Vísir - 31.03.1958, Side 6

Vísir - 31.03.1958, Side 6
JB. VlSIR Mánudaginn 31. rr.arz 1958 WESIWL DAGBLAD Víslr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: (11660 (fimm línur) Vísir kostar kr. 20.00 í áskrift á mánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan hJ. Hótanir af ýmsu tagi. Það er greinilegt, að kyrrð og friður ríkja ekki lengur í stjórnarfletinu. Virðast allir aðilar, sem kúrt hafa undir sænginni að undanförnu, vera orðnir býsna hræddir hver við annan, en þó brölta kommúnistar mest, og kann það að vera skiljanlegt, því að svo lengi hafa þeir orðið að vera utangarðs, að þeir hafa gleymt ölium manna- siðum sængunarinnar. Hafa þeir mjög í hótunum við maddömu'na og griðkonu hennar, enda þótt þær hafi teflt mannorði sínu mjög í tvísýnu, er þær lyftu sæng- urhorninu fyrir hálfu öðru ári, og hleyptu umrenningn- um upp í. Ef ekki verður skyndileg breyt- ing til hins betra á stjórnar- heimilinu, eru ekki horfur á öðru en að það sundrist nú fyrir fardagana, og er það þó mál manna, að það sé síður en svo ósk heimamanna. Maddömunni og griðkonunni hefir þótt gott að geta notað strákinn til ýmissa sóðalegra verka, svika, pretta og þess háttar, en honum hinsvegar fundizt fyrirtak að geta kom- izt inn á heimilið og notið þar allra fríðinda til að vinna þar margvísleg spjöll, sem kunna þó ekki að vera öll komin á daginn enn. En það verður þá síðar, víst er um það. Almannarómur fullyrðir, að maddaman og griðkonan vilji taka upp búskapar- fyrirkomulag, sem þær höfðú einmitt lofað á sínum tíma, að skyldi aidrei upp tekið. Almannarómur hefir við talsvert að styðjast, því að einn af helztu hollvinum maddömunnar hefir einmitt hvatt til þess opinberlega, að þetta ráð verði tekið, og finnst mörgum, að þa W-»u- gild sönnun fyrir því, að þessi leið sé athuguð í fullri alvöru. En strákurinn segist ekki vilja þetta, og hefir hann þó fengizt til að sam- þykkja sitt af hverju, þótt hann hafi áður verið búinn að segja, að frekar gengi hann úr vistinni en að hann sætti sig við það. En nú virðist hann enn baldn- ari en áður og leitast við að hrella rekkjunauta sína með ýmsum ráðum. Hann hefir allt á hornum sér, vill enga gengislækkun, hvorki opin- bera né dulbúna, eins og þá, sem framkvæmd var með sérstakri bléssun hans fyrir jólin 1956. Nei, pilturinn sá ætlar ekki að fallast á neitt, sem heitir gengislækkun, og hann er þegar búinn að reka lappirnar undan brekáninu. svo að hann geti tekið til fótanna fyrirvaralaust, ef á þarf að halda. Og nú segist hann ekki vilja hafa neitt varnarlið hér, og heldur, að hótun varðandi það, muni nægja til þess að maddaman og griðkonan hugsi sig um og geri bragar- bót — hlýði vikapiltinum. Þó segja sumir, að þessu megi gjarnan kippa í lag líka — eins og fyrri deilum — því að í rauninni sé ekki búið að nefna kauphækkun við strák. en á hann kunni að renna tvær grímur, ef nægilega vel verði boðið. Hann hafi hingað til verið falur, og engin ástæða sé til að ætla, að hans náttúra hafi breytzt svo undir sænginni. Vilja sumir einmitt halda, að hann sé frekar náttúraður fyrir ýmis þessa heims gæði en áður, svo að ekki verði mjög vandasamt að koma fyrir hann ,,vitinu“. Dregnir á eyrunum. Þegar menn hafa rætt um hin nýju samtök rithöfunda, sem kommúnistar hafa sett á laggir, heyrist þessi setning oftast: „Hvernig geta menn úr öðrum flokkum látið á- netjast af kommúnistum eftir að þeir hafa sýnt hug sinn til hernáms og beitingar hervalds eins og í ljós kom, þegar Ungverjar gerðu upp- reistina?