Vísir - 22.03.1958, Blaðsíða 4

Vísir - 22.03.1958, Blaðsíða 4
wism D AGB LAÐ Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 0,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: (11660 (fimm línur) Vísir kostar kr. 20.00 í áskrift á mánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. KIRKJA DG TRUMAL': M A R 1 A. er í bezta lagi! Þjóðviljinn heldur áfram að fullyrða, að allt sé í bezt lagi í efnahagsmálunum, svo að engin ástæða sé að gera neina breytingu á stöðvunat stefnunni, sem stjórnin hef- ir fylgt undanfarna mánuði. Segir hann, að hér hafi ver- ið stöðugar og vaxandi fram [ kvæmdir í valdatíð stjórn- ar, og þó vita víst flestir, 1 að nú að undanförnu hefir í fyrsta skipti um langt ára- , bil verið tiltölulega auðvelt að fá menn til ýmissa starfa, i en slíkt var ekki hægt áður, eða til dæmis meðan enn gætti áhrifa frá síðustu rík- isstjórn — stjórn „íhalds- íns vl Þess er að minnast í sambandi við grobb Þjóðviljans um dugnað og afrek ríkisstjórn- arinnar, að hann sagði ekki ; alls fyrir löngu, að það væri „margsannað“, að kostnað- urinn við framleiðsluna hefði ekki aukizt á síðasta ári. En honum mun þó allt- af ganga erfiðlega að fá al- f menning til að leggja trúnað á slíkar fullyrðingar, því að hver maður veit til dæmis, hvernig stjórnarflokkarnir hlupu frá fjárlögunum laust fyrir jólin. Skyldi sá við- skilnaður ekki stafa að ein- hverju leyti af vaxandi kostnaði atvinnuvega og þar af leiðandi hins opinbera, því að allt er þetta orðið svo samantvinnað, að erfitt er að greina þar á milli. Það er ekki hægt að fá heilvita menn til að trúa því, að allt gangi ágætlega, þegar ríkis- stórnin treystir sér ekki til að afgreiða fjárlög með venjulegum hætti. Það er ekki hægt að fá heilvita menn til að trúa því, að allt gangi ágætlega, þegar því er lýst yfir á þingi, að ríkis- sjóð skorti tugi og jafnvel hundruð milljóna til þess að geta staðið við allar gerðar skuldbindingar og þótt ekk- ert bætist við af slíku tagi. Þetta reynir Þjóðviljinn ákaflega, en allar tilraunir hans í þá átt eru gersamlega til einskis. Hverjir borga? Erfiðleikamir á sviði efna- hagsmálanna hafa verið jafnt og þétt vaxandi undanfarið. , Það getur varla verið af því að Þjóðviljinn veit þetta, að hann er alltaf að tala um, að ’ ekkert þurfi að gera, því að i allt sé í bezta lagi. Það eru eitt, tvö eða þrjú hundruð milljónir sem teknar verða ] af almenningi af þessum sökum, hver svo sem aðferð- in verður eða leiðin að markinu. Almenningur tekur of mikið af framleiðslunni, er of kröfuharður við hana, og er það ekki ný bóla. Þess vegna verður að taka pen- inga af almenningi og skila framleiðslunni, svo að hjól- in geti haldið áfram að snú- ast. Þessu hefir almenningi verið skýrt frá svo oft og greinilega, að menn skilja það og sætta sig nokkurn veginn við það, því að öðru vísi getur það ekki verið. Kommúnistar reyna hinsvegar að hressa upp á hrörnandi fylgi með því að segja, að þetta sé óþarfi, enginn þurfi að borga neitt eða bera nein- ar byrðar. Slíkar tilraunir eru til einskis gagns, og verða kommúnistar að finna önnur ráð, en slíkt getur reynzt næsta erfitt, eins og allt er í pottinn búið. Vilja ekki fara. Það hefir lengi verið viðkvæð- ið hjá kommúnistum, að þeir Ijái ekki máls á gengis- lækkun, og gefið í skyn, að þeir fari úr stjórninni, ef gripið verður til slíks úr- ræðis. í því sambandi má minnast þess, að þeir hafa raunar sagt um ýms mál, að þeir mundu aldrei fallast á tiltekna lausn — sem síðan hefir orðið ofan á, án þess að kommúnistar hreyfðu sig úr ráðherrastólunum. Raunar geta kommúnistar ekki sagt, að þeir vilji ekki geng- islækkun í heppileg’an bún fallizt á hana, gerðu það fyr-1 ir jólin 1956, þótt þeim ráðstöfunum væri þá géfið annað nafn. Má þess vegna ætla, að ef ráðgjöfum stjórn- arinnar tekst að færa geng- islækkun í hættulegan bún- ing, svo að hægt sé að gefa henni eitthvert nafn, sem