóri Innflutnings§krifstofunn- ar, og bankafulltrúarnir Sigur- björn Sigtryggsson og Haukur Helgason. Utanríkisráðuneytið, lý Reykjavík, 21. marz 1958. Á bókamarkaðinum í Ing- ólfsstræti 8 gefst gott tækifæri til að kaupa ódýrt og skemmti- legt lestrarefni í páskafríinu. Og varla fer hjá því, að bóka- menn finni þar eitthvað, sem þeim leikur hugur á að eignast. í dag verður markaðurinn opinn kl. 9—7 og á morgun kl. 1—7. Myndlistaskólinn á nýjum stað. Aðalfundur Myndlistaskólans í Keykjavík var lialdinn nýlega. Formaður félagsins vár kosinn Sæmundur Sigurðsson og með honum í stjórn þeir Ragnar Kjartansson, Einar Halldórsson, Kristján Sigurðsson og Þorkell Gislason. Skólinn hefur nú feng- ið húsnæði í sýningarsal Ás- mundar Sveinssonar á Freyju- götu 41 og hófst kennsla þar í janúar. Skólinn tapaði öllum á- höldum sínum í brunanum á Laugavegi 166 á síðasta sumri, en hefur nú fengið önnur ný og vandaðri. Vísir skólans að bóka- safni brann einnig, en nú hafa honum borizt myndarlegar bóka- gjafir og prentmjTida, svo sem frá Helgafelli, Norðra, bóka- verzlun Snæbjamar, Ki’on og Braga. Vill félagið þakka slíka velvild í garð skólans. Stúdontaguðþjónustur hafa ekki verið hafðar að jafnaði i Háskólanum undanfarin ár, nema 1. desember ár hvert. Próf- essorar guðfræðideildarinnar munu þó af og til hafa haft guð- þjónustur í Háskólakapellunni, en á því hefur ekki verið néiii föst regla. Nú er það ætlun guðfræði- nema, að hafa stúdentaguðþjón- ustur á tveggja eða þriggja vikna fresti. Á þessu misseri verða haldnar tvær eða þrjár guðþjónustur. Hin fyrsta fer fram, eins og áður segir, í Há- skólakapellunni sunnudaginn 23. marz, kl. 5 eftir hádegi. Mun séra Sigurbjörn Einarsson prófessor þjóna fyrir altari, en Jón Bjar- man stud. theol. prédika. Félag guðfræðinema vill sér- staklega vékja athygli allra stúd enta á þessari guðþjpnustu, og væntir þess, að sem flestir taki þátt í henni. Enda þótt þessi guðþjónusta sé ætluð stúdentum öðrum frem- ur, þá er sérhver borgari boðin velkominn Með þökk fyrir birtinguna. Félag gnðfræðinema. Maðurinn kommn fram. MaSur sá, sem lýst var eftir í útvarpinu í gœrkvöldi, er kom inn fram. Var lýst eftir manninum, þar sem talið var öruggt, að hann hefði ráðist á ákveðinn bát, en þegar í ljós kom, að svo var ekki, og maðurinn heldur ekki látið vita hvar hann var niður- kominn, var lýst eftir honum. Strax og auglýsingin kom í útvarpinu, gaf maðurinn sig fram og þá heill á húfi. Hver verður Ný- borgarstjóri? Auglýst liefur verið staða út- sölustjóra í Reykjavík hjá Áfengisverzlun ríkisins. Mun það vera Ólafur Sveins- son, útsölustjóri í Nýborg við Skúlagötu, sem lætur af störf- um eftir langt starf í þágu ÁVR. Umsóknarfrestur er til mán- aðamóta. • Bandaríslct skipafélag œtlar að láta smíða 4 100 þús. lesta skip til farþegaferða yfir At- lantshaf og til Miðjarðar- hafsferða á vetrum. Hyert skip á að geta flutt 10.000 farþega og fargjald verður aðeins 150 dollarar. Eitt far- rými veröur. Færð ú végTuin uti hefur stðr- um bafiuð við hlákúna, ekki að- eins hér :suiina.nlaiuls lieldur og fyiir nor-ðan Hka, neina :þá heizt i Þingeyisu’sýshi. Samkvæmt upplýsingum frá Vegamálaskrifstofunni í gær, eru allir aðalvegir í Borgarfjarðar- héraði, \restur Snæfellsnes og til Stykkishöims svo og vestur að Búðardal i Dalasýslu færir orðn- ir. Við Holtavörðiiheiðarveg hefur enn ekkert veiið átt og verður ekki gert fyrst um sinn, enda er snjór mikill á heiðinni. Fram til þessa hafa bilar flotið á hjarni í troðningum í Húna- vatnssýslu, en þegar hlákuna gerði óðu bilamir niður úr og varð þá óumfiýjanlegt að moka. Eru allir aðalvegir þar færir orðnir og eins yfir Vatnsskarð norður i Skagafjörð. 