Vísir - 31.03.1958, Page 1

Vísir - 31.03.1958, Page 1
12 síður CTBnPW wl 48. árg. Mánudaginn 31. inarz 1958 75. tbl. Uppreistarmenn í Alsír leggja nú mikla stund á mannrán. Þeir hafa rænt bónda nokkrum frönskum og konu hans og tveim ur ungum börnum. Rændu þeir og öllum gi'ipum þeirra, m. a. á annað hundrað fjár. Þá hafa uppreistarmenn rænt tveimur bílstjórum flutninga- bíla, og er annar franskur. Herfifegur ósígur kommúnista í París. Kommúnistaflokkurinn franski beið ósigur í auka- kosningu í París í gær — í kjördæmi, sein hann fram að þessu hefur örugglega haldið. Frambjóðandi, sem naut stuðnings fimm miðflokka hlaut 16.000 atkvæði og 57% greiddra atkvæða, en kommúnistar 68.000 eða 24%. ísrael kært fyrir ofbeldi. ísraelska stjórnin kom saman á vikufund siim í g'ær og ræddi ástandið á landamærum Sýr- lands og ísraels. Arabíska sambandslýðveldið hefur sent S. þj. orðsendingu og kært ísraelsstjórn fyrir ofbeldi og ágengni á landamærum Sýr- lands dagana 24.—27. marz. Skipst var á skotum í nokkrar klukkustundir i gær, en fulltrúi eftirlitsnefndarinnar gat að lok- um komið á vopnahléi. Hvor aðili um sig kenndi hin- um um upptökin. Jóhann Möller, Ragnar Ragnars. Bragi Egilsson. Geir Geirsson. IFjérir tvífugir menn farast i flugslysi á Öxnadalsheiði. Flugválin Birapaði nokkra kílómetra fyrir vestan Bakkasel Fiakið k'atsnsi í tjtortn&rejun ntj inoiBitirttir itíinir, or að rar htnnið. Það sviplega slys varð síðdegis á laugardaginn að fjórir ungir menn fórust í flugslysi á Öxnadalsheiði, skammt fyrir ofan Bakkasel og rétt við þjóðveginn. Þessir ungu menn voru allir stúdentar og bekkjarbræður, útskrifuðust í fyrra úr Mennta skólanum á Akureyri. Þeir voru Geir Geirsson frá Djúpavogi, flugmaður, fæddur 21. maí 1936, Jóhann Möller frá Rvík, fæddur 23. apríl 1937, Bragi Egilsson frá Hléskógum í Höfðhverfi, fæddur 19. júní 1937 og Ragnar Ragnars frá Kort af Bakkaseli og umhverfi, en fyrir vestan þann bæ fórgt flugvélin. Siglufirði, fæddur 31. marz 1937 (hefði átt afmæli í dag). Piltarnir lögðu af stað frá Reykjavík kl. 17.00 síðdegis á laugardaginn í flugvél, sem flugskólinn Þytur h.f. átti af gerðinni Cessna 172. Þetta var ný vél, smíðuð í fyrra í Kansas í Bandaríkjunum og keypt þá þegar hingað til lands. Hún var fjögurra sæta. Áætlaður flugtimi norður 1:45 klst. og flugvélin hafði eldsneyti til 4% klukku- stundar flugs. Þegar flugvélin kom ekki á áætlunartíma til Akureyrar var eftirgrennslan hafin þegar í stað og spurst fyr ir á bæjum norðanlands hvort flugvélarinnar hafi orðið vart. Við þær eftirgrennslanir kom í Ijós, að vélarinnar hafði síð- ast orðið vart yíir bænum Ytri- Koturn i Norðurárdal í Skaga- firði og steíndi hún þa í áttina á Öxnadalsheiði. Slydduveður hafði verið norðanlands um miðjan aaginn, stytti síðan upp undir kvöldið en var lágskýj- að. Leit undirbúin. Þegar flugvélarinnar hafði ekki orðið vart í Bakkaseli þótti sýnt að eitthvað myndi hafa orðið að vélinni annað- hvort á Öxnadalsheiðl eða í fjöllunum þar í grennd. Voru | ráðstafanir gerðar þegar í stað til að senda leitarflokka á svæ§ Þessi mynd var tekin af slysstaðnum í gærmorgun. Flugvélin liggur á hvolfi, en til hægri á myndinni sést hvar flugvélin liefur komið niður fyrst og er þar dæld mikil í fönnina. ið, bæði héðan úr Reykjavík, en þó aðallega frá Akureyri. Flugfélag íslands bauð að senda Douglas-flugvél með leitarflokk norður á Sauðár- krók á laugardagskvöldið. Var það 14 manna hópur úr Flug- björgunarsvetiinni í Reykja- vík, sem fór með flugvélinni til Sauðárkróks, og kom þang- að nokkru eftir miðnætti. Flug bj örgunarsveitarmenn héldu síðan á bílum svo langt sem komizt varð inn Blönduhlíðina og' Norðurárdalinn, en munu hafa verið komnir skammt inn ^ á Öxnadalsheiði þegar fregn barst um að flakið af hinni týndu flugvél væri fundið og að annar leitarflokkur væri í þann veginn að komast að því. Snéru Reykvíkingarnir þá til baka. Flakið finnzt. Douglasvélin, sem flutt hafði leitarmennina aðfaranótt sunnu dagsins til Sauðárkróks, hóf svo leit strax í birtingu í gær morgun og það var hún sem fann flakið kl. 6 árdegis. Frá Akureyri fór 45 manna lið til leitar á þremur stórum marghiióla bílum (trukkum) og 4 jeppum. En kafaófærð var víða á veginum, einkum á Þela- mörk og eftir að inn í Öxnadal kom, svo ferðin sóttist seint. Lagði aðalhópurinn af stað :klukkan langt gengin 10 um ; kvöldið, en tveir jeppanna eitt- hvað síSar. Við Bægisá var liðinu skipt í þrjá flokka. Fór einn flokkurinn j undir forystu Jóns Sigurgeirs- í sönar frá Helluvaði að Flögu í : Flörgárdal, en þaðan átti svo að léita Hörgárdalsheiði. Ellefu i menn voru í þeim hópi. Annar 11 manna hópur undir forystu Richards Þórólfssonar átti að leita Hólafjall og Hóladal og brúnirnar austan Öxnadalsins. Þriðji hópurinn -— 14 manns — hélt undir forystu Tryggva Þorsteinssonar, formanns Flug'*- björgunarsveitarinnar á Akur- eyri áfram inn Öxndal. Var ó- Framhr á 6. síðu.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.