lætur ekki eins illa í eyrum, muni kommúnistar .sitja enn um sinn í stjórnarrráðinu og fresta öllum fyrirætlunum um brottför. JL. i JBLi I - A. i ÆL I trúarjátningunni eru tvö nöfn nefnd í sömu andrá, María mey og Pontíus Pilatus: „Fædd- ur af Maríu mey, píndur undir Pontíusi Pílatusi, krossfestur, dáinn og grafinn." Þannig er hin heilaga ævisaga rifjuð upp í trú- arjátningunni, sem höfð er yfir af miljónum manna um heim all- an við tíðaflutning á helgum dögum og við önnur tækifæri, svo sem skírn og fermingu. Og þar standa þau saman, hlið við hlið, Maria og Pílatus, móðirin og böðullinn. Nöfn þeirra mynda umgjörð þeirrar sögu, sem hófst í Betlehem og iauk á Golgata. Annað er sveipað ljóma jólanna, hitt myrkri langafrjádags. Ann- ars vegar konan, sem er heilög fyrirmynd i hreinleik, auðmýkt, trú. Hins vegar maðurinn, sem er ömurlegt dæmi um óheilindi, hroka, rotna skapgerð. Vinnulú- in almúgakona, menntunarlaus. Fágaður veraldarmaður með glæsilegan embættisferil að baki sér. María laut i auðmjúkri hóg- værð köllun Guðs og fæddi Krist, Pilatus laut vild manna og deyddi hann. Hún sagði á mestu örlagastundu lifs síns: „Sjá, ég er ambátt Drottins, verði mér eftir orðurn þínum.“ Hann gekk í berhögg við betri vitund og lét lygina stjórna sér á mestu ör- iagastundu lifs síns. Tvö nöfn, tveir einstaklingar, tvö sígeild dæmi um manngerð og um viðhorf til Krists. Og hvort tveggja dæmið bendir til þáttar, sem býr t okkur öllum og hvor sagan fyrir sig er að einhverju leyti saga okkar allra. En það varðar öllu, hvor fær yf- irhönd, Mariueðlið eða Pílatusar- hvötin. Þáttur Pílatusar er ríkur í sögu mannkyns. Þar ber mikið á valdamanninum, sem fómar lijarta sinu fyrir frama, glæsilega aðstöðu, vald, „vinnur það fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans". En margur slíkur stóð að lokum uppi jafnfyrirlitinn af þeim, sem hann vildi gera til geðs til þess að tryggja aðstöðu sína og öll- um öðrum. Þáttur Mariu er lika ríkur í sögu mannkyns, þótt sú saga, sem kennd er í skólum, snúist minna um hann, enda er hann ofinn með hljóðlátum hætti að jafnaði En hann er líf- taugin í stríði aldanna. „Blessuð sért þú meðal kvenna og blessaður sé ávöxtur lífs þíns“, var sagt við Maríu, þegar hún hafði hlotið þá köllun að verða móðir frelsarans. Og sjálf sagði hún: „Héðan ífrá munu aliar kynslóðir mig sæla segja“. Hún hefur verið blessuð svo sem engin kona önnur. Við ev- angelískir menn tignum hana ekki á sama veg og rómverskir trúbræður. En við lútum minn- ingu hennar í lotningu engu síð- ur en þeir. Hún er okkur hin heilaga móðir hans, sem er af Föðurnum fæddur frá eilífð og sá eini, sem lifað hefur tímanlegu lífi gagngert mótaður af heilög- um anda Guðs, frá fyrstu stundu í móðurlifi til hinzta andvarps á krossinum. Við leitum ekki at- hvarfs hjá henni, eins og gert er í rómverskum sið, því að einn er meðalgangarinn milli Guðs og manna, Jesús Kristur. En hún er okkur helg fyrinnynd í ein- lægni og hreinleik og mynd henn ar minnir á vegsemd móðurköll- unarinnar. Hún naut náðar Guðs. Það er hið mesta, sem um hana hefur verið og verður sagt. Og á þeirri sömu náð byggjum við allt okkar traust. Og María er ímynd kristinnar kirkju. „Maria, Drottins móðir kær, merkir Guðs kristni sanna“, segir Hailgrímur. Kirkjan er móðir Krists í þeim skilningi, að hún ber vitnisburðinn um hann í skauti sér og fæðir hann þann- ig að nýju hverri kynslóð og hverju einstöku barni sínu. Jes- ús sagði sjálfur: „Hver er móðir mín og hverjir eru bræður mín- ir?