1 Skaga- Sauðárkrök og þaðan svo út á Sauðarkrók. og þaðan svo út á Hofsós, Eins er Blönduhlíðarveg- ur fær, en Öxnadalsheiðin ófær og hefur ekki þó.tt ástæða til þess að kanna snjóalög á henrl enn sem komið er. 1 Eyjafirði eru vegir færir frá Akureyri og inn héraðið beggji megin Eyjafjarðarár. Búið er a'5 moka leiðina út á Svalbarðs- strönd og verið að mofca Da'- víkurleiðina. En Dalvíkurvegimi komast marghjóla bifreiðar ög. jeppar nú þegar. í Þingeyjarsýslum er erfiðara um færð, enda mikil snjóalög þar og ekki jafn aðkallandi þar að halda vegunum opnum því þar er Utið um mjólkurflutninga en eitthvað flutt af rjóma úr sýslunni til Húsavíkur og þéir flutningar þá farið fram á snjó- bílum. Síðustu dagana hefur, samt vegurinn frá Húsavík að flugvellinum við Laxárbrú veriði ruddur. Hér í námunda við Reykjayík hefur engin breyting orðið á færð. Hellisheiðarvegur er mjög góður, en Ki-ýsuvíkurleið litiiý farin, enda blaut og nokkur aur á veginum. Ekkert hefur enn ver- ið hreyft við Mosfellsheiðarvegi og er hann lokaður sem stenduri Nýr banki stofnaður í Danmörku. Stofnfé verður um 50 millj. kr. Frá fréttaritara Visis. skamms tíma fyrir byggingafé- Khöfn í ffyrrádag. lögin, en of langs fyrir bankana. Banskar f jármálastofnanir og Bankinn á og að veita aðstoð til Iðnsambandið Ihafa ákveðið að úrlausnar á sviði danskrar kaup- stofna nýjan lbamka og leggja sýslu og iðnaðar, er þörf kann að fram í stofnfé 50 inillj. d. kr. I verða fyrir, þegar Evrópu-sam- Hlutverk hinnar nýju banka- starfið á sviði efnahagsmála og stofnunar, sem senniiega verður verzlunar koma til framkvæmda. skipulögð sem hlutafélag, verð- | Gert er ráð fyrir, að bankar, ur að lána fé, þegar venjulegar sparisjóðir, byggingafélög, Iðn- bankastofnanir geta ekki veitt sambandið og ef til vill einhver lán, svo sem ef um lánveitingar iðnfyrirtæki, leggi fram stofnfé, væri að ræða, sem væru til of NYJAR FREGAIR I STUTTU MÁLI Franska stjórnin ræddi Tún- ismáliö á 3. klst. fundi í gær. Þar var samþykkt, aö grund- völlur samninga viö Túnis yrði aö vera, að landamæri Túnis og Alsír yröu lokiö. —- Ennfremur leitaö eftir, að Túnis yrði hlutlaust í Al- sírstyrjöldinni. • Júgóslavíustjórn hefur fal- ið sendiherra sínum í Róma- borg aö mótmæla áformum ítalíustjórnar um eldflauga- stöðvar. Kveðst hún mótfall- in öllum eldflaugcistöðvum í nágrannalöndum, Einnig er hún mótfallin því, að Vest- ur-Þýzkaland fái kjamorku- @ Við umrœður um utanríkis- mál í gœr sagði dr. Aden- auer, að öryggi V.-Þ. vœri komið undir samstarfinu við Nato. ® Sambandsstjórn Indónesíu tilkynnir, að ein af korvett- um hennar hafi skotið á danskt kaupfar á leið til hafnarborgar Padang. Eng- inn meiddist á danska skip- inu. @ Fimm Tékkar hafa verið handteknir í Bæheimi fyrir að vinna gegn stjórninni, hafa vopn í fórum sínum, og einnig eru þeir grunaðir um að hafa lijálpað flótta- fólki til að komast til V.-Þ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.