“ Það er skiljanlegt, að hér sé andstæðingar varnarliðsins. Menn greinir á um dvöl þess eins og allt annað. En það er óskiljnlegt, að nokkrir menn skuli vilja ganga í þjónustu kommúnista, til að reka varnarliðið heim, þeg- ar það er öllum ljóst, að kommimis+ii’ eru í sjálfu sér ekki á móti ,,hernámi“ — þeir eru aðeins gegn „her- námi“ allra annarra en kom- múnistaríkja. Það er sann- leikur, sem þeir geta að vísu mótmælt, en aðeins gegn betri vitund. Því mega þeir menn trúa, sem nú hafa gengið á mála hjá kommúnistum, að ef þessir vinir þeirra fá að ráða, þá tekur rússneskt hernám við hér í fyllingu tímans — en fyrsta skrefið er vitanlega að reka bandaríska liðið úr landi. FhigsVysið á Öxnadalshei&i... Framh. af 1. síðu inni, en tvö höfðu kastast út úr færð svo mikil að ekki varð henni við áreksturinn. bilum viðkomið og var því | Ekki er á þessu stigi unnt að íengin beltisdráttarvél með leiða nokkrar líkur að orsök- sleða að láni á Hálsi í Öxnadal um slyssins, en geta má þess og farið á henni það sem eftir | að brotinn var hluti af hægra var leiðarinnar. Hafði f lokkur- ^ væng, sem bendir til þess að inn verið alla nóttina á ferli og vélin hafi fyrst komið niður á kom um hálf sjö leytið um vænginn. Forstöðumaður loft- morguninn að Bakkaseli og ferðaeftirlitsins, Sigurður Jóns lágu þá fyrir orð um það að son. flaug norður í morgun til flugvélaflakið hefði fundizt úr þess að skoða flakið og rannsaka lofti. Væri það móts við svo- slysið og orsakir þess. kallaðan Kaldbaksdal á Öxna- Líkin voru flutt niður að dalsheiði, á að gizka 300—400 Bakkaseli í gær og voru þau metrum fyrir vestan girðing- dregin á sleða, fyrst af beltis- una á heiðarbrúninni og um dráttarvél en síðan jeppabif- það bil 30 metra frá þjóðveg- reið unz komið var niður á inum. Mun vélin ekki hafa átt Moldhaugnanáls. Þar beið nema örfárra sekúnda flug til sjúkrabifreið og flutti líkin til þess að komast norður af brún- Akureyrar. Þangað var komið inni. Landið er þarna að mestu'um hálfþrjúleytið í gærdagJ Leitarmennirnir, sem héldu upp á Hörgárdalsheiði komu nokkru seinna til bæjarins. slétt en þó lágar ávalahæðir. Aðkoman að flugvélinni. Þegar að flugvélinni kom lá Kennslu hún á hvolfi og öll samanlögð fellur ni^ur. og mikiö brctin, en ekki brunnj Vegna þessa sorglega atburð- in. Tvö líkin voru inni í vél-' ar var tilkynnt í gær að kennsla félli niður í dag í Háskóla ís- Jands og Menntaskólanum á Akureyri. Sömuleiðis var há- ic Tvair brezkir kolanámamenn skólatónleikum aflýst í gær. biðu bana aí' grjóthruni í Flugmaðurinn, Geir Geirs námu þairra í sl. viku. son, var við flugnám og með um 20,0 flugstundir að baki. |Hafði hann þegar lokið einka- flugprófi og var að mestu bú- inn að ijúka atvinnuflugprófi. Hinir piltarnir þrír stunduðu allir nám í læknadeild Háskól- ans. I Síðasta flugslys hér á landi, þar sem maður ehfir farizt næst á undan þessu, varð fyr- ir röskum tveim árum, eða 12. febrúar 1956 við sæluhúsið á Holtavörðuheiði, er þar fórst lí;il flugvél með einum manni og beið hann bana. Nýkomið: Uppreimaðir strigaskór, allar stærðir. VERZL. ms. Plymouth '42 í góðu lagi, með skuffu til sölu. Þægilegur fyrir hjón með 3—4 börn 8—10 ára. Bíllinn er til sýnis að Réttarholti við Sogaveg. Selst ódýrt, góðir greiðslu- skilmálar. Sími 3-3589. Flóa-smjör FIóa-45% ostur Flóa-Schweitzerostur Flóa-sterkur smurostur Flóa-hangikjötsostur Flóa-rækjuostur Flóa-grænn Alapaostur Flóa-tómatostur Ennfremur: Kjarnaostur í túpum. Fféðostar eru ómissandi í 0STAR

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.