“ Og hann rétti hönd sína út yfir lærisveina sína og mælti: „Sjá, hér er móðir mín og bræð- ur mínir“ (Matt. 12,48—49). Það er boðun og tilbeiðsla kirkjunn- ar, sem fæðir hverjum einum vitund um Krist og líf í honum, fyrir áhrif anda hans sjálfs, sem í henni starfar. Kirkjan er móð- ir þeirrar fjölskyldu, sem á Guð að föður og Krist að bróður. Kirkjan er oss kristnum móðir, kristinn sérhver er vor bróðir, Guð og Krists vér erum ætt, allir, sem hún hefur fætt. María er ekki tilbeðin í okkar kirkju. En hennar er minnzt í helgri þakkargjörð. Boðunardag- ur hennar eða Maríumessa á föstu er helgur haldinn á morg- un. 1 tilefni af því skulum við fara með nokkur gamaldags Maríu-stef, lúthersk: Drottins móðir, dýra mey, duftið þitt hann bar, lausnai’inn eini, sem fórnina fæi'ði, fyrir syndirnar. Nauztu dýri-ar náðar Guðs, ný þá öldin rann, fi’elsarann góða fæddir þú, fóstraðir Guð og mann. Móðir ertu minnar hjálpar, meyjan Di'ottni kæra, af þínu lífi ljós var kveikt, ljósið heimsins skæra. Líkamur hans, sem leysti heim, af likama þínum var. Engin var sú önnur nein, sem ávöxt slíkan bar. Ave Maria, miskunnar nauztu, meyjan eina hreina, blessaður er burður þinn, bótin alli’a meina. Alla hann bætti andar nauð, unni mér það að sanna Di'ottinn minn og Drottinn þinn dómarinn alli’a manna. Atvinnuleysingjum f jölgar í Danmörku. Meðaltala atvinnulausra manna í Danmörku 1957 var 70.948 eða io.:%. Hlutfallstölur voru: Árið 1956 11.1%, árið 1955 9.7%, árið 1954 8% og ái’ið 1953 9.2%. Tala atvinnuleysingja í janúar á þessu ái’i var 122.070, en var 107.552 í sama mánuði 1956. Laugardaginn 22. marz 1958 „Bæjai’búi" skrifar: Buslið á götumun. Allmai’gir bæjai-búar eru farn- ir að Hréinsa til kringum hús sín og í görðum nú í góðviðrinu, fjai’lægja í’usl á lóðum, og jafn- vel hreinsa dálítið til i görðum, til undirbúnings vorstarfinu x þeim. Þegar jörð er orðin auð og vor i lofti vaknar sú athafna- þi’á mai’gra, sem að þessu bein- ist, og væi’i vel, að sem flestir tækju sig til í frístundum við þessi stöi’f. En það er viðar en á lóðum og í görðum, sem þarf að hreinsa til. Um allar götui', ekki síst i úthvei-funum, getur að líta spýtnabrot og annað rusl á göt- unum, sem hefur fokið þangað, eða óvitarnir borið þetta þangað, en göturnar eru því miður allt of víða hér í bæ leikvöllur barn- anna. Það þarf að gera gangskör að því, að fjarlægja allt rusl af götunum, og væri líklega helzt ráð, að flokkur manna úr bæjar- vinnunni væri látinn fara um bæinn i þessu skyni. Vel má vera, að eitthvað hafi vex-ið gert á um- liðnum árum í þessu skyni, en það er áreiðanlega hvergi nærvi nóg. Og viða á lóðum getur að líta furðulega mikið rusl, þrátt fyrir áskoranir sem endrum og eins eru birtar, til manna, um að fjax-lægja allt slíkt af lóðum sínum. Hreinlegri bær. Allt, sem gert er í þessa átt, miðar að því að gera bæinn hi’einlegri og vistlegri. Höfum aö einkunnarorðum: Hreinlegri bæ. — Bæjarbúi“. Leiksýningar íi’sku stúdentaima. Á öðrum stað hér í blaðinu er getið frumsýningarinnar í Iðnó í gærkvöldi. Það væri skemmti- legt, ef sú yrði reyndin, að þetta unga menntafólk, gæti sagt við heimkomuna, að þeir hefðu feng- ið fullt hús á öllum sýningum. Það talaði sinu máli um, að hér er stór hópur manna, sem kann að meta kynningu þeirra á írskii leiklistarmenningu. — INIýja Bíó: Víkingaprinsinn. Nýja Bió sýnir áfram nú um helgina ágæta mynd frá víkinga- timunum. Nefnist hún Víkinga- prinsinn. Sagan hefst á því, að konung- ur Agnar að nafni hefur neyðst til að flýja land sitt fyrir ofríki víkings nokkurs, og fær grið- land í ríki Arthurs Bretakon- ungs, ásamt konu sinni og syni. Sonur konungs, Valiant prins, fær það hlutskifti að fai-a á fund Arthurs konungs og fá lið- sinni hans til að vinna landið aftur úr klóm vikingsins. Sagan er viðburðarrík og flétt- ast inn i hana ástarævintýri Valiants og Aletu, dóttur Arthurs konungs. Einnig kemur við sögu „svarti riddarinn", burtreiðar eru háðar o.s.frv. Hlutverk eru i höndum á- gætra leikara: þeir eru: James Mason, Janet Leigh, Robert Wagner, Brian Aherne o.m.fl. • H. C. Hansen, forsœtisráð- herra Dana, liefur frestað heimsóknarferð til Júgó- slavíu vegna þess, hve í- skyggilega horfir í efnahags- og launamálum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.